Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977
45
2
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRA MANUDEGI
um: Enn í dag gengur formaður
Framsóknarflokksins, um hag-
ann, eltandi þessa sömu truntu
með brauðskorpuna í annarri
hendinni og snærisspotta i hinni.“
Og Vilhjálmur bætir við þessa
frásögn og segir: „Það var von-
laust að gripa fram í fyrir séra
Pétri, þvi hann notaði öll fram-
íköll til hins itrasta og fór þá
gjarnan með sigur af hólmi."
Að enduðu þessu spjalli um AI-
þingi og alþingismenn finnst mér
viðeigandi að rifja hér upp nokkr-
ar ljóðlinur úr kvæði þjóðskálds-
ins okkar góða, séra Matthíasar
Jochumsonar, um Benedikt
Sveinsson sýslumanu og alþingis-
mann, d. 1899. En Benedikt var
eins og allir vita mikill þingskör-
ungur og mælskumaður.
„Meiri kraftkynngi
kveð ég vart syngi
oftar á Alþingi
yfir Islendingi;
minnti í mál sennu
margrar atrennu
hins í harðspennu
Héðins í Njálsbrennu.
Féll sem flaumiða
foss og háskriða
fólk stóð forviða —
fall hans málkviða;
er und brábarði
brann sem logvarði
hugurinn skapharði
er sitt hauður varði.“
M.J.
Þorkell Hjaltason."
% Reykingar
f flugvélum
Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, hefur sent
eftirfarandi bréf:
„I Velvakanda 23. þ.m. var í
vinsamlegu bréfi frá Flugfarþega
vikið að reykingum í flugvélum,
og rætt sérstaklega um skiptingu
þá sem á sér stað í Fokker Friend-
ship skrúfuþotum á innanlands-
flugleiðum Flugfélags íslands.
Bréfritari furðar sig á að farþega-
rými skuli skipt eftir endilöngu,
en ekki um þvert, svo sem viða er
gert.
Astæðan til þessarar tilhögunar
er, eins og Flugfarþegi reyndar
tekur fram, að ásamt farþega-
flutningum eru oft á tíðum fluttar
vörur með flugvélunum. Þörf fyr-
ir vöruflutninga er ætið misjöfn
frá einum mánuði til annars, jafn-
vel frá einni ferð til þeirrar
næstu, þótt um sama ákvörðunar
stað sé að ræða. Friendship
skrúfuþoturnar eru þessvegna út-
búnar með færanlegu þili, þannig
að unnt er að stækka og minnka
vörurýmið. Ræður þá venjulega
fjöldi bókaðra farþega sætafjölda.
Eins og bréfritari bendir á er hér
að hluta fundin skýring á skipt-
ingu að endilöngu. Sú tilhögun er
viða notuð þótt hitt sé algengara.
Aðalatriðið er þó, að í Friendship
flugvélunum er loftræstingu
þannig hagað að lofthreinsun
skiptist um miðjan gang. Þannig
eiga reykingar öðrumegin í far-
rými ekki að angra þá sem hinu-
megin sitja og ekki reykja, svo
fremi að farþegar fari eftir sett-
um reglum.
0 Endurskoð-
aðar reglur
Ef það skeður hinsvegar i
ljós að loftræsting flugvélanna
annar ekki hlutverki sínu og að
reykur berst yfir til þeirra, sem
óska eftir að sitja i hreinu loftir
mun félagið endurskoða núgild-
andi reglur. Rétt er einnig að
fram komi, að til álita hefur kom-
ið að banna algjörlega reykingar
á styttri flugleiðum.
I bréfi frá Flugfarþega er bent
á notkun lausra spjalda til að-
greiningar. Notkun eirra hefur
ekki reynst vel og var horfið frá
hugmyndinni af ýmsum ástæðum.
Ég vil að lokum þakka-Flugfar-
þega fyrir bréfið og vinsamlegar
ábendingar. Hann og allir aðrir
viðskiptavinir Flugleiða mega
vera vissir um að sifellt eru til
íhugunar og endurskoðunar regl-
ur og framkvæmd allrar þjónustu
félagsins.
Með kveðjum,
Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi."
Velvakandi þakkar Sveini fyrir
bréfið og það hlýtur að vera gott
til þess að vita að fyrirtækið sé
vakandi á sviði allrar þjónustu,
sem það veitir.
Þessir hringdu . . .
0 Um fæðingar-
orlof
Kona, sennilega ekki mjög
gömul, bar fram eftirfarandi
spurníngar:
Hvers vegna fá konur sem eign-
ast börn yngri en sextán ára ekki
greitt fæðingarorlof? Eru þær
eitthvað betur staddar fjárhags-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á 6. minningarmótinu um
ungverjann Laszlo Toth, sem
haldið var i Kecskemet í Ung-
verjalandi fyrr á þessu ári, kom
þessi staða upp í skák Ermenkovs,
skákmeistara Búlgarfu, sem hafði
hvitt og átti leik, og
júgóslavneska stórmeistarans
Ostojics:
19. Rxe6! fxe6 20. Dxe6 Rb6 (Eða
20. . . . Rc5 21. Df6 Hg8 22. Rxd5!)
21. Df6 Hg8 22. Bg5 Ha7 23. Rb5!
og svartur gafst upp.
Sigurvegari á mótinu varð a-
þýzki stórmeistarinn Lothar Vogt,
en hann hlaut 8 vinninga af 11
mögulegum. Næstir komu þrír
ungverjar, Barczay með 7‘A v.,
Farago með 7 v. og Hazai með 6W
v. Fimmti varð svo Ermenkev
með 6 v.
lega en aðrar konur? Eða er þeim
algjörlega meinað að eignast sín
börn? Verða konur að hafa náð
vissum aldri til að mega eignast
börn?
Þetta voru þær spurningar, sem
þessi unga kona vildi fá að bera
fram og ef einhver vill svara þá er
það vel þegið.
— Þetta gefur annars tilefni til
að hugleiða ýmislegt varðandi
alla þá flokkun á mannfólkinu,
sem nú tiðkast yfirleitt í flestum
þjóðfélögum, menn eru i skóla á
þessum aldri, vinna siðan i nokk-
ur ár, eru þá orðnir gamlir og
verða að hætta þótt i fullu fjöri
séu. Vilja lesendur tjá sig eitt-
hvað um þessa hluti?
Hanskaskinnskórnir
komnir aftur Litur brúnn. Láhælaðir.
Litur; drapp, hæll 6V2 cm. hár.
Kúrekastígvé/
Litur: Ijós
Varð 12.380-
Póstsendum.
Skósel
Laugavegi 60,
sími 21270
kaup
Páskaegg
20% afsláttur
4 kg. appelsínur ..................600 kr.
4. kg. epli ....................... 500 kr.
Perur kíló dós..................... 250 kr.
5 pk. senskt tekex ................ 500 kr.
Allt krydd 10% afsláttur
4 flöskur tómatsósa ............... 600 kr.
Ný sending Mackintos
sælgætispokar
4 dósir kínverskar baunir.......... 500 kr.
1 ks. Coca Cola litlar ........ 720 kr. ks.
1 ks. Pepsi Cola eða
Mirinda appelsín .............. 820 kr. ks.
Ódýrar, ffnar sveskjur 258 gr. .. 453 kr. pk.
20 tegundir juice 10% afsláttur.
Mjög góður appelsinusafi .... 310 kr. flaskan
Matvörumiðstöðin
Sími 35325
Á horni Rauðalækjar og Laugalækjar og
Leirubakka 36f sími 71290.