Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 7 Þjóðviljinn og þjóðkirkjan Svarthöf ði skrifar athyglisverða grein í Vísi sl. laugardag og hittir þar, eins og oft endranær, naglann á höfuðið. MorgunblaSið þykir rétt að lesendur þess llti þessi skrif í heild og fara þau hér á eftir: „Nýlega er lokið við að lagfæra Dómkirkjuna að innan. mála hana og skýra gyllingar og aðra skreyt- ingu í guðshúsinu. Það féll auðvitað í hlut sóknar- nefndar að sjá um fram- kvæmd verksins, en for- maður hennar er Magnús Þórðarson, lögf ræðingur. Blöð birtu fréttir og mynd- ir af sóknarnefndinni, þegar verkinu var lokið eins og gjarnan er gert, þegar um meiriháttar framkvæmdir er að ræða. Dómkirkjan er ein af þremur höfuðkirkjum landsins, og mikilsvert að byggingunni sé vel við haldið. Það vakti þvieðli- lega athygli þegar bygg- ingunni var gert til góða og vel heppnuðu viðhaldi á henni lauk. Eitt blað sá þó ekki ástæðu til að samfagna yfir þessum aðgerðum. Þjóðviljinn birti vist litið eða ekkert um málið, enda er honum meir um- hugað um ýmislegt annað en þjóðkirkjuna, saman- ber tiða langhunda um Ananda Marga. indversk trúarsamtök með einskon- ar róttækni ivafi. sem sel- ur brauð til að hamla gegn meltingarstiflum. Þá hef- ur Þjóðviljinn eflaust haft spurnir af snilldar mönn- um eins og Þórbergi Þórðarsyni, sem var skrimslafræðingur hennar hátignar bretadrottningar, og Brynjólfi Bjarnasyni sem hefur um sinn kann- að lifið eftir dauðann, eða allt frá þvi dró úr umsvif- um hans hvað snertir lífið hérna megin. Þannig er Þjóðviljinn kunnur ýms- um átrúnaði, þótt hann skipti sér ekki daglega af kirkjum eða þjóðtrú. Árás á formann sóknarnefndar dómkirkju „Það fór þó aldrei svo, að i málgagni Þórbergs og Brynjólfs birtist ekki mynd af Dómkirkjunni eftir viðgerð ásamt sóknarnefnd. Tilefnið var þó ekki það, að geta hinnar nauðsynlegu við- Magnús Þórðarson gerðar og þakkarverðs framtaks sóknarnefndar, heldur fylgdi myndin sem árétting með tilskrifi þess efnis. að sú ósvinna rikti að formaður sóknarnefnd- ar væri jafnframt fulltrúi Atlantshafsbandalagsins, og hefur ekki áður heyrst að menn mættu ekki gegna nema sérstökum veraldlegum störfum til að vera gjaldgengir sem stjórnarmeðlimir safnaða. Fer þá að verða örðugt að lifa f landinu, og hvað um Brynjólf sem lengi hefur eytt tima sínum í rök, sem varla geta talist af þess- um heimi. Yfirleitt hafa kommún- istar á vesturlöndum valið þann kost að sjá kirkjuna í friði. Það er aðeins austantjalds sem kardin- álar verða að flýja á náðir erlendra sendiráða til að halda lífi. En nú virðist Þjóðviljinn þess albúinn að hafa afskipti af kirkju- legum málefnum hvaðan sem sá trúaráhugi er ann- ars runninn. Að visu er vitað um afturgöngur nóg- ar i herbúðum blaðsins en þeim bláa sveim verður vonandi komið fyrir hol- um hrossleggjurp fram- vindunnar, og tappinn rekinn í — og heyrir sú aðgerð ekki kirkjunni til. Það er staðreynd að áróðursefni sitt sækja kommúnistar sumpart til kirkjulegra hugmynda. Mannréttindahópar austantjalds geta svo bor- ið þvi vitni hvernig staðið hefur verið við þau áróðurslegu fyrirheit. Kannski er það þess vegna sem nú þykir ástæða til að ympra á þvi, að samkvæmt mati Þjóð- viljans starfi óæskilegir menn innan kirkjunnar. Það er að minnsta kosti vitað hverjir yrðu annars flokks borgarar kæmist sjálft dýrðarrikið inn fyrir stafi á íslandi. Þá yrði fljótlegt að setja einhvem skrímslafræðinginn á trón i sóknarnefndinni. Annars liggur ekki í augum uppi hvert þeir Þjóðviljamenn eru að fara með árás sinni á Magnús Þórðarson. Kannski er blaðið bara að hefna harma sinna á honum af þvi hann vildi. af sérstöku tilefni, hafa húsfrið fyrir loðnu og skeggjuðu and- ófsliði, og hafði ekki uppi neinar afsakanir af því til- efni. Árásin á Magnús Þórðarson sem formann Dómkirkjusafnaðar er svona álíka gáfuleg og blaðaskrif, þar sem annar ritstjóra Þjóðviljans væri tilnefndur sem tengda- sonur þjóðkirkjunnar. Svarthöfði" 25% afsláttur ÞUMALÍNA KYNNING Þriðjudaginn 5. apríl n.k. kl. 16.30 og 17.30 fer fram kynning í Dómus Medica, Egilsgötu 3, á þýzku WELEDA jurta snyrtivörunum, svissneska undratækinu NOVAFON og danska afslöppunarstólnum RELAX 25% kynningarafsláttur Kynnir Hulda Jensdóttir Þumalínu er mikið úrval sængurgjafa á góðu verði og allt fyrir ungbarnið m.a. landsins ódýrustu bleyjur. Næg bílastæði við búðarvegginn. Sendum í póstkröfu. Sími 121 36. Bamafataverzlunin Þumalína (áður Mæðrabúðin) Domus Med.ica, Egilsgötu 3. POLYFONKORINN 20 ára Hátíðaliljónileikar Efnisskrá. A. Vivaldi: Gloria J. Bach: Magnificat F. Poulenc: Gloria Flytjendur: pólýfónkórinn — Sinfóniuhljómsveit Einsöngvarar: Ann-Marie Connors, sópran, Ellsabet Erlingsdóttir, sópran, Sigriður E. Magnúsdóttir, alto, Keith Lewis, tenór, Hjálmar Kjartansson bassi. Alls 200 flytjendur. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson Háskólabtó á skfrdag, föstud. langa og iaugard 7,8. og 9 april Aðgöngumiðasalan hafin hjá FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN, BÓKA VERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR og HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR. Lauqav 96 MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM TÓNLISTARVIÐBURÐI. Húseigendur HÖFUM Á BOÐSTÓLUM VIÐARÞILJUR ÚR GULLÁLMI, EIK, HNOTU OG TEAK, í STÆRÐUNUM 122x244 CM. AUÐVELDAR í UPPSETNINGU, STERKAR OG ÁFERÐAFALLEGAR. Timburverzlunin VÖlundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Skartgripa- skrfn Gott úrval. Póstsendi Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 8> sími 22804. rGarða!jæF Frá 1. apríl verður afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðabæ hjá frú Þuríði Jónsdóttur, Aratúni 2, sími 42988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.