Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1377 Leikhús verður hvorki betra né verra en þeir sem starfa við það Nýlega hófust I Þjóðleikhúsinu sýningar á leikritinu Endatafl eft- ir írska nóbelsverðlaunahafann Samuel Beckett. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson og er þetta fyrsta uppsetning hans i Þjóðleik- húsinu. Hrafn hefur starfað jöfn- um höndum sem rithöfundur og leikstjóri. Að stúdentsprófi loknu hélt hann utan' og lauk fil.kand. prófi frá Stokkhólmsháskóla, þar sem hann lagði stund á leikhúsfræði, bókmenntasögu og kvikmyndir með „dramaturgi" eða leikskýr- greiningu sem aðalfag. Þaðan lá leiðin í Dramatiska Institutet í Stokkhólmi, en þar lagði hann stund á verklega fjölmiðlunar- tækni. Þótt Endatafl sé fyrsta leikstjórn Hrafns í Þjóðleikhús- inu, þá er hann ekki með öllu ókunnugur þeirri iðju. Til að mynda leikstýrði hann Meðgöngu- tíma hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1974, Keramik Jökuls Jakobsson- ar í Sjónvarpi 1975 og Beðið eftir Godot í Útvarpi 1976. Á næstunni er svo væntanleg frumsýning I Sjónvarpinu á kvikmyndinni Blóðrautt sólarlag sem er gerð eftir handriti Hrafns og er hann jafnframt leikstjóri. Kvikmyndin er rúmlega 70 mínútna löng og var hún tekin á Djúpuvík á Ströndum siðastliðið sumar og þorpið sjálft var notað sem ein stór leikmynd. Upptökunni stjórnaði Egill Eðvarðsson, en Björn Björnsson sá um leikmynd. Búið «r að klippa myndina og er hún í lokavinnslu erlendis. Það eru þeir Róbert Arnfinnsson og Helgi Skúlason sem fara með að- alhlutverkin. Áður hefur Sjón- varpið sýnt leikritið „Saga af sjónum“ eftir Hrafn. í tílefni af frumsýningu Enda- tafis, tók Morgunblaðið Hrafn tali og spurði hann fyrst hvert væri álit hans á hiutveki leikstjórans. HLUTVERK LEIKSTJÓRANS „Leikstjórinn er í rauninni allt- af einn. Hann er sá sem er lang- mest einn þegar leikrit er svið- sett. Leikararnir hafa allir sitt hlutverk að túlka en leikstjórinn verður að geta staðið utan leikritsins, en verður þó að hafa það allt í höfðinu. Þegar leikstjór- inn fær nýtt verk í hendurnar, verður hann að ákveða hvernig hann aætlar að túlka það. Hvað það er I verkinu, sem hann vill leggja áherzlu á, og hvernig hann fer að því. Hann verður siðan að geta staðið á þessari túlkun og skýrt hana fyrir leikurunum og fengið þá til liðs við sig til að gera hana að veruleika. Um leið og hugmyndarikir leik- arar haf örvandi áhrif á leikstjór- ann og uppsetninguna, er samt fátt jafn hættulegt í sarfi leik- stjórans. Á æfingum eru alltaf að fæðast nýjar hugmyndir og þá verður leikstjórinn að geta áttað sig á því hvort þær falla inn I þann ramma sem hann hefur val- ið uppsetningunni. Leikstjórinn verður að geta valið og hafnað og skýrt út, hvers vegna hann hafnar einni hugmynd en kaupir aðra. Hann má ekki láta augnabliks hrifningu hlaupa með sig i gönur, þegar hugmynd skýtur upp koll- inum, því þegar á reynir passar hún kannski alls ekki inn i ramm- ann og sprengir hann, þótt hún gæti nýtzt í einhverri allt annarri útfærslu. Leikstjórinn verður einnig að geta fært rök fyrir þvi, hvaða eðlisþætti í persónum leiksins eigi að leggja mesta áherzlu á. Ef við tökum dæmi úr Endatafli, t,d, Hammy þá stendur maður frammi fyrir mörgum valkostum. Hvort eigum við að gera hann að geðstirðum húsbónda, taugasjúkl- ingi, einræðisherra, sjúkum dóp- ista eða ættum við að leggja áherzlu á sjálfsvorkunn hans og eigingirni? Auðvitað verða allir þessir þættir að vera til staðar í leiknum, en sú stefna sem er mörkuð i upphafi, hlýtur að gera einn þáttanna að aðalatriði. Enn eitt í verkahring leikstjór- ans; hann verður stöðugt að vera á verði og fylgjast með jafnvægi leiksins, bæði milli persónanna innbyrðis og sjálfri atburðarás- inni. Hann verður að stilla hina ýmsu krafta, rétt eins og hljóms- veitarstjóri ákveður styrk hinna ýmsu hljóðfæra, og hann verður að vera vakandi fyrir hraðanum I verkinu, hrynjandinni. Leikarinn verður að geta snúið sér óskiptur að eigin hlutverki og þeirri persónu sem hann á að túlka og treyst leikstjóranum full- komlega fyrir öllu sem snýr að ytra útliti og heild sýningarinnar. Góður leikari vill að leikstjórinn sé hið mótandi afl f túlkun verks- ins.“ LEIKIIÚS OGGAGNRVNI Með þessa frásögn I huga spurð- um við Hrafn, hvort hann teldi að gagnrýnendur gerðu sér alltaf grein fyrir því hlutverki, sem leikstjórinn þyrfti að inna af hendi. „Við höfum átt góða og slæma gagnrýnendur. Og það er þannig með listamenn að þeir eru eilítið hörundsárir gagnvart verkum sínum, rétt eins og foreldrar eru hörundsárir gagnvart börnum sinum. Gallinn við islenzka gagn- rýnendur er helzt sá, að við höfum átt fáa leikhúsmenntaða menn, þ.e. menn sem haft hafa þekkingu til að fjalla um leiklist af skilningi og alúð. Þeir fáu sem eru til staðar, starfa við leikhúsin og ef þeir ætluðu að vera gagn- rýnendur um leið, er erfitt að ímynda sér, að þeir gætu fjallað um verkin af einlægni, eigandi undir högg að sækja hjá þeim sem þeir gagnrýna. Ég veit að margir af minum ágætu vinum, sem hafa menntað sig á þessu sviði, treysta sér ekki til að fást við leikhús gagnrýni, þar sem ekki er hægt að að lifa á henni einni saman. í staðinn hafa blöðin oft neyðst til að gripa til þess óyndis úrræðis að dubba upp einhverja plebba og gera þá að gagnrýnendum. Oft eru þetta menn sem gætu allt eins tekið sig til og skrifað ritgerðir um tannsmíðar, fiskirækt eða kísilgúr. Það sem er þó verst, er að þeir geta auðveldlega drepið- niður heilu leiksýningarnar með vanþekkingu sinni.“ KRÖFUR LEIKHÚSSINS Við spurðum Hrafn, hvaða kröfur leikhúsið ætti að gera til sjálfs sin, og hvaða kröfur almenningur ætti að gera til leik- hússins. „Eitt leikhús verður hvorki betra né verra en þeir listamenn sem starfa við þaðT Hinn listræni árangur verður engu betri þótt byggðar séu stórar hallir yfir list- ina, þó að slikt sé ágætt og góðra gjalda vert. Leikhúsið sjálft verð- ur alltaf að spyrja sig öðru frem- ur, hvaða krafta það hafi innan- borðs og hvaða viðfangsefni þess- ir kraftar geti ráðið við. Ég held að þessi spurning hljóti að koma á undan öllum öðrum, áður en farið er að spyrja um stefnu og tiigang. Ef við veltum fyrir okkur, hvaða kröfu áhorfandi getur gert til leikhúss, þá verðum við að spyrja okkur fyrst, hvað það sé sem leikhús hefur upp á að bjóða, sem aðrir fjölmiðlar hafa ekki. Þá fyrst komum við að kjarna máls- ins. Sá sem nýtur fjölmiðils eins og útvarps, getur legið undir bílnum sinum að gera við eða staðið inni í eldhusi að sulta rabbabara. Út- varpið er orðið hluti af hversdags- legu umhverfi manna og maður hlustar á það án þess að taka eftir þvi. Maður sem hefur aftur á móti sjónvarp inni I stofu hjá sér, verð- ur að vera beint fyrir framan tækið, til að njóta þess sem á borð er borið og er þannig bundnari af tækinu en sá sem hlustar á út- varp. Líki sjónvarpsáhorfand- anum ekki dagskráin, þá slekkur hann á tækinu og gerir ejtthvað annað, án þess að fyrtast sérstak- lega við sjónvarpið. En þegar farið er í leikhús, þá tekur maður fullkomna afstöðu til fjölmiðils- ins, þ.e. við tökum ákvörðun um að kaupa miða og horfa á ákveðna sýningu og horfa á hana til enda að öllu jöfnu. Áhorfandinn tekur þvi strax i upphafi ákveðnari af- stöðu til fjölmiðilsins en sá sem liggur undir bil og hlustar á út- varp eða sá sem horfir á sjónvarp. Þetta þýðir ekkert annað en það að leiklistaráhorfandinn hefur tekið þá ákvörðun að fara út að skemmta sér, eins og það er kall- að, og um leið gerir hann þá kröfu að leikhúsið sé skemmtilegt. Sú skemmtun getur legið { þvi að vekja menn til umhugsunar, fá menn til að hlæja, gráta, eða taka afstöðu með eða móti ákveðnum boðskap. Þessi klára afstaða áhorfandans til leiksýningarinnar og krafan um skemmtun gerir leikhúsið þvi mjög veikt sem áróðurstæki, þvi áhorfandinn er búinn að ákveða, hvað hann vill fá, og er í vörn gegn öllu öðru. Því minna sem við verðum vör við fjölmiðilinn og finnum minna fyrir nálægð hans, því auðveldar á hann með að lauma að okkur áróðri, vegna þess að við gleym- um að hann er i gangi. Þannig er útvarp langkraftmesti fjölmiðill sem við umgöngumst, en leikhús líklega sá veikasti. Hinn full- komni áróðursfjölmiðill væri þvi hugskeyti, þ.e.a.s. ef ég gæti sent þér hugskeyti og látið þér detta eitthvað í hug, þannig að þú héldir að það væri þin eigin hug- mynd og hugsun — þá stæðir þú algerlega varnarlaus. Við skulum vona að sá fjölmiðill verði aldrei fundinn upp. Sumir menn, sérstaklega i seinni tið, hafa gengið með það í maganum að troða alls konar áróðri inn í leikhúsið sem á miklu fremur heima i öðrum fjöl- miðlum, dagblöðunum, umræðu- fundum og/eða kennslustundum. Auðvitað má nota leikhúsið til margs, en spurningin er bara hvort við erum að gera þvi gagn með því, þ.e. að troða inn i það fyrirbærum sem njóta sin miklu betur annars staðar.“ Þú minntist áðan á, að leikhúsið byði upp á skemmtun sem aðrir fjölmiðlar ráða ekki yfir — get- urðu skýrt það nánar? „Ég held, að það sem heillar mest við leikhús sé hinn lifandi leikur, nálægð leikaranna, þ.e. þessi allt að því likamlega nálægð sem er ekki fyrir að fara í kvik- myndum. Leikhúsið getur alltaf komið á óvart, allt getur gerst. Og þvi nánari og einlægari sem þessi tengsl verða, þvi meir lifandi er leikhúsið.“ Hvað viltu segja, Hrafn, um leikritaval og stefnu leikhús- anna? „Ég held, að okkur hafi hætt til i seinni tið að vera ögn einhæfir leikritavali. Skandinaviski heimurinn og sá enskumælandi hafa verið fullmikið ríkjandi. Þetta er kannski hvað mest áber- andi i leikritavali Útvarpsins. Það er eins og Þýzkir og franskir leik- ritahöfundar hafi gufað upp. Þetta virðist samt eitthvað vera að breytast, sérstaklega með til- komu Litla sviðsins í Þjóðleikhús- kjallaranum. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri á skilið lof fyrir að hafa skapað aðstæður fyrir tilraunaleikhús við Þjóðleikhúsið. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, hvort sem okkur þykir ljúft eða leitt, að hvert eitt leikrit sem flytur með sér nýja menn- ingarstrauma, nýja lífssýn, eða verðmætamat, er miklu meira virði en 10 leikrit af hvunndags- skólanum." AÐ KENNA LEIK Talið snýst nú að leiklistar- kennslu og ég spyr hvort flokka eigi leiklist sem náðargáfu eða hvort hægt sé að kenna hana eins og hverja aðra iðn. „Maður sem reiðist og fer að gráta getur í flestum tilfellum ekki gert sér grein fyrir þvi hvað gerðist innra með honum. Hann veit, að hann grét, þvi sorgin náði yfirhöndinni, en hvaða likam- legar breytinga voru að verki er honum dulið. Leiklist er á vissan hátt náðar- gáfa, sem hægt er að rækta. Leik- ari sem ætlar að ná langt verður að vaka dag og nótt yfir eigin geðbrigðum. Hann verður hreint og beint að geta staðið fyrir utan sjálfan sig og fylgst með við- brögðum sínum i persónulegu til-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.