Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977
V(M>
MORö-ClNf
KAFCINU
(ö
Þetta er I fyrsta skipti sem ég
hef verið kjörin fegurðar-
drottning!
Þú leynir mig einhverju?
Ég get glatt yður frú — þér
eruð vita heilsulaus!
Allt f lagi, engin hætta. Hann
er ekki frá skattrannsókna-
deildinni!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Árangur spilara, í ákveðnum
spilum, er oft æði misjafn. Sér-
staklega á þetta við um tvi-
menningskeppni þar sem fæst
samanburður árangurs frá mörg-
um borðum. Oft ræður þá getu-
munur, jafnvel heppni eða
hugsanlega hvoru megin við borð-
ið spilið er spilað.
Spilið í dag kom fyrir í tví-
menningskeppni, suður gaf og
norður — suður voru á hættu.
Norður
S. ÁKG2
H. D2
T. KG54
L. 932
Vestur Austur
S. 9753 S. 104
H. G854 H. K763
T. 7 T. Á1098
L. KG54 L. D106
Fyrir alla muni — bankaðu fyrst, strákunum
bregður annars svo svakalega.
í>röng á þingi
„Þeir sem ieggja leið sína á
þingpalla Alþingis til að heyra og
sjá hvað þar fer fram verða fljótt
varir við hin ótrúlega miklu
þrengsli er þar blasa við sjónum
manna hvarvetan. En alveg sér-
staklega er þetta þröngbýli áber-
andi i báðum deildarsölum Al-
þingis í efri og neðri deild. En
þingmenn virðast þola þessi
þrengsli með miklu jafnaðargeði,
enda vart um annað að ræða með-
an það ástand varir, sem nú er.
Hins vegar hefur komið fram
hugmynd um viðbótarbyggingu
við hið virðulega Alþingishús. Til-
laga þessi gerir ráð fyrir að nær-
liggjandi lóðir verða teknar undir
viðbótaarbyggingu og því er það
nauðsyn næsta brýn að þeirri
framkvæmd yrði hraðað sem mest
og verði sett ofarlega á lista yfir
ríkisframkvæmdir næstu ára.
Ekki virðist mér stjórnarand-
staðan viðsýn eða rismikil um
þessar mundir. Allt er þar á sömu
bókina lært, eilífðar „Burtubæn-
ir“ þuldar yfir hvers konar fram-
kvæmdum, hverju nafni sem
nefnast, og jafnvel stórvirkjanir i
raforkumálum eru bannsungnar
og fordæmdar af þessum úrtölu-
og afturhaldspésum er kalla sig
Alþýðubandalag og flest verk
ríkisstjórnarinnar talin for-
kastanleg að áliti þessa nettfriða
bandalags og a.m.k. sumum
stjórnarathöfnum visar það beint
í neðra. Eins og t.d. málmblendi-
verksmiðjan á Grundartanga og
vernarlíðið á Keflavikurflugvelli.
Og tveir eða þrir framsóknar-
þingmenn vilja ekki vera minni
en kommúnistarnir og kjósa
gjarnan að komast einnig á bak
rauða bangsa og þá er allt við
hæfi.
Vík ég þá að öðru. Mig langar að
taka upp hér smá klausu úr minn-
ingarbrotum er Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra hefur ritað í gamansömum
og léttum tón, eins og honum er
lagið í bókina Aldnir hafa orðið.
Segir Vilhjálmur þar frá kosn-
ingaferðalagi sínu I Suður-
Múlasýslu haustið 1949. 1 fram-
boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn var
að þvi sinni séra Pétur I Valla-
nesi. Vilhjálmur segir nú frá:
„Eina sögu sagði séra Pétur á
flestum eða öllum framboðsfund-
unum og læt ég hana fljóta hér
með: Það er deilt á Sjálfstæðis-
flokkinn fyrir að hafa starfað með
kommúnistum. Nú ætla ég ekki
að fara að verja það enda var ég
ekki kvaddur til ráða þegar þau
ráð voru ráðin! En ég ætla að
segja ykkur dæmisögu. Setjum
svo, að það séu þrír menn að elta
hross úti í haga, hross, sem bæði
bítur og slær, og þeim má þar að
auki vera ljóst að er alveg óreitt.
Nú tekst einum það sem hinir
ekki gátu, að beizla hrossið og
komast á bak. Er sá minnsti
maðurinn? Ólafur Thors komst þó
á bak kommúnistatruntunni! Hér
greip Eysteinn framí á einum
fundinum og sagði: En sá reiðtúr
var þjóðinni dýr. Þá glotti prestur
og sagði: Já, Eysteinn Jónsson,
allir reiðtúrar kosta nú nokkuð.
Siðan hélt hann áfram: Afstaða
Framsóknarflokksins til komm-
únista er hin sama og refsins sem
reyndi að hoppa eftir vinberjun-
um en náði þeim ekki, labbaði
burtu og sagði: Þau eru súr.
Eysteinn reyndi þá öðru sinni að
trufla sögumann: Æ, þetta er
ómerkilegur brandari, er hann
ekki úr fyrsta heftinu af dönsku-
bókinni? Þá birti yfir presti og
hann svaraði brosandi: Jú, þú
hefur þá lesið þá bók. Síðan botn-
aði hann söguna með þessum orð-
Suður
S. D86
II. Á109
T. D632
L. Á87
Á felstum borðanna varð norð-
ur sagnhafi í þrem gröndum. Þar
sem út kom hjarta fengust tíu
slagir því vestur lét gosann á öll-
um borðunum. Þá var auðvelt að
fá þrjá slagi á hjarta, fjóra á
spaða, tvo á tígul og einn á lauf.
Á tveim borðum kom út tígull
og þar fengust aðeins tiu slagir.
Báðir spilararnir spiluðu strax
aftur tígli á drottninguna og fóru
síðan rétt í hjartað.
En á þrem borðum varð suður
sagnhafi í þrem gröndum eftir að
hafa opnað á veiku grandi. Aðeins
einum þeirra tókst að vinna spilið
en allir fengu þeir útspil i laufi.
Þessi spilari gaf laufið tvisvar,
tók þriðja laufið heima og fór i
tígulinn. Spílaði Iágum tigli á
kónginn (vestur mátti eiga ásinn
blankan) en austur tók á ás og
spilaði aftur tígli. Spilarinn tók á
drottninguna en vestur lét hjarta.
Suður var nú með á nótunum og
spilaði af öryggi. Hann tók fjóra
slagi á spaða, lét hjarta af hend-
inni, tígulgosa og gaf austri slag á
tígul. Hann átti nú bara hjörtu á
hendinni og gaf sagnhafa níunda
slaginn þegar hann neyddist til að
spila frá kóngnum. Þetta var vel
spilað og hálfskítt að fá bara slak-
an miðlung fyrir.
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
Framhaldssaga eflir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
69
um tökum á mér. Ég varð yfir
mig ástfangin af Jan Axel jafn-
skjótt og ég leit hann augum.
Hann var alls ekki glæsimenni
— hann var ekkert Ifkur
Gabriellu eða Fanny frænku,
hann var full þrekinn en
sjarma hans stóðst ég þó ekki.
Auk þess var hann svo glaður
og léttur f lund — og hann var
sannur karlmaður. En það var
ekki fyrr en f jórum árum sfðar
að við byrjuðum að vera sam-
an... Otto hafði verið kvaddur
til herþjónustu mánuðum sam-
an, Bella var þá f skóla f
örebro... og Frederik og Mina
gengu snemma til náða kvöld
hvert. Þá kom Jan Axel til mfn
og var hjá mér um nóttína og
hann kenndi mér sannarlega
hvað það er að eiska — og vera
hamingjusöm. Þetta var undur-
samlegur tfmi — eina tfmabilið
f lffi mfnu, sem ég gæti hugsað
mér að lifa upp aftur...
Þegar Otto kom heim aftur,
gátum við af skiljanlegum
ástæðum ekki hitzt jafn oft og
auk þess ekki þegar Gabriella
var heima. Én Jan Axel var
mjög fundvfs á tækifæri fyrir
okkur og ég held ekki að neinn
hafi rennt grun f samband
okkar...
Svo einn góðan veðurdag...
fyrsta virkan dag eftir jólin
1945 þurfti Jan Áxel að far inn
til Örebro til að annast ein-
hverjar útréttingar. Ég hafði
„af tilviljun“ pantað tfma hjá
tannlækninum og við ókum þvf
af stað um nfuleytið um morg-
uninn. Klukkan tólf höfðum
við lokið þvf sem við þurftum
að sinna og þegar við höfðum
snætt léttan hádegisverð fórum
við á lftið gistihús f bænum.
Við skrifuðum okkur inn sem
herra og frú Magnússon og
sögðum að við vildum ekki láta
ónáða okkur næstu klukkutfm-
ana, af þvf að vió hefðum verið
á ferðalagi alia nóttina. Svo
læstum við að okkur og helg-
uðum okkur hvort öðru og Jan
Áxel var unaðslegur eins og
alltaf og við nutum hvort ann-
ars f svo óendanlega rfkum
mæli ... Ég vissi ekki að þetta
væri í sfðasta skiptið.
Á eftir lágum við og hvfldum
okkur og þá fór hann skyndi-
lega að kvarta undan þvf að sér
væri svo ómótt. Svo fékk hann
þrautir og stundi voðalega og
sagði að það væri eitthvað að
sér f hjartanu. Samt reis hann á
fætur og klæddi sig, en þegar
hann hafð nýlokið þvf hneig
hann niður og aftur fyrir sig á
rúmið Ég ... ég hélt ég myndi
missa vitið þegar mér varð Ijóst
að hann var ... dáinn...
Engin mannvera mun nokk-
urn tfma geta skilið hversu
hryIlilegt þetta var. Sú stað-
reynd að Jan Axel var dáinn
var sárust... hann Jan Áxel
sem ég hafði elskað og notið
fáeinum mfnútum áður. Én ég
varð einnig að horfast f augu
við fleira.
Jan Áxel var dáinn. Ég gat
ekki komið honum burt af
hótelinu nema kalla til lækni
og ég gat ekki fengið lækni til
að skrifa undir dánarvottorð
sem hljóðaði upp á nafn ein-
hvers herra Magnússon. Mér
fannst það kaldhæðni örlag-
anna, ef upp þyrfti að komast
um samband okkar nú, einmitt
þegar dauðinn hafði skorið á
það fyrir fullt og allt. Mér varð
hugsað til Gabriellu og Freder-
iks og vissi að sorg þeirra
myndi verða saurguð með þvf
að vita þetta... og þau myndu
óhjákvæmilega fá á mér megn-
ustu andúð — og kannski
skiljanlegt. i neyð minni og
angist hringdi ég loks til Dani-
els. Hann var góður vinur minn
sem og alirar fjölskyldunnar.
Hann var sá eini sem ég þóttist
sjá að gæti hjálpað mér.
Ég held ekki að Daniel hafi
fengið botn f það sem ég var að
reyna að stynja upp í sfmanum,
en hann skildi þó svo mikið að
hann sté upp f bfl sinn og kom
samstundis til örebro og á
hóteliö þar sem ég sat og grét
yfir Ifki Jan Axels.
Ég grét enn meira þegar
hann kom. Því að hann bölvaði
hástöfum og las aldeilis yfir
hausamótunum á mér og aldrci
hefði mér dottið í hug að nokk-
ur gæti talað svona við mig. En
hann vissi jafnvel og ég hversu