Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1977 IIANN byrjaði feril sinn sem keppnismaður á skíðum árið 1964 er hann sigraði i skólakeppni f Tárnaby, heimabæ sfnum í Norður-Svíðþjóð. Þá var hann aðeins sjö ára . Nú er pilturinn orðinn 21 árs og er óumdeilanlega bezti skfðamaður í heimi. Inge- mar Stenmark sigraði í heims- bikarkeppninni á skíðum f fyrra- vetur og hann hefur nú endur- tekið þann leik. Sigurganga Stenmarks er þegar orðin iöng og glæsileg, en á örugglega eftir að verða enn lengri. Ilann hefur unnið til flestra þeirra verðlauna, sem hann hefur átt möguleika á að hreppa, að Ólympíugulli undan- skildu. Á Ólympíuleikunum 1980 verður Stenmark þó sennilegast en á leið á toppinn, þvf talið er að skíðamaður sé ekki upp á sitt bezta fvrr en eftir 25 ára aldur. Það fer ekki á milli mála að Ingemar Stenmark býr yfir ein- stökum hæfileikum, en það eitt hefur ekki dugað til að gera hann að bezta skíðamanni í heimi. Mikill vilji, sjálfsagi, góðir þjálf- arar og þúsundir æfingatíma hafa gert hann að þeirri stjörnu, sem hann er í skíðaíþróttinni. Sérstak- lega hefur ódrepandi vilji hans og áhugi á æfingum vakið mikla at- hygli og sennilegast öðru fremur gert hann að því sem hann er í dag. Um Ingemar Stenmark hefur margt og mikið verið skrifað og blöðin þá oftast komizt að þeirri niðurstöðu að Stenmark væri ein- stakur í sinni röð. Þau hafa gjarn- an kallað hann „Prófessorinn" eða „Stóra tígurinn". Þessi nöfn segja lítið um persónuleika hans og fáum hefur tekizt að komast inn fyrir skelina á þessum mikla iþróttamanni. Hann er ekki gefinn fyrir löng og mikil blaða- viðtöl og honum er ekki lagið að slá um sig með stórum orðum eins og mörgum stjörnum, sem nærast á þvi sem skrifað er um þær i blöðum. Ingemar Stenmark er fyrst og fremst hinn liðlega tvítugi Stenmark frá Tárnaby. Hann æfir knattspyrnu að sumrinu með félaginu i heimabæ sinum og gerir það til að styrkja fæturna. Síðari hluta sumars byrjar hann að æfa fyrir átök vetrarins og leyfir sér ekki minnstu hvild fyrr en öllum helztu mótum er lokið. Stenmark er hetja í Svíþjóð og stöðugt fleiri unglingar taka hann sér til fyrirmyndar. Áhugi á skíðaíþróttinni fer stöðugt vax- andi. Er Stenmark tryggði sér endanlega sigur í Heimsbikar- keppninni að þessu sinni var það í Are i Svíþjóð og honum var fagnað sem þjóðhöfðingja. Meðal þeirra, sem óskuðu honum til hamingju, var Karl Gústaf konungur Svía. Stenmark sagði' aðeins: — Það var gaman að vinna sigur i þessari keppni og það sem gerði sigurinn ánægju- legastan var að ég skyldi innsigla sigurinn heima í Sviþjóð, fyrir framan foreldra mína og landa. En hvernig er leið Ingemars Stenmarks frá Tárnaby upp á toppinn? 1964 Ingemar vinnur sín fyrstu verðlaun er hann sigrar i skóla- keppni á skíðum í Tárnaby. 1965 Ingemar tekur í fyrsta skipti þátt í Andrésar-andar leikunum (Kalle Anka). Hann varð sigur- vegari og fékk sent viður- kenningu að taka þátt í alþjóð- legri Andrésar-andar keppni í Trento á ítalíu. Þar tekur hann í fyrsta skipti þátt í alþjóðlegri keppni og verður 14. í c-flokki i stórsvigi sama dag og hann verður níu ára. Sigurvegari í a- V _____________ Stenmark ásamt Karli Gústaf Sviakonungi. 1976 og 1977 Ingemar Stenmark sigrar bæði árin í heimsbikarkeppninni. Sá eini sem fær ógnað honum yfir heildina er hinn störkostlegi brunmaður Franz Klammer, en hann stóð sig þó ekki eins vel síöari hluta vetrar og í ár var það Klaus Heidegger, sem varð í öðru sæti — langt á eftir Stenmark. — áij Ingemar Stenmark a tullri ferð i sinni fyrstu Andrésar-andar keppni, aðeins átta ára gamall. Stenmark hefur sagt að honum hafi jafnvel þótt vænna um sigur í þeirri keppni en heimsbikarkeppninni á skfðum. EINSTÆÐ SIGURGANGA SEM SENNILEGA ER ÞÓ AÐEINS NÝLEGA HAFIN flokki verður Gustavo Thoeni frá Ítalíu. Norðmaðurinn Erik Háker keppir i b-flokki. 1966 Ingemar nær ,,aðeins“ öðru sæti í úrslitunum í Andrésar- andar keppninni, þó svo að hann sigri i stórsviginu. 1967 Ingemar keppir í fyrsta skipti í b-flokki í úrslitum Andrésar- andar keppninni. Aftur verður hann í öðru sæti. 1968 Ingemar sigrar í b-flokki úr- slitakeppninnar, sem sigurvegari fær hann að taka þátt i mikilli unglingakeppni í Puschberg f Austurriki. Hann sýnir hina raun- verulegu getu sina og sigrar eldri andstæðinga sina í a- fiokki. Austurríkismaðurinn Hansi Hinterseer er meðal keppenda en er dæmdur úr leik. 1969 Nær aðeins öðru sæti i Andrésarkeppninni í Svíþjóð, en keppir nú í fyrsta skipti í a-flokki í þessari keppni. 1970 Hér lýkur Andrésar- andar-árum Ingemars og hann nær sínum þriðja sigri í þessari keppni. Hann fær að taka þátt í unglingamóti í Frakklandi og gerir sér litið fyrir og sigrar fimm landsliðsmenn frá Mið-Evrópu í ,,„samsíða-stórsvigi“ og vinnur sinn athyglisverðasta sigur fram til þess tima. 1971 Ár lítilla tiðinda, en stanzlausra æfinga. Unglingurinn frá Tárna- by er of gamall til að vera með i krakkamótunum, en of ungur til að ná árangri á mótum fullorðinna. 1972 Ingemar sigrar alla beztu skíöamenn Svía í Are-keppninni og verður yngsti sigurvegarinn i mótinu, enn tæplega 16 vetra. Frumraun hans í unglingamóti Evrópu er mislukkuð, hann fellur bæði í svigi og stórsvigi. 1973 Aðeins hársbreidd frá sigri á Evrópumóti unglinga, en dettur þegar hann á eftir 5 hlió að marki i stórsviginu — þá með örugga forystu. Síðari hluta vetrarins tekur hann forystuna sem óum- deilanlega bezti svigmaður Svia. 1974 Nær fram hefndum eftír ósigur- inn á Evrópumótinu og vinnur nú stórsvigið á EM i Tékkóslóvakíu. I upphafi keppnistimabilsins nær hann i tvö fyrstu stigin i heims- bikarkeppninm. I lok keppnis- timabilsins slær hann í gegn og i síðustu heimsbikarmótunum fær hann sæti 3-2-4-2-2 og er um leið talinn meðal' albeztu skíðamanna i heimi. 1975 Hann vinnur fimm sinnum i heimsbikarkeppninni og er kos- inn bezti svig- og stórsvigsmaöur i heimi. Tekst ekki að sigra í heims- bikarkeppninni, þar sem hann tapar fyrir Gustavo Thoeni i sam- síðasvigi í síðustu keppninni. Verður því að láta sér annað sætið nægja. Er valinn bezti iþrótta- maöur í Svíþjóð og á öllum Norðurlöndunum þetta árið. INGEMAR STENMARK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.