Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 23 Finnska stjórnin hélt velli Helsingfors, 30. marz. NTB. STEFNA ríkisstjórnar Martti Miettunens for- sætisráðherra hlaut í nótt stuðning finnsku borgara- flokkanna. t atkvæða- greiðslu f þinginu greiddu 96 þingmenn atkvæði með stefnu stjórnarinnar, en tveir á móti. Þingmenn sísóaldemókrata og kommúnista sátu hjá. Miettunen forsætisráðherra gerði í gær grein fyrir efnahags- ástandinu, stjórnmálaástandinu og ástandinu á vinnumarkaðin- um. í umræðum um þessa greinargerð voru bornar fram tvær vantrauststillögur, önnur frá sósíalistísku flokkunum, hin frá Landsbyggðarflokknum. Miettunen Barátta gegn skriffinnsku Washington, 30. marz. Reuter. FULLTRtlADEILDIN hefur veitt Carter forseta umboð til að end- urskipuleggja það sem hann kall- ar mesta skrifstofubákn sög- unnar. Deildin samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða að framlengja I fjögur ár umboð for- setans til að leggja fram tillögur um endurskipulagningu sam- bandsstjórnarinnar og heimila að þeim tillögum verði fylgt fram innan 60 daga nema því aðeins aó önnur hvor deild sambandsþings- ins hreyfi mótmælum. öldungadeildin samþykkti svip- að frumvarp 3. marz. Sameiginleg þingnefnd beggja deilda mun samræma frumvörpin. Breta- prins orðaður við prinsessu Ivondon, 30. marz. Reuter. TALSMAÐUR Buckinghamhallar neitaði að láta hafa nokkuð eftir sér í dag um blaðafrétt um að ríkisarfinn Karl prins muni ganga að eiga Marie-Astrid prinsessu af Luxemborg. Daily Mail segir, að það eina sem standi i vegi fyrir ráðahagnum sé að prinsessan sé rómversk-kaþólsk og að Karl prins yrði að afsala sér ríkiserfðum ef prinsessan gengi ekki í anglikönsku kirkjuna. Blaðið segir að málið hafi verið rætt á fundi 8. desem- ber í Laeken-höll í Belglu. Fundinn sátu yfirmenn róm- verskkaþólsku kirkjunnar og þeirra anglikönsku, Filippus prins og drottning- armaður, konungur og drottning Belgíu og Karl prins og Marie-Astrid prinsessa. Prinsessan er 23 ára göm- ul og útlærð hjúkrunarkona. Hún og Karl prins kynntust 1974 þegar hún stundaði enskunám í London að sögn blaðsins. Viðræður um Kýpur hafnar Vln, 30. marz. Reuter. KURT Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Vfnar f dag til þess að sitja f forsæti nýrra funda fufftrúa grfsku- og tyrkneskumælandi manna á Kýpur. FuIItrúar þjóðarbrotanna ætla að reyna næstu daga að ganga frá efnisatriðum rammasamnings sem Makarios forseti og Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, gerðu með sér f Nikósfu f sfðasta mánuði fyrir milligöngu Wald- heims. Tilgangur viðræðnanna er að ná samkomulagi um sambands- stjórn og skiptingu Kýpur milli grískumælandi og tyrkneskumæl- andi manna. Tyrkir hafa ráðiö yfir 40% eyj- unnar síðan þeir gerðu innrásina 1974 en aðeins 20% eyjarskeggja, sem eru 630 talsins, eru af tyrk- neskum ættum. Grikkir vilja að Tyrkir ráði að- eins yfir 25% eyjarinnar en Tyrk- ir telja sig geta fallizt á að tyrk- neska yfirráðasvæðið verði 32.8% af flatarmáli eyjjarinnar. Verulega hefur mid- ad en höf uðvandamál- ið er þó enn óleyst Moskvu, 30. marz. NTB. 1 sameiginlegri yfirlýs- ingu, sem gefin var út í Moskvu í dag að loknum fundum Jens Evensens, hafréttarmálaráðherra Noregs, og Alexanders Ishkovs, sjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna, segir að viðræðum verði haldið áfram í apríl, en á meðan muni fiskiskip þjóðanna stunda veiðar við óbreyttar aðstæður á Barentshafi, á umdeilda svæðinu þar. Jens Evensen sagði á fundi með fréttamönnum i Moskvu í dag að verulega hefði miðað í samninga- viðræðunum, en höfuðvanda- málið væri þó enn óleyst, það er skipting og framkvæmd samnings um hið umdeilda 60 þúsund fer- mílna svæði á Barentshafi. Þetta ágreiningsatriði væri sem rauður þráður gegnum alla samningana, en áður en nokkurt samkomulag yrði undirritað þyrftu æðstu menn beggja þjóða að hafa lagt blessun sina yfir það. Evensen sagði að i samningavið- ræðunum í janúar sl. hefði náðst bráðabirgðasamkomulag um mörg grundvallaratriði og viðræð- urnar nú hefðu einkum snúist um smáatriði i þvi samkomulagi. segir Jens Evensen Evensen sagði að timaskortur | hefði háð nokkuð nú og m.a. orðið i til þess að ekki hefði unnist timi til að komast eins langt áfram i að ákvarða nákvæmlega hvert umfang hins umdeilda svæðis væri. Jens Evensen sagði að hann væri vongóður um að árangur næðist á viðræðunum i næsta mánuði, en hafa bæri i huga, afr alþjóðlegir samningar væru alltaf flóknir og erfiðir. Hann hrósaði mjög starfi samstarfsmanna sinna í norsku sendinefndinni og sovézkum starfsbræðrum þeirra og sagði að þeim hefði tekist að skapa mjög vinsamlegt og gagn- legt andrúmsloft i samningunum, þrátt fyrir að því yrði ekki neitað að samskipti landanna um þessar mundir væru nokkuð stirð. Podgorny lofar enn Maputo, 30. marz. Reuter. NIKOLAI Podgorny, forseti Sovétríkj- anna, lýsti því yfir f Maputo, höfuðborg Mozambique, f gærkvöldi að kynþátta- stefna og nýlendustefna mundu senn Ifða undir lok og sagði að áhrifa rúss- nesku byltingarinnar gætti enn. Samora Machel, forseti Mozambique, lýsti því yfir að heimsókn Podgornys væru skæruliðum hvatning í baráttu þeirra gegn yfirráðum hvítra manna i sunnanverðri Afríku. Fá ný andlit eru í frönsku stjórninni París 30. marz AP—Reuter. IIIN nýja stjórn Frakklands und- ir forsæti Raymonds Barre sór embættiseið sinn f dag, en mjög litlar breytingar voru gerðar á henni. Louis de Guiringaud er áfram utanrikisráðherra, Yvon Bourges varnarmálaráðherra og Barre gegnir sem fyrr embætti fjár- málaráðherra ásamt forsætisráð- herraembættinu. Alain Peyrefitte úr Gaullistaflokknum sem er dómsmálaráðherra og René Monory iðnaðarráðherra eru einu nýju mennirnir i stjórninni. Christian Bonnet, sem var land- búnaðarráðherra, tekur nú við embætti innanríkisráðherra.René Haby er menntamálaráðherra, Pierre Mehaignerie landbúnaðar- ráðherra, Christian Beullac atvinnumálaráðherra og André Ross utanrikisviðskiptaráðherra. Simone Veil er áfram heilbrigðis- og félagsmálaráðherra og Michel D’Ornano, sem var frambjóðandi D’Estaings til borgarstjóra í Paris tekur við embætti umhverfis- og menningarmálaráðherra. Mestu breytingarnar á stjórn- inni er brottvikning „hinna þriggja stóru stjórnmálamanna”, Michel Poniatowski, sem er óháð- ur repúblikani, Miðflokksmanns- ins Jean Lecanuet og Gaullistans Olivier Guichard. Poniatowski fráfarandi innanrikisráðherra var helzti pólitíski trúnaðarmaður D’Estaings, en hann átti i stöðug- um deilum við Gaullistana undir forystu Jacques Chiracs, í nœstu kjötbúð Hakkað ærkjöt kílóverð kr. 55U,- ^ P fyrir góéan mat g::ði ^ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.