Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ^FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 35 Sumir versla dýrt - aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð k heldur árangur af « hagstæðum innkaupum. Allt í páskamatinn Lambakjöt: Úrbeinaðir hryggir fylltir / ófylltir. Úrbeinuð læri fyllt / ófyllt. Úrbeinaðir frampartar, fylltir / ófylltir. Lambabuff. Londonlamb. Léttreyktir hryggir. Nýreykt: Hangilæri. Úrbeinað hangilæri. Hangiframpartar. Úrbeinaðir hangiframpartar. Nýsviðin svið. Hreinsuð svið. Nautakjöt: Innralæris vöðvar. Mörbróð. File. Buff. Gúllas Framhryggir. Bógsteik. T-bone steik. Hakk. Hamborgarar. Folaldakjöt: Innralærisvöðvar. Mörbráð. File. Vöðvar. Buff. Gúllas Hakk. Karbonaði. Nýreykt foladakjöt. Saltað folaldakjöt. Nýtt svínakjöt: Hryggir. Kótelettur. Læri. Bógar. — úrbeinað og með beini. Reykt svínakjöt: Hamborgarhryggir. Hnakkar. Læri. Bógar. Bayonnesskinka — úrbeinað og með beini. Kjúklingar: Holdakjúklingar. Kjötkjúklihgar. Grillkjúklingar. Kjúklingalæri. Kjúklingabringur. Unghænur. Rjúpur hamflettar. Rjúpur óhamflettar. Austurstræti 17 Starmýri 2 Ríó syngnr nm fólk RÍÓ (kvartettinn því að Ólafur Þórðarson er kominn i hópinn á ný) hefur unnið að plötugerð i stúdíói Hljóðrita í Hafnarfirði að undanförnu. Slagbrandur sló á þráðinn til Gunnars Þórðarsonar og spurði hann um plötuna. „Hún er dálitið öðru visi en fyrri plöturnar. Það er ákveðið þema sem fjallað er um, fólk af ýmsu tagi, ákveðnar persónur og ímyndaðar. Og platan á að heita Fólk. Við höfum fengið Terry Doe trommuleikara til liðs við okkur og einnig enskan upptökumann, Richard Ashley, að nafni, en hann mun starfa i stúdióinu i fimm vikur á meðan Tony Cook er í fríi.“ sagði Gunnar. Platan er væntanleg á markað f vor. Gunnar var einnig spurður um þróun mála í sambandi við útgáfu á plötu hans í Bandarikjunum, en hann kvaðst ekkert hafa frétt að utan frá þvi að hann var þar á ferð fyrir nokkrum vikum að „fin- pússa“ plötuna lítils háttar. Þá var ráðgert, að platan yrði send á markað í mars, en nú er marz- mánuður að verða búinn og ekkert hefur frétzt að utan. Gunnar kvaðst þó vera alveg rólegur, hann hefði nóg að gera hér heima. Steínka Bjarna ánt- opnu >.j — Steinka stuð. Ljósm bp EITT vinsælasta lagið á Stuðmannaplötunni „Sumar á Sýrlandi" var „Strax i dag", lagið um Stínu stuð og félaga sungið af Steinunni Bjarna- dóttur og Stuðmönnum. Stein- unn sjálf var lengi á eftir köll- uð Stina stuð, og vinsældir lags- ins urðu til þess, að hún kom hingað til lands frá Englandi og söng þetta vinsæla lag með Stuðmönnum á dansleikja- ferðalagi þeirra um, landið sumarið '75. Nú er Steinunn aftur búin að syngja inn á plötu, en nú er hún sjálf aðalnúmerið og stuðmennirnir undirleikarar. Platan er væntanleg á markað innan fárra vikna og mun bera heitið „Steinka Bjarna á út- opnu". Það eru A.A.- hljómplötur sem gefa plötuna út. en tónlistarstjóri plötunnar, ef svo má að orði komast, var Jakob Magnússon. Slagbrandur leitaði upplýs- inga hjá Jakobi um plötuna: - „Þetta er bæði gamalt og nýtt efni, fjórtán lög alls. Steinunn hefur sjálf samið nokkur lög og texta, en einnig hefur Böðvar Guðmundsson samið marga texta og við höfum notað gömul lög frá áratugnum 1940—1950. Það er ekkert sérstakt þema i þessu, en þó má segja að rauði þráðurinn sé rómantík eða ástarþrá. Þetta er mjög skemmtileg plata að mínum dómi og Steinunn sýnir á sér margar hliðar i raddbeitingu og stilbrögðum. Þetta er stuðplata, rokk og frískleg lög, en þó eru snertir viðkvæmir strengir hér og þar. Þá er þarna meðal annars einn eldhress tangó sem Steinunn samdi. — Platan var tekin upp á skömmum tima, það fara svona 75 tímar i hana i allt, en nú er algengt að menn fari upp i 250—300 tima i upp- tökum. Við þekktum þessi lög vel, áður en við fórum i stúdióið, og gátum því unnið hratt. Það var tilbreyting i þvi að vinna svona hratt í stað þess að hanga yfir hiutunum i mörg hundruð tíma. Við vorum fjórir sem sáum um aðalundirleikinn. ég, Þórður Arnason. Tómas Tómasson og Ragnar Sigurjóns- son, en svo munu aðrir Stuðmenn koma við sögu í bak- röddum og einnig nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar hér og þar, meðal þeirra Askell Másson, sem bjó raunar hjá Steinunni um tíma, þegar hann var að hefja nám sitt i London." —sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.