Morgunblaðið - 07.04.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1377
Framhald af bls. 14
skýrði hann svo frá, að þá er
keilubúðarhúðlendingar heyrðu
dyninn af flugvélum fasista yfir
höfði sér, urðu þeir gagnteknir
slíkum fögnuði og hrifningu, að
bláókunnugir menn ruku hver að
öðrum á strætum og gatnamótum
höfuðstaðarins og kystust grát-
andi.“
t , ■ ^
Balbo tiugmarskaikur gengurá land
Balbo talar við blaðamenn.
Einstæður viðburður
í sögu landsins
A fslandi biðu menn i ofvæni
eftir komu flotans. Hingað var
sendur verkfræðingur til þess að
sjá um afgreiðslu á bensfni og
smurningsolíu. Jes Zimsen
konsúll og forstjóri hins islenzka
Steinolíufélags, sá um geymslu
birgðanna, sem voru 83 smálestir
af bezta fáanlega bensíni á mark-
aðinum og 4 smálestir af
smurningsoliu og höfðu Italirnir
leigt hér þrjátíu vélbáta til að
flytja bensínið og olíuna um borð
i vélarnar inni'á Kleppsvík. Tveir
enskir togarar, sem staddir voru í
Reykjavík skyldu vera itölsku
flugvélunum til aðstoðar ef á
þyrfti að halda á leiðinni milli
Færeyja og tslands. Til marks um
spennuna, sem ríkti i Reykjavík
fyrir komu flugsveitarinnar er
nóg að fletta upp í Morgun-
blaðinu, 2. júlí 1933, en þar segir
m.a.: „Sjálfsagt er að Reykvíking-
ar fagni svo vel sem kostur er á
svo einstakri og merkilegri heim-
sókn sem flug ftalanna er. Koma
þeirra er einstæður viðburður I
sögu landsins og getur haft sér-
stæða þýðingu um það, hvort ein
af aðalflugleiðum heimsins á að
liggja um Island.“ Síðan hvatti
blaðið bæjarbúa til að draga fána
að hún á öllum fánastöngum
bæjarins og að almenningur byði
þá velkomna með því að veifa til
þeirra fagnaðarkveðjum, þegar
þeir flygju yfir borgina. Og óhætt
er víst að segja að ekki þurfti að
endurtaka þá hvatningu.
Allur fuglinn flúði...
„Eftir sex stunda flug lentu
þær allar, 24 talsins, heilu og
höldnu I sundunum innan við
Reykjavík," segir í undirfyrir-
sögn Morgunblaðsins við komu
itölsku flugsveitarinnar. Einn
blaðamaður Morgunblaðsins,
Árni Óla, hafði komið sér fyrir
uppi á þaki simahússins og skim-
aði til lofts ásamt hundruðum
annarra. Um hádegi daginn áður,
eða hinn 5. júli, kom skeyti þess
efnis að flugmennirnir væru Iagð-
ir af stað frá Londonderry á
Irlandi í flug sitt til Reykjavikur.
Veðurútlitið var vægast sagt
slæmt, stormur og dimmviðri yfir
hafinu. Um leið og þessar fregnir
bárust vildi almenningur i
Reykjavík ólmur fylgjast með
feiðum flugsveitarinnar og var
símað stanslaust til Morgunblaðs-
ins til að leita upplýsinga. Klukk-
an fjögur síðdegis fóru fyrstu níu
flugvélarnar fram hjá Vest-
mannaeyjum, tíu mínútum síðar
fóru sjö þær næstu og klukkan
4.30 þær síðustu.
Fólk hafði hópast upp á öll hús-
þök, sem kleif voru og þar sem
nokkur von var að sjá til flugvél-
anna. Öll skip í höfninni voru
skreytt viðhafnarfánum og fánar
dregnir að hún víðast hvar um
bæinn. Inn í Vatnagarða, þar sem
vélarriar skyldu lenda, streymdu
þúsundir manna.
„Þegar hinar tuttugu og fjórar
ítölsku vélar loks renndu yfir
sundin klukkan fimm siðdegis,
norður yfir Vatnagarða flúði allur
fuglinn úr Engey og Viðey i skelf-
ingu að því er virtist undan þess-
um ógnþrunga loftþrýsingi og
glamri," sagði Árni Óla, þegar
hann var spurður um þetta atvik.
„Annars er orðið svo langt um
liðið, sfðan Balbo og flugsveitin
hans komu hingað og ég fylgdist
með á þaki símahússins. Maður
var bara stráklingur þá.“ Hvað
gamall?" „Ja, ætli maður hafi
ekki verið rétt um fimmtugt."
Gorgeirinn í ítölum
óþolandi
Klukkan 7 kom Balbo loks að
bryggjunni. Bátur sá, er sótti
hann út i flugskipið, var fánum
Frá Þingvallaför Balbo og flugmannanna.