Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6. sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið Minnkandi hlut- deild ríkisútgjalda Hlutdeild ríkisútgjalda í vergri þjóðarframleiðslu minnkaði á árinu 1976 um 1 3%, úr 31,4% af þjóðarfram- leiðslu árið 1 975 í 27,3% á s I ári Kemur þetta fram í skýrslu, sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi i fyrradag um afkomu ríkissióðs á s I ári Þetta eru ánægjuleg tíðindi Um fátt hefur verið meira rætt undanfarna mánuði og misseri en einmitt það að lækka verði hlutfall rikisútgjalda af þjóðar- framleiðslu, sem farið hefur stöðugt vaxandi hin síðari ár. Það er og i samræmi við meginstefnu Sjálfstæðisflokks- ins, sem fer með fjármálastjórn rikisins i núverandi rikisstjórn Að undanförnu hefur stuðning- ur við þá stefnu komið úr ólík- legustu áttum, t.d. hefur kjara- málaráðstefna Alþýðusam- bands íslánds lagt til, að sam- neyzla verði skorin niður til þess að auka einkaneyzlu Tvær megin ástæður liggja til þess, að jákvæður árangur hefur loks náðst Fyrst ber að nefna það, að stóraukið aðhald hefur verið tekið upp með út- gjöldum rikisins í heild, ein- stakra ráðuneyta og rikisstofn- ana. Hafa þar bæði komið til stefnumarkandi ákvarðanir rikisstjórnar og Alþingis og þá ekki síður nútimalegar stjórnunaraðferðir, sem Matthi- as Á Mathiesen, fjármálaráð- herra, beitti sér fyrir, að upp yrðu teknar skömmu eftir að hann tók við embætti fjármála- ráðherra í annan stað er auð- vitað Ijóst, að vaxandi fram- leiðsla þjóðarbúsins á siðasta ári á sinn þátt i þvi, að hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarfram- leiðslu hefur minnkað Er þetta svipuð þróun og var á árunum 1968 og 1969, þegar við vor- um að rétta úr kútnum eftir kreppuna þá Á sama hátt má ekki gleyma þvi, að erfiðleikar síðustu ára hafa orðið til þess að þetta hlutfall hefur orðið svo hátt, sem raun ber vitni. Þessi minnkun á hlutfalli rikisút- gjalda af þjóðarframleiðslu jafngíldir því, að rikissjóður hafi tekið 10 milljörðum króna minna til sin á siðasta ári en hann hefði gert, ef sama hlut- falli hefði verið haldið og á ár'nu 1975 Vandi stjórnmálamannanna er hins vegar sá, að þrátt fyrir ánægjulegar tölur af þessu tagi mun almenningur i landinu hafa litla sannfæringu fyrir því, að um raunverulegan samdrátt i rikisumsvifum sé að ræða, þar til hver og einn finnur það á sinni eigin buddu, að hið opin- bera tekur minna til sinna þarfa en áður Það er vissulega einna mest aðkallandi ríkisrekstrinum nú að ná þvi marki Skattalækkun til kjarabóta Isambandi við þær um- ræður, sem nú fara fram um hlut hins opinbera og áhrif hans á kjör almennings, er athyglisvert að fylgjast með fréttum, sem berast frá Bret- landi um nýtt fjárlagafrumvarp þar i lardi Þess her bó strax að geta, að fjáriagagerð og eðlí fjárlagaafgieiðslu er með nokk- uð öðrum hætti i Bretlandi en hér, þar sem fjárlögin eru þar sveigjanlegra hagstjórnartæki en hér og fjármálaráðherra get- ur með skyndiákvörðunum haft mjög veruleg áhrif á framvindu brezks efnahagslífs En hvað um það Kjarninn i fjárlaga- frumvarpi brezka fjármálaráð- herrans nú er sá, að hann lýsir sig tilbúinn til mjög verulegrar tekjuskattslækkunar með þvi skilyrði, að verkalýðssamtökin gæti hófs i kauphækkunarkröf- um sinum Efnislega er hér um að ræða sömu hugmyndir og margir hafa verið með hér og Alþýðu- samband íslands hefur m a sett fram að minnka stórlega opinberar álögur og bæta kjör almennings í landinu með þeim hætti Þó ber þess að geta, að tekjuskattslækkun mundi koma láglaunafólki hér að litlu gagni, þar sem það greiðir nú þegar nánast engan tekjuskatt Öðru máli gegnir með útsvarið, sem vafalaust er umtalsverð byrði fyrir margt láglaunafólk og þá ekki siður óbeinu skattaná, söluskatt og önnur gjöld Það mundi koma láglaunafólki bezt, ef hægt væri að lækka verðlag á almennum matvörum og jafn- vel sumum þjónustugjöldum með einhvers konar tilfærslum á milli söluskatts og annarra tekjustofna eða beinlinis lækk- un eða niðurfellingu söluskatts á ákveðnum vörutegundum og lækkun ríkisútgjalda á móti Þvi er eðlilega til svarað af rikisstjórnárinnar hálfu, að erf- itt sé að lækka rikisútgjöld nema skera niður framlög til trygginga, heilbrigðismála og menntamála Það er alveg rétt En almenning skortir sann- færingu fyrir þvi að ekki sé hægt að lækka þessa útgjalda- liði án þess að skerða þá þjón- ustu, sem máli skiptir Hér er um að ræða einn meginþáttmn i þeim kjara- samningum, sem nú eru að hefjast Þessi þáttur málsins snýr að ríkisstjórninni og þess verður vænzt, að hún geri grein fyrir sinum málum ekki siður en verkalýðssamtökin og vinnuveitendur NOKKRAR óformlegar athugá- semdir, sem Henry Kissinger gerði utan dagskrár, birtast hér með í þessum dálki aðeins vegna þess að hann samþykkti, þótt tregur væri, að til hans væri vitnað viðvíkjandi nokkr- um þeim málum, sem hafa úrslitaþýðingu um vora daga. Þær komu fram i fyrstu ræð- unni, sem hann hélt eftir að hann lét af embætti, og með þeirri ræðu rauf hann „fimm- tiu og eins dags þögn, sem á sér enga hliðstæðu", eins og þýzki sendiherrann komst að orði þegar hann kynnti hann fyrir nokkrum áhrifamiklum stjórn- málamönnum og fréttaskýrend- um á þýzk-bandarískri ráð- stefnu í Princeton. „Einsetumaðurinn frá Aca- pulco“, eins og Kissinger var kallaður, þegar hann var kynnt- ur viðstöddum, var talinn að að leyfa, að til hans væri vitnað, en aðeins með þeim rökum, að það gæti vonandi orðið til þess að efla þjóðareinigu, nú þegar staðan i samskiptum austurs og vesturs er að verða stöðugt flóknari. Raunar hafði hann bent á það í upphafi máls síns, að það væri óviðeigandi, að hann léti frá sér fara opinberar yfirlýsingar um utanríkis- stefnuna, einkum nú, þegar ný ríkisstjórn hefur verið við völd í aðeins örfáar vikur. Þetta er fysta rikisstjórnin í sextán ár, sagði hann, sem hefur tækifæri til þess að stjórna eðlilega, eftir umrót af völdum stríðs, banatilræða og afsagnar forseta. Hann telur það einnig miklu máli skipta, að starf Carter-stjórnarinnar beri árangur. „Það er hagur okkar allra að henni gangi vel.“ Þeir sem heyrðu Kissinger tala á valdadögum hans, heyrðu hann oft biðja þá að sýna sam- úð og skilning í afstöðu sinni til þess sem hann væri að reyna. að segja, að valdajafnvægi geti veitt þjóðarleiðtogum falska öryggiskennd. í júlíbyrjun 1914, segir sagnfræðirgurinn Kissinger, voru leiðtogar þjóð- anna, sem voru að fara í heims- styrjöld, allir farnir í sumar- leyfi — nema, og hann hló við aftur, Austurrlkismenn. „Ekki einn einasti stjórnmálaleiðtogi íátti von á nokkru. .. Siðari heimsstyrjöldin brauzt út vegna þess, að þeir skildu ekk- ert nema frumþætti máttar og valds.“ Til hennar kom vegna þess, að leiðtogar þjóðanna höfðu misst stjórnina á hernaðarákvörðunum sínum. En gæti ekki verið, að Rússar stæðu nú i sömu sporum og Austurríkismenn 1914? Kiss- inger gerir sér grein fyrir hætt- unni. Sovétrikin eru hugsjóna- fræðilegt riki og „hugsjóna- fræði þeirra er fjandsamleg öðrum ríkjum“ og ósamrýman- leg öðrum hugsjónafræðum. Þau eru skrifstofuveldi, sem „starfar ekki á grundvelli, sem er hægt að treyst á“ og lætur kylfu ráða kasti. Hins vegar heldur þetta skrifstofuveldi áfram að sölsa undir sig völd, því að það hefur takmarkaðan skilning á því, hvað annað sé hægt að gera á sviði alþjóða- samskipta. „En einn góðan verðurdag væri hægt að nota þetta vald Vesturveldunum í óhag.“ En að svo mæltu vék Kissinger aftur að gömlum rök- um um nýjar staðreyndir valds- ins á kjarnorkuöld — rök, sem má rekja tvo áratugi aftur i timann, og hann sagðist geta rætt með nokkurri þekkingu og hann brosti að sjálfum sér, þvi að hann hefði tekið þátt i þessum umræðum allan þenn- an tíma, „stundum með báðum aðilum". Engir forystumenn hafa nokkurn tima áður haft það í hendi sér að geta eytt öllu lífi á Verið getur, að hann hafi breytt um tóntegund, en orðin eru óbreytt. „Ég bið um samúð og skilning," sagði hann, „við þær aðstæður, sem sérhver ný ríkisstjórn hlýtur að standa andspænis, þegar hún tekur við stjórnartaumunum. Hann tekur velviljaða af- stöðu til fullyrðinga um, að vinnubrögð þessarar stjórnar verði i sterkri mótsögn við vinnubrögð fyrri stjórnar. „Þegar ég tók fyrst við embætti," sagði hann og hló við, „sagði ég nákvæmlega það sama." í Washington ganga margar sögur, sumar þeirra sannari en aðrar, um glundroða, ódugnað og tafir, sem hái störfum Hvíta hússins þessa dagana. En Kiss- inger fyrirgefur jafnvel þetta með góðvild sinni. „Þessi þróun er alltaf flókin í byrjun,“ segir hann næstum með söknuði. Ekki verður heldur séð fyrir endann á þessari þróun að því er varðar hlutdeild Banda- ríkjanna í umróti heimsins. „Við erum staddir á þróunar- braut, sem á sér engan enda og þar sem hvergi er afdrep,“ og getum ekki vænzt þess að finna nokkra töfraformúlu. Allt frá því á fyrsta fjóðungi nítjándu aldar héldu Bandaríkjamenn, að þeir þyrftu ekki að blanda sér í utanríkismál nema þegar þeim sýndist, og meira að segja þegar þeir blönduðu sér í mál Evrópu eftir síðari heims- styrjöldina með því að hagnýta sér í stórum stíl þær auðlindir, sem þeir höfðu þá yfir að ráða, var það gert með það fyrir augum, að einhvern tíma tæki þetta enda. En þá urðu Banda- ríkjamenn að öðlast viðvarandi skilning á hagsmunum sínum eins og aðrar þjóðir höfðu neyðzt til. Og þessum skilningi var ekki hægt að breyta með tilkomu nýrra ríkisstjórna „því annað hvort túlkar hann veru- leika eða ekki“. Kissinger gætti þess, þótt hann talaði utan dagskrár, að blanda sér ekki í yfirstandandi umræður um tilraunir,sem Rússar eru grunaðir um að gera til að tryggja sér hernaðaryfir- burði, en hann ræddi á breiðari grundvelli um það sem hann kallaði röskun á valdajafnvægi i sögulegum og heimspeki- legum dúr eins og hann á til. Valdajafnvægi er nauðsynlegt, sagði hann, af þvi að án þess getur ekki dregið úr spenn- unni. Ef jafnvægi er ekki fyrir hendi, ef jafnvægið raskast, „getur það hvatt til árásar". Fyrri heimsstyrjöldin átti hins vegar ekki rætur að rekja til röskunar á jafnvægi og skall á „þrátt fyrir valdajafnvægi, sem hafði verið tryggt á þeim tima“. 1 rauninni er Kissinger eftir VICTOR ZORZA jörðunni, sagði hann. Engir for- ystumenn hafa nokkru sinni orðið að standa andspænis ákvörðun af þessu tagi. Kiss- inger hvatti ekki til þess, að kjarnorkuvopnum yrði útrýmt, jafnvel ekki á löngum tíma, eins og Carter forseti hefur gert. Það sem hann sagði var, að það yrði Vesturveldunum í óhag, ef þau drægjust aftur úr á „öllum sviðum vopna“. Þetta merkir, að hann væri því fylgj- andi, að Rússum yrði leyft að fara fram úr á sumum sviðum, svo framarlega sem Vestur- veldin stæðu framar á öðrum. Sérfræðingar í eftirliti með vígbúnaðarkapphlaupinu telja, að nú sé ógerlegt með öllu að tryggja algert jafnvægi austurs og vesturs í öllum tegundum vopna og að finna verði leið, sem geri hvorum aðila um sig kleift að koma sér upp því safni vopna, sem fullnægir öryggis- þörfum hvors um sig, án þess að ógna öryggi hins. Hug- myndin virðist ósköp einföld. Er það mannlegum hæfileikum ofvaxið að ná þessu marki? Um þetta snerust umræðurnar á Kissinger-timanum og um þetta snúast umræðurnar nú. Athugasemdir Kissingers beina umræðunum aftur að þungamiðjunni, sem virðist hafa týnzt að undanförnu i hita umræðnanna um sjónarmið nýju stjórnarinnar og fulltrúa hennar. Það er kominn tími til að snúa aftur að kjarna málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.