Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 Frá Isafjarðarflugvelli. Hörður er að láta bensfn á flugvél slna, og vél frá Norðurflugi er einnig stödd á vellinum. Einu reglulegu samgöng- urnar innan Vestfjarða FLUGFÉLAGIÐ Ernir var stofnað fyrir 7 árum eða 1970 og á það nú tvær flugvélar, aðra af Helio- gerð 6 sæta en hina hefur félagið nýlega keypt, flugvél af Islander-gerð, sem tekur níu farþega. Hörður Guðmundsson er flugmaður og eiginlega allt í senn, framkvæmda- stjóri, afgreiðslumaður, símastúlka og sendill, með öðrum orðum hann sér um allan daglegan rekstur félagsins auk þess sem hann er eini flugmaður þess. — Við fengum Is- lander-vélina frá Bret- landi fyrir 10—12 dögum og hefur hún reynst okk- ur mjög vel, segja má að hún sé eiginlega algjör bylting í allri þjónustu sem við veitum, sagði Hörður. Hún tekur níu farþega og er búin öllum hlindflugstækjum og get- um við flogið í mun erf- iöari skilyrðum en áður var þegar aðeins ein vél var í eigu félagsins. Við vorum staddir á ísafjarð- arflugvelli og Hörður var að leggja af stað til Reykjaness við ísafjarðardjúp^ en þangað var hann að fara með lækni, mann til að kenna hjálp í viðlögum við héraðsskólann og fleiri og fékk blm. að fljóta með. Flugið til Reykjaness tók 10 mínútur og á meðan upplýsti Hörður að farnar væru um 300 ferðir til Reykjaness á ári, svona leigu- ferðir, en þangað er ekki föst áætlun. — Farið er fimm sinnum í viku með póst til Súgandafjarð- ar, sagði Hörður, til Þingeyrar, Patreksfjarðar, og Holts í Ön- undarfirði er farið þrisvar í viku og til Bíldudals eftir þörf- um. Aðallega er sinnt sjúkra- flugi og póstfluginu á vetrum, ásamt ferðum með lækna um héraðið og síðan er leiguflug eftir þvi sem þarf en það er fremur lítið yfir háveturinn. í mesta skammdeginu er lítið hægt að fljúga, kannski 3—4 tíma á dag og þá kemst ég ekki yfir nema póstflugið, en vell- irnir hér vestra eru yfirleitt ekki upplýstir. Hörður hefur stundað flugið í 8 ár, fyrst var hann með vél á eigin vegum í tvö ár en 1970 var stofnað hlutafélagið Ernir eins og áður sagði, svona til að standa betur að vígi, sagði Hörður. Hann sagði að full þörf væri fyrir annan flugmann til að geta nýtt vélarnar báðar eins og kostur væri, og væri nú búið að ráða mann, sem kæmi til starfa um leið og íbúð fyndist fyrir hann. — Þetta eru einu reglulegu samgöngurnar innan Vest- fjarða, sagði Hörður, og á síð- asta ári voru viðkomur alls um 2000. Til Patreksfjarðar og Þingeyrar var farið um 150 sinnum, 250 sinnum til Súg- andafjarðar og um 200 sinnum til Reykjaness, eins og ég sagði áðan. Þörfin fyrir annan flug- mann er því orðin augljós en með því getum við nýtt vélarn- ar báðar, t.d. hefði önnur vélin getað farið hingað til Reykja- ness meðan hin færi til Reykja- víkur, en þangað þarf ég að fara tvær eða þrjár ferðir í dag. Auk þess eru margir snúningar sem fylgja þessu, bókhald og ýmsar reddingar. Viðhald flugvélanna fer fram í Reykjavík og var minni vélin einmitt syðra í skoðun er blm. Mbl var staddur vestra. Hörður sagði að þeir hefðu verið að nokkru á hrakhólum með aö- stöðu í Reykjavík, en nú hefðu Hörður Guðmundsson við hina nýju flugvél flugfélagsins Arna. þeir fengið inni hjá Flugskóla Helga Jónssonar. Þegar búið var að skila far- þegum í Reykjanes og við vor- um aftur komnir á ísafjarðar- flugvöll, var rætt örlítið um öryggismálin: — Við erum ákaflega frum- stæðir hér hvað varðar allan öryggisbúnað, það er ekki hægt að segja annað en það sem fyrst og fremst þarf að gera er að bæta sjálfa flugvellina, yfir- borð þeirra, að gera þá alveg frosthelda, þannig að vélarnir lendi ekki á kafi í aurbleytu. — 1 öðru lagi þarf að hafa möguleika til að ryðja af þeim snjó á vetrum, það er hægt núna á stærri völlunum, á ísa- firði og Patreksfirði t.d., og það þarf að vera hægt að halda þeim opnum. Þá vantar betra flugleiðsögu- kerfi, það er fleiri og öruggari stöðvar á jörðu, radíóstöðvar, sem leiðbeina varðandi blind- flugið. Þetta er að vísu erfitt í fjalllendi eins og hér er við að eiga, en þetta er mikið öryggis- atriði. En fyrst og fremst er að hafa yfirborð valla varanlegt og frosthelt. Að síðustu var rætt um nýju vélina og þær breytingar sem hún hefur í för með sér varð- andi alla þjónustu: — Þessi nýja vél er náttúr- lega algjör bylting varðandi alla okkar þjónustu hér, dag- arnir nýtast betur og við getum flogið meira og í erfiðari veðr- um. Við förum alltaf öðru hvoru til Reykjavíkur, það eru áhafnir sem þurfa að komast á milli, menn af togurum að sunnan þurfa að komast suður og menn af togurum héðan eru staddir fyrir sunnan og þurfa að komast heim. Við fljúgum líka stundum suður eftir vara- hlutum fyrir útgerðina hér og stundum yfirleitt það leiguflug sem við getum, en það er mjög erfitt á veturna, en lagast strax og kemur fram í febrúar og marz. Það veitir heldur ekki af að fljúga sem mest, því vextir og afborganir af lánum hjá okk- ur nema nú um 30 þúsund krónum á dag. — Við vonum því að Vest- firðingar vilji og sjái sér fært að notfæra sér þessa þjónustu og við heitum á þá að styðja við bakið á sínu flugfélagi. -segir Hörður Guðmunds- son hjá Flugfélaginu Ömum Valur Óskarsson: Ábending til nemenda og f oreldra þeirra 1 dreifibréfi Skólarannsókna- deildar Menntamálaráðuneytisins nr. 19/1976 segir meðal annars: „Ekki skal reikna meðaleinkunn nemenda." Þess skal getið hér, að orðið meðaleinkunn þýðir víst það sama og aðaleinkunn þýddi hér áður. Auðvitað sjá allir hversu veigamikil þessi nafn- breyting er. Orðið aðaleinkunn var nefnilega orðið gamalt, og stefnan í skólamálunum í dag er sú, að gömlum hlutum eigi að henda og fá nýja í staðinn. Eðli- lega er lang áhyggjuminnst að vera ekkert að íhuga það, hvort þetta nýja tekur fram hinu gamla. Slik athugun gæti kannski orðið því nýja skeinuhætt, og þvi er ekki rétt að vera að fást við svo- leiðis óþrafa. Ef fréttamenn sjón- varps eða álíka pamfílar fara að spyrja eitthvað út í þetta má allt- af bregða upp nokkrum teikn- ingum á skjáinn, svo að almenn- ingur sjái, hversu gífurleg vinna liggur að baki þessara bráðnauð- synlegu breytinga. En hvaða áhyggjur eru þetta hjá manninum, kynhi einhver að spyrja, á ekki hvort eða er að leggja aðaleinkunnina (meðal- einkunnina) niður. Jú, það er greinilegt, enda hafa hinir visu menn, sem unnu að þessari merku ákvörðun á vegum ráðu- neytisins, væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, að aðaleinkunn væri hinn mesti dragbítur í öllu skólastarfi. Væntanlega verða nú öll agavandamál skólanna úr sög- unni, þegar þessari snjöllu hug- mynd hefur loks verið hrint í framkvæmd. Ég spyr svona í sak- leysi mínu: Til hvaða tegundar menntamála á að verja fé ef ekki einmitt til þeirra manna, sem eru færir um að upphugsa slíkar „patentlausnir" eins og þá að hætta að reikna út aðaleinkunn? ERSAMKEPPNI ÓÆSKILEG? Af þessari merku nýjung leiðir að sjálfsögðu, að nú má enginn vita hverjir voru hæstir yfir skól- ann, svo dæmi sé tekið. Það sjá náttúrlega allir hugsandi menn, að slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra, þegar einhver var hæstur og annar lægstur. Þetta flokkaðist að sjálfsögðu undir óheilbrigða samkeppni, og ber að forðast sam- keppnina. Menn þekkja það t.d. úr íþróttum, að þar eru menn að rembast við að vinna hverjir aðra, og almenningur hefur jafnvel gerst svo djarfur að njóta þess að fylgjast með slíkri keppni. Haldið þið t.d., að það hefði ekki verið ólikt skemmtilegra, ef hægt hefði verið að segja, að Hreinn Hall- dórsson hefði verið einn af 5 beztu mönnum í Evrópu í kúlu- varpi. Ótætis málbandið með sína nákvæmni særði hins vegar við- kvæmar sálir annaraa keppenda, þegar i ljós kom, að Hreinn var orðinn Evrópumeistari. HÆTT AÐGEFA EINKUNNIR. Auðvitað verður stefnt að því að hætta algjörlega að gefa eink- unnir, enda segir í áður nefndu dreifibréfi: „1 stað einkunnar má nota umsögn 11. — 7. bekk. Er mælt með notkun umsagna í neðri bekkjum grunnskóla". Þarna hafa menn stefnuna. Það er mælt með þvi, að einkunnir verði lagðar niður. Það skyldi þó aldrei vera, að grunur læddist að einhverjum að það, að umsögn gæti óafvitandi farið æði mikið eftir því, hvernig kennurum lík- adi við nemandann, en ekki hinu, hvernig námsmaður hann væri. Já, og mikið gífurlega hljóta nú allir nemendur að drifa sig vel i námi, þótt þeir fái enga sérstaka einkunn fyrir það. En niðurfelling aðaleinkunnar hafði mikinn vanda í för með sér, því sá hræðilegi grunur tók að læðast að höfundunum, að e.t.v. gætu bara nemendur og jafnvel foreldrar þeirra reiknað aðaleink- unnina út hjálparlaust. Þetta varð auðvitað að koma í veg fyrir svo að þjóðarheill væri ekki stefnt í voða. Til þess að koma þessu nú rólega af stað, þá var ákveðið að byrja í 9. bekk. Þar var ákveðið, að nemendur fengju bókstafi i samræmdum prófum, en tölustafi i hinum. Nú geta þessir ágætu menn hlakkað yfir unnum sigri, þvi það mega þeir eiga, að þarna tókst að ganga af hinni alræmdu aðaleinkunn (meðaleinkunn) dauðri. Fyrir þetta stórkostlega afrek ætti því að hækka þá um minnst 2 launaflokka. BARA BILIÐ SÉ NÓGU STÓRT. Nú sjá allir heilbrigðir menn hvílík hneisa það var að gefa nem- endum 7,1 — 7,2 — 7,3 o.s.frv. í Landhelgis- gæzlu óvið- komandi Vegna frétta, sem bir. t hafa í Morgunblaðinu, þar sem Land- helgisgæzlunni hefur verið blandað inn f flutning á úr- gangsmálmi frá Keflavfkur- velli, hefur lögmaður Land- helgisgæzlunnar, Jón Magnús- son, óskað eftir að taka fram eftirfarandi: Fimmtudaginn 17. þ.m. hringir Viðar Pétursson, lög- regluvarðstjóri í Keflavik, til Landahelgisgæzlunnar um hádegisleytið og talar við Jón Magnússon, lögmann Land- helgisgæzlunnar. Viðar Péturs- son segir, að þennan dag ætli varnarliðið að skipa út ein- hverju úrgangsefni um borð í bát i Keflavík, sem síðan eigi að sökkva I sæ, og spyr Viðar hvort Landhelgisgæzlan hafi eitthvað með mál þetta að gera. Jón Magnússon tjáði lögregluvarð- stjóranum, að Landhelgisgæzl- an hefði ekkert með slik mál að gera og var lögð áherzla á það. Jón tjáði lögregluvarðstjóran- um, að hann sneri sér ekki til rétts aðila með fyrirspurn sína, og var honum ráðlagt af undir- rituðum að snúa sér með fyrir- spurn sína til lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli eða Varnarmáladeildar utanríkis- ráðuneytisins, og lauk þar sam- tali Jóns Magnússonar og lög- regluvarðstjórans. Páll Ásgeir Tryggvason getur staðfest að Landheglisgæzlan hefur ranglega verið dregin inn í þetta mál. Jón Magnússon, hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.