Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977
37
inu væri sífelld styrjöld. Ef ráðu-
neytið hefði gefið út einhverja
reglugerð hefðu hinir og þessir
hagsmunahópar mótmælt og
þegar eitthvað hefði verið gefið
út, og engin mótmælt þá héldi
maður að nú hefði verið gerð ein-
hver hroðaleg vitleysa. Sagði
ráðherra að Islendingar gætu
ekki lokað öllum dyrum fyrir
samningum við aðrar þjóðir. Við
mættum t.d. ekki útiloka Fær-
eyinga frá okkur, ef við færum að
troða á þeim yrði það notað á móti
Íslendingum.
Verðum að láta
umframafla
Jón L. Arnalds sagði að það
væri ljóst að samþykkt yrði á haf-
réttarráðstefnunni, að öll riki í
heiminum yrðu að sætta sig við að
umframafli kæmi i hlut annarra
rikja, þá fyrst og fremst land-
luktum. Þrátt fyrir þetta stæðu
vonir til að Ísland yrði undan-
þegið í þessum efnum, þannig að
við skiptum eingöngu við þær
þjóðir, sem mjög væru háðar fisk-
veiðum og veiddu mikið á farlæg-
um miðum. Þar væru Færeyingar
sér á parti. Ef við segðum nei, og
Færeyingar fengju ekki að veiða
við ísland, værum við komnir í
þversögn við okkur og um leið
misstum við okkar undanþágu.
Þessu næst stóð Kristján Jóns-
son hafnsögumaður og fv. skip-
stjóri upp og mælti á þá leið, að
Bolli Kjartansson
hann treysti fiskifræðingum og
sjávarútvegsráðherra fullkom-
lega til að taka sínar ákvarðanir
eins og þeim fyndist bezt sjalfum,
— og þið eigið ekki að hlusta á
aðra.sagði hann.
Þá ræddi Halldór Hermannsson
nokkuð um þá skýrslu sem rækju-
Ragnar Þorbergsson
sjómenn verða að senda til
verðlagsráðs sjávarútvegsins og
sagði að það væri eins og ætti að
skammta þeim til hnífs og
skeiðar, einnig væru Vest-
firðingar óánægðir með að fisk-
matið væri skyndilega farið að
meta steinbit, því áður hefði verið
greitt eitt verð fyrir hann.
Ingólfur Ingólfsson sagði, að
þegar skýrslur væru fengnar frá
fyrirtækjum i sjávarútvegi væri
bezt að fá skýrslur frá nokkrum
dæmigerðum fyrirtækjum, en þvi
væri ekki að neita að stundum
hefði gengið verst að fá skyrslur
frá Vestfjörðum. Kvað Ingólfur
það slæmt að ekki skyldi vera
greitt hærra verð fyrir stein-
bítinn, eftir að farið var að flokka
hann, en benti á að Verðlagsráð
ákvæði aðeins lágmarksverð.
Ragnar Þorbergsson sagði, að
nú yrði að gera eitthvað til að
takmarka sókn i þorskinn.
Togararnir væru kannski með
óþarflega mikinn afla. Mætti ekki
setja kvóta á skipin. Nú færu
rækjubátarnir brátt til þorsk-
veiða og þá gæti svo farið að
frystihúsin ættu i erfiðleikum
með að vinna allan aflann. Þá
kæmi þá oft fyrir að togararnir
kæmu ekki með allan fiskinn i
land i kössum, heldur væri hann á
víð og dreif um skipið og oft væri
fiskurinn ekki eins fallegur og
hann ætti að vera.
— Ég vil leggja áherzlu á mikil-
vægi Verðjöfnunarsjóðs, sagði
Marius Þ. Guðmundssn er hann
tók til máls. Sagðist hann vera
hissa á að fiskifræðingar hefðu
slegið því föstu, að núll-
rannsóknirnar frá því i fyrra
stæðust algjörlega, en sagðist
vilja taka undir fulla aðgæzlu í
þorskveiðum. Þessu svaraði
Jakob Magnússon og sagði að rétt
væri að taka ekki of mikið mark á
núllrannsóknunum, en menn
reyndu að spá eins snemma og
unnt væri, hins vegar hefði tækni
fleygt mikið fram i þessu efni og
menn næðu sífellt meiri tökum á
þessum rannsóknum.
Að loknum þessum umræðum
sleit Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra ráðstefnunni og
virtust allir á einu máli um að
svona ráðstefnur væru nauðsyn-
legar a.m.k. einu sinni á ári.
Þ.O.
Urslit 1 B-
flokki bréfa-
skákmóts
NVLEGA lauk keppni f C-flokki
Bréfaskákmóts íslands 1976. Sig-
urvegari varð Magnús Þorsteins-
son, Höfn, Borgarfirði eystra, og
hlaut hann 8'A vinning.
í öðru sæti varð Björn Sigur-
jónsson með 7 vinninga, i 3. til 4.
sæti urðu Snorri Þorvaldsson,
Akurey, V-Landeyjum, og Jón
Markússon, Búðardal, með 6‘A
vinning. Flytjast þessir fjórir
skákmenn, sem þegar hafa verið
nefndir upp í B-flokk.
í fimmta sæti varð Ármann
Olgeirsson, Vatnsleysu, Fnjóska-
dal, með 5 vinninga, í sjötta sæti
varð Jenni Ólafsson, Borgarnesi,
með 3‘A vinning, Donald Kelly,
Akureyri, 2‘A vinning, í áttunda
sæti Aðalbjörn Steingrimsson,
Akureyri með 1!4 vinning, í
niunda sæti Sigurður Sólmundar-
son með 1 vinning og i tíunda sæti
Arngrímur Þ. Gunnarsson Akur-
eyri með 0 vinninga.
Urslit I A- og B-flokkum eru
væntanleg innan skamms.
Dagur sýnir
í Stúdenta-
kjallaranum
DAGUR Sigurðarson sýnir
um þessar mundir 15 akríl-
myndir í Stúdenta-
kjallaranum. Þetta er
þriðja einkasýning Dags,
sem annars hefur aðallega
unnið að ritstörfum.
Myndirnar eru allar nýjar
og eru þær til sölu.
Sýningin er opin á sama
tíma og kaffiveitingar eru
fram bornar í Stúdenta-
kjallaranum. Dagur
Sigurðarson dvelst um
þessar mundir á Ítalíu.
Ætlaði að kála
öllum í vélinni
Zamboanga, Filippseyjum,
2. aprfl. Reuter
FLUGMAÐUR sem ærðist og
skaut sjö til bana og særði 15 í
innanlandsflugi á Filippseyjum
viðurkenndi f dag að hann hefði
ætlað að drepa alla sem f vélinni
voru 34 að tölu.
Flugmaðurinn, Ernesto Agbulo,
ætlaði að nauðlenda flugvélinni
og komast undan með um 100.000
dollara sem einn farþeginn,
bankastarfsmaður, hafði
meðferðis.
Afsláttur
á sumarferðum
Stjórnir Verzlunarmannafélags Reykjavlkur og landssambands
Islenzkra verzlunarmanna, hafa samið við ferðaskrifstofurnar Sunnu og
Samvinnuferðir um 6 000 kr afslátt fyrir félagsmenn og fjölskyldur
þeirra I sumarleyfisferðir 50% afsláttur er veittur fyrir börn innan 1 2
ára.
Farið verður til: Costa Brawa
Costa Del Sol
Dublin
Grikklands
Krftar
Mallorca
HILLUVEGGIR, LÖKKUÐ FURA EÐA BRUNBÆSUÐ.
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ
Allar nánari upplýsingar veita ferðaskrifstofurnar,
Sunna I slmum 1 6400, 1 2070
Samvmnuferðir I slma 27077
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur,
Landssamband islenzkra verzlunarmanna
irumarkaðurinn hf.
rmúla 1A S: 86112.
v.