Morgunblaðið - 07.04.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977
5
Úr myndinni, Óttinn etur sálina
Föstudaginn langa kl. 20.35:
það fyrsta í þessum dúr, en
fyrir það fékk hún verð-
laun í Cannes, 1974. Sá sem
leikur Marokkóbúann, E1
Hedi Salem, er Arabi og las
ég einhvers staðar að hann
hefði lært að lesa og skrifa
af sjálfum sér. Leikstjór-
inn er einnig frægur,
Reiner Werner Fassbind-
er.
Veturliði sagði einnig að
kvikmyndagerð Þjóðverja
og Frakka hefði farið nokk-
uð fram á siðustu árum og
bjóst hann e.t.v. við að
fleiri myndir frá þessum
löndum yrðu teknar til sýn-
inga í sjónvarpinu á næstu
misserum.
Ágætlega
gerð
kvikmynd
ÓTTINN etur sálina nefn-
ist þýzk kvikmynd, sem er
á dagskrá á föstudaginn
langa kl. 20:35 og er hún
frá árinu 1974, Angst essen
Seele auf, eins og hún heit-
ir á þýzkunni. Veturliði
Guðnason, yfirþýðandi
sjónvarpsins, hefur þýtt
myndina og sagði hann að
það væri alveg óhætt að
mæla með henni. Hún var
sýnd sem mánudagsmynd í
Háskólabiói fyrir nokkru
og fjallar hún um roskna
ekkju, sem á uppkomin
börn. Hún giftist aftur
ungum verkamanni frá
Marokkó, þrátt fyrir and-
stöðu barna sinna og vina.
— Þetta er ekki leiðin-
legt, sagði Veturliði, sú
gamla gæti alveg eins verið
til hér hjá okkur og að því
leyti stendur þessi mynd
ekki svo fjarri okkur.
Myndin sneiðir að vanda-
máli, sem stendur okkur
jafn nálægt og þjóðverjum,
fólk er fordómafullt hvar
sem er. Sú sem leikur
gömlu konuna, Birgitte
Mira, var gamanleikkona á
árum áður og er þetta
hennar fyrsta hlutverk eft-
ir nokkurt hlé og jafnframt
Sjá umsagnir um dagskrá útvarps
og sjónvarp's — bls. 26 og 27
Leikrit vikunnar:
Tuttugu
mínútur
með engli
KLUKKAN 20:05 á skifdagskvöld
hefst flutningur leikritsins
„Tuttugu mfnútur með engli“,
eftir Alexander Vapilof ug Árni
Bergmann hefur þýtt. Mun hann
jafnframt flytja nokkur inn-
gangsorð. Leikstjóri er Gfsli
Halldórsson og með hlutverkin
fara: Guðmundur Pálsson, Jón
Hjartarson, Kjartan Ragnarsson,
Steindór Hjörleifsson, Sigurður
Karlsson, Ragnheiður Stein-
grfmsdóttir og Sigrfður Ilagalfn.
Umsögn leiklistardeildar út-
varpsins um höfundinn og leikrit-
ið fer hér á eftir:
„Tveir hressir náungar, annar
bilstjóri, hinn sölustjóri, eru á
ferð úti á landi og gista á litlu
hóteli. Drykkjarföng þrýtur, en
þeim finnst þeir ekki geta án þess
verið að fá sér a.m.k. eina flösku
af vodka. Vandinn er bara sá, að
þeir eiga ekki fyrir henni. Þeir
velta fyrir sér, hvernig þeir eigi
að ná i peninga og reyna ýmis ráð.
Ekkert dugar, fyrr en grunsam-
legur náungi birtist á sjónarsvið-
inu og býðst til að lána þeim.
Þetta leikrit Vampilofs er úr
syrpu sem nefnist „Skritlur úr
dreifbýlinu". Það er gamansamt
og ekki laust við ádeilu á það sem
miður fer i þjóðfélaginu. Höfund-
urinn var einn þeirra manna, sem
enginn tekur eftir fyrr en þeir
eru allt i einu farnir að skrifa
einhver ósköp, sem fólki finnst
gaman að. En ferill hans varð
skemmri en vænta mátti. líann
drukknaði í stöðuvatni í Síberiu
fyrir um það bil tveimur árum.“
Fjóri r beztu í H i — Fi..
E 3 ENWOOD
sksoss* TEAC.
KENWOOD
magnarar með eða .
án útvarps, 1 5 gerðir
verðfrá kr. 42.950.
« 'H i * i\ 'i> uit '
f ■?
TEAC „Dolby"
kassettu-
segulbandstæki, 7
gerðir, verð frá kr.
85.700.
KENWOOD
plötuspilarar, 5 gerðir
verð frá kr. 44.500.
AR
hátalarar,
7 gerðir, verð
frá kr. 24.510
KOSS
heyrnartæki, 2/4 rása, 23
gerðir, verðfrá kr. 10.070
KENWOOD
„Dolby" kassettu-
segulbandstæki,
3 gerðir, verð frá kr.
95.000
TEACK
segulbandstæki með eða án
dbx eða „Dolby”, 7 gerðir,
verð frá kr. 191.600.
KENWOOD
hátalarar, 6 gerðir,
verð frá
kr. 26.140.
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8, sími 84670.