Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1977
47
Stutt í samning
N oregs-EBE
Bríissel. 4. apríl. NTB.
Straumhvörf virdast hafa orðið
í viðræðum Jens Evensens haf-
réttarráðherra og fulltrúa EBE
um fiskveiðisamning Noregs og
bandalagsins á fundi þeirra i dag.
Evensen sagði eftir fundinn að
samningaaðilar væru langt á veg
komnir með að ná samkomulagi.
Hann sagði að aðeins væri eftir að
leysa tvö atriði og að öðru leyti
hefði náðst samkomulag.
í samningnum verður gert ráð
fyrir að viðunandi jafnvægi ríki
milli veiða Norðmanna á miðum
EBE og veiða EBE á miðum Norð-
manna. Jafnframt er gert ráð
Framhald á bls. 35
Patric Wall eftir íslandsför:
Engir samningar við
EBE næstu 18 mánuði
BBC hefur eftir Patrick Wall,
þingmanni lhaldsflokksins frá
Haltemriee, sem er í grennd við
Hull, og formanni sjávarútvegs-
nefndar flokksins, að engar horf-
ur séu á fiskveiðisamningi milli
lslands og Efnahagsbandalagsins
næstu 18 mánuði að minnsta
kosti.
Patrick Wall er nýkominn frá
Islandi þar sem hann ræddi við
islenzka stjórnmálamenn og aðila
í sjávarútvegi, og sagði hann að
það sem einkum virtist standa í
vegi fyrir samningum væri, að
þingkosningar væru i aðsigi og
fjölmennari flokkurinn í núvér-
andi samsteypustjórn væri því
andvígur að samið yrði fyrir kosn-
ingar, af ótta við að samningsgerð
yrði notuð gegn honum í kosning-
um, en hin ástæðan væri lítil sild-
veiði í Norðursjó. íslendingar
sæju á þessu stigi ekki hvernig
hægt væri að veiða svo mikla síld
i Norðursjó, að gagnkvæmir fisk-
veiðisamningar við EBE borguðu
sig. Þá kvaðst Wall hafa orðið
þess var, að íslendingar hefðu
áhyggjur af ástandi þorskstofns-
ins á íslandsmiðum, en taldi þó
ekki að sú ástæða stæði i vegi
fyrir samningum.
Framhald á bls. 35
Korchnoi — keppir sovézki út- j Polugajevski — heldur áfram f
laginn um heimsmeistara- áskorendakeppni fyrir heims-
titilinn við Karpov. meistaraeinvfgið.
Korchnoi vann
Petrosjan
Polugajevski
vann Mecking
□--------------------------□
Sjá bls 20
□ -------------------------□
Lurra — Lurerne — 4. apríl — Reuter
AP
LOKIÐ er áskorendakeppnni
fyrir heimsmeistaraeinvfgið f
skák á tveimur stöðum. Á Italfu
sigraði sovézki útlaginn Victor
Korchnoi landa sinn, Tigran
Petrosjan, og f Sviss sigraði
Sovétmaðurinn Lev
Polugajevski Henrique
Mecking frá Brazilfu.
Einvígi Korchnois og
Framhald á bls. 46
Finnski rithöfundurinn Bo Carpelan tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs úr hendi Trygve
Brattelis, varaforseta Norðurlandaráðs f Helsinki á laugardagskvöld.
Afmælisþingi Norð-
urlandaráðs lokið
Herlsingfors, 31. aprfl.
Frá blm. Mbl. Pétri Eiríkssyni
Tuttugasta og fimmta þingi
Norðurlandaráðs lauk hér f
Helsingfors f dag og sleit Sukse-
lainen, forseti ráðsins, þinginu.
Hann þakkaði starfsmönnum og
þingfulltrúum störf sfn og lýsti
fyrir hönd þeirra ánægju með að
fara næsta ár til „þess lands, þar
sem olían og gasið fljóta“, en 26.
Norðurlandaráðsþingið verður
haldiðf Ósló.
Að venju var fjallað um mörg
mál og málaflokka, en fjöldi til-
lagna frá ráðherranefnd eða ein-
stökum fulltrúum lágu fyrir þing-
inu. Má þar nefna tillögur um
Kosið í
Grimsby
London, 4. aprfl. Reuter.
Stjórn Verkamannaflokksins
tilkynnti f dag að aukakosning
færi fram eftir þrjár vikur f kjör-
dæmi Anthony Croslands fyrrver-
andi utanrfkisráðherra sem lézt f
febrúar.
íhaldsflokkurinn getur náð
þingsætinu ef hann bætir við sig
um átta hundraði atkvæða.
Flokkurinn vann Stechford, kjör-
dæmi Roy Jenkins fyrrverandi
ráðherra í Birmingham, i síðustu
viku og bætti við sig um 17%
atkvæða.
Aukakosning verður að fara
fram I síðasta lagi þremur mán-
uðum eftir að þingsæti losnar
þannig að Verkamannaflokkur-
inn hefði getað frestað henni
fram í maf. Flokkurinn verður í
þriggja atkvæða minnihluta á
þingi ef hann tapar i Grimsby.
vinnumarkaðsmái, vinnutima,
tölvubanka fyrir lausar stöður á
Norðurlöndum og hollustuhætti á
vinnustöðum.
Jón Skaftason lagði fram til-
lögu um samræmingu á rann-
sóknum, nýtingu og kortlagningu
Norðurlandaþjóðanna á auðæfum
hafsins og Gylfi Þ. Gíslason lagði
fram tillögu um samnorrænt átak
til að auka kennslu i Norður-
landamálum við erlenda háskóla.
Samþykktar voru tillögur um
betri kennslu og aðgerðir til betri
skilnings á Norðurlandamálum í
einstökum löndum. Tillaga um
rannsóknir á áhrifum engilsax-
nesks menningariðnaðar á nor-
ræna menningu, aukna sjónvarps-
samvinnu á milli Norðurland-
anna, bættar samgöngur og margt
fleira.
Spenna, sem varð á milli Norð-
manna og Finna i upphafi þings-
ins varð fljótt úr sögunni eftir
samræður Kekkonens Finnlands-
forseta og rikistjórna Noregs og
Finnlands. Staðfestu Tryggve
Bratteli, norskur varaformaður
Norðurlandaráðs, og Bjartmar
Gjerde, iðnaðarráherra Noregs,
og Martti Miettunen, forsætisráð-
herra Finnlands, það á blaða-
mannafundi.
Þá hafa Norðurlöndin komið
sér saman um að auka samvinnu
um verndun umhverfisins,
stunda sameiginlegar rannsóknir
á meðferð geislavirks úrgangs og
koma á samstarfi á milli sveitar-
félaga sitt hvorum megin við
landamæri, en það atriði hefur
mikla þýðingu fyrir sveitarfélög i
Framhald á bls. 46
Beint gegn póli-
tískum föngum
- segir Natalía Solzhenitsyn
um sviptingu ríkisfangs
Cavendish, Vermonl —4. aprfl — NTB
NATALIA, eiginkona sovézka
Nóbelsskáldsins og útlagans
Alexanders Solzhenitsyns, seg-
ir að tilgangur sovézkra yfir-
valda með að svipta hana rlkis-
borgararétti I Sovét sé að koma
höggi á pólitiska fanga þar í
landi.
Yfirlýsing Æðsta ráðs Sovét-
rikjanna um að Natalia hefði
verið svipt rfkisborgararétti I
október s.l. birtist ekki fyrr en f
gær, en kona Solzhenitsyns
telur að hér eftir eigi sjóður sá,
sem hún veitir forstöðu og
maður hennar stofnaði til
styrktar fjölskyldum pólitfskra
fanga f Sovétrfkjunum, enn
erfiðara með að gegna hlut-
verki sfnu en hingað til.
Alexander Solzhenitsyn hef-
ur látið mikinn hluta ritlauna
sinna á Vesturlöndum renna f
sjóð þennan, en f sfðasta mán-
uði var gjaldkerinn, Alexander
Ginzburg, handtekinn. Ákæra
hefur enn ekki verið gefin út á
hendur honum.
VIÐ Vrjvjr.M ATHYGLI A
sérdeild Karnabæjar með ódýran fatnað
É'*' V aö Laugavegi 66
2. hæö.
2500
7 500
1 590
Ullardomujakkar
Terylenepilsdragtir
Gallaskyrtur
Domupils alls konar
f rá
Stakar terylenebuxur
Jakkafot m / vesti
Stakir herrajakkar
Herraskyrtur
kof lóttar
domublússur
Gallavesti
2500
3500
1 5 900
6500
1 790
afsláttur
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
a TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
fa KARNABÆR
ymJ* Útsölumarkaðurinn,
Útsölumarkadurinn
Laugavegi 66, simi 28155