Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 Fermingarbörnum bod- id á kvikmyndina um Jónatan Livingstone máf SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöid bauð Laugarásbíó öllum þeim börnum, sem fermast eiga I Dómkirkjunni nú um páskana, á kvikmyndina Jónatan Livingstone máfur. En sú mynd er eins og kunnugt er byggð á samnefndri sögu eftir Richard Back, sem kom út fyrir nokkrum árum og vakti gffurlega athygli. Séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur lagði út af boðskapnum, sem sagan um Jónatan máf hefur aS flytja í prédikun f Dómkirkjunni við opnunina nú fyrir skömmu og að sögn hafði sú prédikun þau áhrif að uppfullt varð á sýningar f Laugarásbfó, þegar myndin var sýnd. í samtali við Morgunblaðið sagði séra Þórir Stephensen: „Ég tvflas bókina um Jónatan máf og langaði til að rifja boðskapinn, sem bókin flytur, upp f prédikun. En boðskapurinn er frelsið og gleðin f trúnni. í sögunni um Jónatan máf er sýnt fram á hina miklu þroskaleið, sem framundan er, og það óendanlega háleita markmið, sem mannssálinni er sett. Við verðum vitpi að þvf að máfarnir berjast um ætið — en aðeins einn brýtur af sér fjötrana, það er Jónatan máfur og flýgur f burt. Hann leitar hinnar upprunalegu hamingju, sem er fólgin f fluginu en ekki að berjast um æti. Það sýnir okkur að við eigum að leita andlegs þroska f stað þess að ánetjast veraldlegum auði." Morgunblaðið náði tali af nokkr- um þeirra fermingarbarna, sem sáu kvikmyndasýninguna um Jónatan Livingstone máf og voru þau flest ásátt um að myndin hefði mikinn boðskap að flytja. Karl Ómar Aspelund sem er ný- fermdur, sagði að bókin um Jónatan Livingstone hefði þann boðskap að flytja, að fólk ætti að finna sér tak- mark og stefna að þvi ,.Maður á aldrei að gefast upp, hvað sem á dynur. Eins og Jónata máfur, á maðurinn aldrei að hika og ætið að reyna að gera sitt bezta. Takmarkið er leitin að hamingjunni, að öðlast hana sjálfur um leið og maður gerir aðra hamingjusama Það er hægt að finna hamingjuna á margan hátt, til dæmis i gegnum ástina. Eitt er víst að maður finnur ekki hamingjuna i gegnum gerviefni eins og vín og deyfilyf, sem er bara flótti Jónatan leitaði alltaf fullkomnun- ar og hann náði þeirri fullkomnun, en það var takmarkið. sem hann hafði sett sér," sagði Karl Ómar Aspelund og bróðir hans Erling, sem er fimmtán ára tók i sama streng, en hann hafði einnig lesið bókina og séð myndina. Þórður Grétarsson. sem einnig er nýfermdur, fór á sýninguna á föstudagskvöldið. Hann hafði þetta um hana að segja: „Mér fannst myndin tæknilega séð allgóð. Til dæmis hreyfingar fuglanna og hvernig myndin var klippt. En ég vil ekki segja að boðskapurinn höfði til min, alla vega ekki í bráð, því ég er ekki múgsál. Boðskapur myndarinn- ar er ádeila á múgsálir og þvi þarf ég ekki á honum að halda. En i þessum boðskap er fólgin hvatning, sem margir mættu taka til athugunar til að rifa sig upp úr þeim fjötrum. sem þeir hafa fest sig i." Maria Soffía Gottfreðsdóttir er einnig nýfermd Hún sagði eftir sýn- inguna á Jónatan Livingstone máfi: „Mynd þessi er alveg ágæt. En mér finnst erfitt að útskýra á hvern hátt Framhald á bls. 35 Stefnur á mann í Rhódesíu SVO SEM menn rekur minni til var frá því skýrt í fréttum að Ragnar nokkur Þjóðólfsson hafi farið af landi brott og eigi gert upp við lánardrottna sfna, en hann rak húsgagnaverzlun I Iðnaðarmannafélgshúsinu við Hailveigarstfg. Páll Arnór Pálsson lög- fræðingur hefur nú stefnt Ragnar vegna tveggja vangoldinna skulda, 800 þúsund króna og 160 þúsund króna, en lánar- drottinninn er húsfélag Iðnaðarins að þvi er segir I Lög- birtingarblaðinu. Óvíst er um heimilisfang og búsetu Ragnars, sem mun dveljast í Rhódesiu. Þar er ekki gefið upp neitt heimilis- fang heldur aðeins pósthólf. Bú Ragnars hefur enn ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta, en ýmsir hafa gert fjárnám i þvi. Til tryggingar a.m.k. annarri skuld- inni er Fíat-bifreið, sem Ragnar skildi eftir, þegar hann fór af landi brott. Danskur rithöfund- ur flytur fyrirlestur DANSKI rithöfundurinn Thorkild Björnvig dvelst um þessar mundir á íslandi I boði Norræna hússins. í dag, 5. apríl klukkan 20.30. heldur hann fyrirlestur um „Identiteten hos Martin A. Hansen og Karen Blixen". Þá má geta þess að fimmtudaginn 14. aprll klukkan 20.30 flytur Björn- vig fyrirlestur um umhverfisvanda- mál. sem hann nefnir „Om nödvendigheden af elefanter." Thorkild Björnvig var náinn vinur þeirra tveggja skálda, sem fyrirlestur- inn I kvöld fjallar um og hefur hann skrifað margar bækur um Martin A Hansen, m.a doktorsritgerð slna „Kains Alter" (1964) 1975 sendi hann frá sér bókina Pagten, sem fjallar um Karen Blixen Þessir rithöfundar eru báðir mjög þekktir hérlendis. Karen Blixen fyrir smásögur sinar og bókina Jörð i Afriku, og Martin A Hansen er kunnur gæði fyrir skáld- sögur og smásögur og bók sina Rejse pá Island (1 954) Thorkild Björnvig fæddist 1 91 8 og sendi frá sér fyrstu Ijóðabók sina 1947, og hafa siðan komið út eftir hann margar Ijóðabækur, sem hafa skipað honum á bekk meðal merkustu danskra Ijóðskálda eftir strið Auk Ijóð- anna hefur hann gefið út ritgerðasöfn og bókmenntaverk Siðustu árin hefur hann haft brennandi áhuga á vistfræði- legum vandamálum og má sjá það i siðustu bók hans Delfinen (1 976). brautryðjendur í 40 ár i iiiiii i. a ► i i ,L 0 ®' Hér eru 2 sambyggð stereo-sett, sem vert er að veita sérstaka athygli. 40 ára reynsia Pioneer hljómtækja tryggir gæðin — 3ja ára ábyrgð, hvers vegna? ÞAU BILA BARA ALLS EKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.