Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 31 Helga í Vogue í NÝJASTA hefti af stórblaðinu Vogue, Evrðpuút- gáfunni frá Parfs, eru stærstu tlzku- kóngarnir í Parfs heimsóttir í rfkj- um sfnum, til að kynna nýju vor- og sumartfzkuna. sem þeir eru ný- búnir að koma með fram f dags- Ijósið. Einn af þeim stóru á þessu sviði er Féraud og er birt mynd af honum ásamt tízkuteiknaranum Helgu Björnsson i hópi sýningar- stúlkna í tízku- fatnaði. í textanum með myndinni segir að Helga Björnsson sitji lengst til vinstri i kjól úr röndóttu Buche- silki og pilsi, sem hún hafi hand- málað sjálf. En Helga hefur einmitt teiknað mynztrin á efnin, sem hún svo hannar tizkufatn- aðinn úr. En hún hefur, eins og Mbl. skýrði frá nýlega, starfað sem hönnuður hjá Féraud i nokkur ár og sló svo í gegn á vorsýning- unni hans nú, að heimspressan gat sérstaklega um is- lenzka hönnuðinn Helgu Björnsson. Þá hefur Mbl. fengið mynd úr brezka blaðinu Daily Express, sem birtir mynd af tízkukónginum Louis Féraud og aðstoðarhönnuði hans, íslendingn- um Helgu Björns- son. Birtum við hér báðar mynd- irnar, myndina úr Vogue, sem því miður er ekki hægt að sýna i lit- um eins og hún er i blaðinu, og myndina úr Daily Express. Skákþing íslands: Jón L. Amason í efeta sæti eftir 3 umferðir ÞREMUR umferðum er nú lokið á Skákþingi Islands, og er Jón L. Arnason efstur, hefur unnið allar sínar skákir og er með þrjá vinninga. Gunnar Gunnarsson er f öðru sæti með 2H vinning og Helgi Ólafsson hefur tvo vinninga og á ólokið einni skák. Urslit 3. umferðar. sem tefld var á laugardaginn, urðu þessi: Jón L. Árnason sigraði Þröst Bergmann, Margeir Pétursson sigraði Þóri Ölafsson, Helgi Ólafs- son sigraði Ásgeir Þ. Árnason, Gunnar Gunnarsson sigraði Júlíus Friðjónsson, Björn Þor- steinsson sigraði Gunnar Finn- laugsson, en jafntefli varð hjá Ömari Jónssyni og Hilmari Karls- syni. Á sunnudaginn voru tefldar biðskákir og skákir sem frestað hafði verið. Lauk þeim þannig, að Helgi Ólafsson sigraði Gunnar F'innlaugsson, Ásgeir Þ. Árnason sigraði Margeir Pétursson, en jafntefli varð hjá Ásgeiri og Júlíusi Friðjónssoni. I gærkvöldi Jón L. Arnason. átti að tefla 4. umferð, fimmta umferðin verður tefld í kvöld og sjötta umferðin annað kvöld. Teflt er í Skákheimilinu að Grensásvegi 46, og hefst taflið klukkan 19.30 hvert kvöld. Loðnuafli 547 þúsund lestir SAMKVÆMT skýrslu Fiskifélags Islands fengu aðeins 11 loðnuskip einhvern afla I vikunni er leið. Varð vikuaflinn 2.873 lestir, og heildaraflinn frá byrjun vertfðar samtals 547.377 lestir. A sama tfma I fyrra var heildaraflinn alls 334.786 lestir, en þá höfðu 76 skip fengió einhvern afla, en nú 81 skip. Aflahæstu skipin i vikulokin voru Sigurður RE 4 með 20.725 lestir, skipstjórar Kristbjörn Árnason og Haraldur Agústsson, þá kom Börkur NK 122 með 18.390 lestir, skipstjórar Magni Kristjánsson og Sigurjón Valdimarsson, og þriðja afla- hæsta skipið var Guðmundur RE 29, skipstjórar Páll Guðmundsson og Hrólfur Gunnarsson. Loðnu hefur nú verið landað á 23 stöðum á landinu og mest á eftirtöldum stöðum.: í Vest- mannaeyjum 90.656 lestum, á Seyðisfirði 57.720 lestum, í Nesk- aupstað 43.292 lestum og á Siglu- firði 34.171 lest. Meðfylgjandi skýrsla er yfir 20 aflahæstu loðnuskipin. SigurrturREÍ 29725 Burkur NK 122 18:190 Ciudniundur RE 29 18158 Gísli Arni RE375 17445 Grindvlkingur (iK 606 14518 Pétur Jónsson RE 69 14316 Súlan EA 300 14043 örn KE 13 12818 Ililmir Sl' 171 12766 Eldborg GK 13 12538 Rauðsey AK 14 12462 Loftur Baldvinsson EA 24 12344 Fífill GK 54 12099 Albert GK 31 11705 Gullberg VE 292 11138 Jón Finnsson GK 506 10946 Hákon ÞII 250 10689 Asberg RE 22 10622 Arni Sigurður AK 370 10608 Huginn VE 55 10451 Þórður Jónasson EA 350 10020 bcikhú/id STRANDGÖTU, HAFNARFIRÐI, SÍMI 50075. Vorum að taka upp Baron herraskyrtur og svartar gallabuxur. TÍZKUVERZLUNIN bokhú/iú gallabuxur ■SflKiUd Baion herraskyrtur STRANDGÖTU, HAFNARFIRÐI, SÍMI 50075.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.