Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977
KAPPAKSTURSMAÐURINN Niki Lauda, sem er tví-
mælalaust einn fremsti ökumaður heims nú, átti stutta
viðdvöl f Reykjavfk, frá s.l. föstudagskvöldi til laugar-
dagsmorguns, er hann var á leið f einkaþotu til næstu
Grand Prix keppni, sem verður á götum Long Beach f
Kaiifornfu um næstu helgi. Samferðafólk hans var hin
glæsilega kona hans Marlene, vel þekktur austurrfskur
blaðamaður, Helmut Zwickl, sem skrifar um kappakst-
ur, og flugmaður.
Hópurinn var hinn hressasti að morgni laugardags.
Flugmaðurinn og Lauda gengu frá flugáætluninni með-
an þeir fengu sér morgunkaffið. Ætlunin var að fljúga
um Kanada og Las Vegas f Bandarfkjunum. Marlene
Lauda var syfjuð þegar hún birtist og ekki bætti kaldur
morgunvindurinn úr skák. Hún sagðist ekki hafa haft
áhuga á kappakstri áður en hún kynntist Niki og virtust
tilfinningar hennar til þessarar hættulegu fþróttagrein-
ar nokkuð blandnar.
Það kom f Ijós að allir
ferðafélagar Lauda höfðu
einhvern tfma verið áning-
arfarþegar á íslandi en
enginn þeirra hafði þó
skoðað sig um hér og
Lauda hafði aldrei komið
hér áður.
Áhugi hans á bflum og
hraða hefur flutt hann
vfða um heim. Það sem af
er þessuári hefur Lauda
keppt f Argentfnu,
Brasilfu og Suður-Afrfku
auk þess, sem hann hefur
reynsluekið Ferrari 312T2
formúlu 1 kappaksturs-
bflnum á Fiorano, heima-
braut og einkabraut Ferr-
ari, og víðar. Hann er
fæddur árið 1949 í Vínar-
borg í Austurrfki og heitir
fullu nafni Andreas Niki-
laus Lauda, þekktari sem
Niki Lauda.
Niki Lauda varð heims-
meistari í kappakstri árið 1975
en hafnaði í 2. sæti í fyrra,
einu stigi á eftir Bretanum
James Hunt, sem fór fram úr
honum í síðustu keppninni,
sem haldin var í Japan við
slæmar aðstæður. Lauda vann
hins vegar aðra keppni og
mikilvægari á síðasta ári.
Hann sigraði i baráttunni við
dauðann eftir að hann hafði
farið útaf á miklum hraða, í
Grand Prix Þýskalands í ágúst
s.l. og setið fastur í logandi
braki bíls síns.
Eitt það fyrsta, er hann
spurði læknana er hann komst
til rænu á sjúkrahúsi eftir
slysið, var hvort hann gæti
keppt oftar. Tíminn skar úr
um það og þrátt fyrir mikil
brunasár I andliti og önnur
meiðsl, settist hann aftur
undir stýri á Ferrari-bíl sinum
í Grand Prix keppni Ítalíu að-
eins sex vikum síðar og missti
ekki nema tvær keppnir úr.
Fyrir keppnina í Þýskalandi
sagði hann að brautin
Niirburgring, ein illræmdasta
kappakstursbraut heims, væri
allt of hættuleg til að keppa á
henni. Það aftraði honum þó
ekki frá að taka þátt I keppn-
inni.
Niki Lauda keyrði fyrst i
kappakstri þegar hann var 18
ára gamall. Hann hafði lokið
prófum, sem samsvara stúd-
entsprófi á Islandi, og var til-
’búinn að setjast í háskóla. Úr
þvf varð þó ekki og hann helg-
aði sig kappakstri upp frá því.
Hann ók í formúlu Vee (Vaff),
formúlu 3, og komst upp I for-
múlu 2 árið 1971.
Árið 1972 keypti hann sig
hreinlega inn f formúlu 1 hjá
March Ford þar sem Svíinn
Ronnie Peterson var þá upp á
sitt besta. Lauda tókst að fá
hvorki meira né minna en £
35.000 (35.000 pund samsvara
nú um 11V4 milljón fsl. króna)
lán hjá austurrískum banka.
Þetta var e.t.v. áhættusöm
Niki Lauda á Ferrari-bfl númer 1 er hér á undan Frakkanum Patrick Depailler á Tyrrell Ford, f Grand
Prix Svfþjóðar f júnf 1976.
Kappakstursmaðurinn Niki Lauda á Islandi
Marlene og Niki Lauda stfga um borð f einkaþotuna er þau halda til
næstu Grand Prix keppni.
en hélt
lífinu
Ljósmyndir og texti Brynjólfur Helgason.
Hann
tapaði
titlinum
Lauda undirbýr brottför frá Reykjavfk.
fjárfesting hjá bankanum en
hún borgaði sig vel. Faðir
Lauda, þó efnaður væri, vifdi
ekkert með kappaksturinn
hafa og var ekki tilbúinn að
fjármagna þennan bjánaskap,
sem honum fannst, hjá syni
sínum.
Eftir heldur misheppnað
tfmabil hjá March, með lélegan
bíl undir höndum, fór Lauda
að sýna og sanna hæfileika
sína í BRM bíl, er hann ók f
eitt ár og þurfti þá ekki lengur
að borga með sér.
Þegar hér var komið fór frá-
bært ökulag Lauda ekki lengur
fram hjá ttalanum Enzo
Ferrari, sem er maðurinn bak
við Ferrari-bílana heims-
frægu, og Niki Lauda hóf
Ferrari-feril sinn 1974. Keppn-
irnar gengu mjög vel framan
af árinu og menn voru farnir
að sjá Lauda fyrir sér sem
Hér röltir Lauda (f vel merktum samfesting) milli liða fyrir Grand Prix keppnina f Svfþjóð s.l. sumar.