Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1877 ]]|«||L|1M| Þórður frá Dagverðará við nokkrar mynda sinna. Ljósmynd Mbl. á.j. „Flyt kraft fjallanna og birtuna í myndimar” Þórður Halldórsson frá Dag- verðará efnir til málverkasýn- ingar i Hafnarfirði um pásk- ana. Mun hann sýna um 40 myndir í skátaheimilinu i Hafnarf irði, en myndirnar kvað Þórður málaðar á leiðinni milli Vatnajökuls og Snæfells- jökuls og margar myndanna eru málaðar f Ódáðahrauni við beztu aðstæður. —Ég hef lært í 40 ár að mála í fjöllum, sagði Þórður, og þar hef ég séð fegurstu líti sem til eru. Að mála kraft fjallanna inn í málverkið, þaó er galdur- inn, flytja birtu sólarinnar og segulmagn fjallanna til fram- búðar inn í málverkið. Það þýð- ir það að þótt enginn kraftur sé í hýbýli sem myndin er sett í þá fyllist allt af þeim stórkostlega krafti, eykur lifsfjör og heilsu- bætir, sérlega andlega. Þá skynja menn til fulls að þeir eiga aldrei að geyma í sér hatr- ið. Slíkt skapar kransæðastiflur og ailt það. Menn geta lært af tófunni. Þegar tófan hefur fært yrðlingunum bráð rífast þeir um bráðina upp á líf og dauða, en þegar fæðan er upp étin þá vingast þeir jafn skjótt og taka til við gæluleiki sina. Þórður sögumaður, listmálari og refaskytta kvað myndir sín- ar þrælhressar eins og hann væri sjálfur. Ég er 71 árs gam- all, sagði hann, og þekki ekki gigt, finn hvergi til, aldrei hausverk og það er bölvuð vit- leysa að það sé hjarta í öllum mönnum. Ég hef ekkert hjarta, finn aldrei hjartslátt. Þetta er lika bölvuð vitleysa með matar- æðið. Feitmetið er fyrir öllu. Þá sjaldan ég ét fæ ég mér feitt kjet og smér með, enda finn ég ávallt volgan vind þótt frost herði mikið. Annars er það nú svo hjá okkur undir jökli, að eftir því sem maður eldist skerpast sálargáfurnar. Það gerir það hjá fjallafólki og við erum alltaf til i tuskið, hvort sem það er nútimadans með mjaðmahnykkjum eða gamall polki með þrumutrukki. Þórður frá Dagverðará býður öllum á máiverkasýningu sína. íslendingar í Peking: Telja sig afskipta med ferðastyrk Blaðínu hefur borizt eftirfarandi bréf, dagsett í Peking 21. marz s.l.: Stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna stendur í ströngu þessi misser- in við að hrekja efnalítið námsfólk frá námi, eins og varla hefur farið fram hjá neinum í þessu greinarkorni verður þó engu bætt við verðugar skammir um óaðgengileg lánakjör sjóðs þess, held- ur vakin athygli á öðrum þætti í íslenskir nemendur geti notað sér boð Kínverska Alþýðulýðveldisins og stundað nám í Kína? Það virðist vera ætlun stjórnar Lánasjóðsins að letja menningarsamskipti íslendinga og kín- verja og svipta íslenska nemepdur tækifæri til að kynnast kínversku þjóð- félagi. Það er skilyrðilslaus krafa okkar að Framhald á bls. 35 Lionsklúbburinn Njörður gef- ur Borgarspitalanum stórgjöf t SÍÐASTA mánuði færði Lions- klúbburinn Borgarspítalanum að gjöf fullkominn heyrnarmælinga- búnað, sem ætlaður er háls-, nef-, og eyrnardeild spítalans, og er hann frá Madsen Electroincs i Danmörku. Búnaður þessi, sem er að verðmæti um 7 milljónir króna er talinn mjög fullkominn og er þetta tækjasamstæða sem ætluð er til heyrnarmælinga á ómálga börnum, vangefnum, órólegum sjúklingum og öðrum, sem ekki geta aðstoðað við venjulegar heyrnarrannsóknir. í frétt frá Borgarspftalanum segir að nú megi telja að deildin, sem er eina sérdeild sinnar tegundar á land- inu, standi jafnfætis öðrum deild- um erlendis hvað varðar allan tækjabúnað er snerti rannsóknir á sjúklingum sérgreinarinnar. í fréttatilkynningunni frá Borgarspítalanum segir að deild- in hafi auk þess að njóta góðs stuðnings borgaryfirvalda, átt hauk í horni þar sem sé Lions- klúbburinn Njörður, en hann hafi átt verulegan þátt í uppbyggingu deildarinnar, sem er þurftafrek á tæki, eins og segir i fréttinni. Síð- ar segir: „Með núverandi verðlagi má og Myndin er af félögum Linonsklúbbsins Njarðar og forráðamönnum Borgarspftalans við afhendingu tækjanna. fullyrða að gjafir þær sem Lions- klúbburinn Njörður hefur gefið Háls-, nef- og eyrnadeild Borgar- spftalans séu að verðmæti 20 — 25 millj. króna. Fé til starfsemi sinnar hefur klúbburinn aðallega aflað með jólapappirssölu og hefur einn aðalsölustaðurinn ávallt verið í Borgarspitalanum. Það má þvi með sanni segja, að starf hinnar einu sérdeildar þess- ar sérgreinar hér á landi, eigi hina öru þróun sína að verulegu leyti að þakka einstökum velvilja Lionsklúbbsins Njarðar." Menningarvaka um pásk ana í V-Húnavatnssýslu MENNINGARVAKA V-Húnvetninga 1977 verður haldin á Hvammstanga dagana 7.—9. apríl n.k. I félags- heimilinu. Vaka þessi er nýr liður I félagslffi i sýslunni og er hún að þessu sinni saman sett af sýningum fimm myndlistarmanna auk þess sem lesiS verður úr IjóSum og tausu máli. og þjólagatrlo mun einnig skemmta. Fyrir vökunni standa Lions-klúbburinn Bjarni og Ung- mennafélagið Kormákur. Vakan verður sett miðvikudaginn 6 apríl kl. 8 30 um kvöldið fyrir félaga aðstandenda vökunnar og gesti þeirra Hún verður síðan opnuð almenningi kl 2 siðdegis á skírdag Verða listsýn- ingarnar opnar til kl 6 30 sd og kl 8 um kvöldið hefst svo vakan Stendur hún til kl 1 0 Verða þar fluttir frásögu- þættir og Ijóð eftir v-húnvetnska höf- unda auk þess sem þjóðlaga tríóið mun skemmta Á föstudaginn langa verða svo listsýningar frá kl 2—4 síðdegis Laugardaginn fyrir páska opna svo listsýningarnar kl 2 sd en kl 4 hefst svo vaka að nýju og stendur til kl. 6 en þá lýkur sýningunum og vökunni Verður vakan með sama sniði og á skírdag en annað efni flutt. Á myndlistarsýningunum verða vatnslitamyndir og olíumálverk eftir Jónas Guðmundsson, og grafik eftir Weissaver og Önnu Sigriði Björns- dóttur. Þá verða fuglar skornir í birki af Þorsteini Diomedessyni á Hvamms- tanga og Tupilakar og selir skornir I hvalbein og sandstein af Hoseas Tukula á Cap Dan á Kulusukkeyjum Þá verður flutt óbundið mál eftir Jóans Guðmundsson, málara og rithöfund, sem hann flytur sjálfur, Sigurð Eiriks- son ' Hvammstanga og Eðvald Hall- dórsson i Framnesi Bundið mál verður flutt eftir marga V-Húnvetninga, t d Vatnsenda-Rósu, se Sigurð Norland, Steinar J. Lúðvíksson, bræðurna Helga og Ólaf Tryggvasyni og marga fleiri. Verður þetta efni ýmist flutt af höf- undum sjálfum eða sýslubúum Það skal sérstaklega tekið fram að enginn AÐEINS ein tillaga barst um stjórn í Verkamannafélaginu Dagsbrún að þvl er segir I frétta- tilkynningu frá félaginu um aðal- fund þess. Var stjórnin því sjálf- kjörin og er formaður sem áðar Eðvarð Sigurðsson alþingismað- ur. Aðrir í stjórn félagsins eru: aðgangseyrir verður tekin af gestum, hvorki á sýningum eða vöku. Þá munu konur Lionsmanna selja gestum kaffi á skirdag frá kl 2—6 sd. Myndir á sýningunni verða flestar til sölu en nokkrar í einkaeign Menningarvökunefnd skipa Sig- urður H Þorsteinssson, skólastjóri, for- maður, Egill Gunnlaugsson, dýra- læknir, Ingi Bjarnason, mjólkur- fræðingur, Helgi S. Ólafsson. rafvirkja- meistari, og Karl Sigurgeirsson, kaup- maður Er það von V-Húnvetninga að sem flestir gestir sæki vöku þessa en þetta er i fysta skipti sem slik vaka er haldin og vonazt er til að hún verði fastur liður í félagslifi sýslunnar i fram- tiðinni. Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður, Halldór Björnsson ritari, Baldur Bjarnason, gjald- keri. Andrés Guðbrandsson fjár- málaritari, en meðstjórnendur: Gunnar Hákonarson og Óskar Ólafsson. í varastjórn eru: Ragn- ar Geirdal Ingólfsson, Högni Sig- urðsson og Þórður Jóhannsson. Stjórn Dagsbrúnar sjálfkjörin Örn Þorsteinsson sýnir í Gallerí Sólon Islandus Steinþór við eitt af verkum sfnum. Steinþór M. Gunnars- son sýnir í sal A.í. starfsemi hans Auk þess sem í nafninu felst er það í verkefnum LÍN að styrkja fólk við nám í útlöndum til að ferðast til og frá náms- stað Meiningin hefur verið að ferða- styrkurinn dygði fyrir slíkri reisu ár- lega Og það gerir hann reyndar nokkurn vegin innan Evrópu og til Ameríku En stjórn lánasjóðsins hefur nú sett sér þá starfsreglu að veita ekki neitt hærra en sem nemur ferðakostn- aði innan Evrópu og til Ameríku Þann- ig er hámarskferðastyrkur í dag 136 þús kr Við undirrituð sem stundum nám í Kínverska Alþýðulýðveldinu mótmæl- um þessari hraklegu mismunun Ódýr- asta ferð með flugi mílli Reykjavíkur og Peking (fram og aftur) kostar skv ferðaskrifstofum minnst 268 þús kr. Þannig er Ijóst að ferðastyrkur okkar rétt nægir fyrir íslandsferð annað hvert ár og með naumindum þó, sé tekið tillit til árlegra fargjaldahækkana í «ssu sambandi viljum við taka fram að sumarfrí i kínverskum háskólum er í krmgum 40 dagar á ári, og þann tima höfum við nákvæmlega enga mögu- leika á að vinna okkur neitt inn Hvernig stendur á þessari mis- munun sem Lánasjóður beitir okkur? Hvers vegna eru Evrópa og Amerika eitthvert útvalið forréttindasvæði? í þorskastriðinu þóttist ísland eiga sam- stöðu með 3 heiminum En sú sam- staða nær greinilega ekki langt. a m k nær hún ekki til meirihluta sþórnar Lánásjóðs islenskra námsmanna. Hvernig er hægt að verja það að reyna á þennan hátt að koma i veg fyrir að ÖRN Þorsteinsson hefur opnað málverkasýningu í Gallerí Sólon Islandus og verður hún opin dag- lega klukkan 14—18 og um helgar 14—20. Sýningin stendur til 17. apríl og er þetta fyrsta einka- syning Arnar. Alls sýnir hann 29 oliuverk og eru nokkrar mynd- anna þegar seldar. Meðal kaupenda eru Listasafn Islands, Ltsta- og menningarsjóður Kópa- vogs og Reykjavíkurborg. í sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfsson m.a. um verkin að þó þau séu máluð með sterkum litum og Örn tefli djarft með þá, verði þeir aldrei óþægilega skerandi eða ósamstæðir í meðförum hans. STEINÞÓR Marinó Gunnarsson hefur opnað málverkasýningu i sal Arkitektafélags íslands við Grensásveg 11. Sýnir Steinþór þar 20 olíumálverk og 40 myndir gerðar úr túski, með vatnslitum og litkrít. Er sýningin opin dag- lega kl. 14—22 og lýkur henni 11. apríl. Myndirnar eru allar málaðar á síðustu tveimur árum og leitar Steinþór einkum fyrir- mynda i náttúrunni og segist hann reyna að ná ljóðrænni stemningu í myndir sinar. Þetta er 11. einkasýning hans og hefur hann sýnt tvisvar í Noregi. örn við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.