Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 39 af stað sina eigin gróðurhúsa- framieiðslu í Hveragerði, en það var í byrjun fimmta áratugarins sem Garðyrkjustöðin Álfafell í Hverahvammi tók til starfa. Gunnar var hreint ekki maður einn, þegar hér var komið sögu. Það má segja að námsför hans „heim að Hólum“ — i Hjaltadal hafi orðið honum ómæld gæfa. Þar bindast þau lifstíðarböndum Ingimaría Karlsdóttir, (Inga) frá Draflastöðum i Fnjóskadal og hann. Þau gifta sig 14. nóvember 1939 eða um tveim árum áður en þau hefja byggingar- og ræktunar- framkvæmdir við garðyrkjustöð- ina. En þessi stöð, er nú með stærstu stöðvum hér á landi, — eða nær 3000 ferm. og sú lang stærsta sem hefur sérhæft sig i ræktun á pottaplöntum. Gunnar lét félagsmál nokkuð til sín taka, — þó sérstaklega sérmál gróðurhúsaframleiðgnda. í sveit- arstjórn var Gunnar nokkur ár. Þótti hann samstarfsfús og glögg- skyggn einnig á þeim vettvangi. En þegar við samtíðarkynslóð og vinir þeirra hjóna virðum fyrir okkur, að leiðarlokum Gunnars, hvað það er sem hæst ber og lýsir best mannkostum hans, þá verður manni fyrst á að hugsa til þeirrar óþrjótandi siglu og starfsgleði, sem einkenndi lif hans. Gróðurríkið, húshverfingin í hvamminum við Varmármela og i hlíðinni vestan vegar er þjóðlegur minnisvarði, um hvað tveir sam- hentir ástvinir geta þokað landi sinu frammá við til bættra lifs- möguleika fyrir komandi kynslóð- ir. Það er samstarf, samhugur og óþrjótandi starfsorka þeirra hjóna, sem hefur grætt upp þann sanna ræktunaranda er svífur yf- ir Garðyrkjustöðinni i Álfafelli og heimili fjölskyldunnar. Það eru aðeins „drengir góðir" og ósérhlifnir atorkumenn sem skilja eftir sig, því líkt ævistarf í verki og raun. Megi bændastéttinni íslensku og þjóðinni allri auðnast að fá sem flesta slika, dugandi en hóf- sama þegna og Gunnar Björnsson garðyrkjubóndi var, þá mun margt betur fara i þjóðfélagi okk- ar. Utför Gunnars verður geró frá Fossvogskirkju i dag. Blessuð sé minning hans. E.B. Malmquist. Skuttogarinn Klakk- ur kominn til Eyja Skuttogarinn Klakkur við Básaskersbryggjuna I Eyjum. KLAKKUR VE 103, hinn nýi skuttogari frystihúsanna f Eyj- um, kom til Vestmannaeyja f vikunni, en skipið er nýsmfðað f Póllandi, 500 tonn að stærð. M/s. Klakkur VE 103 er eign hlutafélagsins KLAKKS i Vest- mannaeyjum, stærstu hluthaf- ar eru Fiskiðjan h.f., Isfélag Vestmannaeyja h.f. og Vinnslu- stöðin h.f. Skipið er tveggja þilfara skuttogari útbúinn fyrir botn- vörpu og flotvörpuveiðar. Lestin er kæld í 0°C og ein- angruð með plastfroðu, en klædd að innan með stálplöt- um. Lestin er útbúin fyrir kassafisk, og stærð hennar er 460 rúmmetrar. Yfir lest á efra þilfari er ísvél og undir henni ísgeymsla, en I lest er dreifi- kerfi fyrir ísinn. Aftast í skipinu, milli aðalþil- fars og efra þilfars báðum meg- in við fiskmóttöku, eru neta- geymslur með lúgum á efra þil- fari. Ibúðir eru fyrir 16 menn, 10 menn I tveggja manna klefum og 6 menn I einsmanns klefum. Skipstjóraklefi er með sér- snyrtingu, klefar stýrimanna og vélstjóra eru í yfirbyggingu á efra þilfari, en aðrar íbúðir neðar á aðalþilfari. Þar eru snyrtiklefar með sturtubaði. Á milli vinnslusalar og íbúða er snyrtiklefi og stakkageymsla. Ibúðir eru hitaðar upp með raf- magnsofnum og allar fbúðir loftræstar með vélblæstri. Matvælageymslur með kæli- rúmi og frysti eru rúmgóðar og eldhús er búið rafmagnseldavél og nýtísku tækjum. I skipinu eru öll fullkomn- ustu siglingar- og fiskileitar- tæki, svo sem 2 ratsjár, sjálf- virk miðunarstöð, Loran C með skrifara, veðurkortariti, raf- magnsvegmælir, gíróáttaviti með sjálfstýringu, 2 fiskileitar- dýptarmælar og flotvörpu- mælir. Þá eru 2 talstöðvar, önn- ur fyrir örbylgju- og neyðartal- stöð. I skipinu er kall- og tal- kerfi, sjónvarp með myndsegul- bandi, útvarpstæki, auk neyðar- sfhia og hátalarakerfis fyrir út- varp. Skipstjóri er Guðmundur K. Jónsson, 1. vélstjóri Jón Sig- urðsson og 1. stýrimaður Helgi Ágústsson. Helgi Agústsson I. stýrimaður á Klakk og Guðmundur K. Jónsson skipstjórí t.h. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir I Eyjum. Guðjón Bj. Guðlaugs- son - Nokkur kveðjuorð Guðjón Bj. Guðlaugsson húsa- smíðameistari er fallinn frá 70 ára að aldri. Þegar Guðjón fluttist til Reykjavikur ungur maður, gekk hann fljótlega i KR og iðkaði sund, aðallega í sjónum, eins og tíðkaðist mest á þeim árum. Nú sjáum við á bak elsta félaga sund- deildar KR. Guðjón var mjög félagslyndur maður og var honum sérlega annt um velferð unga fólksins. Guðjón heitinn var :1- gjör bindindismaður alla ævi, enda var hann virkur starfskraft- ur í Góðtemplarareglunni. Guðjón var ætíð traustur félagi hvar sem hann starfaði. Til marks um það vil ég minnast þess að árið 1959 þá er Guðjón var 53 ára gamall synti hann Viðeyjarsund i virðingarskyni við félag sitt KR, sem varð 60 ára á því ári. Þetta var mikið afrek, þar sem sjávar- hiti var 8 gráður og synti Guðjón ósmurður. Sunddeild KR hefur verið gæfusöm að hafa átt Guðjón í sínum röðum. Guðjón var sannur heiðursmaður, drengur góður. Síðasta framlag Guðjóns til KR var ræða, sem hann flutti á sið- asta aðalfundi KR, sem haldinn var aðeins 5 vikum fyrir andlát hans. Guðjóni mæltist vel og bar ræð- an því vitni hve góðan hug hann bar til æskufólksins. Hann hreifst af góðu uppbyggingarstarfi félagsins og hvatti KR-inga til enn frekari dáða. Nú við andlát Guðjóns kveðjum við KR-ingar hann með þakklæti. Ekkju hans og fjölskyldu sendum við bestu kveðjur. Jón Otti Jónsson. ...hvertmeð sínumótl. FYRIR FEITTHÁR MSSl- h Lau9ave®' Sértilboð Sykur 1 kg. 95 kr. Smjörlíki 1 stk. 149 kr. Nautahakk 1 kg. 690 kr. ís 1 lítri kr. Coctail-perur — ferskjur 1/1 ds. 348 kr. Hlíðarkjör, Eskihlíð 10, sími 11780.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.