Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 48
(iLYSINíiASÍMINN KR: 22480 Al(.LÝSIMiASÍMINN ER: 22480 |B*TflnnbIflbib ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 Síldveiðarnar í haust: fá ekki leyfi til veiðanna Því miður viðraði ekki vel í gær fyrir peysufatadag, en nemendur Verzlunarskóla íslands létu þó það ekki á sig fá, heldur brugðu upp regnhlífum eins og þessi mynd sýnir. EINS og Morgunblaðið hefur sagt frá áður, þá hefur verið lagt til að leyfa veiðar á 25 þúsund lestum af sfld á hausti komanda, og hefur sjávarútvegsráðuneytið nú ákveðið þetta, að tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveðið, að hringnóta- bátar fái að veiða á tfmabalinu 20. september til 20. nóvember, en reknetabátarnir fái að veiða á tfmabilinu 20. ágúst tii 20. nóvember. Skipting heildaraflamagns milli hringnótabáta annars vegar og rek- netabáta hins vegar hefur ekki farið fram. I fréttatilkynningu frá sjávar- útvegsráðuneytinu segir, að veiðar með reknetum verði nú gerðar leyfisbundnar, og veiðar með hringnót verði einnig háðar sérstökum leyfum ráðuneytisins eins og verið hefur síðan síld- veiðar i hringnót hófust aftur hér við land haustið 1975. Verða veiði- leyfin háð ýmsum skilyrðum um framkvæmd veiðanna og meðferð afla. Hefur ráðuneytið ákveðið að eftirfarandi reglur skuli gilda við úthlutun leyfa: 1. Þeir bátar sem ekki fengu leyfi til hringnótaveiða 1975 og 1976, sitja i fyrirrúmi um leyfi á næstu vertið. 2. Bátar 105 rúmlestir og minni og 350 rúmlestir og stærri fái ekki hringnótaleyfi. 3. Bátar þeir, sem leyfi fá til humarveiða á næstu vertíð, fá ekki hringnótaleyfi. 4. Enginn bátur fær leyfi til bæði rekneta- og hringnótaveiða á sama ári. Þá segir i fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins, að búast megi við, að allir bátar geti fengið leyfi til reknetaveiða, enda berizt eigi slíkur fjöldi umsókna að takmarka verði úthlutun þeirra, en ráðuneytið áskilji sér rétt til þess. Umsóknarfrestur um leyfi til síldveiða á hringnót og reknet er til 1. maí og verða umsóknir, sem berast eftir þann tima eigi teknar til greina. Gengislækkun skandinavisku krónanna: Lækkunin í raun en SÆNSKA, danska og norska krónan lækkuðu eins og tilkynning um gengislækkun, sem birt var á föstudag, boðaði. Þegar gjaldeyrismarkaðir voru Kröfugerð BSRB: 55% hækkun á lægstu laun en 17% hækkun á hin hæstu varð minni boðað var hins vegar opnaðir í gær- morgun, kom í ljós að lækk- un krónanna var ekki eins mikil og boðað hafði verið. Boðað hafði verið að sænska krónan lækkaði um 6%, en hún lækkaði í raun um það bil um 4%. Boðuð var 3% lækkun norsku krónunnar, en reynslan varð þó sú, að hún hreyfð- ist sáralítið eða innan við 1%. Þá var einnig boðuð 3% lækkun dönsku krónunnar, en raunin varð sú að lækkun hennar varð um 2%. Bátar undir 105 rúmlestum og stærri en 305 rúmlestir Launabilið nemur 150 þúsund kr BANDALAG starfsmanna rlkis og bæja hefur sagt upp gildandi kjarasamningum við ríkið með þriggja mánaða fyrirvara 1 sam- ræmi við ný lög þar að lútandi, og jafnframt birt kröfur sfnar 1 þeim samningum sem fyrir dyr- um standa. Þar er gert ráð fyrir um 55% hækkun 1 lægsta launa- flokknum, þannig að byrjunar- laun 1 þeim flokki verði 115 þús- und krónur og hækki 1 130 þús. krónur eftir 5 ára starfsaldur eða 32ja ára aldur, en byrjunarlaun f hæsta flokki hækki um 17,0% og verði 265 þúsund krónur en 280 þúsund krónur eftir 5 ára starfs- aldur eða 32ja ára aldur. Gert er ráð fyrir fullri verðlagsuppbót á öll laun. Að sögn Haralds Steinþórsson- ar, framkvæmdastjóra BSRB, hafði bandalagið nú rétt á því samkvæmt nýjum lögum um kjarasamninga, að segja upp Reykingar bann- aðar fremst í sér- leyfisbifreiðum VEGNA fyrirspurna vill Sam- gönguráðuneytið upplýsa, að við útgáfu sérleyfa til fólksflutninga með bifreiðum, sem gefin voru út á öllum sérleyfisleiðum í siðasta mánuði til næstu fimm ára, var eftirfarandi nýmæli tekið upp varðandi reykingar í langferða- bifreiðum: „Sérleyfishafi skal hafa hæfi- legan fjölda sæta 1 fremri hluta fólksflutningabifreiða sinna, þar sem reykningar eru ekki leyfðar.“ samningi með 3 mánaða fyrirvara miðað við 1. aprll, þannig að samningurinn rynni úr gildi hinn 1. júlí. Bæði stjórn og samninga- nefnd BSRB hefði samþykkt ein- rórna að segja upp gildandi samn- ingi, og kvaðst Haraldur ekki vita annað en öll aðildarfélög BSRB væru nú búin að segja upp samn- ingnum. Varðandi kröfugerðina sjálfa sagði Haraldur að gerð væri krafa um mesta hækkun í lægstu flokk- unum eða allt upp i 55% hækkun en hækkunin væri minni eftir þvi sem ofar drægi í launaflokkun- um. Haraldur sagði, að í miðjum launastiganum ætti sér stað nokk- ur leiðrétting þannig að þar væri nokkuð hærri krónutala en í lægstu flokkunum, en eftir að þannig væri búið að rétta af stig- ann væri sama krónutala upp úr. Haraldur ítrekaði að kröfugerð- in væri miðuð við 1. júlí og þannig að á þessu 3ja mánaða timabili ættu eftir að koma um 10% hækk- un á gildandi samning. Miðað við kröfugerðina yrðu byrjunarlaun í lægsta flokknum B-1 115 þúsund en með starfsaldurshækkun 130 þúsund krónur. Siðan væri 5 þús- und króna bil milli flokka, sem hefði í för með sér að hæsta kaup- ið, þ.e. í launaflokknum B-31, með starfsaldurshækkunum yrði 250 þúsund krónur. Haraldur sagði ennfremur, að miðað við kaupið eins og það ætti að vera 1. júni samkvæmt gildandi samningi, þá fæli krafa þessi i sér um 55% hækkun í neðsta flokknum en Framhald á bls. 46 Þótt seðlabankar þessara þriggja þjóða, Svía, Dana og Norð- manna, hafi boðað áðurnefndar lækkanir, þá er miðað við svokall- að central-gengi, en síðan hafa þeir ákveðið svigrúm innan ákveðinna marka. Því urðu minni lækkanir á þessum gjaldmiðlum en tilkynningin á föstudag gaf til kynna — hvað svo sem verður I framtiðinni. Aðurnefndar lækk- anir höfðu engin áhrif á íslenzku krónuna, nema þau beinu áhrif, að þær lækkuðu gagnvart henni. 10 þús. lestir komnar á land í Grindavík og Vestmannaeyjum VETRARVERTlÐIN er nú að nálgast hápunktinn, en enn hefur ekkert bólað á „páskahrotunni“ og sögðu þeir sem Morgunblaðið ræddi við 1 gær, að hin víðfræga páskahrota heyrði nú sögunni til. Afli í verstöðvum á Suður- og Suðvesturlandi er almennt betri en í fyrra, og stafar það eingöngu af þvl, að tíðin hefur verið með eindæmum góð I vetur og á s.l. vetri var verkfall á bátaflotanum f meira en tvær vikur. Þó svo að heildaraflinn sé meiri að þessu sinni hefur meðalafli 1 róðri minnkað á flestum stöðum frá f fyrra. Aflahæsta verstöðin um s.l. mánaðamót var Grindavfk en þar voru komnar á land 10.488 lestir, 1 Vestmannaeyjum var búið að landa 10.146 lestum og 1 Sandgerði rösklega 9.000 lestum en það er meiri afli en barst þar á land alla vertfðina f fyrra. Aflahæsti báturinn er hins vegar úr Þorlákshöfn, er það Höfrungur 3. sem var kominn með 691 lest að kvöldi 31. marz s.l. Aflinn í Sandgerði meiri en alla vertíðina í fyrra Grindavfk Um mánaðamótin var búið að landa 10.488 lestum í Grindavik í 1854 sjóferðum en á sama tima í fyrra var heildaraflinn 6.794 lestir i 1.002 sjóferðum 55 bátar róa nú frá Grindavih. Aflahæsti báturinn i Grindavík er Jóhannes Gunnar með 675 lestir, þá kemur Höfrungur 2. með 520 lestir og Hópsnes með 508 lestir. Ólafsvfk Tuttugu og fimm bátar róa nú frá Olafsvík og var heildar- afli þeirra orðinn 4771 lest um s.l. mánaðamót, en sjóferðirnar 1003. Er þetta talsvert meiri afli en á sama tima í fyrra. Aflinn síðari hluta marzmán- aðar var mjög góður að þessu Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.