Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 Áskorendaeinvígin í skák Korchnoi er hársbreidd frá sigri ENN eitt tilþrifalítið jafntefli varð upp á teningnum þegar þeir Korchnei og Petrosjan tefldu 11. einvígisskák sina í gær. Nú má þvi segja að Korchnoi sé aðeins hársbreidd frá sigri i einviginu, því honum nægir jafntefli á laugardaginn þegar síðasta skákin verður tefld. Petrosjan mun þó áreiðan- lega leggja allt í sölurnar til að jafna metin í síðustu skákinni, því varla á hann ánægjulega heimkomu fyrir höndum ef hann tapar fyrir „föðurlands- svikaranum". Hvitt: Viktor Korchnoi Svart: Tigran Petrosjan Kataiónsk byrjun 1. c4 — eG, 2. g3 — d5, 3. Rf3 — Rf6, 4. Bg2 — Be7, 5. d4 — 0—0, 6. Rbd2 — b6, 7. 0—0 — Bb7, 8. b3 — Rbd7, 9. Bb2 — c5, 10. Hacl — Hc8, II. e3 — dxc4, 12. Rxc4 — IIc7, 13. De2 — cxd, 14. Rxd4 — Bxg2, 15. Kxg2 — a6, 16. e4 — Db8, 17. Rd2 — IIxcl, 18. Hxcl — Db7, 19. f3 — Rc5, 20. Rc4 — Hc8, 21. Re5 — Bf8, 22. Dc2 — a5, 23. a3 — He8, 24. Rec6 — Rfd7, 25. e5 — Rb8, 26. Rxb8 — Hxb8, 27. b4 — Jafntefli. framhaldinu má hann þakka fyrir jafntefli í biðstöðunni. Hvítt: Lev Polugaevsky Svart: Henrique Mecking Ilrottningarindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. g3 — Bb7, 5. Bg2 — Be7, 6 0-0 — 0-0, 7. Rc3 — Re4, 8. Rxe4 (Polugaevsky hefur greinilega aðeins verið á hött- unum eftir jafntefli. Annars hefði hann leikið hér 8. Dc2 eða 8. Bd2) — Bxe4, 9. Rel — Bxg2, 10. Rxg2 — d5, 11. Da4 — Dd7, 12. Dxd7 — Rxd7, 13. cxd5 — exd5, (Á Reykjavfkurskák- mótinu í haust létu þeir Antoshin og Tukmakov hér staðar numið og sömdu um jafntefli) 14. Bf4 — Bf6, 15. Hfdl — c5, 16. Be3 (Eftir 16. dxc5 — Rxc5, 17. Hd2 — Hfd8, yrði staka peðið á d5 meiri styrkleiki en veikleiki) — Hfd8, 17. Rf4 — Rf8, 18. dxc5 — d4, 19. Bd2 — bxc5, 20 Hacl — Be7, 21. Rd3 — Rd7, 22. e3?! (Eðlilegra virðist 22. b3 og reyna síðan að ráðast gegn peðinu á c5) — Hac8, 23. exd4 — cxd4, 24. Hxc8 — Hxc8, 25. Kfl — f6, 26. Hcl — Hxcl, 27. Bxcl — Kf7, 28. b3 (Peðið á d4 virðist víð fyrstu sýn veikleiki, en greiður aðgangur svarta kóngsins að miðborðinu tryggir honum a.m.k. jafntefli) — Ke6, 29. Ke2 — g5, 30. Bd2 — Kd5, 31. Bb4 — Bxb4, 32. Rxb4+ — Kc5, 33. Rd3+ — Kd5, 34. g4 — Re5, 35. f3 (Eftir 35. Rxe5 — fxe5, hefur svartur unnið peðs- endatafl vegna þess að hann hefur valdað frípeð) — Rc6, 36. Rf2 — Rb4, 37. a3 — Rc2, 38. Re4 — Ke5, 39. a4 — Rb4, 40. Rc5 — Kd6, 41. Rd3 Mecking mun berjast til þrautar Lev Plugaevsky telfdi stíft til jafnteflis með hvítu i 11. einvígisskák sinni við Mecking sem tefld var i gær. Sovézki stórmeistarinn leitaði mjög eftir uppskiptum og gaf jafnvel andstæðingi sínum frumkvæðið í því skyni. Polugaevsky þótti þó fyrst um sinn standa heldur betur en eftir uppskiptaærsl hans í Hér fór skákin í bið. Þó að jafntefli séu líklegustu úrslitin er það greinilega svartur sem er sóknaraðilinn vegna betri peða- og kóngsstöðu. Tillögum Healeys kuldalega tekið London, 30. marz. VERKALÝÐSFÉLÖG á Bretlandi hafa tekið kuldalega I tillögu brezku stjórnarinnar I fjárlögun- um, sem lögð voru fram I gær, um skattalækkanir gegn því að verka- lýðsfélögin haldi aftur af sér í eitt ár til viðbótar með kaupkröf- ur. Sumir stjórnmálafréttaritarar telja viðbrögð verkalýðsleið- toganna við fjálögunum gefa til kynna að lítil von sé til þess að samkomulag um lágar kaup- hækkanir náist. Joe Gormley, leiðtogi samtaka námaverkamanna, sagði við fréttamenn í dag að tillaga stjórnarinnar væri hrein kúgun, þvi að með því að tengja skatta- lækkunartillöguna loforðum 11,8 milljóna verkafólks í brezka alþýðusambandinu væri verka- fólkið sett i hlutverk vondu mannanna, ef það ekki féllist á að takmarka kaupkröfur sínar. Hugh Scanlon, formaður samtaka vélvirkja, sagði að ekki kæmi til greina að verkalýðsfélögin yrðu sett I þá aðstöðu, sem fjárlögin stefndu að. Gildandi launasamkomulag rennur út 31. júlí n.k. en skv. eru launahækkanir á árinu takmarkaðar við 4 stérlingspund á viku og brezka stjórnin segir að nauðsynlegt sé að sýna áfram- haldandi aðhald til að hamla gegn verðbólgunni, sem í dag er um 16,2% á ársgrundvelli. í fjárlaga- frumvarpi sinu bauð Healey fjár- málaráðherra 1,7 milljarða sterlingspunda skattalækkun gegn þvi að kaupkröfum yrði haldið innan hófsamra marka, en ekki var sagt hver þau mörk ættu að vera. Bendir stjórnin á að með því að halda launahækkunum niðri s.l. tvö ár hafi tekist að minnka verðbólguna um helming, úr 32% í 16%. Verkalýðsleiðtogar hafa hins vegar sagt að útilokað sé að hægt verði að takmarka launahækkanir eitt ár í viðbót, verðhækkanir haíi verið gífurlegar og þeir séu undir miklum þrýstingi frá launþegum um viðunandi hækkanir. Frá þinghaldinu I gær — Bjarni K. Bjarnason, borgardómari I forsæti. Vinstra megin á myndinni eru Kjartan Gunnarsson, stefnandinn, og lögmaður hans Jón Steinar Gunnlaugsson en hægra megin sést í baksvipinn á Inga R. Helgasyni lögmanni stefndu. Málið um lögmæti SFHI-aðalfundarins dómtekið í gær MIKLAR deilur risu sem kunn- ugt er meðal stúdenta við Háskóla tslands í sambandi við aðalfund Stúdentafélags Háskóla íslands. Snerust deilur þessar aðallega um lögmæti aðalfundar félagsins 23. marz 1976 en á þeim fundi urðu mikil átök og var Kjartan Gunnarsson Iaganemi kjörinn formaður félagsins. Urslitum þessa fundar viidi fráfarandi stjórn SFHl og stuðningsmenn hennar ekki hlíta og boðuðu því til nýs aðalfundar 1. apríl 1976. Fundarboðendur fullyrtu að þar eð dagskrá aðalfundarins 23. marz hefði verið breytt með dag- skrártillögu væru samþykktir hans ólögmætar. Stjórnin sem kjörin hafði verið á fundinum taldi dagskrárbreytingarnar hins vegar löglegar og hefði hin nýja stjórn tekið við völdum strax að afloknum kosningum. Af þessum sökum og til að vernda rétt félags- manna taldi hin nýkjörna stjórn sig knúna til að leggja lögbann við fundinum sem fráfarandi stjórn boðaði 1. apríl 1976. Var það iögbann lagt af fógetarétti Reykjavíkur 1. april 1976 og var síðan höfðað mál í bæjarþingi Reykjavikur til staðfestingar þessu lögbanni, eins og gert er ráð fyrir lögum samkvæmt. Þetta staðfestingarmál var sótt og varið i bæjarþingi Reykjavíkur í gær. Dómari í málinu er Bjarni K. Bjarnason borgardómari. Lögmaður stefnenda, Kjartans Gunnarssonar og stjórnar hans, var Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. en stefndu Garðars Mýrdals o.fl. Ingi R. Helgason hrl. Lögmaður stefnenda tók fyrst til máls í þinghaldinu og rakti fyrst þann aðdraganda málsins sem getið er hér á undan. Síðan fór hann almennum orðum um fundarhöld og fundarsköp og vakti athygli á því að auglýsing á ákveðinni dagskrá, sem ekki ætti að vikja frá, þ.e. ekki ætti að taka fyrir önnur mál á fundinum en auglýst væru, væri fyrst og fremst til þess að tryggja rétt þeirra fél- agsmanna, sem ekki mættu á fundinum. Hins vegar væri fund- armönnum sjálfum og jafnvel fundarstjóra upp á sitt eindæmi heimilt að breyta röð dagskrár- liða, þ.e.a.s. að afgreiða málin ekki endilega í þeirri röð er aug- lýst væri. Benti lögmaðurinn á að slíkar breytingar væru algengar á félagsfundum. Einnig væri það algjörlega ljóst í þessu máli, þar sem um var að ræða aðalfund Stúdentafélagsins, sem ótvírætt hefði æðsta vaid í öllum málefn- um félagsins, að fundarmönnum hefði verið heimilt að breyta röð dagskrárliða. Hlutverk og eðli aðalfundarins og vald hans I mál- efnum þessa félags, sem og að- alfunda almennt tæki ekki alveg af skarið um að fundarmönnum væri heimilt að hagræða röð dag- skrárinnar. Benti lögmaðurinn t.d. á að á aðalfundum Orators, félags laganema, væri það algengt aó röð dagskárliða væri breytt, jafnvel þótt mun skýrari ákvæði væri um röð dagskárliða i Iögum Orators en í lögum Stúdentafél- agsins. Af þessum ástæðum sagði lögmaður stefnenda að auðséð væri að krafa stefnenda um að aðalfundurinn 23. marz 1976 yrði dæmdur löglegur ætti að ná fram að ganga. Niðurstaða sem lyti að því að fundarmönnum aðalfunda væri óheimilt að breyta röð dag- skárliða, væri fráleit og færi al- gerlega i bága viö almennan skiln- Austurland: SVÆÐISMÓTI Austurlands í skák 1977, sem fram fór á Reyðar- firði, er nýlokið. Þátttakendur voru 32. t eldri flokki tefldu 7, en I yngri flokki 25. Röð efstu manna varð þessi: 1 eldri flokki: 1. Gunnar Finns- son Eskifirði, 6 v. af 6 mögu- legum. 2. Jón Baldursson Eski- firði 3V4 v. 3. Hafsteinn Larsen Reyðarfirði 3 v. I yngri flokki: 1. Garðar Bjarna- son Reyðarfirði 5Ví v. af 7 mögu- ing og framkvæmd fundarhalda hér á landi. Lögmaður stefndu, Ingi R. Helgason hrl. tók til máls að lok- inni ræðu Jóns Steinars Gunn- laugssonar og gerði hann fyrst grein fyrir þvi að átökin í þessu félagi væru fyrst og fremst milli þess sem hann vildi nefna vinstri menn og hægri menn. Rakti hann að félagið hefði 1975 verið lagt niður en endurreist af stefndu í þessu máli 16. apríl 1975. Ingi kvað fundinn 23. marz hafa verið löglega boðaðan en sum fundar- störfin verið ólögmæt vegna sam- þykkta félagsins, jafnframt sem stefnendur málsins hefðu á fund- inum brotið almenn fundarsköp. Allar breytingar á röð dagskár- liða hefðu verið ólögmætar. Dag- skrárröðunin væri til þess að tryggja réttláta og sanngjarna meðferð mála. Að loknum frumræðum lög- manna tóku þeir báðir til máls aftur og stóð málflutningurinn nánast samfellt frá kl. 14 til 17.30 í gær. Málið var siðan dómtekið og er dóms að vænta i þespu deiiu- máli stúdenta um lögmæti aðal- fundar Stúdentafélags Háskóla íslands einhvern næstu daga. / legum. 2. Guðbergur Reynisson Reyðarfirði 4lA v. 3. Georg Páls- son Reyðarfirði 4 v. Að lokum fór fram hraðskák- mót. Þátttakendur voru 20. Röð efstu manna var þessi: 1. Trausti Björnsson Eskifirði 17 v. af 18 mögulegum. 2. Jóhann Þor- steinsson Reyðarfirði 15 v. 3. Gunnar Finnsson Eskifirði 12 v. Skákstjóri var Trausti Björns- son. 32 þátttakendur í svæðamóti í skák

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.