Morgunblaðið - 07.04.1977, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1»77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977
25
JíloTgimMaínfo
Utgefandi hf Arvakur. Reykjavík
Framkværridastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthlas Johannessen.
Styrmir Gunnarsson
Rítstjórnarfulltrúi Þorbjorn Guðmundsson
Fréttastjóri Bjorn Jóhannsson
Auglýsingasjóri Arni Garðar Kristmsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. slmi 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6. sími 22480
Kristur var meðal vina sinna og læri-
sveina eftir krossfestinguna. Hann birtist
þeim til að festa þá í trúnni, gefa þeim, sem
áttu að útbreiða orð hans, veganesti. Meðal
þess síðasta, sem hann sagði, voru þessi orð:
„En þér skuluð vera kyrrir í borginni, unz þér
íklæðist krafti frá hæðum."
Hollt er að hafa þessi orð í minni.
Páskarnir eru upprisuhátíð. Þeir eiga að
minna okkur á, að líkaminn og veraldleg gæði
eru ekki allt, heldur hefur höfundur kristinnar
trúar, Kristur sjálfur, gefið okkur fyrirheit um
það, að andinn sé efninu æðri; að sál mannsins
muni lifa af líkamsdauðann, enda þótt hún
þurfi að sjálfsögðu á þessum umbúðum að
halda, meðan við dveljumst í efnisheiminum og
staðreyndir og veruleiki eru fyrst og síðast það,
sem við sjáum í kringum okkur, getum þreifað
á, erum vön. En boðskapur kristninnar — og
raunar fleiri trúarbragða — er sá, að það sé
aðeins brot af staðreyndum og veruleika tilver-
unnar, sem við þekkjum í raun og veru; jarðlífið
sé einungis undirbúningur undir æðri þroska
— og þá ekki sízt eins og hann birtist í fyrirheiti
Krists: að allir menn, karlar og konur, jafnvel
allt líf, eigi sér eilífa köllun og af jarðnesku lífi
hugsunina líkamanum yfirsterkari og sál sína
að þeirri guðlegu veröld, sem Kristur boðaði
En vegna þess var Jónatan Livingston mávur
útskúfaður af Flokknum, dæmdur óhæfur fyrir
þá sök, að hann var öðruvísi en aðrir og lét sér
ekki lynda að róta eins og svín I sorpinu, heldur
tók hann þeirri áskorun, sem honum var I brjóst
lagin, yfirgaf Flokkinn og leitaði fyrirheitanna I
sjálfs sín brjósti. Fyrir bragðið var hann úrkast;
Hann var „hreinsaður", Golgata var á næstu
grösum. En fordæmi Jónatans Livingston,
ræktun einstaklingsins, trúin á hæfileikana
og guðlegur mnblástur — unnu sigur á múg-
hyggju Flokksins — og mávarnir fóru að líta
upp úr sorpinu, skima til himins, nota vængina,
sem guð hafði gefið þeim.
Dæmisagan um Jónatan Livingston máv og
kvikmyridin um hann eru mjög I ætt við
upprisuna, kjarna kristinnar trúar, fyrirheit
páskanna. Menn eiga að vera óhræddir við að
vera þeir sjálfir; rækta sál sína; láta sindur
hennar breytast I guðlegan blossa; óhræddirað
líta annað slagið upp úr sorpinu og huga að
þeim bláa himni, sem er ætlaður óhræddum
vængjum.
Kristur þorði að fara eigin leiðir. Honum var
ætlað það. En hann var útskúfaður, jafnvel
krossfestur. Örlög hans voru að sjálfsögðu I
samræmi við það guðlega eðli, sem öllum er
ekki áskapað að skilja. Einhver verður að hafa
vit fyrir Flokknum, sýna og sanna, að líkams-
dauðinn er aðeins fyrirboði nýrra ævintýra og
óvæntrar reynslu. Ef við vöndum líf okkar,
erum óhrædd að leita lengra og hærra — og
fylgja Kristi inn I páskasólina, munum við öll
reyna það fyrr eða síðar að hvarvetna „glampar
„...unzþér íklœðist
krafti frá hœðum”
taki upprisan við, eilíft líf — en ekki eilífur
dauði.
Að vísu hlýtur hugur okkar jarðneskra manna
að vera bundinn umhverfi okkar, jörðinni, sem
hefur fóstrað okkur, og þeim eina veruleika,
sem við þykjumst kunna nokkur skil á. En
fagnaðarboðskapur páskanna er fólginn I því
fyrirheiti, að Kristur hafi með fordæmi sínu og
innblásnum, guðlegum mætti sýnt og sannað,
að honum var gefinn eilífur kraftur þeirrar
forsjónar, sem stjórnar ekki aðeins stuttri dvöl
okkar hér á jörð, heldur — og ekki síður — þvl
vori, sem lifir af vetur og dauða; þ.e. áfram-
haldandi og sjálfstæðu vitundarllfi, sem lifir af
rotnun og tortímingu og rís upp undir páskasól,
ekki síður en Kristur sjálfur. Páskarnir minna
okkur fyrst og siðast á það, að I hverri mannssál
er sindur frá þeim guðlega afli, sem I upphafi
skóp himin og jörð Þannig fögnum við þvi, að
Kristur hefur minnt okkur á, að sál mannsins er
þeirrar gerðar, að sjálfur er hann guð I sköpun
og þroski hans hér á jörð á sér I raun og veru
lítil takmörk, ef hann ræktar sál sína og dregur
réttar ályktanir af boðskap páskanna, en þeir
gefa jafnvel fyrirheit um eilífan þroska, fegurð
og birtu, sem er ekki af þessum heimi og á
meira skylt við ómæli þess eilífðarbláa himins,
sem er jafn óskiljanlegt og annar sá leyndar-
dómur tilverunnar, sem við þekkjurrí ekki, en
vitum, að lýtur lögmálum ofar okkar skilningi.
Páskarnir minna okkur á, að veröldin I kring-
um okkur er hvorki upphaf né endir allrar
tilveru, þó að dægurstritið sé það, sem næst
okkur stendur. Og fæstum er gefið tækifæri til
að fljúga eins hátt og hugurinn stefnir Við
erum bundin Flokknum eins og mávarnir I
dæmisögunni um Jónatan Livingston máv7 venj-
um Flokksins og veraldarvafstri, ætinu á ösku-
haugunum -— lífsbjörginni. En sagan um
Jónatan Livingston máv minnir okkur ekki síður
á þá staðreynd, að I hverjum einstaklingi býr
ónotaður kraftur, sem er af guðlegum toga, og
ef hann leitar kröftum sínum viðnám, rífur sig
út úr Flokknum, tekur brim hafsins, ölduna og
bláan himin fram yfir öskuhaugana, beitir
vængjunum eins og til var stofnað, þá hefur
hann jafnvel möguleika á því að breyta lífi sínu
úr hversdagslegu amstri I kraftaverk; gera
Kristur (Lúk. 24.49)
á hvlta vænginn, sem brimið og ölduna slær".
Við eigum að taka áskoruo páskanna og reyna
að rækta betur það bezta I hverjum og einum;
breyta múgsálinni I leitandi, spyrjandi einstak-
linga, sem hafa jafnvel það takmark að sigra
hið ósigranlega: jarðbundin viðhorf og líkama,
sem er herra, en ekki þjónn sálar og hugsunar.
Það sýna bezt margvísleg einkenni hrörnunar,
ásókn I fíknilyf, klámalda, óeðli ýmiss konar
kúgun, ófrelsi, morð og hryðjuverk, ofstæki og
hatur — eftirsókn eftir sorpi, meðan himinninn
bíður eftir þeim, sem þorir að fylgja Jónatan
Livingston máv I sínu eigin brjósti.
Þjóðkirkja íslands stendur I skjóli Krists. Af
henni er því mikils vænzt. Hún verður að þola,
að innan hennar sé hátt til lofts og vítt til
veggja. Að öðrum kosti munu heyrast raddir
um að hún hætti að vera þjóðkirkja. Þröngsýni
eða veraldleg sjónarmið mega ekki sitja þar I
fyrirrúmi, heldur verður kirkjan að byggja á
guðlegri andagift Krists, boðskap hans um
fyrirgefningu og umburðarlyndi, annars koðnar
hún niður. Hún hefur löngum verið undirstaða
íslenzkrar menningar — og er enn. Hún hvílir á
traustasta bjargi, sem til er, boðskap Krists
sjálfs. Henm er þvl mikill vandi á höndum Við
eigum að slá skjaldborg um hana, hvert með
sínum hætti. En hún verður að leyfa það, aðvið
rennum sjálf eins og lækir til hafs, finnum
okkur farveg og leitum óss að eigin geðþótta
— án þess að lúta lögum og boðum, sem eru
andstæð eðli okkar og hugsun. Það fer ekki hjá
þvl að lækirnir finni hafið, þannig finnum við
einnig Krist. En okkur er öllum vandi á hönd-
um, leiðtogum kirkjunnar að starfa I anda
Krists, og okkur hinum að fylgja honum.
í velferðarvímunni skulum við minnast orða
Grubbs flugstjóra á Jumboþotunni, sem komst
af I mesta flugslysi sögunnará Kanarleyjum, en
hann sagði eftir slysið: „Héðan I frá ætla ég að
fara oftar I kirkju á sunnudögum og sleppa
golfinu."
Að vísu er hægt að leita Krists víðar en I
kirkjum En kirkjan er vé hans og vlgi. Og
boðskapur hennar er ekki sízt sá, að jörðin,
mannlífið, eigi sér einnig fegurð, eftirsóknar-
verðan leyndardóm. Mikil fyrirheit.
Vorog páskasól. Mannréttindi — frelsi.
Ivífið er einsk-
is vert án fíla
Spjallad við danska skáldið og vistfræðinginn Thorkild Björnvig
um „privatismann” í dönskum bókmenntum og nauðsyn þess að
dýrin séu ekki þurrkuð út úr náttúrunni
— Eitt erum við Martin A. Hansen
þó sammála um varðandi ísland —>
og það eru fuglarnir. Mér finnst
hreint dásamlegt að sjá hrafninn
hérna I mýrinni, að ég nú ekki tali um
gæsirnar, sem vappa hér um. Heima I
Danmörku mundi einhver brjálaður
sunnudagsveiðimaður vera strax
kominn með byssuna sína til að
drepa. Þið íslendingar eruð
hamingjusamt fólk að hafa geð I
ykkur til að lifa með dýrunum. Og
Thorkild Björnvig andvarpar, snýr sér
frá glugganum og sest við borðið. Við
erum staddir I Norræna húsinu. Hann
hefur haldið hér fyrirlestur um Martin
A. Hansen og Karen Blixen og eftir
páska heldur hann annan fyrirlestur,
sem hann kallar: Um nauðsyn þess
að hafa fíla. Þessir fyrirlestrar endur-
spegla vel þennan mann, sem er eitt
af fremstu Ijóðskáldum Dana, hefur
skrifað bækur, m.a. doktorsritgerð,
um Martin A. Hansen og Karen
Blixen og nú síðari árin hefur hann
verið eldhugi á sviði vistfræðinnar,
m.a. gefið út Ijóðabók um umhverfis-
mál. Við ræddum saman eina
morgunstund um bókmenntir og vist-
fræði og þessi líflegi Dani sló mig sem
slíkur persónuleiki, að það mætti sem
nær endalaust sækja I smiðju hans
fjölbreytilegan fróðleik og skemmtan.
Þegar glugganum sleppti berst tal okkar að
Martin A. Hansen og bók hans Rejse pá
Island, sem út kom 1954 — Þetta er mín
fyrsta heimsókn til íslands, segir Björnvig. Og
ég vil strax taka það fram, að hún skal engan
veginn skoðast sem pílagrímsferð af minni
hálfu. Ég er ekki hingað kominn til að endurlifa
sýnir Hansens, enda má segja, að við séum
eiginlega ekki á sama báti.
Ég hrífst af hinni villtu náttúru meðan Han-
sen leitaði fyrst og fremst uppi menningarland-
ið Hann stóð ekki agndofa við fossinn, eins og
ég. En eins og ég sagði áðan; við erum
sammála um fuglana. Hugsaðu þér, hvers virði
það er, að koma hingað og sjá til dæmis
gæsina taka þig sem annan hluta af náttúr-
unni. Ekki eins og brjálæðing, sem óðar hefur
dregið fram morðvopnið, heldur eins og sam-
býlismann í landinu. Því miður er þetta ekki
lengur svo heima í Danmörku. Þar er ekki
hægt að nálgast nokkurn fugl lengur. Hann er
óðara floginn á braut til að bjarga lífi sínu.
Og Björnvig slær út höndunum yfir þessum
danska dapurleika.
Ljóðið er orðið opin tjáning
En hvað með danskar bókmenntir?
—Það hefur ýmislegt verið að gerjast og
gerast síðustu árin, segir Björnvig Og það má
eiginlega segja, að út úr öllum þessum
hræringum komi eins konar „privatismi '.
Við getum tekið Ijóðið fyrst. Það má segja,
að eftir Rifbjerg — við getum notað hann sem
nokkurs konar vegvísi, þar sem ég heyri svo
vel, að hann er þekktur hér á landi, — hafi
Ijóðið verið að færast frá þessum framúrstefnu-
modernisma, sem allir voru hættir að botna
nokkuð í. Ljóðið er orðið opin tjáning
höfundarins, oftast nær á hans eigin lífs-
reynslu — hreinskilin frásögn, sem oft á tíðum
skilur ekkert útundan. Allt er sagt.
Eru einhver Ijóðskáld, sem þú vilt nefna
öSrum fremur?
— Það er nú alltaf hættulegt að tfna slíkt til.
En fyrst þú biður um það, get ég nefnt til
dæmis Lean Nielsen og Vita Andersen af
yngstu kynslóðinni.
Lean Nielsen er sjómaður og hefur víða
flækzt sem slíkur Hann hefur sent frá sér
mikið Ijóðasafn, Balladen om vold og ömhed,
þar sem hann rekur á opinskáan hátt lífs-
reynslu sína. Vita Andersen lýsir í bók sinni
Tryghedsnarkomaner nokkuð napurlegri lífs-
reynslu, sem meðal annars felst í eiturlyfja-
neyzlu, eins og nafnið bendir til. Bók hennar er
stórborgin, Kaupmannahöfn, þar sem engin
náttúra þrífst, þar sem ekkert líf er eðlilegt og
umhverfið kalt og grátt.
Bæði þessi skáld leiða lesendur f allan
sannleikann, hversu beizkur sem hann er. Það
er ef til vill eðlilegt að láta sér fljúga f hug nafn
Tove Ditlevsen, þegar bók Vita Andersen ber á
góma.
En samt sem áður eru enn til skáld, sem
þekkja náttúruna og hennar rétta umhverfi.
Vagn Lundbye hefur gefið út bók, sem heitir
Digte og má segja, að hún fjalli eingöngu um
náttúruna og lífið. Og loks langar mig að nefna
Henrik Nordbrandt og bók hans Ode til en
blæksprutte
Skáldsagan hefur losnað úr
viðjum hins ópersónulega
þjóðfélagsdóms
Og þróunin hefur orðið sú sama í lausu
máli?
— Útkoman hefur orðið sú sama. En þar má
segja, að „prívatisminn'" sé andsvar við þeim
einstrengislega „formalisma", sem skáld-
sagan var komin í. Hún var orðin eins konar
kerfisskýrsla þar sem höfundurinn sjálfur mátti
hvergi láta á sér kræla. Eins konar ópersónu-
legur þjóðfélagsdómur.
Hvað með einstaka höfunda í þessu sam-
bandi?
— Af yngstu kynslóðinni nefni ég þá fyrst til
Vibeke Grönfelt og bók hennar Djævlens
trekant Vibeke er 28 ára gömul og þessi bók
er sprottin úr einangraðri og sárri lífsreynslu
hennar. Smæring Sörensen og bók hans
Eneboeren, þar sem hann setur nútfmamann-
inn upp á Krít fortíðarinnar og Svend Aage
Madsen, sem í bók sinni Tugt og utugt upplifir
samtfmann í eins konar vísindasögulegri fram-
tfð. Allt eru þetta bækur, sem gefa, að ég held,
nokkuð góða mynd af því, sem gerzt hefur í
dönsku skáldsögunni
Og ég vil f þessu sambandi ekki gleyma
Tage Skou-Hansen, og bók hans Den hárde
frugt,sem er eins konar úttekt á þróuninni með
beinni tilvísun til hans fyrstu bókar De nögne
træer.
„Prívatisminn" er kominn úr
hreinsunareldinum.
En hvað finnst þér sjálfum um þessa
þróun?
— Ef við tökum Rifbjerg aftur. þá má segja,
að hann standi svona mitt á millí mín og
yngstu kynslóðarinnar Þá ættirðu alla vega að
vita, hvar ég stend svona út frá almanakinu
séð.
En ég hef ekkert á móti „privatismanum", ef
það eru einhverjir rithöfundahæfileikar, sem
beita honum. En það er vandmeðfarið að vera
mjög opinskár Annars er eitt gott við
„privatismann" Hann hefur kallað á vissa
gamansemi og þegar rétt er með farið, bjargar
þessi gamansemi honum frá því að vera aum-
kunarverður eða vandræðalegur.
Þú minnist á rithöfundahæfileika þannig
að mér finnst sem þú meinir, aS eitthvað
hafi þar á skort.
—Það var um tima mikið vandamál í dönsk-
um bókmenntum, að það var leitað með log-
andi Ijósi að skáldum i röðum verkafólks Fólki
fannst vanta slikan kjarna á bókmenntirnar
Þessi leit var svo áköf. að hún skapaði hættu á
þvi, að viðurkenningin kæmi til fyrir það eitt að
uppruninn væri réttur, en ekki vegna þess að
þar væri skáld á ferð Sem betur fer, held ég
nú, að þetta sé að stillast og við að eignast
skáld af þessum rótum, sem hafa hæfileika.
Eins var þetta með „privatismann Það má
eiginlega segja. að hann hafi skollið yfir sem
einhvers konar uppákoma, sem menn töldu að
leyfði alls kyns rassaköst i nafni skáldskapar-
ins. Einnig þetta virðist liðið hjá og þannig
rofað til, að timinn sé að færa okkur merk
skáldverk hinnar nýju stefnu
Þannig held ég að „prívatisminn" sé nú
genginn E gegn um sinn hreinsunareld og kalli
á það bezta, sem skáld eiga til að gefa þessari
stefnu.
Skáldið og vistfræðingurinn
En nú langar mit til aS viS ræSum svolítiS
um Thorkild Björnvig.
Björnvig hlær við. Svo verður hann eilítið
vandræðalegur og þó honum hafi verið létt um
mál til þe'ssa, er eins og honum vefjist nú
tunga um tönn. Það er því ekki úr vegi að gripa
aðeins niður i kynningu Norræna hússins á
manninum.
Thorkild Björnvig fæddist 1 91 8 og sendi frá
sér fyrstu Ijóðabók sína 1947. Síðan hafa
komið út eftir hann margar Ijóðabækur, sem
hafa skipað honum á bekk meðal merkustu
danskra Ijóðskálda Auk Ijóðanna hefur hann
gefið út ritgerðasöfn og bókmenntaverk. Hann
var mjög náinn vinur Martin A. Hansen og
Karen Blixen og hefur skrifað margar bækur
um hinn fyrrnefnda, meðal annars doktorsrit-
gerð sína „Kains Alter" 1964 Fyrir tveimur
árum kom svo frá honum bókin Pagten, sem
fjallar um Karen Blixen.
Síðustu árin hefur hann haft brennandi
áhuga á vistfræðilegum vandamálum og má
sjá það í síðustu bók hans Delfinen, sem eru
umhverfisljóð 1 970 — 75.
Nauðsynin á fílunum
Og nú er ekkert hik á Björnvig lengur.
— Hér áður fyrr fjölluðu Ijóð mín aðallega
um náttúruna og ástina, segir hann. Náttúruna
og svo ástina.
Smám saman fór ég að velta fyrir mér
vistfræðilegum vandamálum og þessar vanga-
veltur vöktu með mér ótta um það, að við
mennirnir værum nú komnir svo langt, að við
værum ein mesta ógnunin við umhverfið Eftir
þessa „uppgötvun" skrifaði ég bókina Ravnen,
sem kom út 1 968, en mér er til efs að nokkur
hafi þá skilið, hvað ég var að fara.
En þetta viðfangsefni greip mig slíkum
heljartökum, að ég gat engan veginn komizt
undan þeim. Ég fór að halda fyrirlestra um
vistfræði, en það nennti enginn að hluta á mig
Ég man eftir fyrirlestri, sem ég hélt 1 969. Það
komu ellefu manns, þar af sex eða sjö skóla-
nemendur. En það var ajlt fullt á fyrirlestrunum
um bókmenntaleg efni.
Jafnhliða þessum fyrirlestrum skrifaði ég
Ijóð í blöðin. Ljóð um umhverfismál.
Smám saman breyttust viðhorfin og fólk tók
að flykkjast á fyrirlestrana um vistfræðileg mál,
ekki síður en hina bókmenntalegu. Og nú má
eiginlega segja, að umhverfið sé að verða
aðalmálið Árið 1976 kom svo bók mín
Delfinen út og þar má segja, að skáldið og
vistfræðingurinn séu komnir í sátt í einum og
sama manninum.
Þú nefnir fyrirlesturinn, sem þú flytur
eftir páska; Um nauðsyn þess að hafa ffla?
—Já. Ég skal nefnilega segja þéreitt. Ég hef
mjög orðið var við það, að fólk vill upplifa
náttúruna sem einhvers konar dýralausa
stemmningu. En þetta er reginfirra. Það verður
að hafa dýrin með Fílarnir eru nefnilega
nauðsynlegir í náttúrunni.
Þetta er eins og Tjömin ykkar. Það ér ekki
tiægt að hugsa sér hana án andanna Björnvig
horfir beint á mig. —Eða getur þú það?
Og sem leið mín lá fram hjá Tjörninni frá
Norræna húsinu til Morgunblaðsins, þá skildi
ég, hvað Björnvig átti við. Lífið er einskis vert
án fíla.
Freysteinn Jóhannsson.
Ég hrlfst af hinni villtu náttúru.
Þa8 voru allir hættir að botna nokk-
uð I þessari framúrstefnu Ijóðsins
Skáldsagan var orðin föst I kerfinu.
Það er ekki hægt aS upplifa náttúr-
una sem einhvers konar dýralausa
stemningu.
Ys og þys — ballett
í Þjóðleikhúsinu
AÐ kvöldi skírdags, 7. apríl nk., verður
frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins á nýjum sovéskum ballett, YS OG
ÞUS ÚT AF ENGU, byggðum á sam-
nefndum gamanleik William Shake-
speare, 2. sýning er á 2. í páskum.
Natalie Konjus, ballettmeistari Þjóð-
leikhússins. semur dansana og stjórnar
sýningunni en tónlistin er eftir sovéska
tónskáldið Tfkhon Khrennfkov. Leik-
mynd og búninga gerir Jón Þórisson
og er þetta fyrsta verkefni hans í Þjóð-
leikhúsinu. en Jón hefur um árabil
verið leikmyndateiknari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og auk þess unnið mikið
fyrir sjónvarp. Alls koma milli 20 og
30 manns fram í sýningunni. dansarar
og leikarar, þar á meðal tveir gesta
dansarar erlendis frá Þórarinn Bald-
vinsson, íslenskur dansari, sem starfar
í Bretlandi og dansaði hér síðast aðal-
hlutverkið f Coppelíu; og einn frægasti
sólodansari Bolshoi-ballettsins í
Moskvu, Maris Liepa. Stúlkurnar I
íslenska dansflokknum dansa að sjálf-
sögðu í sýningunni: Auður Bjarna-
dóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Helga
Bernhard, Helga Eldon, Guðmunda
Jóhannesdóttir, Nanna Ólafsdóttir,
Ólafía Bjarnleifsdóttir og Birgitta
Heide. Þá koma fram leikararnir Bessi
Bjarnason, Sigmundur Örn Arngríms-
son og Ólafur Thoroddsen og auk
áðurnefndra karldansara þeir Örn Guð-
mundsson, Einar Sveinn Þórðarson og
Eiríkur Eyvindarson,
Skipsskrúfan af Eyja-Þór
til Eyja í minnismerki
SKIPSSKRÚFUNNI af fyrsta varð
skipi íslendinga. Þór, var skipað |
um borð I varðskipið Þór i Reykja-
vik t gær og mun Þór flytja skrúf-
una til Vestmannaeyja þar sem
hún verður lagfærð og sett upp
sem minnismerki um varðskipið
Líkan af minnismerki um Þór, fyrsta
varðskip íslendinga, sem Eyjamenn
keyptu til landsins um 1920. Ölafur Á.
Kristjánsson fyrrv. bæjarstjóri hefur
teiknaó uppsetningu minnismerkisins og
er stefnt að því að setja það upp á gras-
bletti innst í FriðarhÖfninni i Vestmanna-
eyjum. Skrúfan verður lagfærð í Fyjum
og sett upp á liðlega 3 metra háan hlaðinn
grjótstall.
Þór, eða Eyja-Þór eins og það var
oft kallað.
Vestmannaeyingar keyptu sjálfir
Þór, fyrsta varðskip íslendinga, og
gerðu það út í 6 ár. Samið var um
kaup á skipinu, sem var 205 tonna
gufuskip, árið 1918, en í marz
1920 kom það til Vestmannaeyja
og náðist mikill árangur af starfi
þess i landhelgis- og björgunarstörf-
um. íslenzka ríkið keypti skipið
1926 og þar með var landhelgis-
gæzlan formlega stofnuð
Þór endaði ævidaga sina á skerj-
um úti af bænum Ytri-Ey skammt frá
Skagaströnd árið 1929. Skipið
hafði legið fyrir ankerum undan
ströndinni í foráttu norðan-byl og
rak það upp með ankerin úti. ís-
lenzkur togari bjargaði skipverjum
úr brimgarðinum við mjög erfiðar
aðstæður.
Kaupin á Þór og útgerð skipsins i
Eyjum voru fyrsta stóra átakið í
löggæzlu við ísland af hálfu íslend-
inga sjálfra, en það var Björgunar-
félag Vestmannaeyja sem stóð að
kaupum skipsins með fjárfram-
lögum fólks i Vestmannaeyjum
Með tilkomu skipsins þrengdust
mjög möguleikar erlendra veiðiþjófa
sem áður höfðu verið ráðandi á
fiskimiðunum fyrir Suðurlandi
Ýmsir hlutir úr Þór eru í Byggða-
safni Vestmannaeyja, en fyrir nokkr-
um árum var skrúfu skipsins bjargað
af strandstað og hafði Hermann
Einarsson í Vestmannaeyjum frum-
kvæði að því að skrúfan færi til Eyja
Keypti Björgunarfélagið skrúfuna og
nú hefur Ólafur Á Kristjánsson, fyrr-
verandi bæjarstjóri í Eyjum, látið
gera teikningar og líkan eftir hug-
mynd um uppsetningu skrúfunnar
innst í Friðarhöfninni í Eyjum Land-
helgisgæzlan tók að sér að flytja
skrúfuna frá Reykjavík til Eyja og
það er varðskipið sem ber nafn
fyrsta varðskipsins. sem flytur hana
til Eyja — á.j.
Bjarnþór
Bjarnason opnar
málverkasýn-
ingu f Bókhlöð-
unni á Akranesi
fimmtudaginn
7. — 14. apríl.
Sýningin verður
opin frá kl. 16
— 22 daglega.
Bjarnþór stund-
aði nám við
Myndlista og
handíðaskóla
íslands í 2 ár og
við Myndlista-
skóla Reykjavfk-
ur f ár. Á sýning-
unni eru alls 30
myndir.