Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 Þorrablót með nýstár legu sniði í Hamborg 26. febrúar sl. gekkst Félag íslendinga í Hamborg og ná- grenni (F.Í.H.) fyrir árlegu þorrablóti, sem haldið var i þetta sinn með nokkuð nýstár- legu sniði. Félagið leigði ferju- skip, sem sigldi í 5 klukku- stundir um höfnina í Hamborg og niður eftir ánni Elbu. Til þorrablótsins hafði ís- lendingum úr Norður- Þýzkalandi verið boðið, svo og félögum íslandsvinafélagsins (Gesellschaft der Freunde Islands e.V.) og Þýzk-norræna félagsins. Fagnaðinn sóttu alls 183 manns, en aðgöngumiðar seld- ust upp á skömmum tima og urðu margir frá að hverfa vegna takmarkaðs rýmis um borð í skipinu. Þorbjörn, kaup- maður í Borg, sá um þorra- matinn að vanda, sem þótti hið mesta lostæti og tóku brytarnir á Dettifossi og Mánafossi að sér að koma honum heilu og höldnu til Hamborgar. Kann F.Í.H. þeim beztu þakkir fyrir. Þorrablótið hófst kl. 17 að lagt var frá bryggju og stefnan tekin niður eftir Elbu. For- maður F.Í.H., Sverrir Schopka, bauð gesti velkomna og þakkaði þann mikla stuðning, sem félagið hefði orðið aðnjótandi, einkum frá skrifstofu Flugleiða i Hamborg, svo og frá fyrrver- andi og núverandi ræðismönn- um íslands i Hamborg, þeim Ernst og Oswald Dreyer- Eimbcke, og Ernst Stabel, ræðismanni í Cuxhaven. Sendi- herra íslands í Bonn, Níels P. Sigurðsson, sendi kveðjur ásamt kassa af gömlu brenni- víni, sem var vel þeginn glaðn- ingur. Meðal heiðursgesta voru hjónin Erika og Oswald Dreyer- Eimbcke, Werner Hoenig, for- stjóri Flugleiða í Þýzkalandi, og frú og Wolfgang Ebeling, for- maður Þýzk-norræna félagsins. Að ávarpi loknu tók Stella Gísladóttir Thomsen við veizlu- stjórn. Hraustlega var nú tekið til matar og mikið sungið undir borðum. Þá var og haldin stutt tala um Þorrablót, uppruna þess og tilgang, og mælt fyrir minni karla og kvenna. Þorra- matnum voru gerð góð skil og má segja, að hann hafi horfið eins og dögg fyrir sólu, þau 100 kíló, sem á boðstólunum voru. Einn félagsmanna hafði komið með skyr að heiman, sem þótti afbragð. Að borðhaldi loknu hófst al- mennur dans og var mikið f jör í mannskapnum. Einnig var boðið upp á ýmis skemmti- atriði, eins og t.d. tízkusýningu karla og dúkkudans og vöktu bæði atriðin mikla kátinu gesta. Og ekki má gleyma hluta- veltunni með margt eigulegra muna, en hlutir höfðu borizt frá skrifstofum Flugleiða og SÍS í Hamborg, frá fyrirtækinu Eimbcke o.m.fl. Þorrablótinu lauk kl. 22.30 og var það einróma skoðun þátt- takenda, að allir hefðu skemmt sér vel, og nú þegar eru pantan- ir farnar að berast fyrir næsta Þorrablót. (FráF.Í.II.) — Veturinn Framhald af bls. 48 Annars var i gær snjókoma um mest allt Norðurland, en hins vegar bjart yfir hér sunn- anlands. Kuldinn kemst í dag niður í 6—8 stig fyrir norðan og þar var víða all hvasst í gær- kvöldi en hlýjast verður við suðurströndina eða um frost- mark. Þá er ísinn víst lika far- inn að láta á sér kræla og veður- stofan hafði í gær fréttir af ísbreiðu um 30 sjómílur 60° út frá Horni. Liklegast var talið að þetta væri íshröngl sem hefði losnað frá meginísnum i all langvinnri vestan átt á dögun- um norður í hafi. — Kaup heimiluð Framhald af bls’. 48 togarans Mai. Hinn togarinn frá Storvik verður íeigu Haralds Böðvarssonar og Co. á Akranesi. Verður sá togari mun stærri en Hafnarfjarðartogarinn eða 50.75 metrar að lengd og 10.30 metrar á breidd, og verður því með stærstu togurum af minni gerð. Skip Haralds Böðvarssonar og Co. er 86. skipið sem þessi skipasmíða- stöð smiðar og tíunda skipið sem fer til Islands. Togarinn, sem keyptur er frá Frakklandi, á að fara til Ólafsvik- ur og á það skip að kosta um 300 milljónir króna. Er þetta tveggja ára gamall togari og er mun minni en norsku togararnir, ekki ósvip- aður skuttogurunum Barða og Hólmatindi. Togari Ólafsvíkinga er væntanlegur til landsins i byrj- un apríl. — UM 600 milljónir Framhald af bls. 2 unni, sem vildi freista þess að koma henni á rekstrarhæfan grundvöll. Þá einstaklinga eða fyrirtæki, sem e.t.v. hefði tækni- eða markaðslega samvinnu við er- lenda aðila. 1 fjórða lagi að hætta starfsemi verksmiðjunnar að svo stöddu og reyna að finna nýjar öflunarað- ferðir, sem dygðu. — Af þessum fjórum kostum líst nefndarmönnum bezt á fjórða valkostinn, eftir þvi sem mér hef- ur skilizt, sagði Vilhjálmur Lúð- víksson. — Fyrirtækinu yrði því lagt sem slíku um einhvern tima, en reynt að þróa nýjar aðferðir til að afla þangsins með það í huga að Þörungaverksmiðjan geti þó síðar orðið þjóðþrifatæki. Það er þessi kostur sem nefndarmönnum líst bezt á, en hafa hins vegar allan fyrirvara á að um sé að ræða þeirra persónulega mat. Þessir kostir eru lagðir fyrir ríkisstjórn- ina, sem aðaleiganda, til að taka ákvarðanir um, sagði Vilhjálmur. Aðspurður sagði Vilhjálmur að ef ákveðið yrði að hætta rekstri verksmiðjunnar alveg mætti nýta flestar lausar vélar verksmiðj- unnar annars staðar og nefndi hann I þvi sambandi dráttarvélar og báta. Þurrkara mætti nota til þurrkunar á öðrum afurðum, t.d. á heyi. Hins vegar yrðu húsin á staðnum ekki flutt burtu og því sennilega ekki nýtanleg nema að litlu leyti. Sagói Vilhjálmur einnig að fjár- hagslegar skuldbindingar sveitar- félagsins vegna verksmiðjunnar væru það miklar að þær yrðu væntanlega illbærilegar fyrir Reykhólasveit. — Svavar Framhald af bls. 48 þar um bil en síðustu myndirn- ar eru frá 1977, svo að þetta verður hálfgerð yfirlitssýning á þessum þætti listamanns- ferilsins." Svavar sagði ennfremur, að myndirnar á sýningunni yrðu milli 30 og 40 og hefðu fæstar þeirra verið sýndar áður. Myndirnar eru hins vegar flestar til sölu. Hann kvaðst jafnan hafa haft gamán að vinna með vatnslitum og krit, og hefði einnig unnið töluvert með pastellitum. Þær væru hins vegar stærri og fyrir- ferðameiri og honum þess vegna ekki þótt þær til þess fallnar að hafa með á þessari sýningu auk þess sem ýmsar þeirra hefðu sést áður á sýn- ingum. Svavar kvaðst annars vera farinn að mála minna en áður. „Ég er orðin gamall og þess vegna farinn að draga saman seglin, þreytist miklu fyrr við vinnu en ég gerði hér áður fyrr,“ sagði hann. Sýninguna kvaðst hann ætla að opna kl. 3 á laugardaginn, en síðan yrði hún opin frá ki. 2—10 daglega. „Þessi maður er brjálaður ” Framhald af bls. 1. gær, um að óhugsandi væri að Van Zanten flugstjóri, stolt flugmanna KLM, hefði hafið flugtak án þess að fá heimild frá flugturninum. Yfirmaður hollenzku rannsóknarnefndar- innar Franz Von Reisjen, sagði hins vegar í gær, að það hefði einmitt gerst. Nú er beðíð eftir að segulbandstækið í svörtu kössunum, sem fundust í flök- um beggja vélanna skeri úr um hvort hollenzki flugstjórinn hefur misskilið síðustu skip- anir flugumferðarstjórans. Segulbandstækjunum var flog- ið til Bandaríkjanna í dag en rannsókn á þeim mun taka 5—6 daga. Bandarískar heimildir hermdu i dag, að upptökurnar væru tiltölulega skýrar og að orðaskiptin síðustu 9 mínút- urnar ættu að heyrast greini- lega. Heimildir í Madrid hermdu í kvöld, að spænsku flugumferðarstjórarnir tveir, sem á vakt voru, hefðu reynt árangurslaust að ná sambandi við báðar vélar eftir að KLM- þotan var lögð af stað. Brezka blaðið Financial Times sagði í dag að skaðabóta- kröfur vegna þessa slyss kynnu að nema allt að 47,3 milljörðum íslenzkra kr. (hálf islenzku fjárlögin í ár). Segir blaðið að heildargreiðslur vegna flugvél- anna og trygginga áhafnar og farþega gætu numið allt að 204 milljónum dollara og líftrygg- ingar sem farþegar sjálfir höfðu, allt að 42.5 milljónum dollara. Aðlþjóðlega minningarat- höfn um hina látnu fór í dag fram í kaþólskri kirkju skammt frá flugvellinum í Tenerife á sama tíma og hópur lækna og hjúkrunarfólks reyndi að bera kennsl á líkin, sem komið var fyrir í flugskýli á flugvellinum. Flestir Bandaríkjamennirnir, sem komust lífs af, fóru heim- leiðis í dag í hersjúkravélum, þar sem þeim verður dreift á hersjúkrahús, sem sérhæfa sig i meðferð brunasára. — Sala Framhald af bls. 3 þegnar tekjuskatti og tekjuút- svari. Seðlabanki tslands sér um út- boð happdrættislánsins fyrir hönd ríkissjóðs, en sölustaðir eru bankar, bankaútibú og sparisjóð- ir um land allt. (Fréttatilkynning frá Seðla- bankanum) — Hjúkrunar- fræðingar Framhald af bls. 48 borgarsvæðinu ef hjúkrunarfræð- ingar ganga út 1. og 15. apríl n.k. Ljóst er, að stjórnvöld ætla ekki að taka tillit til þessa ástands, þvi hafa hjúkrunarfræðingar tekið þá ákvörðun að beiðni stjórar Hjúkrunarfélags íslands að fresta framkvæmd uppsagna fram yfir gildistöku sérkjarasamnings Hjúkrunarfélags íslands og fjár- málaráðuneytisins og Reykja- vikurborgar og til að sjá hverjar efndir verða á þeim loforðum, sem okkur hafa borist skriflega frá fjármálaráðherra og borgar stjóra, um að mál okkar hljóti sérstaka meðferð í komandi samningum. Þar sem ýmiss misskilnings hef- ur gætt í (fréttum) blaðaskrifum um þetta mál, vilja hjúkrunar- fræðingar leiðrétta eftirfarandi: Orsök uppsagna var úrskurður kjaradóms, s.l. haust, en þar fengu hjúkrunarfræðingar eins launaflokks hækkun — sem sam- svarar kr. 3.113,- — Þetta olli almennri óánægju og reiði, og hófust uppsagnir strax og kjara- dómur hafði verið birtur. S.l. áramót voru félagar i Hjúkrunarfélagi Islands tæplega 1500 í fullu starfi 558 „•hluta" 266 erlendis 142 Þannig að í dag er aðeins u.þ.b. helmingur hjúkrunarfræðinga í starfi. Ljóst er af þessu að erfitt er að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, og skapast þvi mjög aukið álag á þá sem eru í starfi. Segja má að á fæstum deildum sé skipað I þær stöður hjúkrunar- fræðinga sem leyfi er fyrir. Veld- ur þetta alvarlegum vandræðum einkum yfir sumarmánuðina. Hjúkrunarfræðingar fá oft ekki samfelld sumarleyfi, auk þess sem nýting sjúkrarúma verður ekki sem skyidi. Margir hjúkrunarfræðingar sjá sér ekki ávinning í að stunda hjúkrunarstörf fyrir þau laun sem í boði eru. Álit okkar er að ef launakjör batni til muna, komi fleiri hjúkrunarfræðingar til starfa og nýtist menntun þeirra þá betur. Þá fyrst geta þeir farið að veita þá hjúkrun of þjónustu sem sjúklingar eiga réttmæta kröfu á. Frá 1. mars 1977 eru byrjunar- laun hjúkrunarfræðinga kr. 102.440.- Eftir fjögurra ára starf hækka laun i 109.148,- eru það hæstu laun sem almennur hjúkrunarfræðingur getur feng- ið, nema stunda nætur- kvöld og helgidagavinnu sem er mjög erfið líkamlega og félagslega. Það leið- ir til þess að hjúkrunarfræðngar endast stutt í starfi Fyrir hverja unna klukkustund i kvöld- nætur og helgidagavinnu bætist við álag kr. 217.00 á tímann, þannig fær hjúkrunarfræðingur fyrir unnið laugardagskvöld álag sem nemur kr. 1736.00,- Kaffitímar sem sifellt eru taldir öllum hjúkrunarfræðingum til fastra tekna greiðast aðeins vaktavinnufólki i fullu starfi. Hvað barnaheimilum stofnana ríkis og borgar viðvíkur skal það tekið fram að þau eru opin á timabilinu 07.20 til 17.30 og 19 og nýtast þvi vaktavinnuvólki ekki sem skyldi. Gjald fyrir hvert barn er kr. 14.000,- á mánuði, og er hið sama og á barnaheimilum Sumar- gjafar. Þess skal getið að stofnan- irnar reka barnaheimili I eigin þágu og veita forgang þeim starfs- mönnum, sem mest þörf er fyrir á hverjum tíma.“ Hjúkrunarfræðingar á Borgar- spitala, Landakotsspitala og Vifilsstaðaspítala, sem sagt hafa upp störfum. — SALT-viðræð- urnar fóru út um þúfur Framhald af bls. 1. að hann hefði verið síðdegis í dag á klukkustundarfundi með Brezhnev, þar sem Brezhnev hefði talað stanzlaust, en ekkert nýtt haft fram að færa. Brezhnev skýrði Vance frá þvi á fundi þeirra á mánudag, að gagn- rýni Bandaríkjamanna á mann- réttindamálum i Sovétríkjunum gerði ómögulegt að halda uppi góðum samskiptum milli land- anna. Vance sagði í dag að þau mál hefðu ekki verið rædd i dag og að SALT-málið væri algerlega aðskilið mál. Fyrr í dag höfðu aðrir banda- riskir embættismenn sagt að þeir teldu að afstaða Rússa gegn bandarisku tillögunum byggðist eingöngu á óánægjunni vegna mannréttindamálanna. Vance sagði í dag, að hann vonaðist til að hægt yrði að ganga frá nýjum SALT-samningi áður en sá sem nú er i gildi rennur út 3. október nk. „Ég vona að þegar sovézku leiðtogarnir hafa skoðað tillög- urnar nánar muni þeirr finna ein- hver jákvæð atriði I þeim.“ En hann viðurkenndi að hann vissi ekki til að þeir hefðu nýjar áætl- anir í undirbúningi. Vance fer frá Moskvu í fyrra- málið og þá verður gefin út sam- eiginleg yfirlýsing hans og Brezhnevs. Vitað er að i annarri tillögunni lögðu Bandaríkjamenn til að samningum um bandarísku Cruise-eldflaugarnar og Backfire- sprengjuþotur Rússa yrði frestað, en aðilar einbeittu sér að að ná samningum um takmörkun á fjölda annarra sprengjuþota, eld- flauga og fjölodda kjarnorku- flauga eins og kveðið væri á um í Vladivostoksamkomulaginu, en að Brezhnev hefði hafnað þeirri tillögu á þeirri forsendu að Vladivostoksamkomulagið næði einnig til Cruise-eldflauganna. — Tónlist Framhald af bls. 25 Stross, sem áður hefur verið mjög hlédræg, kom skemmti- lega á óvart bæði í Haydn- kvartettinum og í síðasta verk- inu, Oktett i Es-dúr eftir Mendelsohn. Oktettinn er glæsileg tónsmið og i heild var hann vel fluttur en þó einum of jafnsterkt. Með þessu verki, sem flutt var af Márkl- kvartettinum og Reykjavíkur- Ensamble, lauk lengstu kammertónleikum, sem undir- ritaður hefur verið viðstaddur. — Happdrættis- lánin... Framhald af bls. 27 afgangstekjur væri að ræða Lands- byggðarfólk á efalaust einnig við sín vandamál að etja Og sjálfsagt er að hyggja að frekan nýtni vegafjár En sá tími þings, sem fer í þetta skæklatog, er ærinn orðinn. Og gjarnan mætti hlutur Reykjavíkur og nágrennis vera með í heildardæminu, i rikara mæli en nú er — Þessar kjördæmadeilur vekja og upp þá spurnmgu. hvort ekki sé timabært orðið að gera landið allt að einu kjördæmi, sagði þmgmaðurinn að lokum — Enn fleiri þingmenn tóku þátt i þessum umræðum og verður vikið að máli sumra þeirra síðar. — íþróttir Framhald af bls.46 Komi upp sú staða að tvö eða fleiri lið verði jöfn að stigum i deildinni kemur til úrslitaleiks eða úrslitakeppni þeirra á milli. Staðan á botninum í deildinni er hins vegar skýrari en á toppnum Grótta hefur aðeins hlotið 1 stig úr 10 leikjum sinum til þessa, en Þróttur er með 3 stig eftir 10 leiki Það lið sem verður í neðsta sæti i deildmni fellur i 2 deild, en næst neðsta liðið mun leika úrslitaleik við næst efsta liðið f 2. deiJd um keppmsrétt i 1 deild Er ekki ósennilegt að það verði hlutskipti Gróttu að falla, en Þróttar að leika aukaleikinn — þá sennilega við KR inga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.