Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1S77 ISAL hefur farið að lögum Stutt svör íslenzka Álfélagsins h.f. (ÍSAL)við nokkrum atriðum í greinargerð Heilbrigðiseftirlits ríkisins (HER) birt í Morgun- blaðinu 22. og 24. marz 1977 Morgunblaðinu hefur bor- izt eftirfarandi greinar- gerð frá ÍSAL h.f. t sfðustu málsgrein inngangs greinargerðar sinnar lýsir HER þeirri von sinni, að með henni Ijúki tfmabili yfirlýsinga um rangfærslur. Væri vel, ef svoyrði. tSAL hóf ekki þann leik, en hefur mátt sitja undir hinum grófustu ásökunum undanfarnar vikur m.a. frá opinberum aðilum. Greinargerð HER, að sögn dag- blaða upp á 34 vélritaðar síður, er nýjasta innleggið f þessa herferð, þótt segja megi að nokkuð sé dregið f land frá fyrri yfir- lýsingum. Misskilin lagagrein 1 kaflanum um lög, reglur og skyldur aðila er vitnað í grein 12 i aðalsamningi svo og í 13. grein sama samnings, sem hefur laga- gildi hér á landi. Strax f upphafi ruglar HER saman þessum tveimur greinum, og hvaða skyld- ur þær leggja á herðar ÍSAL og heilbrigðisyfirvalda í landinu. Þessi ruglingur gengur síðan aft- ur í allri greinargerðinni. Hverjum manni, sem les greinar 12.02 og 12.03 annars vegar og grein 13 hins vegar, ætti að vera ljóst, að grein 12 fjallar eingöngu um skaðleg áhrif frá bræðslunni utan hennar, og orðalagið „... í samræmi við góðar venjur í iðn- aði í öðrum löndum við svipuð skilyrði". fjallar eingöngu um hreinsun útblásturslofts frá verk- smiðjunni, en ekki hollustuhætti á vinnustaðnum sjálfum. í grein 13 er síðan fjallað um það, að ÍSAL skuli byggja, útbúa og reka bræðsluna í samræmi við reglur um öryggi og í atvinnurekstri, heilbrigði og hreinlæti, og fjallar þvf sú grein um þær kröfur, sem gerðar eru til fyrirtækisins um hollustuhætti á vinnustað og eft- irlit opinberra aðila með þessum þáttum. HER segir, að lögin um öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum geri kröfur til vinnuveitenda, sem þeim sé skylt að fara eftir, óháð því hvort opinbert eftirlit hafi hönd í bagga með að slíkum ákvæðum sé framfylgt. ÍSAL telur að félagið hafi í viðleitni sinni til að bæta aðstæður á vinnustað starfað eftir þessum lögum. Slysavarnir á vinnustað — ISAL í fararbroddi 1 5. gr. laga um öryggisráðstaf- anir á vinnustöðum eru gerðar þær kröfur til vinnuveitenda, að þeir sjái um, að á vinnustað sé öllu þannig fyrir komið, að verka- menn séu verndaðir gegn slysum og sjúkdómum eftir þvf sem föng eru frekast til, og einnig að þeir sjái svo um, að verkamenn fái vitneskju um, ef hætta fylgir störfum þeirra, og á hvern hátt sé bezt að forðast hana. Sérstaklega skuli leiðbeina óvönum verka- mönnum, nemum og ungum verkamönnum í þessu efni. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmilum og HER má vera fullkunnugt um, var ÍSAL fyrsta iðnfyrirtækið á íslandi, sem á skipulegan hátt vann að slysa- vörnum og öryggismálum á vinnusvæði sínu. Til þess var i upphafi verksmiðjurekstrarins ráðinn sérstakur öryggisfulltrúi, og hefur meðal annars verið eitt af veigameiri hlutverkum hans að annast kynningu fyrir nýja starfs- menn um öryggismál á svæðinu og hættur, sem sérstaklega þurfi að varast. Auk þess er hverjum nýjum starfsmanni afhentur bæklingur um öryggisreglur og kynningu á vinnuaðstæðum, þar sem fjöldamargt er tilgreint um varúðarráðstafanir á ákveðnum vinnustöðum og ýmislegt er slysa- varnir varðar. HER segir síðan, að álverið hafi haft skyldum að gegna til þess að fara eftir þessum lögum vegna stærðar sinnar. Það hefur álverið gert frá upphafi, og er rétt að geta þess, að öryggiseftirlit ríkisins hefur fylgzt með þvi að svo væri. Mengunarmörk Síðan tekur HER upp f löngu máli útdrætti úr heilbrigðisreglu- gerð fyrir tsland og reglugerð um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna. Þar tekur HER sérstaklega fram, að þar sem álverið i Straumsvik hafi ekki starfsleyfi samkvæmt reglu- gerðinni um mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna, sé tómt mál að tala um mengunar- mörk settum samkvæmt henni. Alverið hafði starfsleyfi sam- kvæmt sérstökum lögum, sem ekki var breytt með setningu laga frá 1968 um eiturefni og hættuleg efni. Þess vegna þurfti álverið ekki að sækja um starfsleyfi sam- kværnt reglugerð settri sam- kvæmt þeim lögum, en samkvæmt 13. grein aðalsamningsins er ÍSAL skylt að fara eftir lögum og reglugerðum um hollustuhætti vinnustað, sem sett kunna að verða. Slikar kröfur er að sjálf- sögðu ekki hægt að setja ótil- greint, en opinberir aðilar á íslandi hafa ekki enn sett nein mörk um mengun á vinnu- stöðunum sjálfum. Það er því ákaflega undarlegt að fullyrða, að íslenzkar reglur séu i fullu sam- ræmi við reglur á Norðurlönd- unum og hvergi strangari en þar. Á Norðurlöndunum munu vera í gildi slik mengunarmörk, en eins og áður segir, eru þau ekki í gildi á íslandi, og er þá vandséð, hvernig hægt er að fullyrða að það sem til er sé strangara eða ekki strangara en það sem ekki er til. í lokakafla þessa þáttar heldur HER síðan uppteknum hætti að rugla saman grein 12.02 i aðalsamningi og gr. 13 I sama samningi. Flúorveiki Næst fjallar HER í löngu máli um mengun á vinnustöðum við álbræðslur og sjúkdóma, sem af þeirri mengun geta stafað. Allt of langt mál væri að elta ólar við einstök atriði, sem þar koma fram, en sérstaklega er vikið að atvinnusjúkdómnum fluorosis. Sérstaka tegund fluorosis, gadd, þekkja bændur á íslandi sem sjúkdóm i sauðfé sínu, sem af- Tryggvi Ófeigsson: Ætti að hef ja byggingar á Landakotstúni og Austurvelli? varðveita reisn þessa staðar. Auðvitað að þvi undanskildu aó túnið er ekki nema brot af því sem var. Túnið hefur ekki orðið bifreiðastæðum að bráð né heldur hefur tekizt að eyðileggja heildar- svip hverfisins með þeim byggingahrærigraut, sem svo viða óprýðir borgina. Vegna þess að auðu blettina vantar. Fyrir þremur áratugum skrií- aði ég grein í Morgunblaðið, ef ég man rétt, með þessari fyrirsögn, í tílefni af því, að forustumaður vildi byggja íbúðarhús sunnan við Landakotskirkjuna, en norðan við Hávallagötu. Eítthvað hafði honum orðið ágengt við ráðamenn. Hann fór þess þá á leit við mig, að ég hreyfði ekki and- mælum i annað sinn. Ég dró upp úr skúffu óprentaða grein um þetta sama efni. Ég sagði honum í hreinskilni, að ég mundi birta hana tafarlaust, ef meira yrði að gert i byggingarframkvæmdum á Landakotstúni. Við svo búið hefur staðið i 30 ár eða svo. Vilhjálmur Þór var alltof víðsýnn maður, listrænn og drenglyndur, sem sá við nánari íhugun, að um skemmdarverk var að ræða, sem hann síst af öllu vildi vera þekktur fyrir eða viðriðinn á nokkurn hátt. Hann byggði við Hofsvallagötu, sem alkunnugt er. Jónas Jónsson frá Hriflu var auðvitað alltof listrænn til þess að láta sér detta í hug byggingu, sem skyggði á Landakotskirkju. Hamragarðar standa á horni Hofsvalla- og Hávallagötu. Fleiri voru þeir, sem forðuðust átroðslur við Landakotskirkju, þ. á m. Ásgeir Ásgeirsson, siðar for- seti, sem byggði við Hávallagötu vestan Hofsvallagötu. Svo var og Haraldur siðar ráðherra, sem byggði á horni Hofsvallagötu og Hávallagötu. Allir þessir menn hefðu getað þrælað sér að Landa- kotskirkju, hefði meðfædd smekkvísi þeirra ekki aftrað. Þettaer rifjað hér upp til saman- burðar. Jón Þorláksson borgarstjóri dró línurnar skýrt, þegar Hólavalla- gata og Hávallagata voru lagðar og lóðir seldar við þær á mjög háu verði vegna opna svæðisins. í tið Péturs og Bjarna Benediktssonar borgarstjóra Gunnars Thorodd- sen og Geirs Hallgrímssonar, hafa engin vandræði verið gerð á Landakotstúni, þótt nærri hafi legið stundum eftir að bilum fjölgaði svo mjög. En þá snerust viðkomandi svo hart við og beittu samtökum og komu þar með í veg fyrir skemmdarverk. Landakot er eins og allir vita ein mesta menningarstöð á íslandi í sinni röð og þar unnið svo fórnfúst og kærleiksríkt starf að einsdæmi er hér i Reykjavík. Þótt hinu mikilsverða starfi sé senn lokið á þann hátt sem var þá er og verður minning svo varan- leg að allur óbætanlegur skaði getur ekki liðizt. I hálfa öld hefur tekizt að Fyrir borgarráði er nú til um- ræðu samþykkt skipulagsnefndar um byggingu á Landakotstúni. Er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.