Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1»77 I Með Pólýfónkórnum á œfingu: Hér einbeita kórfélagar sér við Gloria eftir Poulenc. „ Ofsaleg vinna... en höfum tnikla ánœgju afhenni*f —segja kórfélagar — ÞAÐ heyrist bara ekkert I ykk- ur. IngólfurGuðbrandsson, stjórnandi Pólýfónkórsins og 50 manna hljómsveitar, hafði orðið og var ekki alveg nógu ánægður með hvað Htið heyrðist f kórnum. Blaðamaður heyrði hins vegar alveg, en það var hægt að gera betur. Þegar við Morgunblaðs- menn litum inn I Háskólabfó á sunnudagsmorgni var æfing f fullum gangi og viðfangsefnið var verk eftir franska tónskáldið Francis Poulenc. — Ég held ég verði að fá að heyra þetta einu sinni ennþá, það vantar meiri gleði f þetta, sagði Ingólfur og beindi enn orðum sfn- um til kórsins. Þannig var haldið áfram unz allir smágallar höfðu verið sniðnir af. Þó var ekki allt búið, þegar æfingunni f Háskóla- bfói var lokið, um eittleytið, hald- ið var áfram sfðdegis í Vogaskól- anum, þ.e. kórinn eingöngu. Frðrik Einarsson, formaður kórsins, sagði er við náðum tali af honum í hléi, að æft hefði verið allan laugardaginn, um morgun- inn með hljómsveitinni og síðdeg- is kórinn og sami háttur yrði hafð- ur á með sunnudaginn, einnig væri fyrirhugað að æfa á mánu- dags- þriðjudags- og miðvikudags- morgni og á kvöldin líka. Sagði Friðrik að mjög mikið hefði verið æft undanfarna daga, enda ekki langt í það að fyrstu hljóm- leikarnir verði, á skirdag. Er að prófa alla kóra I hléinu sáum við hvar sátu á einum bekknum þrjú saman og voru að spjalla saman. Við feng- um að trufla samtalið og beina nokkrum spurningum til þeirra. „Tríóið“ var: Signý Sæmunds- dóttir, Berglind Lieder og Rúnar Matthíasson. — Ég er bara byrjandi, sagði Signý, en hún syngur sópran og jafnframt því að syngja í Pólýfón leggur hún stund á fiðlunám í Tónlistarskólanum og söngnám einnig. Berglind: Ég tók þátt i flutningi á Messías, en í fyrra var ég ekki með, og Berglind syngur einnig sópran, lærir á pianó, söng og vinnur hálfa vinnu. Þá komum við að Rúnari: Ég er að prófa alla kóra á Islandi og byrjaði i Pólýfónkórnum um ára- mótin, þegar æfingar á þessari efnisskrá hófust. Siðan voru þau spurð um vistina i kórnum, hvort hún væri skemmtileg: — Þetta er ofsaleg vinna, sagði Berglind, og kemur niður á námi. . . það hlýtur að gera það, bætti Rúnar við, bæði hjá fjöl- skyldufólki og öðru . . . og við höf- um mikla ánægju af þessu, botn- aði Signý. Um það voru þau öll sammála, þetta væri virkilega gaman, erfitt á köflum, en mest gaman á konsertdegi, þegar vinn- unni væri skilað. — Það setur í mann kraft þegar unnið er að svo erfiðri efnisskrá sagði Rúnar, enda er þetta talið ein erfiðasta og jafnframt glæsi- legasta efnisskrá, sem Pólýfón- kórinn hefur flutt. Að Iokum voru þau spurð hvað tæki við eftir þessa hljómleika og svaraði Rúnar fyrir þau öll: — Við náum sennilega að draga tvo andardrætti fram að siðari hálfleik, áður en farið verður að æfa fyrir Ítalíuferðina, en þá á að æfa Messias, sem kórinn hefur áður flult, en farið verður með tvær efnisskrár til Italíu. Vissi varla um þessa tónlist Sigríður Óskarsdóttir er ritari kórsins og jafnframt raddfor- maður í altrödd. Hvað gerir radd- formaður? — Við sjáum um að láta alla vita af æfingum, hringjum i fólk, ef á þarf að halda, merkjum við og höfum eftirlit með mætingum hjá kórfélögum. Kórnum hefur verið skipt niður i hópa — 10 manna hópa og er einn „oddviti" fyrir hverjum hópi og höfum við samband við þá til að þeir hafi siðan áfram samband við kór- félaga, ef á þarf að halda, því áður gat verið að maður þyrfti að hringja í allt að 40 manns. Okkur finnst mikilvægt að hafa samband við fólkið i kórnum á þennan hátt, þá kynnist það frekar og því finnst það skipta verulegu máli í hópnum, það hverfur ekki í fjöld- ann. Þurfið þið ekki á fríi að halda frá vinnu þegar æft er svona mik- ið og hvernig gengur að fá það? — Það gengur sérstaklega vel þar sem ég vinn og mikill skiln- ingur er hjá minum atvinnuveit- anda i sambandi við kórstarfið og við höfum líka leitað til atvinnu- veitendanna með fjárstuðning og því hefur verið mjög vel tekið. Hvernig stóð á þvi að þú byrj- aðir að syngja með kórnum? — Ég byrjaði í kórskólanum og hafði ég eiginlega alls ekki kynnzt svona vcrkum áður, ég tók þetta upp hjá sjálfri mér og ég á ekki orð yfir hvað þetta er stórkostlegt — t.d. Bach-verkið, Magnificat. Ég hafði varla tekið eftir svona tónlist fyrr og mér finnst hún alveg stórkostleg. Það er líka mjög gaman í kórnum og mér finnst það aðdáunarvert hvað fjölskyldufólk getur staðið I þessu, svona margar og miklar a?fingar, mér finnst það allt í laga þar sem ég er einhleyp, en það hlýtur að vera erfiðara þar sem fjölskyldufólk á í hlut. Ingvar Jónasson, vfóluleikari. Aftan við hann sitja tveir fyrrverandi nemenda hans, Sesselfa Halldórs- dóttir, t.v. og H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.