Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 JMwgntttfifaMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. simi 10100. ASalstræti 6. simi 22480 Hitaveitur — heimilin og þjódarbúid egar lesið er um liðna tfð og gengnar kynslóðir er engu Ilkara en tuttugasta öldin hafi snert Islenzkt þjóðfélag töfra- sprota, sem gjörbreytt hafi aðstöðu, afkomu og öryggi fólks til hins betra. Segja má, að við höfum I einu vetfangi stokkið út úr fátækt og frumbýlingshætti margra alda yfir I tæknivætt velferðarþjóðfélag, þar sem efnahagslegt öryggi og félagslegt réttlæti móta heildarvipinn, þó að enn megi margir hlutir betur fara. Þessi öra framþróun hefur einnig, þvl miður, skolað á land ýmsum öfughætti, sem eyða þarf, og flætt yfir ýmis verðmæti, er betur væru geymd en gleymd. Enginn vill þó ganga aftur á bak, I þeim skilningi, að hverfa að hinni horfnu þjóðfélagsmynd fátæktar og félagslegs ranglætis, utan örfáir úrtölu- menn, sem aldrei sjá til sólar fyrir eigin sálarmyrkri. Einn er sá kapttuli samtímasögunnar, sem þjóðin er enn að semja í framkvæmdum sfnum, er vakið hefur athygli vftt um veröld. Það er kapftulinn um nýtingu jarðvarmans og fallvatnanna, bæði til hús- hitunar og til að knýja hjól framleiðslu og verðmætasköpunar f þjófélaginu.— Upphaf jarðvarmanýtingar liggur þó áratugi að baki. Þar áttu ekki hlut að máli rósrauð byltingaröfl. Það var svokallað „borgarst jórnaríhald", sem reið á vaðið um virkjun jarðvarmans hér á landi. Borgin, sem kennd var við reyk, varð fyrsta reyklausa höfuð- borgin I veröldinni. — Næstu byggðakjarnar hér á landi, sem hitaveitu hlutu, Ólafsfjörður og Sauðárkrókur, lutu og hægri stjórnum um sín héraðsmál, er heita vatnið leysti innflutta orkugjafa þar af hólmi. — Og það er Hitaveita Reykjavíkur, sem I samvinnu við viðkomandi sveitarfélög, hefur nú leitt heitt vatn til húshitunar I Hafnarfjörð, Kópavog og Garðabæ. Slðan hinar fyrstu varmaveitur komu til sögu hefur þróun orðið umtalsverð, þó framkvæmdaeyður komi inn I. Dýrkeyptust og hörmu- legust var þó sú framkvæmdaeyða, sem spannaði öll vinstri stjórnar árin; ekki sfzt með tilliti til orkukreppunnar I heiminum og margföld- unar olluverðs, sem kostað hefur þjóðarbúðið ómældan erlendan gjaldeyri og rýrt ráðstöfunartekjur heimila á olfuhitunarsvæðum meir og örar en nokkuð annað. 1 viðtali við Gunnar Thoroddsen, orkuráðherra, sem var birt hér I Morgunblaðinu um helgina, kemur í Ijós, að sérstök áherzla hefur verið lögð á jarðhitaleit og boranir eftir heitu vatni I tfð núverandi rfkisstjórnar. Jarðeðlisfræðilegar mælingar og aðrar forrannsóknir hafa verið framkvæmdar á fjölmörgum stöðum um gjövallt landið, sem aukið hafa mjög á vitneskju um jarðhitalfkur á hinum ýmsu stöðum. Tveir nýir jarðborar vóru keyptir til landsins á árinu 1975: gufuborinn Jötunn, stórvirkasti bor okkar, sem getur borað niður 314 km, og borinn Narfi, en báðir hafa þeir gegnt mikilvægu hlutverki f jarðhitaleit sfðan. Nægir f þvf sambandi að minna á fyrirhugaðar hitaveituframkvæmdir á Akureyri, sem talin var án varmaveitumögu- leika til skamms tfma. Vmsir aðrir staðir eygja nú hitaveitumöguleika, þar sem áður var talið útilokað að nýta jarðvarma. Þannig er nú talið, að yfir 80% landsmanna muni á næstu árum búa að varmaveitum, f stað 66%, sem talinn var hámarksmöguleiki fyrir þremur árum. Þessar hitaveiturannsóknir allar, varmaveita til nágrannabyggða Reykjavfkur, Hitaveita Suðurnesja, Hitaveita Akureyrar og varma- veitur til margra annarra byggða, hafa verið forgangsverkefni hjá núverandi rfkisstjórn, og eiga eftir að hafa margháttaða þjóðhagslega þýðingu, auk hagkvæmni fyrir heimilin á viðkomandi svæðum. En nýting innlendra orkugjafa nær ekki sfður tif fallvatnanna. Sigölduvirkjun er nú fullunnin og Hrauneyjafossvirkjun hefst á þessu ári. Frumvarp að heimildarlögum liggur nú fyrir Alþingi um virkjun Blöndu f Austur-Húnavatnssýslu, sem verður fyrsta stórvirkjunin utan eldvirknisvæða hér á landi, ef samþykkt verður, og fyrsta stórvirkjun- in f strjálbýli, þ.e. utan Suðvesturlandsins. Slfk heimildarlög þykja nauðsynlegur undanfari kostnaðarsamrar lokakönnunar á virkj- unarsvæði Blöndu. Byggðalfna milli Suður- og Norðurlands er nær fullunnin. Hún mun tengja saman orkuveitusvæði Suðurlands, Vestur- lands, Norðurlands vestra og eystra. Þessi tenging verður sfðan fram- lengd til Austurlands, m.a. f tengslum við fyrstu stóru gufuaflsvirkjun okkar; og tenging við Vestfirði er einnig ráðgerð. Vmsar smærri og miðlungsvirkjanir eru nú í athugun, sem vel geta komið til fram- kvæmda, ef rannsóknir sýna fram á hagkvæmni þeirra. Nýting innlendra orkugjafa hefur ómetanlega þýðingu, bæði hvað varðar gjaldeyrissparnað og uppbyggingu iðnaðar og atvinnuöryggis f landinu. Heildsöluverð á raforku hér á landi er og með þvf lægsta sem . ekkist f heiminum. Hins vegar er smásöluverð hátt. Þvf veldur fyrst og fremst dýr dreifingarkostnaður f okkar stóra og strjálbýla landi. Dreifingarkostnaður er um helmingur orkuverðs f smásölu á Reykja- vfkursvæðinu og að sjálfsögðu hlutfalllega hærri f strjálli byggðum. Ríkið tekur og til sfn um fjórðung smásöluverðsins, með 13% verð- jöfnunargjaldi og 20% söluskatti. Nauðsynlegt er að kanna til hlftar, hvort hægt sé að minnka bil heildsöluverðs og smásöluverðs, sem yrði þá að koma fram f lægri dreifingarkostnaði og/eða hóflegri rfkis- sköttun. En hvað sem verðlagi raforkunnar Ifður, má hitt Ijóst vera, að sjaldan eða aldrei hafa verið stigin stærri spor f nýtingu innlendra orkugjafa, jarðvarma og vatnsafls, en í tfð núverandi rfkisstjórnar. 1 þessum framkvæmdum öllum er sá „Þjóðviljahundur" grafinn, sem nú geltir hvað ámátlegast að núverandi orkuráðherra. Korchnoi og Poluga- evsky tefldu báðir stíft til jafntef lis Sovézki stórmeistarinn Lev Polugaevsky tefldi mjög örugg- lega til jafnteflis með svörtu í 12. einvígisskák sinni við Henrique Mecking frá Braziliu. Þrátt fyrir mikinn sigurvilja hins 24 ára gamla Brasilíu- manns varð hann að sætta sig við jafntefli eftir 43 leiki, sem þýddi jafnframt tap fyrir hann i einvíginu. Það hlýtur að vera súrt í broti fyrir Mecking að koma heim án þess að hafa unn- ið eina einustu skák. Polugaevsky vann eina, en hin- ar 11 urðu allar jafntefli. Það verður því Lev Polugaevsky sem hefur því erfiða hlutverki að gegna í næstu umferð kandídataeinvígjanna að þurfa að stöðva Viktor Korchnoi. Hvítt: Henrique Mcking Svart: Lev Polugaevsky Enski leikurinn 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e4 — Bb7, 5. Bd3 — d6, 6. Bc2 — c5, 7. d4 — cxd4, 8. Rxd4 — a6, 9 b3 — Be7, 10. 0-0 — 0-0, 11. Bb2 — Rc6, 12. Khl — Dd7, 13. Rxc6 — Bxc6, 14. Dd3 — b5, 15. cxb5 — Bxb5, 16. Rxb5 — Dxb5, 17. Hacl — IIfd8, 18. f3 — Rd7, 19. Bbl — Bf6, 20. Bxf6 — Rxf6, 21. Hfdl — Kf8, 22. Hc7 — Re8, 23. Hc3 — Hac8, 24. Hdcl — Hxc3, 25. Dxc3 — a5, 26. Bd3 — Db6, 27. Bfl — Ke7, 28. g3 — Hd7, 29. Kg2 — Hc7, 30. Dd2 — Hxcl, 31. Dxcl — Rf6, 32. Bc4 — h6, 33. Dd2 — Rd7, 34. Dc3 — Rf6, 35. e5 — dxe5, 36. Dxe5 — g5, 37. Del — Ilc5, 38. Dd2 — Rd5, 39. Bxd5 — exd5, 40. Kfl — d4, 41. Ke2 — f5, 42. Dd3 — Kf6 43. Kd2 — f6. Jafntefli. Vikctor Korchnoi stóð allan tímann betur með svörtu í 12. og síðustu einvígisskákinni við Tigran Petrosjan. Korchnoi hafði reyndar peð yfir og alla vinningsmöguleika í lokastöð- unni, en ákvað að láta öryggið sitja í fyrirrúmi og samdi því jafntefli. Hvltt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Korchnoi Drottingarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e3 — Bb7, 5. Bd3 — Bb4+, 6. Rbd2 — c5, 7. dxc5 — Bxc5 8. 0-0 — Rc6, 9. a3 — Dc7, 10. b3 — Re5, 11. Rxe5 — Dxe5, 12. IIa2 — Bd6, 13. g3 — Dc5, 14. e4 — h5, 15. b4 — Dc7, 16. Hel — h4, 17. Rfl — hxg3, 18. hxg3 — a5, 19. Hb2 — axb4, 20. axb4 — Be5, 21. Hc2 — Hal, 22. De2 — I)b8, 23. Kg2 — Da8, 24. Rd2 — Ha4, 25. b5 — Kf8, 26. Rf3 — Bd6, 27. Rg5 — Bc5, 28. Bb2 — Hh6, 29. Hccl — Ba3, 30. Hal — Bxb2, 31. Dxb2 — Ilxal, 32. Hxal — Db8, 33. Dd4 — e5, 34. Dc3 — IIh5, 35. Db4 + — d6, 36. Dd2 — g6, 37. Be2 — Rxe4, 38. Rxe4 — Bxe4+, 39. f3 — Bb7, 40. g4 — Hh7, Hér fór skákin i bið, en það var samið jafntefli áður en Iengra var haldið. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON GUÐLAUG GERÐI JAFN- TEFLI VIÐ HORT Á sunnudaginn tefldi Vlastimil Hort 10 klukkuskákir við sterka íslenzka skákmenn. Var fyrirkomulagið þannig, að íslendingarnir, höfðu allir tveggja tíma umhugsunarfrest en Hort hafði tvo tíma á allar 10 skákirnar eða 12 minútur að meðaltali á hverja skák. Leikar fóru þanni, að Hort hlaut 7'A vinning, vann 7 skákir, gerði eitt jafntefli, við skákdrottning- una Guðlaugu Þorsteinsdóttur, en tapaði tveimur skákum, gegn Harvey Georgssyni og Sævari Bjarnasyni. Hér fer á eftir skák Horts og Sævars, sem var mjög skemmti- leg. Hvltt: Vlastimil Hort, Svart: Sævar Bjarnason. 1. c4, — Rf6, 2. Rc3 — g6, 3. e4 — d6, 4. d4 — Bg7, 5. Rf3 — 0-0, 6. Be2 — e5, 7. 0-0, — Rc6, 8. d5 — Re7, 9. Rel — Rd7, 10. Rd3 — f5, 11. f3 .— Rf6, 12. c5 — f4, 13. cxd6 — cxd6, 14. Bd2 — g5, 15. Rf2 — h5, 16. Hcl — Rg6, 17. Rb5 — Hf7, 18. Dc2 — Re8, 19. a4 — Bf8, 20. Hf-dl — Hg7, 21. h3 — Rh4, 22. Bel — Bd7, 23. I)b6 — a6, 24. Ra3 — Rf6, 25. Rhl — Rxg2, 26. Kxg2 — g4, 27. hxg4 — hxg4, 28. Kfl — g3 29. Kg2 — Rxe4, 30. fxe4 — Dh4, 31. Rxg3 — Dh3+, 32. Kgl — fxg5, og hvítur gaf. Ganga sjómenn fyrsta sinni sameinaðir til samningagerðar? SJÓMANNASAMBAND íslands hélt um helgina sérstaka ráðstefnu um kjaramálin, en í bígerð er samvinna undir- og yfir- manna f samningagerð og sagði Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjórafélags íslands, í viðtali við Morg- ís gerði gat Akureyrartogarinn Harðbakur varð fyrir þvf óhappi á Halamið- um sfðdegis f gær, að fs gerði allmikla rifu á hlið skipsins. Sam- kvæmt þvf sem Mbl. hefur fregn- að mun rifan vera um einn metri og komst talsverður sjór f lestar skipsins. Vilhelm Þsteinsson, fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa h.f., tjáði Morgun- blaðinu í gær, að skip tjórinn hefði tilkynnt um þetta óhapp í gærkveldi og væri skipið á leið inn til Akureyrar. Upphaf- lega var ráð fyrir gert, að skipið kæmi til löndunar á miðvikudag Vilhelm sagðist gera ráð fyrir að taka þyrfti skipið í slipp að lokinni löndun og viðgerð færi fram i Slippstöðinni. Hannað þetta óhapp svó nýorðið, að ekki væri unnt að fullyrða neitt á þessu stigi, hve viðgerð tæki unblaðið í gær, að hann hefði trú á að samstarf þessara aðila tækist. Sagði Ingólfur, að slík samvinna markaði þáttaskil i sjó- mannasamningum og taldi hann, að hún ætti að verða öllum aðilum fagnaðar- efni. á Hardbak langan tima. Harðbakur er 1.000 rúmlesta Spánartogari. Annar togari UA var í gær kominn til Harðbaks og fylgdi hann skipinu ef eitthvað skyldi út af bera á leið þess til Akureyrar. Á sjómannasambandsþinginu var sérstaklega fjallað um kröfur í komandi kjarasamningum, en kröfugerð hafði verið undirbúin fyrir fundinn og lögð fyrir hann. Hins vegar hefur Farmanna- og Fiskimannasamband íslands enn ekki gengið frá sinni kröfugerð og þar sem samvinna aðilanna er í burðarliðnum var ákveðið að upp- lýsa ekki opinberlega um þær kröfur, sem samþykktar voru á Sjómannasambandsþinginu. Þó mun þess ekki langt að bíða að kröfugerðin verði gerð heyrin- kunn. Ingólfur Ingólfsson kvað það myndu verða öllum fagnaðar- efni, ef samvinna tækist með und- ir- og yfirmönnum, en hann bætti við: „Eftir er svo að sjá, hver eftirtekjan verður.“ Friðrik og Guðmund- ur gerðu báðir jafnt FRIÐRIK Olafsson virðist vera f mjög miklu jafntef lisskapi á alþjóðamótinu f Genf, sem nú fer fram, en Guðmundur Sigurjóns- son tapar og vinnur til skiptis. Attunda umferð skákmótsins var tefld ( gær. Þá gerðu bæði Friðrik og Guðmundur jafntefli. Friðrik við Ivkov, en Guðmundur við Hug. A sunnudag gerði Friðrik jafnt við Timman, en Guðmundur tapaði fyrir Torre. 1 sjöttu umferð gerði Friðrik einnig jafn- tefli, en Guðmundur vann þá Pachmann. Staðan í mótinu er nú fremur óljós. Larsen tapaði á sunnudag fyrir Pachmann, en þrátt fyrir það mun hann vera i efsta sæti mótsins, en hann á tvær biðskákir við Anderson og Ivkov. Flestir eru þátttakendur i hnapp og eru þeir F’riðrik og Gumundur í miðjum hópi þátttakenda. Alls eru 13 umferðir á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.