Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 46
Vonir Englendinga
glæðast eftir 5—0
sigur I gærkveldi
ENGLENDINGAR fengu svo-
litla sárabót eftir ófarir í lands-
leikjum sfnum I knattspyrnu
að undanförnu, er þeir sigruðu
Luxemburgara með 5 mörkum
gegn engu á Wembley-
leikvanginum í London f gær-
kvöldi, að viðstöddum 81.000
áhorfendum. Leikur þessi var
liður f undankeppni heims-
meistarakeppninnar, en Eng-
land og Luxemburg leika í öðr-
um Evrópuriðlinum ásamt
ttalíu og Finnlandi. Með sigrin-
um tóku Englendingar forystu
f riðlinum, en þeir hafa hlotið 6
stig. Staða þeirra er þó engan
veginn eins góð og þeir myndu
kjósa, þar sem þeir hafa tapað
einum leik — fyrir Itölum, sem
eru f öðru sæti f riðlinum með 4
stig eftir 2 leiki. Finnar hafa
svo 2 stig eftir 3 leiki, og
Luxemburgarar hafa enn ekki
hlotið stig, frekar en búizt var
við.
Eins og vænta mátti var leik-
urinn á Wembley mjög ójafn i
gær, og Englendingar sóttu nær
stanzlaust. Þeim gekk þó illa að
finna leiðina f mark Luxem-
burgara sem vörðust hetjulega.
Eina markið í fyrri hálfleik
skoraði fyrirliði Englending-
anna, Kevin Keegan, en í seinni
hálfleiknum, þegar Luxem-
burgaraf tóku að þreytast skor-
aði England 4 mörk á aðeins
tuttugu mínútna kafla. Trevor
Francis reið á vaðið, eftir að
Gordon Hill hafði skallað knött-
inn fyrir fætur hans, en Ray
Kennedy bætti síðan fljótlega
þriðja markinu við, og Mick
Channon því fjórða og fimmta.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
England
ítalía
Finnland
Luxemburg
4 3 0 1 11—4 6
2 2 0 0 6—1 4
3102 9—7 2
3 0 0 3 2—16 0
Wales — Tékkóslóvakfa 3—0
Þau óvæntu úrslit urðu í leik
Wales og Tékkóslóvakíu í sjö-
unda riðli undankeppni heims-
meistarakeppninnar í - gær-
kvöldi, að Wales-búar sigruðu í
leiknum 3—0. Sem kunnugt er,
urðu Tékkar Evrópumeistarar í
knattspyrnu s.l. sumar, og var
þeim spáð öruggum sigri í þess-
um riðli. Eftir þessi úrslit í
gærkvöldi má hins vegar ljóst
verða að baráttan i riðlinum
verður geysilega tvísýn og
spennandi, en auk Wales og
Tékkóslóvakíu leika Skotar í
honum.
Leikurinn fór fram i Wrex-
ham og voru áhorfendur að
honum um 23.000. Jók það ekki
á vonir Wales-búa, að bezti
maður liðs þeirra, John
Toshack, leikmaður með Liver-
pool, gat ekki leikið með vegna
meiðsla.
Fyrsta mark leiksins kom á
27. mínútu og var það Leighton
James sem það skoraði beint úr
aukaspyrnu. Má skrifa mark
þetta á reikning tékkneska
markvarðarins sem var mjög
illa staðsettur er James tók
spyrnuna. Stóð þannig i hálf-
leik 1—0. í seinni hálfleik
lögðu Tékkar allt í sölurnar fyr-
ir sóknina, og voru oftast með
alla sína menn, nema mark-
vörðinn, á vallarhelmingi Wa-
les. Það átti líka eftir að kosta
þá nokkuð, þar sem Wales skor-
aði tvivegis úr skyndisóknum í
hálfleiknum. Fyrra markið
gerði Nick Deacy, varamaður
John Toshack, á 65. mínútu, og
þriðja markið gerði Leighton
James með glæsilegu skoti af
um 35 metra færi.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Wales 2 10 i 3—1 2
Tékkóslóv. 2 10 1 2—3 2
Skotland 2 10 1 1—2 2
írland — Frakkland
í Dublin í írlandi mættust
írland og Frakkland og var
leikurinn liður i undankeppni
heimsmeistarakeppninnar.
Þessi lönd leika í fimmta
Evrópuriðlinum, ásamt Búlg-
aríu.
Úrslit leiksins í írlandi urðu
þau að heimamenn sigruðu með
einu marki gegn engu. Maður-
inn á bak við þennan sigur var
tvímælalaust þjálfari liðsins,
Johnny Giles, en hann er einnig
framkvæmdastjóri West
Bromwich Albion, og leikmað-
ur með írska landsliðinu.
Markið kom á 10. mínútu eft-
ir aukaspyrnu, sem fram-
kvæmd var eftir forskrift Giles.
Hefur hann notað slíka aðferð
hjá W.B.A. og hún stundum
borið góðan árangur. Skoraði
Liam Brady markið, eftir að
þeir Giles og Gerry Daly höfðu
leikið knettinum á milli sín.
Nokkru síðar munaði litlu að
Giles skoraði sjálfur, en þá
skaut hann hörkuskoti að
marki Frakkanna, en knöttur-
inn fór í þverslá og hrökk út á
völlinn.
Frakkarnir sóttu síðan smátt
og smátt i sig veðrið og áttu
mun meira í leiknum lengst af.
Var það frábær frammistaða
markvarðar írlands, Mick
Kearns, sem varð öðru fremur
til þess að Frökkunum tókst
ekki að jafna.
Staðan í 5. riðlinum er nú
þessi:
Frakkland 3 111 4—3 3
írland 2 10 1 1—2 2
Búlgaría 10 10 2—2 1
Skotland
í gærkvöldi fór fram annar
undanúrslitaleikur skozku bik-
arkeppninnar og sigraði þá
Rangers Hearts með tveimur
mörkum gegn engu og leikur
þvi við Celtic eða Dundee í úr-
slitum. Celtic lék við Hibernian
í úrvalsdeildinni í gær og varð
jafntefli 1—1. Partick og
Motherwell gerðu einnig jafn-
tefli í deildinni, 0—0.
KAROLlNA EINNIG MEISTARI
VIÐ endurskoðun á stigaútreikn-
ingi í fimleikameistaramóti
kvenna, sem fram fór um helgina,
kom í ljós, að tvær stúlkur höfðu
orðið efstar og jafnar í keppninni
og deila þær því íslandsmeistara-
titlinum í ár. Úrslitin sem fyrst
voru gefin upp voru þau, að Berg-
lind Pétursdóttir úr Gerplu hefði
sigrað með 32.2 stigum, en Karo-
lína Valtýsdóttir, Björk, hefði orð-
ið önnur með 32,1 stig. Þegar far-
ið var yfir stigaútreikninginn að
mótinu loknu kom hins vegar í
ljós að stig Karolínu var einnig
32,2. Mun hún því einnig hljóta
bikar sem sigurlaun í mótinu, og
hlutdeild i íslandsmeistaratitlin-
um.
FYRSTA frjálsíþróttamót ársins
utanhúss verður haldið á Kópa-
vogsvelli n.k. sunnudag og hefst
keppni þar kl. 14.00. Keppnis-
greinar verða: langstökk, kúlu-
varp, kringlukast og spjótkast
karla og kvenna.
ÞRÓTTUR BIKARMEISTARI
WO toaS
ÞRÓTTÚR gerði sér lftið fyrir og
sigraði UMFL I úrslitaleik bikar-
keppni blaksambandsins 3—0
(15—10, 15—9 og 15—5) og vann
þannig ekki aðeins bikarkeppn-
ina heldur öll mót sem liðið tók
þátt I I vetur og er það ótrúlega
góð frammistaða og hefur liðið í
vetur algjörlega borið höfuð og
herðar yfir önnur lið og nær
aldrei verið nálægt því að tapa
leik.
Þróttar-liðið átti góðan leik i
þetta sinn eins og svo oft áður og
var ekki í vandræðum með afar
slakt og getulftið lið Laugdæla og
má segja að Þróttur hafi verið
mörgum gæðaflokkum ofar Laug-
dælum. Hjá Þrótturum gekk nán-
ast allt upp sem reynt var, mót-
taka, uppspil og smöss heppnuð-
ust vel auk þess sem hávörnin var
mjög góð. Um Laugdælina er aðra
sögu að segja og var það aðeins
Tómas Jónsson sem sýndi góðan
leik og barðist vel, en aðrir voru
langt frá sfnu bezta.
Myndin hér að ofan er af Bikar-
meisturum Þróttar, ásamt
Magnúsi Öskarssyni, formanni
félagsins, Jóni Baldvinssyni
gjaldkera þess og Óskari Péturs-
syni, heiðursfélaga Þróttar, en á
myndinni hér til hliðar tekur
fyrirliði Þróttar við hamingju-
óskum f tilefni sigursins.
JÖFN STAÐA VALS OG VÍKINGS,
EN FH Á EINNIG ENN MÖGULEIKA
NÚ EIGA aðeins þrjú lið möguleika á
að hreppa íslandsmeistaratitilinn I
handknattleik: Vikingur, Valur og
FH. Tvö fyrrnefndu liðin standa best
að vigi, en þau eru með 18 stig eftir
11 leiki — hafa aðeins tapað 4
stígum FH er hins vegar með 1 3 stig
eftir 10 leiki — hefur tapað 7 stig-
Álafosshlaup
HIÐ árlega Álafosshlaup fer fram
að þessu sinni n.k. laugardag 2.
apríl og hefst kl. 14.00.
Keppt verður í þremur flokkum
karla. Barnaflokkur fyrir þá sem
fæddir eru 1964 og síðar, og mun
þessi flokkur hlaupa um 3 km,
unglingaflokkur fyrir þá sem
fæddir eru á árunum 1960—1963,
en þessi flokkur hleypur sömu
vegalengd, og karlaflokkur, en
vegalengdin sem hann hleypur er
um 6,3 km. Þá verður einnig
keppt í kvennaflokki og hlaupa
konurnar 2,9 km. Rásmark er við
vegamót Úlfarsfellsvegar, nálægt
Korpu.
Keppt verður um myndarlega
verðlaunagripi sem Álafoss h.f.
hefur gefið. Eru keppendur beðn-
ir að mæta tímanlega til skráning-
ar.
um, þannig að möguleiki jslands-
meistaranna til þess að verja titil
sinn er óneitanlega fremur litill.
Bæði toppliðin, Valur og Víkingur,
eiga eftir þrjá leiki i deildinni. Víkingar
eíga eftir að leika við FH, Fram og Þrótt
og Valur á eftir að leika tvo leiki við
Fram og FH, Er. það því mjög svipað
..prógram sem liðin eiga eftir, og
óhætt að slá þvi föstu að stigin i
þessum leik er sýnd veiði en ekki gefin,
Vikingar eiga að leika við FH i Hafnar-
firði, en Valur á að leika við FH i
Reykjavik.
Auk leikjanna við Val og Víking eiga
FH-ingar eftir að leika við Gróttu og
Þrótt. Má búast við að íslands-
meistararnir kraski nokkuð örugglega i
4 stig i þeim leikjum.
Framhald á bls. 26
Einfcunnagjölln
LIÐ VALS: Jón Breiðfjörð Ólafsson 1, Ólafur Guðjónsson 1,
GIsli Blöndal 2, Stefán Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 4, Jón
Karlsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 3, Bjarni Guðmundsson 3,
Steindór Gunnarsson 2, Jóhannes Stefánsson 2.
LIÐ tR: örn Guðmundsson 2, Sigurður Gfslason 2, Sigurður
Svavarson 3, Brynjóifur Markússon 4, Vilhjálmur Sigurgeirsson
1, Bjarni Bessason 2, Ágúst Svavarson 2, Sigurður Sigurðsson 2,
Björn Guðmundsson 1, Hörður Hákonarson 1.
LIÐ VtKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Grétar Leifsson 2, Ólafur
Jónsson 2, Erlendur Ilermannsson 2, Björgvin Björgvinsson 2,
Páll Björgvinsson 3, Ólafur Einarsson 2, Viggó Sigurðsson 3,
Magnús Guðmundsson 2, Jón G. Sigurðsson I. Þorbergur Aðai-
steinsson 3.
LIÐ ÞRÓTTAR: Sigurður Ragnarsson 2, Kristján Sigmundsson
2, Sveínlaugur Kristjánsson 3, Jóhann Frfmannsson 2, Ilalidór
Bragason 1, Gunnar Gunnarsson 2, Konráð Jónsson 4, Sigurður
Sveinsson 2, Haraldur Jónsson 1, Bjarni Jónsson 2, Sveinn
Sveinsson 1.