Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 37 menntabraut og loks myndlistar- og handiðabraut. Allar væru brautirnar að verulegu leyti verk- uámsbrautir með margvíslegar sérþarfir og mætti því með sanni segja að þar væri að mörgu að hyggja. Óvenjuleg og sérstæð menntastofnun Þegar hinir fjórir nemendur höfðu lokið ávarpi sínu kvaddi formaður Framfarafélags Breið- holts III, Sigurður Bjarnason, sér hljóðs. Sigurður fagnaði kynn- ingarfundinum um P'jölbrauta- skólann i Breiðholti og taldi mikilvægt að Breiðholtsbúar gerðu sér grein fyrir hinni óvenjulegu og sérstæðu mennta- stofnun er risin væri upp og væri i hraðri uppbyggingu, en henni yrði að fylgja eftir og væri því nauðsynlegt að öllum væri ljóst að ekkert hik eða hle mætti verða á byggingarframkvæmdum, ef framtíð stofnunarinnar væri ekki sett í hættu og dregið úr þeim möguleikum er hún gæti tryggt ungmennum til framhalds- menntunar. Lýsti Sigurður því yfir að forráðamenn Framfara- félags Breiðholts III myndu gera allt er þeir megnuðu til að styrkja menntastofnunina og gera veg hennar sem mestan. Sigurður taldi að hinn fjölmenni fundur lofaði góðu um áhuga Breiðholts- búa á Fjölbrautaskólanum og samstöðu þeirra um skólann með framtíðarheill hans fyrir augum. Hvatti Sigurður fundarmenn til að bera fram spurningar um skól- ann, skoða húsakynni mennta- stofnunarinnar og þann tækja- búnað sem skólinn hefði þegar fengið. Kapp verði lagt á framhald uppbyggingar Er formaður Framfarafélags Breiðholts III hafði flutt ræðu sína, gaf fundarstjóri orðið laust þeim er bera vildu fram fyrir- spurnir. Fundarmenn höfðu eins og að likum lætur margs að spyrja og stóð fyrirspurnartíminn ásamt svörum talsvert á aðra klukku- stund, í lok fyrirspurnartímans var borin fram eftirfarandi álykt- un frá forsvarsmönnum Fram- farafélags Breiðholts III og for- ráðamönnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti: „Kynningarfundur um Fjöl- brautaskólann í Breiðholti haldinn í skólanum fimmtu- daginn 3. mars 1977 lýsir yfir' stuðningi sínum við stefnumið skólans og þakkar ríki og borg fyrir þann stórhug að ráðast í byggingu og starfrækslu slíkrar stofnunar. Fundurinn telur hins vegar mjög mikilvægt að kapp verði lagt á framhald uppbygg- ingar skólans að engar tafir verði til að trufla eðlilegan vöxt svo skólinn fái efnt þau fyrirheit sem felast í fjölbreytni þess náms er skólinn býður upp á og þeim mörgu möguleikum er hann opn- ar nemendum til atvinnuréttinda, færni á íslenskum vinnumarkaði og menntunar á háskólastigi. Er þetta sérlega mikilvægt vegna þess hve Breiðholtshverfin byggj- ast ört og gera þarf víðtækar ráðstafanir til að tryggja þar framhaldsmenntun. Fundurinn skorar þvi á fræðsluráð og borgar- stjórn Reykjavíkur að styrkja sem framast er hægt stöðu stofnunar- innar og standa ásamt ríkisvald- inu að áframhaldandi eflingu þessa mikla og margþætta fram- haldsskóla í Breiðholtshverfun- um, er brotið getur blað í íslenskri skólasögu." Tillagan var borin undir at- kvæði fundarmanna og samþykkt samhljóða. Að því loknu flutti fundarstjóri stutta ræðu en gaf að lokum skólameistara orðið. Eftir stutt ávarp hans var fundi síðan slitið, en fundarmönnum tilkynnt að kennarar væru reiðubúnir að sýna húsakynni skólans, þar á meðal hina nýju skólasmiðju og svara frekari fyrirspurnum eða veita nánari vitneskju um Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. í Breidholti Urslit 1 rit- gerðarsam- keppni 11 ára bama um um- ferðarmál í FEBRUAR S.L. efndi Mennta- málaráðuneytið í samráði við Um- ferðarráð til ritgerðarsamkeppni um umferðarmál meðal 11 ára skólabarna á landinu. Keppni sem þessi er einn þáttur um- ferðarfræðslu ( skólum þar sem ætlast er til að umferðarfræðslan samtvinnist öðrum námsgreinum. Nemendur gátu valið um eftirfar- andi ritefni: 1. Hvernig ég get orðið góður veg- farandi. 2. í ófærð. 3. Minnisstætt atvik úr umferð- inni. Þátttaka varð mjög góð. Alls bárust ritgerðir frá 54 skólum til keppninnar. Úrslit urðu sem hér segir: I. verðlaun hlaut Hildur Svavarsdóttir úr Laugarnes- skólanum I Reykjavík en þau voru reiðhjól S.C.O. sem reið- hjólaverslunin örninn gaf. Hild- Svissneskur doktor flytur erindi um íslenzka hestinn HÁSKÓLI íslands hefur boðið dr. Ewald Isenbiigel, kennara við dýralæknadeild háskólans ( Ziirich í Sviss, að halda hér tvö fræðsluerindi ( Hátíðarsal Há- skólans. Verða erindin flutt þriðjudaginn eftir páska (12. aprfl) og hefjast kl. 20.30 en öll- um áhugamönnum er velkomið að hlýða á erindin. Þetta kvöld verða haldin alls þrjú fræðsluer- indi, því auk erinda dr. Isen- biigels, flytur dr. Stefán Aðal- steinsson, búf járfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, erindi um litaerfðir (slenzkra hesta. Fyrri erindi dr. Isenbiigels fjallar um þátt hestins I menning- arsögunni en hitt erindi hans fjallar um helztu sjúkdóma, sem fslenzkir hestar fá á meginlandi Evrópu. Dr. Isenbugel varði á sínum tima doktorsritgerð um sögu, ein- kenni og ræktun íslenzka hests- ins. Hann var kosinn fyrsti forseti Evrópusambands eigenda is- lenzkra hesta, FEIF, sem stofnað var vorið 1969 og hefur gegnt þvi starfi frá þeim tíma. Auk þessara erinda i Háskólan- um flytur dr. Isenbiigel erindi á kvöldfundum á eftirtöldum stöð- um: Á Selfossi miðvikudaginn 13. apríl fyrir hestamannafélögin á Suðurlandi en það er Hesta- mannafélagið Sleipnir á Selfossi, sem annast undirbúning fundar- ins. 1 Reykjavik flytur hann er- indi á fræðslufundi Hestamana- félagsins Fáks fimmtudaginn 14. april og að lokum flytur dr. Isen- búgel erindi á Akureyri föstudag- inn 15. apríl fyrir hestamanna- félögin á Norðurlandi en Hesta- mannafélagið Léttir annast undir- búning. Á þessum fundum, sem allir hefjast kl. 20.30, flytur dr. Isenbúgel tvö erindi. Fjallar það fyrra um tölthesta ýmissa landa en hið síðara um íslenzka hestinn á meginlandi Evrópu og verða bæði erindin skýrð með ljósmynd- um og kveikmyndum. Þýðandi er- indanna verður Pétur Behrens, Keldnakoti, Árnessýslu. I.ASIMINN Klt: 22480 ur valdi ritgerðarefnið: Hvernig ég get orðið góður vegfarandi. II. verðlaun, rafmagnshár- bursta frá Gunnari Ásgeirssyni h/f, hlaut Ingigerður Asta Karls- dóttir, Skúlagarði, N-Þing. Valdi hún ritgerðarefnið: i ófærð. III. — VI. verðlaun voru Nýja Fjölfræðibókin sem bókaútgáfan Setberg gaf og ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar frá Helgafelli. Þeir nemendur sem hlutu þessi verðlaun voru: Luci Lund, Landakotsskóla, R. Sigrún Viktorsdóttir, Stóru- tjarnarskóla, S-Þing. Sigríður Jóna Sigurðardóttir, Laugagerðisskóla, Snæfellsnesi og Þorri Þorkelsson, Melaskóla, R. í dómnefnd sátu: Haukur isfeld kennari, tilnefndur af Umferðar- ráði, Herdís Egilsdóttir kennari frá S.Í.B. og Indriði Gíslason, námstjóri í íslensku frá Mennta- málaráðuneyti. Frá verðlaunaafhendingu fyrir beztu ritgerðirnar. Talið frá vinstri Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri ( umferðarfræðslu, Sigrfður Jóna Sigurðardóttir, Hildur Svavarsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, Þorri Þorkelsson og Luci Lund. Electrolux ELECTROLUX hefur .sérhæft sig í framleiðslu tækja, innréttinga og hluta til notkunar i eldhúsi. Lögð ei áhersla á að gera eldhúsið að fallegum og þægilegum stað með góðri vinnuaðstöðu. Á teiknistofunni, i rannsóknarstofunni og í tilraunaeldhúsinu hjá ELECTROLUX er stöðugt unnið að prófunum og endur- bótum. Það er því engin tilviljun að ELECTROLUX er nú stærsti framleiðandi heimilistækja á norðurlönd- um og selur vörur sínar um allan heim. Hér á eftir verða kynnt nýjustu eldhústækin, sem framleidd eru í fjórum glæsilegum litum auk hvíts. Coppei^Liije Hlýr brúnn litur, sem auðvelt er að velja innréttingar við. Vörumarkaðurinn hf. CF 750 Eldavél. H = 85, B = 69,5, D = 60 cm. 4 hellur, 2 bökunarofnar. Sá efri 54 lítra me8 innbyggöu rafm.grilli og steikarmæli. Áfast klukkuborð me8 raf- magnsklukku. BW 85 Uppþvottavél - hæ8 stillanleg 82-87 cm. B = 59,5, D = 56,5 cm. Þvær 10 manna borShald, 7 þvottastillingar. A8 inn- an er vélin úr ryðfriu stáli. Tveir þvottaarmar. RP 1180, RP 1210 Kæliskápar. H = 155, B = 59,5, D = 59,5. RP 1210 er 345 Itr. Án frystihólfs, sjálf- virk afísing. Hentar vel í samstæðu á móti frystiskáp TF 1040, RP 1180 er 335 Itr. Eins og RP 1210 nema innbyggt frystl- hólf 24 Itr. •s.< m § 8 i. 5 <s 3? 5 2 3" «1 i a =■ 5* «i S 3 * 3 < 3 CL 0) U~ TF 1040 Frystir H = 155, B = 59,5, D = 59,5, 300 Itr. Hrað- frystirofi. Útdregnar stálkörfur, sem auð- velt er að raða í. Sími86117 TR 1240 Kælir/frystir. H = 175, B = 59,5, D = 59,5. 355 lítrar. Tvö sjálfstæð kælikerfi. Kællrinn 200 Itr. hefur sjálfvirka afísingu. Frystirinn 155 Itr. er með stálkörfum, sem dragast út. CC 242 Helluborð. Innb.mál: H = 10,5, D = 58, B = 58 cm. 4 hellur, ein þeirra er með hitastilli og getur tengst tima- klukkunni á ofninum CO 212. B CF 646 Eldavél CF 641 Eldavél H = 85. B = 60, D = 60 cm. 4 hellur. 60 tr. sjálfhreinsandi ofn. Hitageymsla að neðan. CF 646 er með innbyggt rafm.grill og steikar- mæli í ofni. Einnig klukkuborð með rafm.- klukku, sem virkar á ofninn og eina hellu. CF 641 hefur ekki steik- armæli og kaupa má sérstaklega klukkuborð, grillelement og upp- trektan grill-tein. CO 212 Ofn til innbygg- ingar. Sjá lýsingu í Poppy Line á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.