Morgunblaðið - 05.04.1977, Síða 45

Morgunblaðið - 05.04.1977, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 45 Það ætti þó flestum að vera ljóst, að menn þessir eru ekki aðeins morðingjar, heldur fjölda- morðingjar og það, sem verra er, þeir kvelja lífið úr mönnum á hinn hræðilegasta hátt — þetta er, eins og konan sagði, verra en hreint morð. Það er ekki nóg með það, að mennirnir gangi lausir, þótt sök þeirra sé sönnuð, heldur eru dóm- ararnir svo vægir, að þeir eru ekki einu sinni viti til varnaðar þessum fégráðugu mönnum. Þess- um mönnum er ennfremur hlift við þvi að nöfn þeirra séu nefnd og væri þó það eitt e.t.v. nokkur trygging fyrir því að þeir gætu ekki, eða hikuðu «við að hefja óþverraverk sin á ný. Blöðin hafa skýrt frá þvi að sönnuð sé sök þriggja manna, sem hafi fjármagnað þessi þokkalegu viðskipti. Svo ekki meira um það — algjör þögn, enginn nefndur, né þess getið hvort hagnaður þeirra sé tiundaður, að ég segi nú ekki að hann verði skattlagður. Það er mikið gert úr brotum, sem engan veginn nálgast þessi fjöldamorð — þessi kvalafullu fjöldamorð á ungu fólki fyrst og fremst. Hverjum er verið að hlífa? Almenningur á heimtingu á, að svo hart verði tekið á þessum málum, að nokkur von sé til þess, að menn hiki við að leggja sig i þá áhættu að selja fiknilyf — fremja þessi fjöldamorð. Rjúfið þögnina. Móðir.“ Alltaf hefur skotið upp öðru hvoru þessari umræðu i þjóðfél- aginu um fikniefnamál, en siðan liggja þau ávallt í þagnargildi um tima á eftir. Það er eins og menn vakni alltaf upp öðru hvoru og gleymi þessu síðan á milli. Hver man ekki eftir þeirri miklu um- ræðu, sem varð fyrir fáum árum þegar í útvarpi og sjónvarpi var rætt við einhverja sem höfðu neytt fikniefna og rætt einnig við aðstandendur þeirra. Nú eru slík- ir þættir aftur á dagskrá útvarps- ins og sjálfsagt mjög þarfir til að minna á þessi mái, en það kemur kannski fyrir I þessum málum, sem sumum öðrum að verulegt átak og aðgerðir vantar. Þó hafa t.d. skólastjórar rætt og rannsak- að þetta i haust og vetur en þykir það nóg? En hitt er svo annað að það hlýtur að verða að fara eftir reglum dómkerfis hvernig mál þessara manna eru meðhöndluð og það þarf ekki endilega að vera að allir þar séu óforbetranlegir, en það er vissulega rétt að tökin þurfa að vera fastari á þeim. Þessir hringdu . . . 0 Hvaða æsingur er þetta? Einar Thoroddsen: — Eg vil bara fá að benda á nokkur atriði varðandi allan þennan fréttaflutning og æsing sem ríkt hefur að undanförnu út af einhverjum jarðskjálftum, sem sagðir eru vera við Kröflu. Það hafa engar mælingar átt sér stað þarna fyrr og hver veit nema jarð- hræringar hafi getað átt sér stað þarna allt siðan á landámsöld — það hefur varla fundizt nokkur hreyfing að undanförnu, en allt hefur þetta komið fram á mælum. Starfsfólkið þarna finnur þetta varla. Ef mælarnir verða fluttir í burtu er ég viss um að þennan æsing myndi lægja. Jarðvísinda- mennirnir geta haft þessar mæl- ingar út af fyrir sig og þeir geta kannski látið vita ef þeir þykjast sjá fram á að eitthvað hrikalegt sé í rauninni að gerast, en annars þagað um þetta.— Undir þetta getur Velvakandi SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson tekið að sennilega hefur ríkt óþarflega mikill æsingur út af þvi þó að mælar hafi sýnt nokkrum skjálftum meira eða minna einn daginn eða annan og reynt er að fá einhver svör frá jarðvísinda- mörinunum. Þetta er ekki svo af- leit tillaga hjá Einari að þeir hafi þessa vitneskju út af fyrir sig og Iáti vita þegar þeir telja að eitt- hvað geti farið að gerast. 0 Gróðurinn og kuldinn Reykjavikurborgari: — Það var haft eftir garð- yrkjustjóra nú þegar fór að kólna að hann væri ánægður með þetta og hinn kátasti með að nú væri tækifæri fyrir gróðurinn að hægja á sér. En ég held bara að trjágróðrinum sé verulega hætt ef kuldinn verður mikill og langur. Það er heldur ósennilegt að brum trjánna komi til í sumar það er mun hættulegar á vegi statt — og garðyrkjustjóri hefur e.t.v. frekar verið að hugsa um laukana. 0 Lausná þrengslunum Ég vil einnig leyfa mér að koma með lausn á skrifum um þröng á þingi, sem voru i Velvak- anda i fyrri viku og hún er ein- faldlega sú að fækka alþingis- mönnum. Hvað ætli margir lands- menn væru fylgjandi þeirri lausn ef hún væri borin undir þjóðarat- kvæði? Margir, sem ég hefi talað við um þetta eru þessu fylgjandi, það væri alveg nóg að hafa þá um 40. Svo finnst mér líka ekki hægt að tala um að byggja eitthvað við Alþingishúsið, það er eitt af fáum húsum i Reykjavik sem við getum varðveitt óbreytt, fyrir utan Stjórnarráðið, menntaskólann og hegningarhúsið.— Á Skákþingi Júgóslavíu 1976, sem haldið var i febrúar, kom þessi staða upp I skák þeirra Lakié og Nemets, sem hafði svart og átti leik: b c d e f g h 29... IIa8!, 30. Dxa8 (Eða 30. Dc3 — Hxal, 31. Dxal — Ddl + ) — Ddl+, 31. Kg2 — Dxe2+, 32. Kg3 (Eftir 32. Kgl — Df2 + , 33. Khl — Dfl, er hvítur mát) — BxeS.og hvitur gafst upp, því að eftir 33. fxe5 — Dg4, er hann mát. Flest- um á óvart varð Krunoslav Hulak, 24 ára háskólastúdent frá Zagreb, sigurvegari. Hann hlaut 12 vinn- inga af 17 mögulegum. Næstir komu þeir Ivkov, Bukié og Minié allir með 10‘/4 v. HÖGNI HREKKVÍSI Högni, farðu inn! BEZTA FERMINGARGJÖFIN LUXO er ljósgjafinn, verndið sjónina, varist eftiriíkingar SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Morgunblaðið & óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: Bergstaóastræti Vesturbær: Neshagi Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.