Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 21 Gunvor Haavik: yfirheyrslan snúist að því að upp- lýsa samskipti hennar við KGB. Hefur verið reynt að átta sig á hvaðan skjöl hún hefur afhent, en þar sem hún virðist þjást af „minnisleysi" hefur verið erfitt að fá viðhlftandi svör hjá henni. Hún hefur aðeins mjög lauslega fengizt til að lýsa skjölum eða innihaldi þeirra er hún hefur látið af hendi. Utanríkisráðuneyt- ið hefur heldur ekki getað látið í mennirnir hafa haft áhuga á að fá að vita hvers konar skjöl hún lét af hendi til KGB eins og fyrr segir, en einnig hafa þeir reynt að fá upplýst hvernig samskiptum hennar og KGB-mannanna var háttað. Einkum og sér í lagi hvaða tákn og merki hafa verið notuð milli hennar og þeirra. Norska Dagbladet segir að hún virðist sáralítið muna af efni þeirra skjala sem hún útvegaði • NORSKA konan Gunvor Haavik, sem er grunuð um stór- felldar njósnir í þágu Sovét- ríkjanna, hefur nú verið yfir- hyerð hundruð klukkutima. Siðan hún var handtekin hinn 28. janúar hefur hún verið yfirheyrð marga klukkutíma á hverjum degi, nema laugardaga. Þá fær hún fri. Hún hefur ekkert annað samband við umheiminn og svo fær hún að sjálfsögðu að ráðfæra sig við verjanda sinn. Með sér- stöku leyfi hefur hún þó fengið að halda uppi nokkrum bréfaskrift- um við sína nánustu, en fylgzt er gaumgæfilega með því sem hún sendir þannig frá sér svo og þvi sem til hennar berst. Siðustu þrjár vikurnar hefur té neina vitneskju um hvar „lekinn“ kom upp eða hver stendur þar að baki. Mönnum ber saman um að yfir- heyrslurnar hafi að minnsta kosti fram að þessu verið mjög gagns- litlar, sakir ofangreinds minnis- leysis. Ekki ber rannsóknar- mönnum saman um hvort hún er á þennan hátt að látast eða hvort verið getur að hún hafi ekki alltaf kynnt sér svo gaumgæfilega hvað í þeim skjölum var sem hún lét af hendi. Hún hefur verið róleg og yfir- veguð við yfirheyrslurnar og hún kemur vel og greindarlega fyrir. Hún virðist vera vel að sér, en öllu frekar á hinu menningarlega sviði en pólitisku. Rannsóknar- KGB þann tíma sem hún var í Moskvu. Hún virðist hafa haft þann háttinn á að „fá lánuð“ skjöl i sendiráðinu, tekið af þeim ljósrit eða skrifað þau upp á ritvél sina í skrifstofunni sem hún hafði til umráða í sendiráðinu. Yfirheyrslum yfir Gunvor Haavik verður haldið áfram fram á vor. Hér er um næstum þrjátíu ára tímabil að ræða og því er kannski ekki við öðru að búast en rannsóknin taki sinn tíma. Talið er fráleitt að hægt verði að ljúka rannsókn og höfða mál fyrr en í fyrsta lagi í sumar — og kannski tekur það lengri tíma ef minnis- leysi hennar verður áfram eins og undanfarnar vikur. Sveit tSALS. Landsbankinn sigraði í Skákkeppni stofnana stéttanna. Verkföll færa bændum oft þungar búsifjar, en þær alvar- legastar að við hvert verkfall lengist bilið milli hálauna- og lág- launa-fólks, og þá mest er þeir menn héldu um stjórnvölinn, sem telja sig sérstaka fulltrúa lág- launafólks. Þessa þróun getum við varla látið sem vind um eyru þjóta, því kjör okkar miðast við láglaunastéttir. Vist þykir okkur bændum milliliðakostnaðurinn mikill. En þar ráðum við næsta litlu um. Hann fer mikið eftir þvi i hvaða formi neytendur vilja fá vöruna. Hinir þættirnir eru að mestu í höndum kaupfélaganna. Það er sagt að bændur eigi og ráði kaupfélögunum. En það er ekki raunhæft, bæði er, að mikill fjöldi fólks i bæjum og þéttbýli eru félagsmenn og kaupfélögin eru orðin það sterk fyrirtæki að þau ráða sér sjálf. Bændur mega lfta i eigin barm og athuga hvort kaup- félögin séu ekki farin að stjórna þeim, frekar en því sé öfugt farið. Allir vita að kaupfélögin eru þjöð- þrifafyrirtæki og dreifbýlinu ómissandi. En öllum er fyrir bestu að þau séu ekki sett á stall með guðum eða litið á athafnir þeirra sem teikn. Einnig bæri að harma ef sú þróun er, eða verður, að kaupfélögin velji sína stjórnar- menn sjálf og þá menn úr þeirra hópi sem sjá, þau aðeins gegnum lituð gleraugu. Sanngjörn gagn- rýni á alltaf rétt á sér og ber að taka hana til greina hvort sem bændur eiga i hlut eða aðrir. En hóflausar ásakanir og of frjálsleg meðferð með tölur, sem af sér leiða misskilning milli þegnanna er ekki lóð sem er sett á hina réttu vogarskál. Ég endurtek, að ég hefi áhyggjur af hinni erfiðu fjárhagslegu stöðu bænda. Og ef fer sem heldur að þeir séu í fjár- hagslegri þröng, þá vofir sú hætta yfir, að þeir hafi ekki heldur efni á að eiga sínar hugsjónir og skoð- anir. En láti sitt atkvæði til þeirra sem hverju sinni hafa besta að- stöðu að hjálpa þeim i útvegun lána. Laxamýri 10. marz 1977 Björn G. Jónsson. SKAKKEPPNI stofnana 1977 lauk nýlega. 32 sveitir tóku þátt í keppninni. Keppt var f tveimur flokkum og tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Efstu sveitir i A-flokki urðu þessar: 1. Landsbankinn með 18V4 vinn. af 28 mögul. 2. Utbegsbank- inn með 17Í4 vinn. 3. Menntaskól- inn við Hamrahlfð með 17t4 vinn. 4. Tímaritið Skák meö 17V5 vinn. 5. Breiðholt h.f. með 16!4 vinn. I B-flokki urðu úrslit þessi: 1. ísal með 19 vinninga 2. Unglinga- sveit T.R. með 19 vinninga 3. Skattstofan með 18 vinninga 4. Endursk. skr. Björns E. Árnas. með 16 vinninga 5. Sendibíla- stöðin Þröstur með 16 vinninga. Keppninni lauk með hraðskák og sigruðu þar sömu seitir og í aðalkeppninni. Þ.e. Landsbank- inn sigraði i A-flokki með 40 vinn. af 56 ögul. en ísal i B,- flokki með 38 vinn. í sveit Landsbankans tefldu: Bragi Kristjánsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Hilmar Viggósson og Leifur Jósteinsson. I sveit ísal tefldu: Sigurður Sverrisson, Kristján Theódórs- son, Rafn Guðlaugsson, Þórður Ragnarsson og Birgir Aðalsteins- son. Taflfélag Reykjavíkur sá um keppnina. Skákstjóri var Þor- steinn Þorsteinsson. Leikfélag Húsavikur: í deiglunni eftir Arthur Miller Leikstjóri Haukur J. Gunnarsson. UM ÞESSAR mundir sýnir Leikfélag Húsavíkur í deiglunni eftir bandariska rithöfundinn Arthur Miller í ágætri þýðingu Jakobs Benediktssonar. í deiglunni er áhrifamikið leikhúsverk. Að ytra borði er það sögulegs eðlis, fjallar um hinar miklu galdraofsóknir. í Salem í Massachusetts í Bandaríkjunum á síðasta tugi seytjándu aldar. Þær hófust með þvi að nokkrar stúlkur lugu þvi upp, að þær hefðu orðið fyrir gjörningum og nafngreindu konur i þvi sambandi. Þorpið komst í uppnám og hamslaus ótti greip um sig, magnaður af fáfræði og hindurvitnum, sem leiddi til hinnar trylltustu múgsefjunar. Ákærurnar ganga á víxl og dómarar rannsóknarréttarins neyta allra bragða til að knýja fram játn- ingar hinna sakbornu, ella skyldu þeir hengdir. Enginn, sem sér þetta verk, gengur þess dulinn, að annað og meir vakir fyrir höfundi en að rif ja upp löngu liðna atburði. Hann er að höfða til samtímans, og hliðstæðurnar eru augljósar. Haukur J. Gunnarsson reynir að gera nokkra grein fyrir þeim í leikskrá en skýst hrapallega, þegar hann telur að fyrir Miller vaki einvörðungu að benda á brotalamir í hinum lýðræðislegu rikjum. í deiglunni er vissulega nöpur ádeila á McCarthy-ismann í Bandaríkjunum og þá afskræmingu réttarfarsins, sem honum var samfara. En ádeila Millers er dýpri og sannari. Henni er að sjálfsögðu fyrst og fremst beint að einræðisríkjum vorra tíma þar sem rannsóknarrétturinn lifir enn góðu lifi, þrætubókalistin er í algleymingi og hinn opinberi sannleiki er dýrmætari en lífið sjálft. Þar stendur öllum beygur af hinu víðtæka njósnakerfi, sem hvorki virðir heimilishelgi né vinagrið, sifelldar ákærur eru uppi með tilheyrandi hreinsunum. í slíkum rikjum er enn í fullu gildi sú grimma regla, að syndir feðranna skuli bitna á börnunum. Með hliðsjón af slikum óhugnaði er leikritið í deiglunni í senn þung og timabær ádeila, vel til þess fallin að hrista upp í borgurum velferðarþjóðfélagsins og minna þá á, hvert sé hlutskipti þeirra, sem ekki njóta frelsis, sem ekk: búa við það réttaröryggi, sem við teljum sjálfsagt. Og höfum við þó fengið að upplifa margt í þeim efnum nú sl. ár, sem við fyrirfram hefðum ekki trúað að gæti gerzt hér á landi. Sýning LH á I deiglunni er heilsteypt og áhrifamikil og er það i rauninni með ólikindum, að unnt skuli að koma upp svo fjöl- mennri og jafngóðri sýningu áhugaleikara og kemur þó ekkert á óvart í þeim efnum á Húsavik. Leikstjórinn, Haukur Gunnarsson, er mér áður ókunnur, en það leynir sér ekki, að honum hefur tekizt að hitta á rétta tóninn. Sú léið, sem hann valdi við uppsetningu verksins, er erfið. Innihald textans varð enn áhrifa- ríkara en ella vegna þess, að í túlkuninni var beitt hnitmiðuðum hreyfingum eða hreyfingarleysi, sem gerir miklar kröfur til leikenda. Þettar er djarft spil I áhugaleikhúsi, en heppnaðist, þegar á heildina er litið. 1 í deiglunni eru mörg veigamikil hlutverk, þótt efnisþráðurinn sé snúinn úr örlögum sjálfseignarbóndans Jóns Proctors. Kristján Ells Jónsson er sannur í túlkun sinni áþessum einfalda en greinda dugnaðarmanni, sem vildi ekkert fremur en fá að búa að sinu, en lenti óviljandi inni I miðri hringavitleysunni, sumpart vegna ríkrar réttlætiskenndar, sumpart vegna breyskrar náttúru sinnar. Sérstaklega áhrifaríkt var eintal þeirra hjóna, þegar þau réðu örlögum sínum, en með hlutverk konu hans fer Kristjana Helgadóttir, sem var nærfærin í túlkun sinni. Þjónustustúlku þeirra lék Guðrún K. Jóhannsdóttir mjög sannfærandi og af skilningi. Með hlutverk Abígael Williams fór Sigrún Sigurbjörns- dóttir. Mér sýnist, að þar sé á ferð efni i góða leikkonu, þótt e.t.v. megi segja, að henni hafi ekki tekizt að túlka allar hliðar hinnar margslungnu Abígael. Frændi hennar, presturinn séra Samúel Parris, er leikinn af Ingimundi Jónssyni og brást hann ekki fremur venju, þótt hann hafi ofleikið á köflum. Séra Jón Hale lék Einar Njálsson einarðlega og af skilningi, þótt nokkuð bæri á því, að hreyfingar hans væru ekki eðlilegar. Sigurður Hallmarsson lék Danforth varalandsstjóra af sinu frábæra öryggi. Anna Jeppesen, Herdís Birgisdóttir, Bjarni Sigurjónsson, Svavar Jónsson, Bene- dikt Sigurðsson, Árnína Dúadóttir og Svavar Jónsson gerðu hlutverkum sinum góð skil og ekki síður þær Anna Ásmunds- dóttir, Valgerður Kristjansdóttir og María Axfjörð, svo og Kenneth Páll Price, Þorsteinn Jónsson, Ingimar S. Hjálmarsson, Ulfhildur Jónasdóttir og Hjörtur Sigurðsson. Eins og áður segir er heildarsvipur sýningar LH á í deiglunni stórkostlegur og laus við annmarka áhugaleikhússins. Ég óska öllum þeim, sem að þessari sýningu hafa unnið, til hamingju með umtalsverðan leiksigur. Halldór Blöndal. Kristján Elfs Jónasson (Jón Proctor), Þorsteinn Jónsson (Herrick fógeti), Herdfs Birgisdóttir (Rebekka Nurse), Ingimar S. Iljálmarsson (Hathorne dómari), Ingimundur Jónsson (séra Samúel Parris) og Sigurður Hallmarsson (Danforth varalands- stjóri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.