Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977
Rafmagn kveikti
í Bernhöftstorfu
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
rannsóknarlögreglan gaf f gær, er
lfklegast að kviknað hafi f Bern-
höftstorfunni fyrir rúmri viku út
frá rafmagni. Bendir allt til, að
eldurinn hafi kvaknað f rafmagns-
töflu og breiðzt þaðan út, enda
var hann magnaðastur við
töfluna.
Sjálfgert að flýja
mengunarhættíma
— segir fyrsta fjölskyldan sem flytur
búferlum vegna mengunar frá iðjuveri
„ÞETTA var sjálfgert. Okkur
fannst engin ástæða til þess að
vera aS taka nokkra áhættu. eink-
um eftir aS heimilislæknir okkar
hafSi eindregiS lagt til aS viS
kæmum okkur sem fyrst i burtu,"
sagSi Halldór Sigþór HarSarson F
viStali viS Mbl. F gær. en hann og
kona hans. HólmfrFSur Sigurjóns-
dóttir, fluttu frá Straumi F febrúar
sl. meS tveggja ára son sinn; HörS
Jóhann. vegna megunarhættu frá
álverinu.
Þau hjónin höfðu þá búið i
Straumi i rúmt ár. „Þetta gekk ekki
lengur." segir Halldór „Við vorum
orðin hrædd við mengunina og þeg-
ar héraðslæknirinn sagði okkur, að
bannað hefði verið að koma á fót
barnaheimili i nágrenni álversins.
fannst okkur sjálfsagt að fara burt
með strákinn "
— Funduð þið til einhverra
óþæginda i Straumi. sem þið viljið
rekja til álversins?
„Ég fór fljótlega að finna til ein-
hvers konar andþrengsla." segir
Framhald á bls. 46
ans.
Spassky er far-
inn af spítalanum
SKAKMEISTARINN Boris
Spassky fékk í gærmorgun að
fara heim af Landspítalanum,
þar sem hann hefur legið slðan
botnlangaskurðurinn var gerð-
ur á honum. Dvelur Spassky nú
á Loftleiðahótelinu og er hann
óðum að hressast, að sögn
Einars S. Einarssonar, forseta
Skáksambands Islands. 1 dag
kl. 16 á að draga um liti I auka-
einvíginu, sem fram þarf að
fara, og einvígið hefst svo form-
lega á skfrdag, I Menntaskól-
anum við Hamrahlfð, en lfkiega
verður þó ekki fyrsta skákin
tefld fyrr en á laugardaginn
kemur
Unnið hefur verið kappsam-
lega að þvf að undirbúa hús-
næði Menntaskólans fyrir ein-
vígið, en einvígisskákirnar, sem
fram fara yfir hátíðarnar, verða
Framhald á bls. 46
Halldór Sigþór Harðarson og Hólmfrfður Sigurjónsdóttir með
soninn Hörð Jóhann, sem er tveggja ára sfðan f september.
Ljósm: RAX
LJósm. RAX.
Skáksambandsmenn eru þarna búnir að koma einvfgisborðinu
fyrir f sal Menntaskólans f Hamrahlfð. A myndinni er einnig
Guðmundur Arnlaugsson yfirdómari Einvfgisins og rektor skól-
Sérhópaviðræður
hafnar — aðalvið-
ræður að hef jast
I FRAMHALDI af viðræðum að-
ila vinnumarkaðarins sfðast-
liðinn föstudag, hafa sérkröfu-
hópar verið á rökstólum með
atvinnurekendum, og voru við-
ræðufundir haldnir f gær. Þá eru
að hefjast viðræður f viðræðu-
hópum við rfkisst jórnina, en þess-
ir hópar fjalla um ákveðin svið:
skattamál, húsnæðismál, Iffeyris-
mál, vinnuverndarmál og verð-
lagsmál. Þessar viðræður eru að
komast af stað, en sfðan verður
samningafundur með aðal-
samninganefndunum á morgun
árdegis.
Björn Jónsson, forseti Alþýðu-
sambands Islands, sagði í viðtali
við Morgunblaðið að segja mætti
að viðræður væru komnar tölu-
vert I gang — þótt aðalviðræðurn-
ar væru það ekki. Um tóninn í
vinnuveitendum sagði Björn að
erfitt væri að dæma hann og lftið
væri af honum að marka enn sem
komið væri.
Birni var bent á að Jón H.
Bergs, formaður Vinnuveitenda-
sambandsins, hefði sagt í ræðu á
aðalfundi VSÍ í síðustu viku að
nauðsynlegt væri að bætá kjör
hinna lægstlaunuðu, en það mætti
þó ekki þýða að þeir sem betur
væru settir, heimtuðu hið
sama. Björn var spurður,
Framhald á bls. 46
Tryggvi Emilsson heiðrað-
ur á aðalfundi Dagsbrúnar
TRYGGVI Emilsson verkamaður var sérstaklega heiðraður á aðal-
fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem haldinn var f Iðnó
sfðastliðinn sunnudag, 3. aprfl. Var Tryggvi sæmdur gullmerki
félagsins fyrir forystustörf hans f þágu verkalýðs, en hann hefur
undanfarin 20 ár verið ritari Dagsbrúnar, en lét af störfum 1970 vegna
vanheilsu.
Aðalfundur Dagsbrúnar ákvað einnig að veita Tryggva 300 þúsund
króna heiðurslaun fyrir bókina „Fátækt fólk“, sem út kom sfðari hluta
síðastliðins árs. Tryggvi samdi þetta bókmenntaverk eftír að hann
hætti störfum 70 ára að aldri. Sökum veikinda gat Tryggvi ekki verið
viðstaddur aðalfundinn og tekið á móti verðlaununum, en fundarmenn
fögnuðu þessari ákvörðun með lófataki.
Haukanesstrandið:
Tryggingafélagið
greiði 16 mffljónir
Dómur var kveðinn upp í
Hæstarétti f gærmorgun f máli
þvf, sem reis vegna strands togar-
ans Haukaness við Fjarðargötu f
Hafnarfirði í febrúar 1973. Var
Samtryggingu fslenzkra botn-
vörpunga gert að greiða eig-
endum togarans, Ilaraldi Jóns-
syni og Jóni Ilafdal Jónssyni,
tæpar 16 milljónir króna, en f
héraðsdómi var upphæðin
ákveðin 14 milljónir. Tveir
dómarar Hæstaréttar komust að
þeirri niðurstöðu, að sýkna bæri
tryggingafélagið f málinu.
Togarinn Haukanes slitnaði frá
Bryggju f Hafnarfirði I vonzku-
veðri 18. febrúar 1973 og rak upp
í fjöru við Fjarðargötu. Náðist
togarinn á flot aftur daginn eftir,
nokkuð skemmdur á botni. Kom
með 8% ársvöxtum frá 26. marz
1973 til 16. maí 1973, 10% ársvöxt-
um frá þeim degi til 15. júlí 1974
og 15% ársvöxtum frá þeim degi
til greiðsludags. Þá skal trygg-
ingafélagið greiða 750 þúsund
Nafn mannsins
MAÐURINN, sem beið bana við
borinn Dofra aðfararnótt laugar-
dagsins hét Hreiðar Grettisson, til
heimilis að Eyjabakka 8, Reykja-
vík. Hreiðar var 37 ára gamall,
fæddur 12. september 1939. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og þrjú
börn á aldranum 7—13 ára.
krónur í málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti.
Að sögn Haralds Jónssonar var
Haukanesið selt úr landi í brota-
jarn skömmu eftir strandið í
Hafnarfirði. Sagði Haraldur, að
þeir hefðu gert kröfu um röskar
20 milljónir í tjónabætur, en
ágreiningur hefði risið um upp-
hæðina og svo það, hvort togarans
hefði verið nógu vel gætt í
Hafnarfjarðarhöfn, þegar vonzku-
veðrið gekk yfir 18. febrúar 1973.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
flutti málið fyrir eigendur togar-
ans en Hafsteinn Baldvinsson hrl.
fyrir Samtryggingum.
Ekkert ákveðið um sölu á Straumi:
Eigendur telja sig
verða fyrir tjóni
— Það hefur ekkert komið
ákveðið til tals að selja Straum,
sagði Sigurjón Ragnarsson einn
eigenda Straumsjarðarinnar við
álverið, þegar Mbl. spurðist fyrir
um viðbrögð eigendanna við þvf
að heilbrigðisráð Hafnarfjarðar
segist ekki geta leyft frekari
búsetu f næsta nágrenni
álversins, en Straumur er innan
þess svæðis. — Takist þessar
mengunarvarnir, sem nú eru
fyrirhugaðar, eins vel og
álversmenn segja, þá ætti þessi
hætta að Ifða hjá sagði Sigurjón.
Hitt er svo annað mál, að það er
ekki hægt að horfa fram hjá því,
að við verðum fyrir vissu tjóni af
mengun frá álverinu, en hvað
gert verður I þvl máli vil ég
ekkert segja um að svo stöddu.
Eigendur Straums með Sigur-
jóni eru faðir hans, Ragnar
Guðlaugsson, og Kristinn Sveins-
son. Sagði Sigurjón.að þeir hefðu
eignazt jörðina um tveimur árum
áður en álverið reis í Straumsvík
og var þá rekinn búskapur á
jörðinni. Eins og kom fram í Mbl.
á sunnudag er nú rekið kjúklinga-
bú að Straumi, en þar hefur
enginn fasta búsetu.
Morgunblaðið spurði Sigurjón
hvort þeir eigendur Straums
hefðu boðið álverinu jörðina til
kaups og sagði hann, að ekkert
slikt hefði komið ákveðið til tals.
Því hefði verið kastað fram, hvort
þeir hefðu áhuga á að selja, þegar
tal um mengunina fór að komast í
hámæli, en síðan hefði ekkert
gerzt í þvi. — Enda óvist með öllu,
að við höfum nokkurn áhuga á
slíku, sagði Sigurjón, með tilliti
til þess, að hættan liði hjá með
vaxandi mengunarvörnum.
Togarinn Haukanes strandaður við Fjarðargötu f Hafnarfirði 18. febrúar 1973.
siðan til málaferla út af þessum
atbuði og hefur Hæstiréttur nú
fellt sinn dóm, sem fyrr segir.
Samtryggingu íslenzkra botn-
vörpunga er gert að greiða þeim
Haraldi og Jóni 15.880.000 krónur