Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977 21 VILHJALMUR Kjartansson miðvörður I Val og landstiðs- maður hefur nú ákveðið að gerast leikmaður með sænska liðinu Norrby næstu tvö árin. Dvaldi Vilhjálmur hjá félaginu sfðustu viku og lék æfingaleik með liðinu með þeim árangri að forráðamenn liðsins vildu umsvifalaust að Vilhjálmur skrifaði undir samning við félagið næstu tvö árin. Sagði Vilhjálmur f viðtali við Morgunblaðið f gær að hann hefði ekki enn skrifað undir samninginn, en myndi senda hann utan undirskrifaðan ein- hvern næstu daga og fara sfðan til Svfþjóðar eftir hálfan mánuð — þrjár vikur. — Aæðstæður eru allar mjög góðar hjá Norrby, sem leikur í 2. deildinni, sagði Vilhjálmur. — Mér var mjög vel tekið meðal leikmannanna og féll vel inn í liðið f þessum leik. Það hversu vel mér gekk að tileinka mér leikaðferð þeirra, þakka ég fyrst og fremst þjálfara okkar Valsmanna, Youri Ilytchev, sagði Vilhjálmur. Norrby varð í fimmta sæti í 2. deildinni í Svíþjóð í fyrra og ætla leikmenn liðsins sér enn stærri hlut i sumar. Hlutverk Vilhjálms verður sem aftasti maður í vörninni og íeysir hann þar af hólmi júgóslavneskan leikmann, Vito Knezevic, en hann var seldur til liðs f 1. deildinni fyrir skömmu. Með knattspyrnunni mun Vilhjálmur starfa hluta úr deginum. Það er vissulega missir fyrir Val að missa Vilhjálm, en í leik Vals á laugardaginn gegn Víkingi tók Guðmundur Kartansson, bróðir Vilhjálms stöðu hans f liðinu og skilaði henni með sóma. Þess má einnig geta að Garðar Kjartans- son, markvörður handknatt- leiksliðs Vals er bróðir þeirra Vilhjálms og Guðmundar. Vilhjálmur vakti athygli í Svíþjóð og hyggst leika með Norrby næstu tvö árin Schecter og Lauda efstir MARIO Andreotti sigraði í Gran Prix keppninni á Lond Beach f Kaliforníu um helgina, en Niki Lauda varð í öðru sæti í keppn- inni. Jody Schecter varð f þriðja sæti og er hann efstur f þessar miklu keppni kappakstursmanna með 19 stig ásamt Niki Lauda. Carlos Reutemann frá Argentinu er þriðji með 13 stig og Andreotti er fjórði með 11 stig. Er nú lokið fjórum Gran Prix keppnum árs- ins, en alls verða þær 17. ÖRUGGT HJÁ BINNIBORG SVlINN Björn Borg varð sigur- vegari f Grand Prix tenniskcppn- inni f Nice f Frakklandi f gær. Sigraði Borg Argentfnumann- innn Guillermo Vilas örugglega f úrslitaleiknum, 6:4, 1:6, 6:2 og 6:0. Þólti Borg sýna mjög góðan leik í mótinu og er honum spáð jafnvel enn betri árangri f mótum sumarsins en nokkurn tfmann fyrr. Geríst Teitur atvinnu- maður með Barcelona? TEITUR Þórðarson hefur gert það gott með liði sfnu Jönköping í Svíþjóð sfðan hann kom þangað. Ekki nóg með að frammistaða Teits hafi vakið athygli í Svíþjóð, því hið heimsfræga f£lag Barcelona á Spáni hefur sett sig í samband við Teit og vill fá að prófa hann með leikmönnum liðsins með atvinnusamning f huga. Fyrir nokkru fór Jönköping í æfingaferð til Spánar og lék þá m.a. gegn Marbella, sem leikur i spænsku 2. deildinni. Urðu úrslit leiksins þau að Jön- köping sigraði 4:0 og gerði Teit- ur sér lítið fyrir og sendi knöttinn þrívegis i netmöskva spánska marksins. Njósnarar frá Barcelona fylgdust með leiknum og settu sig í samband við Teit að leiknum loknum. Vildu þeir fá að vita allt um Teit og gjarnan að hann yrði um tima við æfingar hjá liðinu. Er trúlegt að Teitur fari tii Spánar einhvern næstu daga til að æfa með þessu fræga liði, enn þá er ekki farið að ræða beint um samning eða tilboð. Hefur þetta vakið mikla athygli í Svíþjóð og sænsku blöðin fjallað mikið um þetta. Hefur Teitur lýst þvi yfir f blaðavið- tali að hann hafi mikinn áhuga á að spreyta sig með Barcelona og biði nú eftir að heyra á ný frá þessu þekkta félagi. I siðustu sjö leikjum Jön- köping hefur Teitur sannarlega verið á skotskónum og skorað 10 mörk. Lætur hann mjög vel af dvölinni í Svíþjóð og sömu sögu er einnig að segja um Matthías Hailgrímsson, en hann er að sögn i mun betri þjálfun nú en nokkru sinni fyrr. Þess má geta að Halmia, lið Matthiasar, Norrby, lið Vilhjálms, og Jönköping, lið Tiets, leika öll i sama riðli í 2. deildinni sænsku. Hafa allir þessir leikmenn vakið athygli í Svíþjóð og er ekki ótrúlegt að fleiri sænsk knattspyrnufélög sækist á næstu mánuðum eftir að fá íslenzka leikmenn. m -œ ■ INGI Björn Albertsson skallar að marki Vfkinga og Guðmundur Þorbjörnsson er með honum i sókninni. Til varnar eru Sigurjón, Helgi, Róbert, Eirfkur og Jóhannes. (Ljósm. RAX). Vfkingur og Valur gerðu jafn- tefli, 0:0, f fyrsta leik Reykja- vfkurmótsins á laugardaginn. Var jafnteflið sanngjarnt f leiknum, en bæði lið hefðu hæglega getað skorað. Á sunnudaginn mættust KR og Ármann og sigruðu KR- ingar með 2 mörkum gegn 1. Voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleiknum, Jóhann Torfason og Birgir Guðjónsson skoruðu fyrir KR, en ögmundur Kristinsson Jafntefli hjá Val og Víkingi fyrir Ármann. Hefur Ögmundur hingað til staðið f marki Ármanns, en lék nú sem fremsti maður. 1 Litlu bikarkeppninni sigruðu FH-ingar lið IBK f Kaplakrika á laugardaginn og gerði Þórir Jóns- son, þjálfari FH-inga, eina mark- ið f leiknum. Á sunnudaginn mættust Haukar og Breiðablik á sama stað og var jafntefli 1:1. I stóru bikarkeppninni urðu þau úrslit meðal annars að Sel- foss vann Stjörnuna 3:2. KEFLVÍKINGAR voru sigursælir á júdómótum þeim, sem fram fóru um helgina. í Tropicana- keppninni á sunnudag- inn sigraði Gunnar Guðmundsson UMFK, en Sigurbjörn Sigurðsson og Ómar Sigurðsson úr sama félagi voru í næstu sætum. Keppni þessi var nú háð í annað skipti og er fyrir júdómenn í léttari þyngdarflokkun- Sigursælir Keflvíkingar um. Halldór Guðbjörns- son sigraði í keppninni í fyrra, en var ekki með að þessu sinni. Landsmót drengja, yngri en 16 ára, fór fram á laugardaginn. í 11 ára flokki sigraði Sigurður Kristmundsson UMFG, í flokki 12—13 ára sigraði Magnús Hauksson UMFK, í léttari flokki, en Jón Kr. Haraldsson JFR í þyngri flokki. I léttvigt 14—15 ára vann Ivar Val- bergsson UMFK, í milli- vigt Guðmundur Víflsson JFR og í þungavigt Sæmundur Þorsteinsson UMFK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.