Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAOIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 27 Eyjólfur Konráð Jónsson: Happdrættislánin bundin Norður- og Austurvegi að lögum Fulltrúar Reykvíkmga þingmenn þagnar í umræðu um fjárlög og vegamál, sagði Eggert G. Þorsteinsson FYRRI hluti umræðna um Vegaáætlun á Al- þingi var rakinn hér á þingsíðu Morgunblaðs- ins sl. miðvikudag. Hér verður fram haldið að rekja efnislega mál þing- manna. Stjórnarþing- maður gagnrýnir Vegaáætlun Sigurlaug Bjarnadóttir (S) taldi of mörg sannleikskorn felast í stóryrtri gagnrýni stjórnarandstæðinga Hins vegar væri ,,skellinöðrumálflutningur' Karvels Pálmasonar ekki líklegur til að hafa árangur sem erfiði. Sigurlaug sagði eðlilegt að stjórnarþingmenn reyndu að ná sem mestri samstöðu og eindrægni í þeim málum, sem ríkis- stjórnin stæði að og bæri ábyrgð á, ekki sízt á tímum efnahagslegra örðug- leika. Þá þætti jafnan lítið drengskapar- bragð að ..svíkjast undan merkjum' Þetta gerði hún sér Ijóst, einmitt varð- andi viðkvæm mál eins og Vega- áætlun. En þegar árekstur yrði milli viljans til samstöðu annars vegar og samvizku og sannfæringar hins vegar, hlyti hið síðarnefnda að ráða úrslitum Það væri því ekki af neinni léttúð af sinni hálfu að hún lýsti því yfir hér, að hún gæti ekki stutt þá Vegaáætlun, er hér væri til umræðu. Yfirlýsing sam- gönguráðherra, f.h. ríkisstjórnarinnar, um endurskoðun áætlunarinnar þegar á næsta hausti, hefði þó mildað hug sinn til hennar Þakkaði hún þá afstöðu sem í yfirlýsingunni fólst. Sigurlaug sagði framkvæmd at- vinnumála, menntamála, heilbrigðis- mála og félagsmála I strjálbýli komna undir því, hvern veg væri að sam- gönguþættinum búið. Fjárframlög til vegamála hefðu hins vegar dregizt saman að raungildi á undanfömum árum, bæði að því er varðaði fastar tekjur Vegasjóðs og framlög ríkissjóðs Við margítrekaðar yfirlýsingar um að auka þyrfti hlutdeild Vegasjóðs I tekj- um af umferð, hefði ekki verið staðið. hún hefði þvert á móti lækkað Þetta væri þeim mun hörmulegra sökum þess að mælir skuldasöfnunar okkar erlendis væri meir en fullur. Hins vegar væri óhjákvæmilegt að taka stórlán erlendis til vegamála. strax og lánapóli- tík Islendinga út á við hefði náð þolan- legu jafnvægi. í þeim efnum hefðu orkumál, virkjanir og varmaveitur, notið forgangs um sinn. Með því að taka inn á almenna vegaáætlun lögbundna stóráætlun um Norður- og Austurveg, sem ásamt Borgarfjarðarbrú spannaði megnið af almennu vegafé, væri komið aftan að Alþingi — og gengið þvert á yfirlýs- ingar ráðherra og annarra um löggjöf um happdrættislán. Sigurlaug ræddi vegagerð og las úr leiðara Morgun- blaðsins 27 marz sl , þar sem fjallað væri um byggðajafnvægi á ,,hinn veg- inn", sem lýsti vel afstöðu núverandi ríkisstjórnar til landsbyggðarinnar. Yfirlýsing ríkis- stjórnar mikilvæg Eyjólfur Konráð Jónsson (S) fagnaði yfirlýsingu samgönguráðherra, sem hann gaf í nafni ríkisstjórnar, um happdrættislán og Norður- og Austur- veg Framkvæmdir varðandi Norður- veg hefðu verið hægari heldur en efni stóðu t.l, sem að nokkru yrði að skrifa á reikning efnahagsörðugleika I þjóð- félaginu. í fyrra var lánað nokkurt fjár- magn frá Norður- og Austurvegi (350 framkvæmd væri þörf út af fyrir sig. þó að hún hefði e.t.v. mátt bíða um sinn, en eðlilegra hefði verið að taka sérstakt lán ti) hennar Eyjólfur sagði að yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um Norðurveg væri skýr og ótvíræð að því leyti, að viðkomandi lög yrðu látin ná tilgangi sínum Megintilgangur laganna var að byggja upp þennan veg, en jafnframt að hefj- ast handa við bundið slitlag á kafla hans, þegar undirbyggingu væri lokið ' Rétt væri að vísu, að hluti af umræddu lánsfé hefði farið til verkefna við Hrúta- fjarðarháls. Öxnadalsheiði. I Skaga- fjörð og veg út frá Blönduósi. Eyjólfur sagði að umrædd skulda- bréf hefðu verið boðin út I ákveðnum tilgangi og keypt sem slík, en síðan að hluta varið til annarra framkvæmda Það er sök sér að lána þetta fé til annarra framkvæmda, en slíka ráðstöf- un án fullrar endurgreiðslu væri AIÞIAGI skiptingu vegafjár milli kjördæma Hlutur Vestfjarða lækkaði nú Aðeins Reykjanes væri með lægra hlutfall af vegafé en Vestfirðir, en það kjördæmi hefði haft um þriðjung heildarfjár- magns til nýbyggingar vega sl. 1 1 ár Að sínu mati ætti að leggja höfuð- áherzlu á þau landssvæði, sem verst væru sett, með samgöngur, sem væru Vestfirðir og Austfirðir Rakti hún I Itarlegu máli aðkallandi vegaverkefni á Vestfjörðum. Þá vék hún að breytingar- tillögum fjárveitinganefndar um heim- ild til 400 m.kr. verktakalána og 200 m kr. tilfærslu frá vegaviðhaldsfé til nýbyggingar vega Taldi hún lítt treyst- andi á verktakalánin. Skerðingu á við- haldsfé, sem væri I lágmarki, vildi hún og mótmæla harðlega Austurlandsáætlun og OddsskarS Helgi F. Seljan (Abl) vék að mót- mælum sínum í fjárveitmganefnd, 1) að Austurlandsáætlun væri felld út. að öðru leyti en því sem tekur til Odds- skarðs, en hún ætti rétt á sér innan ramma Vegaáætlunar 2) minnkandi hlut Austurlands I þjóðbrautaflokki, sem minnkaði úr 16% I 11%. Helgi taldi verktakalánin völt og raunar líka yfirlýsingu ráðherra um endurskoðun áætlunar að hausti, ef mið væri tekið af fyrri yfirlýsingum stjórnarherranna Hann ræddi sérmál Austfirðinga I m. kr.) til almennra vegaframkvæmda Nú hefur verið gefin yfirlýsing um að þetta fé verði endurgreitt og skili sér allt til réttra framkvæmda, skv lögum um Norður- og Austurveg. Eyjólfur ræddi nokkuð um framkvæmdir á Holtavörðuheiði, sem kæmi Vestfirð- ingum, a.m.k. Strandamönnum, til góða, ekki síðuren Norðlendingum Eyjólfur taldi álitamál hvort löglegt væri að taka fé af Norðurvegi til Borgarfjarðarbrúar Brýr væru sér- greindar á Vegaáætlun. Eina undan- tekningin væri vegagerð yfir Skeiðarár- sand, en þar hefði verið um sérstaka fjáröflun að ræða I einu lagi til brúar og vegar Þá hefði ákvörðun um Borgar- fjarðarbrú verið tekin áður en frumvarp til laga um happdrættislán til Norður- vegar var lagt fram. Aldrei hefði verið rætt um það að skerða fé til Norður vegar vegna Borgarfjarðarbrúar Sú Eggert G. Þorsteinsson ógjömingur að sætta sig við Sann- girnismál sé að leysa hnútinn á þann hátt, sem samgönguráðherra hafi lýst yfir, f.h. ríkisstjórnarinnar, enda happ- drættislán þessi bundm ákveðinm framkvæmd að lögum Vesturland Friðjón Þórðarson (S) ræddi um vegagerð á Vesturlandi og verkefm, sem þar biðu óunnin Hann taldi nauð- synlegt að svonefndur Skógarnesvegur að Ólafsvíkurvegi, vestan Reykhóls- staða, sem ná ætti skv. lögunum að Hausthúsum, yrði látinn ná lengra, þann veg að hér yrði um hringveg að ræða, er læg* af Ólafsvíkurvegt vestan við Reykhólsstaði um Hömluholt, Hausthús, Syðra- og Ytra-Skóganes. Miklaholt og Litlu-Þúfu á Ólafsvlkurveg hjá Stóru-Þúfu. Bláfjallavegur Sigurður Magnússon (Abl) ræddi m.a um breytingartillögu, sem hann flytur ásamt Ellert B. Schram o.fl. um fjárframlag til Bláfjallavegar, að fólk- vangi, sem sveitarfélög hér syðra stæðu að. einkum til skíðaiðkana fyrir almenning H nn sagði að engu fé hefði verið varið til þessa vegar af ríkisins hálfu, síðan 1972 Sveitar- félögin hefði varið miklu fjármagni til fólkvangsins og vegarins. en engu að síður væri hann I þvl ástandi. að boðið gæti upp á margvíslegar hættur. ef ekki yrði skjótt við brugðið Sigurður vék að yfirlýsingu ráðherra um fjár- framlag (af fjallavegafé) til Bláfjallaveg- ar í trausti þess að efnt yrði og að um byrjunarframlag væri að ræða. myndi hann beita sér fyrir því. að breytingar- tillagan yrði dregin til baka Skæklatog og þingmenn þagnar Eggert G. Þorsteinsson (A) sagði vaxandi málskraf um byggðajafnvægi keyra um þverbak og svo væri komið að nálgaðist gamanmál Svo virtist stundum, þegar fjárlög og vegalög væru á dagskrá, að Reykjavík ætti engan þingmann, eða einvörðungu þingmenn þagnarinnar Þegar skoðuð væru þingskjöl og þingtíðindi (prentað- ar ræður þingmanna) kænn í Ijós að drjúgur hluti þingtímans færi I skækla- tog milli hinna ýmsu kjördæma um það, hvort þessi vegarspottmn eða hinn, þessi brúin eða hin, skyldi byggð nú eða á næsta ári Til þingmanna Reykjavlkur heyrðist þá lítt Eggert vék að því nsaverkefm, sem væri gatnakerfi Reykjavlkur, og borgar- búar öxluðu kostnað af Hann vék og að Strætisvögnum Reykjavlkur. sem gegndu mikilvægu hlutverki I þágu borgaranna, en væru rekmr með mikl- um halla, þrátt fynr góða stjórn og forystu þess fynrtækis Þessi halli væri greiddur með útsvörum Reykvlkinga sjálfra Þessir sömu skattborgarar tækju og verulegan þátt I vegagerðar- og viðhaldskostnaði þjóðvegakerfisms méð skattgreiðslum til ríkisms. Hann vék og að ríkisþátttöku I rekstri strand- ferðaskipa vítt um land Laun hins almenna Reykjavíkurborgara væru þó slður en svo á þann veg, að um Framhald á bls. 46 Vegaáætlun 1977 — 1980 afgreidd VEGAÁÆTLUN fyrir árin 1977—80 var afgreidd frá Alþingi á fundi samein- aðs þings á þriðjudag. Þá komu jafnframt til afgreiðslu nokkrar breytingar- tilögur við áætlunina. Samþykkt var tillaga frá fjárveitinganefnd um að I áætlun um fjáröflun til að standa straum af framkvæmd Vegaáætlunar verði heimilað að taka vinnulán eða önnur bráðabirgðalán til nýrra þjóðvega að upphæð 400 milljónir króna 1 977 og sömu upphæð 1 978. Frumvarp frá Guðmundi H. Garðarssyni: Einkaréttur ríkisins til rekst- urs hljóðvarps- og sjón- varpsstöðva verði afnuminn Breytingartillaga þeirra Lúðvlks Jósepssonar (Abl ) og Ragnars Arnalds (Abl ) þess efnis að helmingur af sölu- skattstekjum rikissjóðs af benslni rynni til Vegasjóðs var felld að viðhöfðu nafnakalli með 33 atkvæðum gegn 12 Samþykkir tillögunni voru allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem viðstaddir voru, nema hvað Jón Ármann Héðinsson (A) sat hjá við at- kvæðagreiðsluna Á móti voru við- staddir þingmenn stjórnarflokkanna en Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sat hjá og greiddi ekki atkvæði Þá var felld til- laga frá Lúðvlk Jósepssyni (Abl ) og Helga F Seljan (Abl ) um aukin fram- lög til þjóðvega á Austurlandi. Breytingartillaga frá þeim Ragnari Arnalds (Abl ) og Stefáni JónsSyni (Abl ) um sérstaka fj’arveitingu til Norðurlandsáætlunar var felld við nafnakall og felld var tillaga frá sömu þingmönnum um að fella niður fjár veitingu til brúargerðar á Laxá hjá Hvammi en veita þess I stað fé til brúar á Valadalsá. Þingmennirnir Karvel Pálmason (SFV.) og Sighvatur Björgvinsson (A) fluttu tillögu um að lækka framlag til brúar yfir Borgarfjörð úr 400 milljón- um t 300 milljónir og var þessi tillaga felld að viðhöfðu nafnakalli Atkvæði með tillögunni greiddu tveir þing- menn, flutningsmenn, en atkvæði gegn tillögunni greiddu 40 þingmenn og voru þeir bæði úr hópi stjórnarþing- manna og stjórnarandstæðinga. Fimm þingmenn sátu hjá og 1 3 voru fjar- staddir. Samþykkt var tillaga frá fjárveitinga- nefnd um breytta sundurliðun fjár til nýrra stofnbrauta á Norðurlandsvegi og Norðausturvegi Þá var tillaga Sigurðar Magnússonar (Abl ) og fl. um fjárveitingu til Bláfjallavegar dregin til baka eftir að samgönguráðherra hafði lýst því yfir að fjár tíl þessa verks yrði aflað af öðrum lið Vegaáætlunar Að slðustu var Vegaáætlun I heild sinni samþykkt með 36 samhljóða atkvæð um GUÐMUNDUR H. Garðarsson (S) hefur lagt fram I neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum nr. 19 frá 1971 og er í frumvarpinu lagt til, að einkaleyfi rfkisins á útsend- ingum til viðtöku almennings á taii, tónum, myndum og öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt, verði afnumið. Gerir frumvarpið ráð fyrir að menntamálaráðherra sé heimilt að veita sveitarfélögum mennta- stofnunum og einstaklingum leyfi til útvarpsreksturs en samkvæmt frumvarpinu skulu leyfisveitingar til útvarpsrekstrar fyrrgreindra aðila háðar þeim skilyrðum, að hjá útvarpsstöð starfi dagskrár- stjóri, er hafi reynsiu I dagskrár- gerð fyrir f jölmiðla, og ennfremur tæknistjóri, er hafi meistararétt- indi f útvarpsvirkjun eða loft- skeytamannspróf. í greinargerð frumvarpsins bendir flutningsmaður á, að stjórnarskrá Islands feli í sér að fullt tjáningarfrelsi skuli ríkja i landinu og svo hafi verið hvað hið prentaða mái varðar. En Ísland hefur þó, segir flutningsmaður, dregizt aftur úr á einu sviði og beinlínis lagt hömlur á tjáningar- frelsið umfram það, sem þekkist í öðrum lýðræðisríkjum og er það í sambandi við rekstur útvarps- Guðmundur H. Garðarsson stöðva í eigu annarra aðila en ríkisins. Þingmaðurinn segir i greinargerð sinni með frumvarp- inu að íslendingar búi enn við tæplega hálfrar aldar fyrirkomu- lag í þessum efnum — fyrirkomu- lag sem var i sjálfu sér eðlilegt á bernskuskeiði þessa rekstrarforms hér á landi, þegar fjármagn var af skornum skammti og reynsla lítil í þessum málum og hann tekur fram að Rikisútvarpið hafi gegnt hlutverki sinu af mikilli prýði, og þetta frumvarp sé ekki flutt til að kasta neinni rýrð á þennan fjöl- miðil né starfsemi hans. Guðmundur H. Garðarsson bendir i greinargerð sinni á, að i flestum lýðræðisríkjum séu nú starfræktar margar hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar, ýmist í eigu hins opinbera eða félaga og einstakl- inga. Reynsla af þessu fyrirkomu- lagi sé góð og notendur þessara fjölmiðla fái notið meiri fjöl- breytni i efnisvali vegna aukinnar samkeppni og sem fleiri fái tæki- færi til að verða virkir þátttakend- ur á þessu sviði. í frumvarpinu er lögð áherzla á, að þær hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar sem stofnaðar kynnu að vera, ef frumvarpið nær fram að ganga, gæti fyllsta hlut- leysis i stjórnmálum við útsend- ingu efnis og verði þeim málum háttað með svipuðum hætti og nú tíðkast í útsendingum Rikisút- varpsins. Skulu hinar frjálsu út- varpsstöðvar stuðla að almennri menningarþróun þjóðarinnar og efla islenzka tungu en frumvarpið gerir ráð fyrir að stöðvarnar haldi uppi margvislegri fræðslu og þá er þeim heimilt að halda uppi frétta- þjónustu. Kveðið er á um að stöðvarnar skuli virða tjáningar- frelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefn- um i opinberum málum og það sama gildi gagnvart stofnunum, félögum og einstaklingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.