Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL «77 Með frumvarpi Framhald af bls. 15 að forðast að eiga viðræður við póstmenn, þar sem hann ber ábyrgð á störfum hennar að því leyti, að lokatillögur nefndarinn- ar fara um hans l.’ndur til sam- þykktar eða neitunar. Ráðherr- ann hlýtur að hafa gert sér ljóst, HÖGGDEYFAÚRVAL FJAÐRIR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSPRESSUR SPINDILKÚLUR STÝRISENDAR VIFTUREIMAR KVEIKJUHLUTIR FLEST I RAFKERFIO HELLA aðalluktir, lukta- gler, luktaspeglar og margs konar rafmagns- vörur BOSCH luktiro.fi. S E.V. MARCHALL lukt ir CIBIE luktir. LJÓSASAMLOKUR BÍLAPERUR allar gerðir RAFMAGNSVÍR FLAUTUR 6—24 volt ÞURRKUMÓTOR 6—24v ÞURRKUBLÖÐ ÞURRKUARMAR BREMSUBORÐAR BREMSUKLOSSAR ÚTVARPSSTENGUR HÁTALARAR SPEGLAR í úrvali MOTTUR HJÓLKOPPAR FELGUHRINGIR AURHLÍFAR MÆLAR alls konar ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM HOSUR HOSUKLEMMUR RÚÐUSPRAUTUR FELGULYKLAR LOFTPUMPUR STÝRISHLÍFAR KRÓMLISTAR BENSÍNLOK TJAKKAR 1’/2—30T VERKSTÆÐISTJAKKAR FARANGURSGRINDUR BÖGGLABÖND ÞOKULJÓS SMURSPRAUTUR PÚSTRÖRAKLEMMUR RAFKERTI LOFTFLAUTUR BENZÍNSÍUR EIRRÖR+ FITTINGS BRETTAKRÓM VERKFÆRI SLÍPIPAPPÍR VATNSDÆLUR ÞVOTTAKÚSTAR BARNAÖRYGGIS STÓLAR BARNABÍ LBELTI BÍLBELTI HNAKKAPÚÐAR ÖSKUBAKKAR MÆLITÆKI f. rafgeyma SWEBA sænskir úrvals rafgeymar ISOPON OG P 38 beztu viðgerða- og fylliefnin PLASTI-KOTE spray lökkin til blettunar o.fl. Athugið allt úrvalið snaust h.t Siðumúla 7—9 Sími82722 að svo mikil og stór mál verða ekki til lykta leidd af skynsemi nema I samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Ráðgjafafyrirtækið lagði ekki til sama rekstrarform og er hjá póstinum í Noregi Þá má geta þess, að það vakti sérstaka athygli hvernig ráðgjafa- fyrirtækið vann þetta mál frá byrjun. Þess varð aldrei vart, að frá þvi kæmu tillögur um sams- konar rekstrarform og er hjá póstþjónustunni í Noregi. Þar er póstur og sími aðskilinn, en þó starfa þessar tvær þjónustustofn- anir í samvinnu á takmörkuðum sviðum. — Það er einna líkast því eins og að lagt hafi verið fyrir ráðgjafa- fyrirtækið, að á þann veg ætti ekki að vinna að málum hér á landi. Ekki skal þó fullyrt að slíkt hafi skeð, en óneitanlega vekur það grunsemd um að mistúlkun hafi átt sér stað, að skipulags- nefndin, öll með tölu, hefur hald- ið því fram fram i bréfi, að alger sameining pósts og síma hafi átt sér stað árið 1935! í 1. gr. laga um stjórn og starf- rækslu pósts og sfmamála frá 1935 segir svo í lok greinarinnar: „Sameining yfirstjórnar póst- og símamála fer fram þegar sýnt er að það hafi fjárhagslegan sparnað í för með sér eða telst að öðru leyti nauðsynlegt." í þessu sambandi má vitna til bréfs Guðm. J. Hliðdals, dags. 8. okt. 1934, en hann segir i lok þess: „Þó hygg ég — að öliu athug- uðu, að heppilegt væri að hraða ekki um of fullkominni samein- ingu pósts og sima, heldur undir- búa málið rækilega og gefa þeim, sem taka ætti við hinni sameigin- legu forstjórn, tækifæri til að kynna sér málið til hlítar og til að athuga og undirbúa það í öllum einstökum atriðum, til þess aó komist verði hjá mistökum." Sameiningin fór síðan fram um landið, þó aðallega á seinni hluta tímabilsins frá 1935, — nema hún náði ekki yfir Reykjavík og Akur- eyri. Varðandi höfuðborgarsvæðið er það m.a. að segja, að Póststofan í Reykjavik er í fornri og nýrri merkingu i raun höfuðstöðvar póstsins, þar sem um 80% af pósti landsins fer um, — og allur póstur til og frá landinu. Þetta gerir það að verkum, að póstmeistaraem- bættið i Reykjavík er það mikil- vægt fyrir póstþjónustu landsins í heild, að óhjákvæmilegt er annað en að það tilheyri aðalstjórn póst- mála, svo sem verið hefur. Póst- rekstrinum er það hagsmunamál að eiga fulltrúa í æðstu stjórn pósts og sima og það fleiri en einn, eins og ég hefi lagt til f bréfi til ráðherra, sem áður getur. Hér er ekki um neina sam- keppni að ræða við samstarfsaðil- ann, símamenn og aðra starfs- menn, heldur sanngjarnt og eðli- legt atriði i góðum samskiptum hinnar 200 ára ísl. póstþjónustu og Landssíma Islands, sem nú á 70 ár að baki. Samstarf póstmanna og síma- manna hefur verið hið besta, þrátt fyrir að hér er um tvenns- konar fagmenn að ræða, skipu- lagða i tveim stéttarfélögum. — Það hefur aftur á hinn bóginn orkað tvímælis, hvort æskilegt hefur verið að póst- og símamála- stjóri komi úr röðum annars aðil- ans, en svo hefur verið frá upp- hafi samstarfsins 1935, að 3 verk- fræðingar frá símanum hafa hlot- ið þennan starfa. — Embætti póstmeistarans á Akureyri hefur haft með höndum póstrekstur þar á staðnum án samstarfs við símann og ennfrem- ur umdæmisstjórn af hálfu pósts- ins norðanlands. Telja verður eðlilegt frá sjónarmiði póstþjón- ustunnar að svipað fyrirkomulag haldist, enda er hér um mikils- verðan hlekk að ræða, þjónustu- lega séð, sem ekki má bresta. — Bæjarstjórn Akureyrar hefur samkvæmt lögum tiMögurétt um framtíðarstöðu þessa mikilsvirta embættis, sem hún ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Þingmenn gerðu sér Ijóst, að sameining pósts og sfma væri vandmeðfarin Lögin um stjórn og starfrækslu pósts- og síma frá 1935, sem enn eru í gildi, bera þess vott að al- þingismenn gerðu sér ljóst, að vandi var á höndum með samein- ingu pósts og síma. Ræður þing- manna bera það og með sér að þeim var umhugað að þessum tveim þjónustustéttum, pósti og síma, væri ekki mismunað á kostnað annars aðilans. Lögin voru gerð fram í tímann sem sést m.a. á því, að gert er ráð fyrir valddreifingu um landið með stofnun póst og simaumdæma. Það er þvf engin nýmæli sem nú koma fram um stofnun umdæmis- stjórastarfa, því fer víðsfjarri. Þessi valddreifing hefur gert mikið gagn, en ekki náð fullum tilgangi vegna þess að yfirstjórn- in stóð ekki heilshugar að fram- kvæmd hennar. Ég hygg, að flestir ef ekki allir starfsmenn pósts og síma, sem eitthvað þekkja til reksturs stofn- unarinnar, séu sammála að breyt- inga sé þörf i stjórnun á ýmsum sviðum. Ekki skal þó nú gerð til- raun til að tíunda þann þátt — né á hvern hátt yfirbygging stofn- unarinnar f heild er stödd, — e.t.v. gefst tækifæri til þess síðar. Það sem vel er gert ber að meta að verðleikum. Á sama hátt ber að gera sér grein fyrir því sem miður fer hverju sinni. Flest ef ekki allt, sem horfir til hins verra i störfum skipulagsnefndarinnar var hægt að forðast eða fyrirbyggja, hefði vilji verið fyrir hendi. Það, sem á vantaði var fyrst og fremst að viðurkenna að rangt var að hlut- unum staðið — manngildið brást. Störf nefndarinnar voru dæmd til að mistakast þegar það kom fram, að hún ætlaði sér ekki að standa við ákvarðanir um eðlileg vinnu- brögð, sem sæmandi voru liðandi stund. Það voru mikil vonbrigði þegar i ljós kom, að nefndin var ekki betur i stakk búin en það, að hún sá ástæðu til að vega að póst- meistaraembættinu i Reykjavík og leggur þar með áherslu á að gera hlut póstþjónustunnar minni í stjórn stofnunarinnar. Hér var um grófa hlutdrægni að ræða og óverðskuldaða árás á hina 200 ára gömlu póstþjónustu. Skipulagsnefndin óskar umsagnar starfsmannafélaga eftir 3ja árastarf Það kemur fram í framsögu- ræðu samgönguráðherra, að nefndin hefur óskað eftir áliti starfsmannafélaga I ársbyrjun 1976 — þegar nefndin var við að ljúka störfum. Um bréf þessara félagssamtaka fara ráðherra orð á þessaleið: „... verður að telja að félögin hafi tekið almennt jákvæða af- stöðu til þeirrar stefnu sem mörk- uð var í skipulags tillögum nefndarinnar." Ég er engan veginn viss um að stjórnir viðkomandi félaga séu sammála ráðherranum. Sam- göngumálanefndir Alþingis hafa þessi bréf undir höndum, eru þvf hæg heimatök alþingismanna að kynnast efni þeirra. Póstmannafélag Islands er eitt þessara félaga sem sendi svar. Aðalinntak bréfs þess er á þessa leið: „Eins og yður er kunnugt sam- kvæmt bréfum, er send hafa verið 30. des. 1974 og 28. febrúar 1975, olli setning reglugerðar frá 20. — 12. ‘74 bæði reiði og undrun póst- mannastéttarinnar, enda ekki haft samráð við eða málið kynnt Póstmannafélagi íslands. Fer ekki á milli mála, að póstmeistara- embættið f Reykjavík og þar með pósthlið stofnunarinnar, er sett skör lægra en áður.“ Formaður Póstmannafélags Is- lands, sem skrifar undir bréfið til nefndarinnar, segir í skýrslu stjórnar póstmannafélagsins á aðalfundi i maí 1975, birt f félags- blaði: „Reglugerðarmálið svonefnda hefur tekið mikinn tíma hjá fram- kvæmdastjórninni og langt mál að tala um. Ég vænti þess að menn geti fengið itarlegar upplýs- ingar um það mál siðar á fundin- um. Mörgum félögum okkar hef- ur þótt mikið gert úr því máli, en svarið tel ég sé fólgið f ummælum fulltrúa norsku póststjórnarinn- ar, sem var hér á ferð nýlega. Hann sagði: Ef reynt hefði verið að koma á jafn róttækum breyt- ingum í Noregi, án viðræðna og samráðs við félag póstmanna, hefði það aðeins þýtt eitt og það væri verkfall póstmanna." Einkennileg en þó eftirtektarverð atriði f umsögn nefndarinnar um frumvarpið I umsögn nefndarinnar um frumvarpið eru nokkur atriði, sem vert væri að gera að umtals- efni, ,en þar sem þau skipta ekki verulegu máli, verður ekki farið ofan í þau, enda er ljóst að þau byggjast á ókunnugleika á mál- efnum stofnunarinnar og er það ekki nema það sem búast mátti við. Sérstaka athygli vekja þó um- sagnir um 5. gr. og 7. gr. Um 5. gr. segir m.a.: „I heild eru nýmæli að binda tölu og verkefni aðaldeilda og fjölda umdæma i lögum, en miklu skipt- ir að hér verði um fast fyrirkomu- lag að ræða, en ekki unnt að breyta því í reglugerð eins og nú án rækilegrar athugunar." Er nefndin ekki hér að stað- festa að útgáfa reglugerðar, sem brýtur í bága vð lög standist ekki, — eða hefur hún hér ruglast í riminu óafvitandi eftir að hafa staðið í því að rífa niður önnur föst lagaákvæði, ekki ómerkari. — Er annars nokkuð samræmi i þessum málflutningi? Um 7. gr. segir: „I umdæmi I er umfang starfsem- innar orðið það mikið í aðalkjarn- anum á Stór- Reykjavikursvæðinu, að eðlilegt er talið að skilja að póstrekstur og simarekstur í hvorri undir- deildinni. Svipuðu máli gegnir með Akureyri i umdæmi III...“ Hér er þvi beinlínis slegió fram sem nýmælum, að póstrekstur og simarekstur verði aðskilinn í áðurnefndum tilvikum, — sem sagt að nefndin telur að þetta þurfi að vera svona samkvæmt hennar athugun á rekstrarform- inu. — Þessi aðskilnaður, sem skipulagsnefndin er hér að ræða um, hefur verið við líði allar göt- ur frá árinu 1935 þegar samstarf pósts og síma hófst á þessum stöð- um. Er þetta hlutlaus og fram- bærilegur skýringarmáti á máli, sem verið er að leggja fyrir Al- þingi? Það sem hér er að bögglast fyrir brjóstum nefndarmanna hefur verið þannig í framkvæmd: 1. Póststofan i Reykjavik hefur alla tið starfað sem sjálfstæður rekstraraðili án sérstaks sam- starfs við simareksturinn. Hún var i fyrri reglugerðum kölluð SÉRDEILD og stjórnandi hennar, póstmeistarinn, átti sæti I póst- og simamálastjórninni og heyrði beint undir póst- og símamála- stjóra samkv. lögum. — Nú er póststofan kölluð UNDIRDEILD í hinum nýju reglugerðum, enda heyrir stjórnandinn ekki til „helstu burðarása" stofnunarinn- ar eins og komist er að orði i umsögn nefndarinnar um 8. gr. frumvarpsins. Umdæmi Póststofunnar í Reykjavík var áður töluvert stærra en nú, náði m.a. yfir Kópa- vog, Garðahrepp og viðar, en hæstráðendur á hverjum tíma, voru si og æ að skerða umdæmið. 2. Simareksturinn var undir stjórn bæjarsímastjóra og ritsíma- stjóra, og var hvor um sig stjórn- andi sjálfstæðra rekstrardeilda. Þeir heyrðu beint undir póst- og símamálastjóra og áttu sæti i póst- og símamálastjórninni. Sam- gönguráðherra lagði þessi lög- skipuðu embætti niður með til- skipun, svo sem áður er fram komið. 3. Póstreksturinn í höfuðstað Norðurlands hefur verið undir stjórn póstmeistarans á Akureyri, eins og áður er tekið fram. Sá rekstur hefur verið óháður síma- rekstrinum. Auk þessa hefur póstmeistarinn gegnt umdæmis- stjórn á vegum póstsins á Norður- landi. Samgönguráðherra gefur út tvær tilraunareglugerðir Frumvarp til laga um stjórn og starfrækslu póst- og símamála er i höfuðatriðum byggt upp á hinum tveim reglugerðum frá 20. des. 1974 og 3. júni 1976. Samgönguráðherra gaf þessa skýringu i framsöguræðu sinni á Alþingi: „Þýðingarmikið skref var stigið í átt til nýs skipulags þegar 13. júni 1976, en sú reglugerð var sett að tillögu nefndarinnar. Var það álit mitt og nefndarmanna, að mál það sem fjallað var um væri svo margþætt og flókið að rétt væri að byggja á reglugerð fyrst, og biða með nýja lagasetningu, þar til nokkur reynsla hefði fengist af hinum nýju skipulagshugmynd- um.“ Þó hér sé um óvenjulega yfir- lýsingu að ræða er þetta táknræn skilgreining á þeim vinnubrögð- um, sem frá byrjun hafa einkennt störf skipulagsnefndarinnar. Verkefni hennar, sem voru skýrt afmörkuð i ráðherrabréfi, hafa stöðugt orðið flóknari í höndum nefndarinnar frá 19. mars 1973, sem verður svo til þess að ráð- herra samþykkir að gefa út tvær tilraunareglugerðir með 17 mán- aða millibili. Átta mánuðum eftir útgáfu sið- ari reglugerðarinnar er svo Al- þingi sent málið til meðferðar — í þvi skyni að það setji lög reglu- gerðunum til halds og trausts. — Getur samgönguráðherra boðið Alþingi upp á svona vinnubrögð? Væntanlega skýrist það fljótlega eftir páska, hvað alþingismenn hafa um þetta að segja. Niðurlagsorð Þessi grein er skrifuð til að skýra lítillega gang þess máls, sem nú liggur fyrir Alþingi og varðar póst- og simaþjónustu landsins og alla þjóðina. Hér er ekki um einkamál einn- ar stjórnskipaðrar nefndar að ræða, sem hefur þá ákvörðun efst í huga þegar hún gengur til starfs, að leita beri til erlends aðila um tillögur og úrlausn á innlendu rekstrarmáli á sama tíma og hún sniðgengur að mestu samstarf við innlenda aðila, er gjörþekkja málavexti og búa yfir margþættri reynslu i þeim mál- um, sem verið er að fjalla um. Þetta er eigi heldur einkamál ráðherra, sem teflir fram valdi sínu i tvísýnu gegn lögum lands- ins, algerlega að óþörfu, þar sem „hin leiðin" lá beint við, að leita fyrst úrskurðar Alþingis um hvort völd hans væru það mikil — sem hann sjálfur álitur. Ég tel, að honum hafi borið siðferðileg skylda til að láta til sin taka sem oddamaður þess máls, sem hér var I deiglunni, kynna sér ágreiningsmál aðila, ræða við þá og hvetja til skynsamlegrar samstöðu. Embættisleg tilskipan getur átt rétt á sér að undangenginni ítar- legri og réttlátri málsmeðferð, en sé kastað til hennar höndunum getur hún leitt af sér valdniðslu, svo sem þingmaðurinn vék að á Alþingi. — Alþingi ætti ekki að flýta þessu máli um of, því hér er mikið og vandmeðfarið mál á döfinni, sem varðar alla landsmenn. Póstur og simi er ein stærsta stofnun landsins i þjónustulegu tilliti og fjárhagslegu. — Föst og ákveóin stjórn hennar getur skipt hundruðum milljóna króna á ári fyrir íslenskt þjóðfélag. Stjórn slikrar stofnunar verður því að vera traust og rammbyggð, — en ekki veik og skjálfandi. — Þar sem þetta mál ber nú að öðru sinni I sölum Alþingis — hið fyrra skipti var 1934, væri vel við hæfi, að Alþingi kjósi sérstaka þingnefnd til frekari athugunar á máli þessu, svo ekki verði rasað um ráð fram, frekar en orðið er, i svo þýðingarmiklu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.