Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 Hooley ætíar sér að bylta knattspyrnunni í heiminum JOE IIOOLEV, enski knattspyrnuþjálfarinn, sem á sfnum tfma var með iið ÍBK, er stöðugt í sviðsljósinu þar sem hann er. 1 vetur hefur hann undirbúið norsku meistarana Lilleström fyrir komandi keppnistfmabil, en æfingaleikir áður en sjálf alvaran byrjar hafa gengið frekar illa og ýmsir meðal knattspurnumanna f Lilleström eru mjög óánægðir með Hooley. Sjálfur segir þessi skapmikli þjálfari að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar, hann segist ekki vera óánægður með árangur liðsins og raunar ekki búast við að liðinu fari að ganga virkilega vel fyrr en f lok keppnistfmabilsins. Segist Hooley vera að æfa upp nýtt kerfi, sem eigi eftir að gjörbylta knattspyrnunni f heiminum og verða allsráðandi eftir áratug. Fyrirsögn i Dagblaðinu norska er svohljóðandi: „Bylt- ingin gæti orðið örlög þjálfara Lilleström" og síðan „Hooley hættir áður en keppnistfmabil- ið hefst?“ Er í greininni fjallað um leik Lilleström gegn Vik- ing, en Lilleström tapaði 0:3. Er þar fjallað um þann möguleika að Hooley verði látinn hætta áður en keppnin i 1. deildinni byrjar og segist Hooley vera fús til að hætta ef stjórnin ætli að skipta sér af áformum hans og æfingatilhögun. Hooley segir: — Það tekur tíma að þjálfa upp leikkerfi sem þetta og e.t.v. missum við mörg stig í fyrri umferðinni. Við komum þó örugglega sæmi- lega frá þessu móti, kannski verðum við meistarar, aldrei neðar en í sjötta sæti. Eftir þrjú ár mun Lilleström verða sterkt lið á evrópskan mælikvarða. Eftir tíu ár verður mitt leik- kerfi notað um allan heim. Hluti kerfisins segir Dag- bladet að sé í því fólginn að halda knettinum nánast við eig- in vitateig og fá mótherjann þannig framar á völlinn. Sókn- arloturnar skulu siðan sækjast upp kantana og kantmennirnir eru hinir einu raunverulegu sóknarmenn i þessu kerfi. Þeir eiga að skapa möguleikana til að skora, en leikmennirnir, sem e.t.v. augnabliki áður hafa ver- ið við eigið mark, eiga að bruna fram og skora. ÞVl MÁ bæta við að Joe Hooley lætur þau orð falia i sama blaði degi siðar að norsk knattspyrna sé alls ekki léleg og þvi skyldi ekki vera hægt að gera þetta leikkerfi fullkomið i Noregi spyr Hooley. — Þegar ég kom til íslands áttu íslendingar eng- an atvinnumann i knattspurnu, þegar ég fór þaðan voru þeir orðnir sjö, segir Hooley og gef- ur í skyn að það hafi erið hon- um að þakka og norskir þurfi alls ekki að örvænta. REYNI ALLTAF AÐ GERA MITT REZTA „Nei, ég er ekki farinn enn, og veit ekki alveg hvenær ég fer. Eg ætlaði reyndar að vera farinn og vonandi fer eitthvað að rætast úr með þessa pappfra, svo að maður geti farið.“ Þannig mælti júdómaðurinn Viðar Guðjohnsen, Ármanni, er við spjölluðum við hann nýverið, en eins og mörgum er kunnugt stóð til að Viðar færi á eftir Naoki Murata, fyrrum júdóþjálfara hér, til Japans, og enda þótt Viðar ætlaði að vera farinn þá er hann enn hérlendis þar sem honum hafa ekki borist enn nauðsynlegir pappfrar fyrir landvistarleyfum, en Viðar ætlaði sér að vera f 15 mánuði f Japan. „Ég verð þar í sama skóla og Murata var. Þar æfa allir júdó svo maður á örugglega góða möguleika á að verra miklu betri júdómaður heldur en nú er, því bæði kynnist maður góðum kennur- um og einnig gefst kostur á að glíma við marga góða menn og kynnast um leið meiri fjölbreytni en ríkir hér heima,“ sagði Viðar ennfremur. Viðar sagðist mundu kosta ferðina sjálfur, og væri kostnaður nú orðinn um ein milljón króna, en það hefur tekið hann um tvö ár að safna sér fyrir þessari ferð. Þegar við ræddum við Viðar hafði hann nýverið unnið sigur í opnum flokki íslandsmeistaramótsins í júdó, og lagði hann þar félaga sinn Gisla Þorsteinsson eftir spennandi og harða keppni. Var þetla í annað sinn sem Viðar sigraði i opna flokknum, en það gerði hann einn- ig árið áður. Að jafnaði þykir það mikil viðurkenning í röðum júdómanna að sigra í opna flokknum, og er álitið að sigurvegarinn sé að jafnaði bezti júdó- maður landsins. „Maður þorir ekki að spá í hvernig hefði farið, hefði Svavar (Carlsen) verið með,“ sagði Viðar. „Hann er mjög góður, og auk þess stærri OK þyngri. Ég hef aldrei unnið hann,“ bætti Viðar við. Viðar tjáði okkur að hann hefði byrjað i júdóinu fyrir um 5 árum síðan, eða þegar hann var 14 ára gamall. Framfar- irnar hafa komið hægt og rólega," sagði hann. Fyrsta unglingasigurinn heði hann unnið 15 ára, og fyrst orðið Islands- meistari í flokkum fullorðinna árið 1976. Áður en Viðar vann sinn fyrsta íslands- meistaratitil varð hann unglingameistari Norðurlandanna, en það varð hann haustið 1975. Eftirminnilegasta mótið, og jafnframt eftirminnilegasti sigurinn kvað Viðar vera opna Norðurlandamótið frá sl. hausti sem fram fór i Finnlandi. Þar voru margír góður júdómenn meðal þátttakenda, enda mótið opið, en Viðar gerði sér litið fyrir og sígraði á þessu móti. Höfðu flestir andstæðingar hans náð langt á Alþjóðavettvangi, þ.ám. Svíi er hafði hlotið brons á Ólympíuleikum. Aðspurður um hvernig hann hugsaði til þátttöku í stærri mótum, og mótum utan landsteinanna, svo sem NM, EM, o.s.frv., sagði Viðar: „Maður reynir að gera sér að jafnaði engar gyllivonir, þótt mótin leggist misjafnlega vel í mann. Maður gerir sér vanalega grein fyrir því að með óvarkárni getur maður auðveld- lega orðið síðastur í flokknum, en ef allt gengur vel og að óskum þá getur maður alveg eins orðið fyrstur. Ég forðast líka að gefa nein loforð sem ég get svo ekki staðið við. Oft getur fyrirkomulag mót- anna haft áhrif á hvernig manni vegnar á mótinu. Maður reynir að verða sér út um upp- lýsingar um væntanlega helztu andstæð- inga, og þá fyrst og fremst veikleika þeirra, en einnig er gott að vita á hvaða sviði þeir eru sterkir. Reynir maður svo að beita og koma við sínum eigin uppáhaldsbrögðum í keppninni. En ann- ars hugsar maður bara vanalega um að reyna að gera sitt bezta hvert svo sem mótið eða andstæðingurinn er.“ —ágás. Á nýafstöðnu íslandsmeist- aramóti í júdó vakti mikla at- hygli sigur Önnu Láru Friðriks- dóttur, Ármanni, í opnu keppni kvenfólksins, en þar sigrað hún þær stúlkur sem að undanförnu hafa staðið hvað fremst ís- lenzkra judókvenna, þ.e. þær Sigurveigu Pétursdóttur og Þóru Þórisdóttur. Að lokinni keppni voru þessar stúlkur jafnar að vinningum, en Anna Lára stóð upp sem sigurvegari vegna þeirra tækni- stiga sem hún hafði fram yfir andstæð- inga sina, en hún hafði m.a. sigrað Sigur- veigu með fullnaðarvinningi, þ.e. „ippon“. Að mótinu nýafstöðnu röbb- uðum við lítillega við Önnu Láru, og að vanda var hún fyrst spurð hvenær hún hefði byrjað iðkun júdóíþróttarinnar. „Ég var fyrst eitt ár í þessu þegar ég var í 12 ára bekk,“ sagði Anna Lára , sem nú er um tvítugt. „Siðan byrjaði ég aftur þegar ég byrjaði í Menntaskólanum, og hef verið i þessu síðan. Þann tíma hef ég lagt mismafnlega mikla rækt við þetta, en yfirleitt hef ég þó æft vel. Að visu er ég óhress hve lítið ég hef getað æft síðustu tvo mánuðina fyrir íslandsmótið, og þvf kom þessi sigur i opna flokknum mér mjög mikið á óvart. Flestum hefur hann sennilega komið á óvart, en sjálf- sagt engum eins mikið og sjálfri mér,“ sagði Anna Lára ennfremur. Af hverju kom það svo mikið á óvart? „Þær Sigurveig og Þóra eru báðar nokkru þyngri en ég, og hafa að auki æft talsvert meira. Þóra er og með mjög góða tækni í brögðum, en hún var sigurvegari i flokkunum. Sigurveig hefur verið ósigrandi þangað til í fyrra. Þá keppti hún lítið vegna meiðsla, og í millitfðinni hefur dregið saman með henni og Þóru.“ Aðspurð sagðist Anna Lára vera mjög ánægð með mótið, þó svo heppnin hefði gengið i lið með henni. „Ég vann allar viðureignir minar á hengingu, en heng- ing og lásar eru min uppáhaldsbrögð. Að vísu reyndi ég ekki fyrir mér í kast- brögðum í þetta sinn, treysti mér ekki út i þau vegna æfingaleysis." Anna sagði okkur að henging væri ekki hættulegt bragð, né væri neitt illt meint með þvi. Bragðið byggðist upp á því að þrengt vær að slagæðum til heilans, með því að þrengja að hálsi andstæðinsins með kraganum. „Það má aðeins nota kragann á búningi andstæðingsins til þess arna, • '*' Y". 4' f % ' . ') - ,i en alls ekki má hnoða á höfði hans á einn eða annan hátt né nota berar hendur. Þetta er alls ekkert hættulegt, og dómar- arnir fylgjast að jafnaði vel með að farið sé að settum reglum varðandi þetta bragð. Þá kunna allir að vekja upp úr hengingu." Anna sagði okkur að þegar hún hefði sigrað Sigurveigu hefði dómarinn einmitt stöðvað viðureignina á réttum tíma. Hefði Sigurveig að vísu ekki gefist upp, en ekkert reynt þó til að iosa sig. Frekar lítið hefur farið fyrir júdó- iðkun kvenna hér á landi, enda iþróttin frekar ung hérlendis. „En þar kemur líka fleira til,“ sagði Anna. „Það er bók- staflega ekkert gert fyrir kvenfólkið í þessari iþróttagrein, en sú litla reynsla sem til er sýnir að islenzkar júdókonur standa vel í útlendingum. Hafa þær Sigurveig og Þóra sýnt það hvor fyrir sig, sitthvort skiptið sem þær hafa haft tækifæri til að spreyta sig við erlendar júdókonur. Mér finnst að meir þurfi að gera fyrir íslenzkt kvenfólk á þessu sviði. Það þarf að senda það utan í æfingabúðir, og til keppni. Strákarnir hafa staðið sig vel á erlendum vettvangi og ég er viss um að kvenfók getur jafn vel, fái það tækifæri til,“ sagði Anna Lára Friðriksdóttir að lokum. -ágás. HENGINGAR OG LÁSAR MÍN UPPÁHALDSBRÖGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.