Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977 29 Norrænt samstarfhef- ur haft bein áhrifá hag íslenzkuþjóðarinnar Ræða Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra á 25. þingi Norðurlandaráðs Þessi fundur hér í Helsingfors, þar sem við minn- umst 25 ára afmælis Norðurlandaráðs, auk þess sem við komum saman til að fjalla um sameiginleg fram- tíðarmálefni þjóða okkar, er ágætur vettvangur til að rifja í stuttu máli upp reynslu okkar af samstarfinu innan ráðsins um leið og horft er fram á við. Ekki verður sagt, að mikil hrifning hafi ríkt á Alþingi Islendinga þegar rætt var um þátttöku tslands I Norðurlandaráði. Bjarni Benediktsson þá- verandi utanríkisráðherra, gerði grein fyrir stofnun ráðsins og sagði það sprottið af „vilja og þörf Norður- landaþjóðanna til þess að efla samtök sfn og standa saman um þau málefni, er samstarf reynist heppilegt um“ og hann bætti við „það má því segja, að hér sé nánast um stefnuyfirlýsingu að ræða um það, að menn vilji láta það sjást gagnvart umheiminum, að þessar Norðurlandaþjóðir vilji vinna saman og hafa nánara samstarf sfn á milli en yfirleitt gerist með öðrum þjóðum. Hér er því óneitanlega um tilraun að ræða, sem ekki er með vissu sýnt hvernig takast muni, en ég tel þó rétt að tslendingar taki þátt I, ekki síður en Danmörk, Noregur og Svfþjóð." Finnland gerðist einnig fljótlega þátttakandi f Norðurlandaráði og eftir 25 ára starfstímabil þess er með réttu unnt að segja að tilraunin hafi heppnast. Það breytir ekki myndinni að stofnun Norðurlanda- ráðs má rekja til vonbrigða manna á sfnum tíma yfir því að ekki tókst að koma á fót norrænu varnar- bandalagi eða tollasambandi og þótt ekki síðar hafi tekist að hrinda hugmyndinní um Nordek f fram- kvæmd. Við þurfum ekki að rekja það hér á þessum vettvangi hve mikla þýðingu samstarfið og samræm- ingin á sviði löggjafar og félagsmála hefur haft fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og hvernig sú samvinna hefur stuðlað að auknum samskiptum og tengslum milli Norðurlanda. En ég leyfi mér að rekja f stuttu máli einstök dæmi um það hvernig starf Norður- landaráðs hefur haft sérstakt gildi fyrir tsland: Það stuðlaði áreiðanlega að þvi að tsland varð stofnaðili Norðurlandaráðs að margir af helstu frum- kvöðlum Dana að stofnun ráðsins voru í hópi þeirra dönsku stjórnmálamanna sem tóku undir óskir tslendinga um að fá til varðveislu í landi sínu fslensku handritin sem geymd voru f dönskum söfn- um. Hér var að vísu um tvíhliða mál tslendinga og Dana að ræða, en engu að sfður má segja, að það hafi verið samnorrænt í þeim skilningi að söguarfur okkar flestra tengist þvf sem á handritin er skráð. Og það er heldur enginn vafi á því, að áhrifa Norður- landaráðs gætti við lausn á handritamálinu. Sá dagur er öllum tslendingum ógleymanlegur, þegar Danir afhentu þeim handritin og við munum ávallt halda þeim atburði á loft sem einstæðum f samskiptum ríkja og vfsa til hans, þegar við viljum færa fyrir því sterkust rök, hve náin vinátta Norðurlandaþjóða er. Raunar höfum við tslendingar svo mörg rök máli okkar til stuðnings að þessu leyti, af eigin reynslu, að lengri tima tæki en hæfir þessari stundu, að tíunda þau «11. Sem sýnilegan vott um norræna samvinnu höfum við f Reykjavik Norræna húsið, teiknað af finnska Iistamanninum Alvar Aalto. Auk þess sem húsið er borgarprýði, hefur starfsemin innan veggja þess á ýmsan hátt hvntt til nýrrar menningarstarfsemi og eflt norrænt samstarf. Af reynslu okkar hljótum við að fagna því, að nú er fyrirhugað að reisa samskonar menningarmiðstöð í Færeyjum, og við teljum æski- legt, að grandskoðað sé, hvort ekki sé unnt að koma slíkum stofnunum á fót vfðar um Norðurlönd. Angi af sama meiði er Norræna þýðingamiðstöðin, sem við, er búum í litlu málsamfélagi, hljótum að binda miklar vonir við. Og um þessar mundir eru til dæmis vfsindamenn tengdir Norrænu eldfjallastofn- uninni við rannsóknir við Kröflu á Norðurlandi þar sem unnið er að þvf að reisa jarðgufuveitu á svæði þar sem orðið hafa eldsumbrot og jarðhræringar. Megináhersla er nú á það lögð, að finna leiðir til að yfirvinna duttlunga náttúruaflanna i þvi skyni að beisla þau og breyta þeim í ljós og orkugjafa fyrir heimili og hvers kyns iðnað. A efnahagssviðinu minnumst við Islendingar stofnun Norræna iðnþróunarsjóðsins fyrir Island sem komið var á fót við aðild landsins að Efta 1970 f þvf skyni að auðvelda aðlögun fslensks iðnaðar að breyttum yrti aðstæðum. Og við teljum stofnun Norræna fjárfestingabankans á sfðasta ári mikilvægt skref til að skapa víðtækari og öflugri grundvöll undir íslenskt atvinnu- og efnahagslff með því að fjármagna nýjan iðnrekstur eins og járnblendisverk- smiðjuna sem Island og norska fyrirtækið Elkem hafa ákveðið að reisa á Islandi f tengslum við starf- rækslu nýrrar vatnsaflsstöðvar. 1 þessu samhengi leggjum við að sjálfsögðu áherslu á Norðurlandasamvinnu um umhverfis- vernd, nýtingu hráefna og orkulinda. Eg hef hér að framan gerst nokkuð langorður um ýmislegt, sem sérstaklega snertir land mitt f nor- rænu samstarfi, en ég get hvorki né vil láta hjá líða að nefna enn einu sinni þá hjálparhönd, sem Norður- löndin réttu okkur tslendingum, þegar eldgosið varð í Vestmannaeyjum í ársbyrjun 1973, eða þann mikla siðferðilega stuðning, sem við fengum á ráðsfund- inum fyrir ári í baráttu okkar fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 sjómílur. Bæði þessi málefni eru nú komin heil i höfn, ef þannig mætti að orði komast. Byggðin i Vestmannaeyjum blómgast að nýju, og bæjarfélagið verður framvegis sú máttar- stoð íslensks þjóðfélags og það var fyrir náttúruham- farirnar. Allar þjóðir við Norður-Atlantshaf hafa fært lögsögu sína f 200 milur, og engin átök eiga sér nú stað á fiskimiðunum, en við samningaborðið meðal annars á Hafréttarráðstefnunni reyna menn að sætta ólfk sjónarmið. A þingi Norðurlandaráðs i Reykjavfk 1975 vakti ég máls á þvf, að alþjóðasamtök, ekki sfst þau, er starfað hafa um langan aldur, væru oft gagnrýnd fyrir, að starfsemi þeirra snerist meira um þau sjálf en beina hagsmuni aðildarþjóðanna. Eg hef nú f dag rakið ýmis dæmi þess, hvernig starf Norðurlandaráðs og norræn samvinna hefur haft bein og heillavænleg áhrif á hagsmuni fslensku þjóðarinnar. Þetta hefur þá þýðingu að sérhver Islendingur getur gert sér grein fyrir gildi norræns samstarfs og starfsemi Norðuriandaráðs. Menn lfta ekki lengur á norrænt samstarf einungis sem efni f ræður við hátfðleg tækifæri, sem það þó einnig er enn að vfsu, heldur áþreifanlega staðreynd, sem tengist daglega lífinu og snertir hvern og einn. Þróunin sýnir einnig að norræn samvinna á sér og stað með eða án tilstuðlanar Norðurlandaráðs og norrænu félaganna meðal manna úr öllum stéttum þjóðféiagsins og einstaklinga í hinum ýmsu Norður- löndum fyrir þeirra eigið frumkvæði. 1952 var ekki áratugur liðinn síðan Island hafði hlotið fullt sjálfstæði, og ýmsum tslendingum stóð því nokkur stuggur af of miklu samstarfi við erlend- ar þjóðir, eins og raunar verður vart enn í dag. En hinir voru þó í meirihluta þá eins og nú, sem gerðu sér grein fyrir því, að friður og framfarir dafna ekki nema þjóðirnar sameinist um sem flest mál i leit að þeirri lausn, sem flestir geta sæst á. tslendingum var þá eins og nú ljóst, að sem nánust tengsl við Norður- lönd, er þróast hafa um aldir, eru til þess fallin að styrkja menningarleg sérkenni þeirra f þjóðahafinu. Sú viðleitni bæði þjóða og þjóðarbrota setur vaxandi svip á samtíð okkar. Norðurlandaráð var heldur ekki stofnað fyrir 25 árum sem yfirríkjastofnun heldur einmitt i þeim tilgangi að vernda sérkenni og sjálfstæði sérhvers aðildarlands og sameiginlegan menningararf þeirra. Ég held að ekki séu fyrir hendi mikilfengleg áform um að brjóta á bak aftur þennan upphaflega tilgang með Norðurlandráði. Ég tel að menn eigi yfirleitt ekki að semja stórfenglegar áætlanir um framtið Norðurlandaráðs jafnvel ekki þó þær séu f samræmi við upphaflegan tilgang ráðsins. Við skulum fyrst og fremst vinna eins og við höfum starfað hingað til með festu og öryggi að þvi að efla norrænt samstarf smátt og smátt inn á við og út á við og um leið leggja áherslu á að bæta starfshættina og forðast skrif- finnsku. Aður fyrr mátti varla minnast á utanrikismál á vettvangi Norðurlandaráðs. Ég held þó, að umfjöllun ráðsins um útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar fyrst 1954 og síðan 1976 sýni að ráðið er orðið virkara og ekki eins afskiptalitið sem fyrr einnig á þessu sviði. Þá má nefna aukna samvinnu utanrfkisráðherra Norðurlanda og fulltrúa þeirra hjá Sameinuðu þjóð- unum og öðrum alþjóðastofnunum. Ljóst er að ábyrgð hvilir á Norðurlöndum varðandi aðstoð við þróunarlöndin þar sem þau eru í hópi þeirra sem betur mega sin í heiminum og það er staðreynd að þau geta best og hagkvæmast innt skyldur sinar af hendi og verið fullviss um að aðstoð þeirra verði að gagni í samvinnu hvert við annað. Þetta á sérstak- lega við um tsland sem því miður er nokkuð á eftir i aðstoð sinni við þróunarlöndin. Við skulum varast að ætla, að við getum leyst öll vandamál út á við aðeins með norrænni samheldni. Allar Norðurlandaþjóðirnar þarfnast hvatningar frá öðrum. Reynslan í öryggismálum og efnahagsmálum hefur einnig sýnt að þar er full samstaða ekki möguleg, og um leið og við viðurkennum staðreynd- ir, þá skulum við hafa f huga, að það getur verið styrkur en ekki veikleiki, að Norðurlandaþjóðirnar hafa farið ólíkar leiðir að þessu leyti. Ef til vill sýnir þetta, að þær hafa sjálfrátt og ósjálfrátt leitað eftir því jafnvægi I öryggismálum, sem aðstæður krefjast og kynni að vera hættulegt að raska. Ekki er úr vegi að nefna hér, að rödd Norðurlanda verður að heyrast til varnar mannréttindum hvar sem er í heiminum og ekki aðeins gagnvart þeim löndum sem eru fjarlægust Norðurlöndum og þar sem þau hafa óverulegra viðskiptahagsmuna að gæta. Þar sem við erum nú í Helsingfors leitar hugurinn einmitt til samþykktar Helsingforssamningsins frá 1962 um samstarf Norðurlanda, sem við erum enn að móta f framkvæmd og til annarrar yfirlýsingar frá 1975 sem kennd er við Helsingfors um öryggi, sam- vinnu og frið. A þann hátt hafa Norðurlandaþjóðirn- ar ásamt öðrum þjóðum í Evrópu og Bandaríkjunum og Kanada gert sér ljóst, að þær verða að horfast í augu við pólitiskar staðreyndir og berjast fyrir því, sem er sameiginlegt Norðurlandabúum — lýðræði, mannréttindura og manngildi. Helsingfors, Finnland og finnska þjóðin eru tákn þessara verðmæta. Það er þess vegna sérstök gleði að koma til Finnlands og njóta hinnar miklu finnskú gestrisni. Ég vil Ijúka máli mfnu með því að vitna til orða Ölafs Thors, þáverandi forsætisráðherra lslands, á þingi Norðurlandaráðs 1963, og gera þau að heillaósk minni til ráðsins og okkar allra, og I þeim hópi eru að sjálfsögðu einnig Færeyingar og Alandseyingar, á þessum tímamótum: „Eins og þessar fimm norrænu þjóðir geta aldrei orðið að einu ríki, þannig komumst við heldur aldrei hjá þvi að viðurkenna, að við erum ein fjölskylda. Það sannar sagan. Ég er þeirrar skoðunar, að Norðurlandaráð muni eflast og styrkj- ast til sameiginlegs gagns fyrir alla og sem fordæmi fyrir aðrar þjóðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.