Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1977 19 að hann vonaði það bezta, það hefði verið sagt að rrva<5ur kæmi í manns stað, en það væri sjálfsagt erfitt i þessu tilviki, og fólkið fer sjálfsagt í aðra kóra. Gamalt samstarf endurnýjað Að síðustu var rætt við einn af hljóðfæraleikurunum, Ingvar Jónasson víóluleikara, en hann er hingað kominn frá Svíþjóð til að taka þátt í þessum hljómleikum: — Ingólfur hringdi I mig fyrr i vetur og bauð mér upp á að koma hingað og vera með, en við störf- uðum saman hér fyrr á árum þeg- ar Pólýfónkórinn hóf að flytja verk með hljómsveit. Þá var ég Ingólfur Guðbrandsson, stjórnar 200 manns á sviði Háskólabiós, 150 söngvur- um og 50 hljóðfæraleikurum. „Trlóið, frá vinstri Signý Sæmundsdóttir, Rúnar Matthfasson og Berg- lind Lieder. Ljósm. RAX. Tenór alla ævi Fólkið dreifðist um salinn i hlé- inu og fékk sér kaffisopa af brús- um sínum og brauðbita með og aftur í miðjum sal fundum við einn af tenórunum, Hjálmtýr Hjálmtýsson kvaðst maðurinn heita: — Ég hef verið tenór alla ævi — byrjaði á að skæla í tenór og ég vona bara að ég endi ekki i bass- anum, — og sjálfsagt vonar bass- inn það lfka. Hjálmtýr er ekki alveg nýr i sönglistinni, hann hefur verið í kórnum í yfir 20 ár og komið víða við: Já, ég hef m.a. sungið í Karla- kór Reykjavljjur og farið i söng- ferð með honum, einnig hef ég sungið með Þjóðleikhúskórnum, svo og Frikirkjukórnum. 1 Pólý- fónkórnum hef ég sungið i þrjá vetur, er þetta þriðja verkefnið sem ég tek þátt f, áður hef ég verið með í Massíasi og H-moll messunni. Við hefjum æfingar á Mcssiasi eftir þessa hljómleika fyrir Italiuferðina og verður það án efá skemmtileg ferð og ég held að fólkið sé þegar farið að hlakka til. Varðandi framtið kórsins þegar Ingólfur hættir, sagði Hjálmtýr, konsertmeistari hjá honum og að- stoðaði hann við að ráða hljóm- sveatarfólk og mér þykir mjög vænfum að hann skyldi hafa munað eftir mér nú. Við Ingólfur höfum alltaf átt góða samvinnu og hef ég ailtaf dáðst að dugnaði hans. — Annars átti ég að vera i plötuupptöRu þessa daga fyrir páska ásamt Einari G. Svein- björnssyni fiðluleikara, og Guido Vecchi, sem leikur á selló, en við gátum fengið tima okkar í stúdíói breytt, svo að af þessari ferð minni gæti orðið. Síðan var Ingvar spurður hvað framundan væri hjá honum: — Ég verð mest að spila kammermúsik og förum við til Noregs í haust i tónleikaferð og einnig fer ég með trióið Per-OIof Johnsons í ferð um Sviþjóð. Nú var hléið búið og Ingólfur og aðrir farnir að koma sér fyrir á sviðanu til að hefja störf að nýju. Nú átti að æfa Magnificat eftir Bach og virtist það ætla að ganga mjög vel, Það ætti þvi alveg að vera óhætt að leggja leið sína í Háskólabíó nú þegar þessir síð- ustu hljómleikar Pólýfónkórsins verða undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Ingólfs Apótek, sem um mörg undanfarin ár hefur verið f Fischerssundi hefur nú flutzt á jarðhæð f gamla Mjólkurfélagshúsinu á horni Hafnarstrætis og Naustanna, þar sem Ferðaskrifstofa Zoega var áður til húsa. t myndinni er Werner Rasmusson. lyfsali, ásamt nokkru af starfsfólki sfnu f hinum nýja afgreiðslusal apóteksins. Hvalfjard- arduflið hluti úr kafbáta- legufærum HLUTURINN, sem varð- skipið Óðinn kom með til hafnar í Reykjavík fyrir nokkru og virðist vera af einhvers konar dufli, er nú kominn á land og geymdur hjá Landhelgisgæzlunni. Frekari rannsókn á honum hefur ekki farið fram, en að sögn starfsmanna Land- helgisgæzlunnar er mjög trúlegt að hann sé rúss- neskur. Virðist hluturinn vera neðri hluti af stærra dufli, sem hefur verið skrúfaður ofan á þennan hluta. í þessum neðri hluta er einnig rými þar sem raf- geymar virðast hafa verið geymdir. Duflið, sem sást á reki í Hvalfirði fyrir helgina, liggur nú á Hvaleyri. Við rannsókn kom í ljós, að þetta er gamalt kafbáta- dufl úr kafbátalegu frá striðsárunum og algjörlega hættulaust. Það hefur leg- ið á botninum og þegar þunginn ofan á því hefur skyndilega minnkað hefur það farið upp á yfirborðið. / Isinn hef- ur rekið frá landi FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar TF-Syn fór í iskönnunarflug I gærmorgun. Kom þá í ljós, að siglingaleið á grunnleið var vel fær öllum skipum, enda hefur ís- inn, sem kominn var upp undir landið, rekið út aftur i SV-áttinni. Hins vegar var spáð norðanátt úti fyrir Norðurlandi í gær og áttu menn von á að isinn myndi þá aftur reka upp að landinu. í iskönnunarflugi SYN var helzt að sjá staka jaka á svæðingu frá Langanesi að Hraunhafnar- tanga, og svæðið frá Eyjafirði að Horni var svo til islaust. ENN BREYTUM VIÐ TIL BATNAÐAR.. Viö höfum bætt viö 2 færibandaafqreiösluboröum þannig aö þau eru nú oröin 4. Er þetta gert í þeim tilgangi aö veita viöskiptavinum vorum betri þjónustu. Fljótari afgreiösla, minni biö. Komiö og- sannfærist. Einnig höfum viö sett upp nýjar og glæsilegar hillur undir brauövörur, suitur, matarolíur og fl. Komiö og kaupiö heilsuvörurnar úr nýjum laglegum hillum. Kaupgaróur ..a leiðinni heim Smiöjuvegi 9 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.