Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1977 35 Dagsbrún vill efla BÚR Morgunblaðinu barst í gær svo- felld ályktun: „Aðalfundur Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar haldinn í Iðnó 3. april 1977 skorar á borgar- yfirvöld og rikisstjórn að nú þeg- ar verði hafist handa um að efla Bæjarútgerð Reykjavikur veru- lega frá þvi sem nú er. Fundurinn telur að brýn nauðsyn sé að nú þegar séu fengnir 2 skuttogarar af minni gerð og aðstaða öll verði bætt verulega í landi. Fundurinn vill benda á að Bæjarútgerðin hefur átt og rekið 8 togara þótt þróunin hafi orðið^sú að nú séu aðeins 5 skip sem eru i eigu henn- ar. Þá átelur fundurinn harðlega að ekki skuli vera fyrir löngu hafizt handa um byggingu nýs frystihúss þar sem að núverandi hús er fyrir löngu orðið ófull- nægjandi, enda byggt sem niðuF- suðuverksmiðja i upphafi. Fundurinn vill benda á að fjöldi starfsfólks er nú á milli 5 og 6 hundruð manns og með uppbygg- ingu fyrirtækisins eru möguleik- ar að auka þann fjölda verulega og segir sig sjálft, hvað það hefur að segja atvinnulega séð fyrir borgarbúa." — Telja sig afskipta Framhald af bls. 30 lánasjóður leiðrétti þetta óréttlæti gagnvart nemendum sem stunda nám utan „menningarheimsins" Evrópu og N-Ameríku og veiti okkur svo sem öðrum viðkomandi (nemendum í Japan) fullan ferðastyrk sem við teljum okkur tvímælalaust hafa fullan rétt á ekki síður en aðrir nemendur. Ragnar Baldursson, Tryggvi Harðarson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Ásta Kristjánsdóttir. — Fermingar- börnum boðið í bíó . . . Framhald af bls. 3 — því maður verður var við boð- skapinn hið innra með sér og finnur hann, þótt svo ég eigi erfitt með að tjá það í orðum. Ég hef ekki lesið bókina en ætla að gera það við fyrsta tækifæri. Ég hugsa að bókin komi ýmsu til skila, sem kannski ekki kom fram í myndinni. En mér þótti boðskapur myndarinnar mjög fallegur. Númer eitt í þeim boðskap er kærleikurinn Jú, það var lær- dómsríkt að sjá myndina um Jónatan Livingstone máf." — Engir samningar Framhald af bls.47 Hann sagðist vera þeirrar skoð- unar, að hugsanlegur samningur Islendinga og EBE hiyti að grund- vallast á jöfnum skiptum, bæði hvað snerti fjölda fiskiskipa og aflamagn, en þetta þýddi óhjákvæmilega að Bretar fengju að veiða minna á íslandsmiðum en verið hefði. — Tónlist Framhald af bls. 13. óþekktu safni, viðfangsefni sem erindi eiga til fólks og er það vandasamt og sérlega van- þakklátt verk. Það er nauðsyn- legt, að með hverju verki fylgi gagnlegar upplýsingar og að textar söngverka séu prentaðir í orðréttum þýðingum og ef við verður komið á frummálinu. Söngverk er annað og meira en laglína og undirspil, og verður því öll túlkun að miklu leyti merkingalaus fyrir hlustand- ann án skilnings á texta. Laus- leg umsögn á innihaldi ljóðs er ekki nægileg. Tónleikunum lauk á Capriccio Espagnol eftir Korsakof. Verkið er meistara- stykki hvað hljómsveitarút- færslu áhrærir. Leikur hljómsveitarinnar var mjög góður og Karsten Andersen auðheyrilega í essinu sínu. — Noregur og EBE Framhald af bls.47 fyrir að dregið verði úr veiðum EBE á miðum Norðmanna norðan 62. breiddargráðum. Evensen sagði að ágreiningur væri um kröfu EBE um gerðar- dóm sem skuli gera út um deilu- mál og þann frest sem EBE skuli fá til að draga úr veiðum sínum á norskum miðum. Útanrikisráðherrar Efnahags- bandalagslandanna munu reyna á fundi i Luxemburg á morgun að jafna ágreininginn um stefnu bandalagsins i fiskveiðimálum. A fundinum verður bæði rætt um þá ákvörðun íra að taka sér 50 milna lögsögu 10. apríl og tilraun- ir bandalagsins til að ná sam- komulagi við riki utan bandalags- ins um gagnkvæm fiskveiðirétt- indi. — ÍSAL Framhald af bls. 17 og síðustu tvö árin orkar þetta ekki tvimælis. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á íslandi ekki gert þá kröfu til fyrirtækja, að þau taki upp fullkomna læknis- þjónustu fyrir starfsmennina, enda er vandséður hagur þjóðar- búsins af því að viðhalda tvöföldu heilsugæzlukerfi í landinu, þar sem annað sé rekið af rikinu fyrir allan almenning, en hitt af ein- stökum fyrirtækjum fyrir starfs- menn þeirra. Sérstaklega er þess getið í lok þessa kafla, að heilsugæzla á vinnustað sé meiri og betri í Bandaríkjunum heldur en tiðkast i Evrópu. Þessi sérstaða Banda- ríkjanna stafar af þvi að þar er ekkert opinbert, ókeypis, heilsu- gæzlukerfi fyrir hendi, ólikt þvi sem gerist á íslandi og I helztu nágrannalöndum okkar. Ryk- og gasgrfmur — frumkvæði ISAL Næst fjallar HER almennum orðum um ryk- og gasgrímur. Um þann kafla má aðeins itreka það, sem áður hefur komið fram, að ÍSAL án nokkurs frumkvæðis eða tilstyrks frá heilbrigðisyfirvöld- um var alger frumherji í notkun slíkra ryk- og gasgrima á vinnu- stöðum, og hefur ÍSAL meðal annnars beitt sér fyrir all um- fangsmikilli leit og könnun á þeim grimum, sem bezt hentuðu á hverjum vinnustað. Hafa opinber- ir aðilar, þar á meðal heilbrigðis- yfirvöld, notið góðs af þessu frumkvæði ÍSAL. Rykmælingar í alllöngu máli fjallar HER um fykmælingar á vinnustöðum, aðferir við þær og hvernig meta skuli niðurstöður. í þessum kafla og þeim næsta um nokkrar kröfur heilbrigðisyfirvalda til ISAL er gefið í skynað ISAL eigi að standa fyrir undirstöðurannsóknum á ryki á vinnustöðum, tilgreina hættumörk og hvernig einstakir vinnustaðir komi saman við þau, því að mengunar- eða hættumörk hefur HER ekki sett. Astæða þess, að ISAL hefur ekki talið sig þurfa að framkvæma reglubundn- ar rykmælingar, t.d. í kerskálum í Straumsvík, er sú, að slíkar mælingar eru framkvæmdar I svipuðum verksmiðjum erlendis, og samkvæmt upplýsingum um niðurstöður hafa þær ekki gefið tilefni til annarra aðgerða hjá ÍSAL en hvatningar til notkunar á rykgrímum við ákveðnar aðstæður og fyllstu aðgæzlu í hvi- vetna. Niðurstöður rannsókna HER, sem greint var frá í fyrri skýrslu ber að sama brunni. í þessu sambandi er rétt að undir- strika sérstaklega að vegna búnaðar kerskálanna hér annars vegar, og þeirra kerskála i er- lendum verksmiðjum hins vegar, sem hafa þakhreinsitæki, er loft- ræsting miklu betri i Straumsvík, sennilega að minnsta kosti þriðjungi betri. Sérstök svör við ýmsum atriðum HER telur að hægt sé að gera kröfu til ÍSAL um skýrslu varðandi 11 tilgreind atriði. Um þessi atriði má í stuttu máli segja: a) Hvorki HER né ÍSAL hafa gert reglubundnar rykmælingar á vinnustöðum i Straumsvik, sjá tl. 9 að ofan. b) Hvorki HER né ISAL hafa haft hættumörk til viðmiðunar sbr. svar við staflið a). c) ISAL hefur gert margvis- legar ráðstafanir til þess að minnka ryk og reyk I andrúms- lofti á vinnustöðum, og yrði «f langt mál að telja það upp hér, en þær er hægt að kynna HER ef óskað er. d) Hvorki HER né ISAL hafa framkvæmt ryk- eða gastegunda- mælingar eftir slíkar aðgerðir en ÍSAL hefur framkvæmt hávaða- mælingar á vinnustöðum i sam- hengi'við aðgerðir tii aðsminnka hávaða. e) Það er skilningur ISAL að á fundi með HER 22. febrúar s.l., hafi verið ákveðið að taka upp samstarf á milli þessara aðila um athugun á mengun andrúmslofts á vinnustöðum í Straumsvik. f) Til þess að bæta núverandi ástand er nú i undirbúningi lokun kera i kerskála, endurbætur á af- sogi fyrir kerþjöppun í kersmiðju og aðgerðir til að draga úr ryk- myndun I skautsmiðju. g) ítarlegar læknisrannsóknir hafa verið framkvæmdar á öllum fastráðnum starfsmönnum ISAL frá 1969 og fram á þennan dag, og er HER velkomið að kynna sér þær niðurstöður. h) Tölfræðileg úrvinnsla á þeim niðurstöðum, sem um getur í staflið g) hefur ekki farið fram, en frumgögn eru fyrir hendi. Ekki er vitað til þess, að neinn starfsmaður ISAL hafi hlotið varanlegt tjón á heilsu af starfi sínu hjá ISAL, enda þótt í ljós hafi komið að nokkrir starfsmenn þyldu ekki vinnuaðstæður í álverinu. i) ISAL er ekki kunnugt , hvort heimilislæknar starfsmanna, sem kunna að hafa fengið atvinnu- sjúkdóma i Straumsvík, hafi til- kynnt það til héraðslæknisins i Hafnarfirði, eða borgarlæknis í Reykjavík, en til þess ber heimilislæknum skylda, sam- kvæmt íslenzkum reglum. j) Eins og margir aðrir opinber- ir ailar, getur HER fengið skýrslur um slysatíðni og tegund slysa og dreifingu þeirra eftir störfum í Straumsvik. k) ISAL telur sig nú sinna heil- brigðisþjónustu betur á vinnustað en önnur íslenzk fyrirtæki. Til- vitnun HER í ....góðar venjur í iðnaði. . .“ byggist á fyrrnefndum ruglingi á gr. 12.02 og 13 i aðal- samningi. Um kafla þann í greinargerð HER, sem fjallar um aðgerðir, sem I aðsigi séu, má visa til þess, sem áður er sagt um fund milli ISAL og HER um samstarf i málefnum um hollustu og hrein- læti á vinnustað. Hreinsitæki HER ver löngu máli til þess að fjalla um hreinsibúnað við álverið í Straumsvík. í sambandi við það er nægilegt að vísa til ítarlegrar greinargerðar frá ÍSAL um það mál, sem send var Heilbrigðis- ráðuneytinu nýlega, og birtist í Morgunblaðinu. Þar var rakið, að allar aðgerðir ISAL i hreinsi- tækjamálum hafa verið í samráði við og með samþykki opinberra aðila. Einnig komu þar fram fyllri upplýsingar um ýmis atriði, sem getið er að ofan. í lok greinargerðar sinnar lýsir HER yfir því að þau hreinsitæki, sem nú er verið að setja upp, sé bezta leið til verndar ytra og innra umhverfis, sem nú þekkist. Af þessu tilefni væntir ISAL þess, að farsælt samstarf geti tekizt um þessi mál. FERMjNMRGJOHH nHtöÍn Vid seljum ekki ÓDÝRUSTU VASATÖLVUNA En ertu adeins ad leita ad því allra ódýrasta? Er ekki rétt ad athuga vel hvad er í bodi ? VIÐ BJÓÐUM: ORYGGI eins árs ábyrgd DJÖNUSTU stærsta skriftvélaverkstædi landsins kr. 6.900 YARAHLUTI fullkominn varahlutalager VIDGERDIR sérmenntada menn í vidgerdum elektrónískra reiknivéla YERD frá Kr. 5.750 Kannski verdid sé hagstædast hjá okkur þegar allt er tekid med í reikninginn X, X SKRIFSTOFUVELAR H.F. ---ífe-sS------------- Sími 20560 •‘k'SSlíuSBBRÍB HVERFISGATA 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.