Morgunblaðið - 07.04.1977, Qupperneq 19
19
Konráð varfyrstur íslenzkra manna til að koma auga á möguleika
gufuknúinna skipa, og festi hann kaup á 50 tonna gufubáti,
Reyki, í Noregi árið 1897. Fljótlega fannst Konráði þessi bátur of
lítill og seldi hann þá.
Bryggjuhús Konráðs í Neskaupsstað, við bryggju er einn af
bátunum, Hálfdán.
Konráð t.v. ásamt, Sævaldi syni sínum og Friðriki Hallgrimssyni
kaupmanni á Eksifirði á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
skömmu eftir 1 920.
nokkrum fleirum, gugnaði þegar
hann heyrði hve mikils salts
þyrfti með. Með þessu var allt á
bak brotið, og fór svo áðurnefnd-
ur tsak til Akureyrar, til að reyna
fyrir sér undirtektir þar, sem
ekki voru betri.
Gat ekki sofið
Ég gat sem sé ekki sofið nótt né
dag, út-af því að geta ekki komið
þessu í framkvæmd, þar til ég tek
stóran pakkkassa útbý hann sem
frosthús eftir tilsögn ísaks,
hengdi upp í hann síld, kjöt og
fisk, legg siðan í kassann ísblönd-
una og fæ eftir hæfilegan tíma 11
gráðu frost á cellcíus og sá ég þá
strax, að útreikningar mannsins
um saltbrúkunina, náði engri átt.
Eftir þetta skrifaði ég ísaki að
koma strax, því nú sé ég ákveðinn
að byggja frosthús i fullkomnum
stíl, sem ég svo framkvæmdi með
nokkurra góðra manna hjálp.
Þetta hús mitt og Reykjavíkur
frosthúsið, urðu hér um bil sam-
hliða tilbúin, nema hvað mitt hús
varð ca. 2 mánuðum fyrri til notk-
unar; bæði húsin reyndust vel.
Svo liðu 2 til 3 ár þar til almennt
var farið að byggja frosthús hér á
Austfjörðum, en gáfu strax góðan
hagnað.“
Fyrsta
gufuskip
íslendinga
Hagur Konraðs blómgaðist
fljótt eftir að frosthúsið var kom-
ið i notkun, því nú var hægt að
geyma sildina svo dögum, já og
mánuðum skipti án þess að hún
skemmdist. Hann jók því fljótlega
útgerð sína og árið 1896 verður
hann fyrstur Islendinga til að
eignast gufubát. Gufubáturinn
var byggður í Bergen og 50 smá-
lestir að stærð og fékk nafnið
Reykir. Var Reykir á þorskveið-
um úti fyrir Austfjörðum í 3 ár,
en þá kom að Konráði þótti bátur-
inn ekki nógu stór, og seldi hann.
Lét hann nú byggja nýtt gufuskip
í Hardanger í Noregi, 125 smá-
lesta tréskip, og var skipið á
þorsk- og síldveiðþum í nokkur
ár. Var það hið fræga skip Súlan,
sem ekki var öll fyrr en eftir 1960,
var skipið fyrst doriuskip.
Á þessum árum fóru fyrstu vél-
bátarnir að koma til landsins og
varð-Konráð samstundis hrifinn
af þeim möguleikum sem þeir
hófðu upp á að bjóða. Eins og
fyrri daginn lét hann hendur
standa fram úr ermum og tók til
óspilltra mála og árið 1904 keypti
hann sinn fyrsta vélbát i Dan-
mörku, reyndist hann svo vel, að
tveim árum síðar kaupir hann 11
mótorbáta 7—9 smálesta. Segir
Konráð að hinir og aðrir hafi
fengið 6 þeirra, en 5 hafi hann
gert út sjálfur. Þeir sem keyptu
bátana af honum lögðu að sjálf-
sögðu upp hjá Konráði.
Á þessum árum fór kauptúnið
við Nes í Norðfirði að stækka og
Konráð var fljótur að grípa tæki-
færið og koma upp útibúi þar, og
svo fór að hann flutti alfarið frá
Mjóafirði til Norðfjarðar 1912.
Jukust þá umsvif hans mjög á
skömmum tíma. Keypti hann fisk
af Englendingum, Færeyingum
Framhald á bls. 32
Verzlunarhús Konráðsá Mjóafirði
HLOS
SKIPHOLTI 35 Verilun
REYKJAVÍK sííhlTfa
Takið ekki oþarfa áhættu,
skiptið um síu reglulega.
CAV
hraohusian
kostar aðeins
kr. 495.
Mig langar í smurða
brauðið frá Brauðbœ
...það er svo ofsa gott!
GLEÐILEGA PÁSKA
við Óðinstorg, simi 20490.
Pöntungarsímar: 25090 — 20490.