Morgunblaðið - 07.04.1977, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.04.1977, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 Þannig leit fiskurinn úti fyrir Austfjörðum út milli 1 920 og 1 930, menn stóðu oft í aðgerð í allt að 72 tíma eða þrjá sólarhringa. — Maðurinn sem byggði fyrsta íshús á fslandi Framhald af bls. 19 og Norðmönnum, auk þess sem hann verkaði fisk af eigin bátum og mörgum Norðf jarðarbátum. Er talið að hann hafi verkað mörg þúsund skippund af þorski á ári á þessum árum. Matthías Þórðarson segir frá því í Litið til baka, 2. bindi, hví- líkt stórmenni Konrað gat verið og hve auðugur hann var orðinn kringum fyrri heimsstyrjöldina. Matthías var þá í Alliance félag- inu og var Jón Ólafsson, siðar bankastjóri , framkvæmdastjóri þess. Lánaði Alliance 90.000 krónur „Það var á þessum árum, að okkur félaga eitt sinn vanhagaði um 90.000 kr., þar sem ógreitt var um yfirfærslu á peningum milli Islands og Danmerkur af völdum ófriðarins. Þá hljóp Konráð kaup- maður Hjálmarsson á Mjóafirði, sem þá var í Kaupmannahöfn, undir bagga með okkur og lánaði okkur peninga gegn einfaldri við- urkenningu um, að við hefðum tekið á móti þeim og loforði um, að við greiddum þá á ákveðnum tíma. Annars og meira krafðist ■ Konráð ekki, og sýnir það bæði stórmennsku hans og traust það, er hann bar til okkar félaga og mun traustið á Jóni ekki hafa ráðið þar minnstu um.“ Verzlun Hjálmars hélt áfram að blómgast og flutti hann inn beint að utan mjölvörur, kolavörur, salt, timbur, við og annað slagið komu olíuskip. Allt voru þetta heilir farmar 600—800 tonn af salti oft á tíðum, því Konráð seldi salt um alla Austfirði. Þá flutti hann út að sjálfsögðu fisk, síðan saltkjöt og gærur. Þá fór Konráð ávallt einu sinni til tvisvar á ári til Kaupmannahafnar, þar sem hann gerði stórinnkaup fyrir verzlanir sínar. Seldi hann t.d. smörlíki undir eigin vörumerkj- um, hét hin tegundin Dalatangi, önnur Nypa og hin þríðja Ráð- herra og var bezt. Umsvif Konráðs jukust sífellt og þessi frásögn sem getur að finna í minningabók Guðmundar Eggerz sýslumanns er gott dæmi um það, en Guðmundur var sýslu- maður Sunnmýlinga um skeið: Sendi gufuskip eftir sýslumanni „Nokkrum vikum eftir að ég kom til Eskifjarðar, var ég hringdur upp frá Norðfirði. Var það Konráð kaupmaður Hjálmars- son. Aldrei hafði ég séð þann mann, en heyrt hafði ég, að hann væri með auðugustu mönnum sýslunnar. Erindið var.að biðja mig að koma hið allra fyrsta, því honum væri áríðandi að fá út- mælda lóð á Norðfirði. Ég taldi öll tormerki á þessu, því að Odds- skarð væri enn illfært hestum. Konráð bauð þá að senda mér góða og vana hesta. Ég lét mér ekki segjast. Bauðst hann þá til að senda stóran vélbát. Þótt ég hefði ekki orð á því, taldi ég ólíklegt að lóðarmælingin gæti ekki beðið til manntalsþingsins, og bar því nú við, sem satt var, að ég væri ný- tekinn við embættinu og hefði því ærið að starfa. Tók nú að þykkna í Konráði og hann spurði hvort sýslumaður myndi treysta sér, ef hann sendi gufuskip eftir honum. Þetta var þó sagt i mjög kurteis- um tón. Ég játti þessu. Skipið verður kl. 9 á morgun á Eskifirði, og svo kvaddi hann mig í síman- um. Um 200 tonna skip með norska fánann við hún kom á ákveðnum tíma. Báti var þegar skotið frá skipinu, til að sækja mig. Var svo , siglt í bezta veðri og sjóleysu til Norðfjarðar. Þegar ég kom upp á bryggjuna, gekk á móti mér maður, hinn ÞOTT SKULDIN YfíÐ/ ÍSKYGG/LEGA HÁ BRÁST KONRÁÐ EKK/ VIÐ áttum tal við gamlan Mjó- firðing, sem nú er nær ntræður og spurðum hann um kynni hans af Konráði Hjálmarssyni. Þessi gamli maður, sem þekkti Konráð betur en flestir aðrir vildi ekki láta nafns sfns getið af einhverjum ástæðum. Hon- um fórust orð á þessa leið. „Konráð þekkti ég allvel, bæði á Mjóafirði og einkum á Norðfirði eftir 1919, er ég flutt- ist þangað og stundaði þar sjó- róðra á vélbátum sem háseti, vélstjóri og formaður og að lok- um formaður á eigin bát. „Konráð þekkti ég allvel, bæði á Mjóafirði og einkum á Norðfirði eftir 1919, er ég flutt- ist þangað og stundaði þar sjó- róðra á vélbátum sem háseti, vélstjóri og formaður og að lok- um formaður á eigin bát. Hafði ég nærri öll viðskipti við verzlun Konráðs í áratugi. Mér reyndist hann tryggðar- tröll, sem aldrei brást þótt skuld mtn yrði f fskyggilega há við verzlun hans. Það var f árs- lok 1923, að ég skuldaði um 15.000 krónur og var kvíðafull- ur um framhald útgerðar minn- ar á komandi ári 1924. Þar var venja við verzlanir á þeim ár- um, að fram færu reikningsskil við áramót, sem oft reyndust erfið og skuldir við verzlanir voru miklar og varð þá, að láta svo vera vegna beggja aðila. Báðir eins og spyrtir saman um afkomu f framtfð. Báðir lifðu í þeirri von að úr rættist. Ég byrjaði útgerð mína á Norðfirði vorið 1922 og hafði kastað allmiklu til hennar og húsakosts. Árið 1923 brugðust fiskveiðar við Austfirði alger- lega má segja, en afli var all- góður á vetrarvertfð á Horna- firði. í ársbyrjun 1924 gekk ég á fund Konráðs all kvfðafullur og ætlaði að hlýða á dóm minn. Ekkert hafði hann með einu orði minnst á skuldina um ára- mót. Algjör þögn rfkti, mér var Ijóst að skuldin var há og ógn- andi.“ Ég hitti Konráð, sem bauð mér til stofu. Ég spurði hann hvers mætti vænta varðandi út- gerð mfna á nýbyrjuðu ári? Sleipnir SU 446. Þennan bát átti Konráð lengi og reyndist hann í alla ísafirði síðla sumars 1 928, en þá var Jóhann J.E. Kúld á bátnum, en að skila ísfirzkum hásetum sem á bátnum voru. staði vel. Myndin var tekin á förin til ísafjarðar var farin til höfðinglegasti í allri framkomu, kvikur á fæti og hárið óvenjulega fallegt, tekið að grána í vöngum. Drættirnir í miðju andlitinu voru nokkuð harðir. Augnaráðið hvasst, en þó voru augun skær og falleg. Þetta var Konráð Hjálm- arsson. Heilsaði hann mér með mikilli alúð og bauð mig hjartan- lega velkominn til sýslunnar. Að lokinni máltíð bjóst ég við að tekið yrði til óspilltra málanna við lóðarmælinguna, en á hana var ekki minnst, heldur gekk Konráð út með mér til þess að sýna mér þorpið. Kom hann við hjá tveim kunningjum sínum og bauð þeim til kvöldverðar. Dag- inn eftir taldi Konráð réttast að hætta við lóðarmælinguna, hann hafði þegar samið við hlutaðeig- anda um að útmælingin biði til næsta manntalsþings. Þetta voru fyrstu kynni mín af Konráði Hjálnarssyni og reyndi ég hann æ síðan að hinum mesta höfðingsskap. Og svo prúður var hann og virðulegur í allri um- gengni við mig, að þegar ég var kominn inn á heimili hans, minnt- ist hann aldrei með einu orði á embættisstörf mín, þótt stundum ætti hann og kunningjar hans „Það er víst óhættað taka hana þessa - frá kónginum á Norðfirði" JÓHANN J.E. Kúld, fyrrver- andi fiskmatsmaður, kynntist Konráði Hjálmarssyni Iftillega á árinu 1928, er Jóhann var háseti á einum háta Konráðs, Sleipni. Jóhann er enn ákaf- lega hrifinn af Konráði, enda þótt öruggt megi telja að þeirra skoðanir hafi aldrei farið sam- an. „En Konráð virti alltaf ein- staklinginn, þó svo að hann væri kannski lftt hrifinn af félagssamtökum sjómanna og verkamanna,“ segir Jóhann. „Árið 1928 átti ég heima á Akureyri og um veturinn stóð þannig á, að ég sá um að stofna Sjómannafélag Norðurlands, sem sfðar varð Sjómannafélag Akureyrar, af þessum sökum þurfti ég að fara í land af sjón- um og er búið var að ganga frá stofnun félagsins, var komið fram f júní, aliir bátar farnir á sfld og þvf ekki neina vinnu að hafa,“ sagði Jóhann þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Sfðan gerist það að Jóhann Kröyer, sem lengi var verzlunarstjóri hjá Konráði á Norðfirði, en hafði flutzt til Akureyrar og var orðinn verzlunarstjóri hjá KEA, gerði boð eftir mér. Ég kom strax og hann spyr hvort ég sé fáanlegur til að fara iil Norðfjarðar á bát f eign Konráðs Hjálmarssonar, en áður hafði Konráð hringt í hann og beðið um að utvega sér mann og að góð laun væru f boði. Ég sló til.“ Jóhann hélt skömmu sfðar meó Novu austur til Norðfjarð- ar, og var þá ráðinn á Sleipni, sem Björn Ingvarsson var skip- stjóri á. „Þegar ég kom á bryggjuna í Neskaupstað, hitti ég Konráð og ræddi IftiIIega við hann, en ekkert var minnst á kaup. Sumarið leið og Ifkaði mér vist- in á Sleipni vel, aðeins einn Norðfirðingur var um borð auk Björns skipstjóra, það var vél- stjórinn, hitt voru allt Is- firðingar, úrvalsmenn allir saman. Veiðin um sumarið gekk vel. Við komum oft að landi um, helgar og vorum inni 1—2 daga f einu. Það var gaman að sjá Konráð innan um athafnasvæði sitt, sem var annar hluti bæjar- ins. 1 hinum hlutanum réð hinn kóngurinn á Norðfirði, Sigfús Sveinsson, og sagt er að þeir hafi ekki farið yfir á yfirráða- svæði hvor annars nema nauð- syn bæri til. Það sem ég man Konráð þarna, var hann alla tíð með harðan hatt og f sjakkett, með silfurbúinn staf við hlið sér og gráan hökutopp, sem fór hon- um vel.“ Um haustið þegar sumar- vertfðinni lauk, kom í Ijós að engin skipsferð var á næstunni vestur til ísaf jarðar og það varð þvf úr að Sleipnir var sendur vestur rneð mennina. Jóhann fór einnig með og fór af f Siglu- firði í bakaleiðinni. „Áður en við lögðum af stað f heimferðina, fór ég til Konráðs til að ganga frá mfnum málum. Páll tengdasonur hans, sem þá var verzlunarstjóri, var ekki við og bauð Konráð sjálfur mér inn á skrifstofu til sín og upp á vindil. Hann spyr fyrir hvað ég sé ráðinn og hvort Jóhann Kröyer hafi eitthvað rætt það við mig. Sagði ég honum, að Jóhann hefði boðið mér þvf sem næst tvöfalt kaup og frítt fæði. — Karlinn hikstaði að- eins, en segir sfðan. — Það sem Jóhann gerir, er það sama og ég geri. Góðum mönnum borgar maður vfst aldrei of hátt kaup. Að þvf búnu spyr hann mig hvort mér sé ekki sama þótt ég fái ávfsun skrifaða á útibú Landsbankans á Eskifirði, ég geti skipt henni á Akureyri. Og þarna rétti hann mér sfðan 450 króna ávfsun, og var kaupið u.þ.b. 75% hærra en yfirleitt gerðist á þessum tfma,“ segir Jóhann. Þá sagði hann, að nokkru eft- ir komuna til Akureyrar, hefði hann farið f útibú Landsbank- ans þar til að skipta ávfsuninni. í þá tfð hafi Júifus verið banka- stjóri, sem þótti einn öruggasti útibústjóri L.i. og mjög aðgæt- inn f fjármálum. „Hann tekur við ávfsuinni og segir er hann hefur litið á hana. Hvað ert þú að koma með ávfsun á bankann á Eskifirði? Ég sagði að það hlyti að vera óhætt að skipta ávfsuninni, þar sem útgefand- inn væri vel stæður útgerðar- maður á Norðfirði. Júlfus rýnir þá svolitla stund á ávfsunina og segir síðan: „Ekki neitar maður þessari, frá sjálfum kónginum á Norðfirði.“ Að sögn Jóhanns var Konráð mjög fljótur að taka ákvarð- anir, snöggur f hreyfingum og var aldrei með málalengingar. Þá minntist Jóhann á þegar þeir bræður Gfsli og Konráð keyptu Súluna skömmu eftir aldamótin frá Noregi. Var skip- ið mælt yfir 100 rúmlestir, knúið gufuvél, en gekk þvf miður ekki meira en 4 mflur í logni. Var Súlan fyrst gerð út á doríuveiðar, en sfðar á alhliða- veiðar og reyndist einstakt happaskip. Súlan var f rekstri fram yfir 1960, er skipið sökk á síldveiðum. „Það þurfti sér- stakan stórhug til að kaupa skip eins og Súluna um alda- mótin, og leið nokkur tfmi þar til jafnstór skip voru byggð, ef undanskildir eru togararnir, sagði Jóhann að lokum. — A.D. Rætt við Jóhann J. £ Kúld sem var á einum báta Konráðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.