Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 3

Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ hefur að venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur verið fyrir lesendur þess að grfpa til um páskahátfðina og bænadagana. SLYSADEILD Borgarspftalans er opin allan sólar- hringinn, sími 81212. SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík, simi 11100, í Hafnar- firði sími 51100. LÖGREGLAN i Reykjavík, sími 11166, upplýsingasími 11110, i Kópavogi sími 41200 og í Hafnarfirði sími 51166. SJÚKRABIFREIÐ í Reykjavik simi 11100, i Hafnar- firði sími 51100. LÆKNAVARZLA — Nætur- og helgidagavakt er fram til klukkan 08 á þriðjudagsmorgun, 12. apríl í síma 21230. (t%t3 TANNLÆKNAVARZLA — Neyðarvakt verður i Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg alla bæna- og helgidagana frá klukkan 14 til 15, nema á laugardag fyrir páska, þá er vakt frá klukkan 17 til 18. QQ 0 ð'i LYFJAVARZLA — A skírdag verður opið i Borgar- apóteki, en föstudaginn langa og alla hátiðisdagana verður opið í Holts Apóteki. Laugavegsapótek verður einnig opið á laugardag fyrir páska til klukkan 22. MESSUR, sjá messutilkynningar á öðrum stað í blað- inu. UTVARP — SJÓNVARP, dagskráin er birt á öðrum stað í blaðinu. cf I 0 ( tifs* 0 j V^Tj /nrm~ BILANIR á hitaveitu og vatnsveitu skal tilkynna til Vélamiðstöðvar Reykjavikurborgar, en þar verður vakt alla hátfðardagana í síma 27311. Simabilanir tilkynnist i sima 05. SÖLUTURNAR verða opnir eins og venjulega á skír- dag, laugardag fyrir páska og á annan i páskum. Hins vegar eru þeir lokaðir á föstudaginn langa og á páskadag. VERZLANIR verða lokaðar frá og með skírdegi til og mað annars í páskum. Þó verður opið frá 09 til 12 á laugardegi. Þá verður mjólkurbúð Mjólkursamsölunn- ar á Laugavegi í Mjólkurstöðinni opin á skírdag frá 09 til 12, laugardag fyrir páska á sama tima og eins á annan í páskum frá klukkan 09 til 12. Ennfremur verða nokkur brauðgerðahús, sem selja einnig mjólk, opin að einhverju leyti yfir hátiðarnar. BENZÍNAFGREIÐSLUR verða opnar á skirdag frá klukkan 09.30 til klukkan 11.30 og frá klukkan 13 til 18. Á föstudaginn langa er lokað, en á laugardag fyrir páska er opið eins og venjulega frá klukkan 07.30 til 21.15. Stöðvarnar eru lokaðar á páskadag, en opnar á annan í páskum frá klukkan 09.30 til 11.30 og frá klukkan 13 til 18. STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur verða i förum á skir- dag eins og um sunnudag væri að ræða. Á föstudaginn langa hefst akstur klukkan 13 og er ekið eftir það samkvæmt tímatöflu sunnudaga. Á laugardag hefst akstur á venjulegum tíma og er ekið allan daginn samkvæmt venjulegri tímatöflu laugardaga. Á páska- dag hefst akstur klukkan 13 og er ekið eftir það samkvæmt timatöflu sunnudaga. Akstri á annan í páskum er háttað sem um sunnudag væri að ræða. STRÆTISVAGNAR Kópavogs — Á skírdag og á ann- an í páskum hefst akstur vagnanna um klukkan 10 og er ekið samkvæmt tímaáætlun helgidaga í leiðabók vagnanna. A laugardag fyrir páska er ekið sem á venjulegum laugardegi, en á föstudaginn langa og á páskadag hefst akstur vagnanna klukkan 14 og er þá ekið samkvæmt timaáætlun helgidaga í leiðabók vagn- anna. REYKJAVlK — HAFNARFJÖRÐUR, Landleiðir hf : Akstri vagnanna verður hagað á laugardag fyrir páska sem um venjulegan laugardag væri að ræða. Hina dagana verður akstur eins og á sunnudegi. Hefst hann klukkan 10 á skírdag og á annan í páskum, en klukkan 14 á föstudaginn langa og á páskadag. Allar upplýsingar HÓPFERÐIR1977 um Útsýnarferðir 1977 eruí Ú tsýnarblaðinu sem fylgdi Mor gunblaðinu ^ ^ Ferðaskrifstofan fJTSÝH. Austurstræti 17, símar 20100 — 26611

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.