Morgunblaðið - 07.04.1977, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRtL rt77
Umsjón: Rúna Gfsladóttir og Þórir S. Guðbergsson.
Barna- og
fjölskyldusíða
Morgunblaðsins
Paskar—
Sigurhátíð
FLESTIR þekkja söguna um
pinu og dauða Jesú, samt
gleymist hún svo oft i erli og
önnum. Sgaan um sigurinn
mikla, þegar Jesús reis upp
frá dauðum hljómar í landi
okkar ár eftir ár, samt er
harla lítið rætt um hann
manna á meðal. Er hann
sannleikur eða lygi, raun-
veruleiki eða uppspuni! Trúi
ég eða trúi ekki? Þannig
spyrja menn enn á okkar
dögum nákvæmlega eins og
á dögum Jesú — og þannig
munu menn halda áfram að
spyrja, því að hér er fyrst og
fremst um trú að ræða og
traust til þess, sem maður
les, heyrir og reynir sjálfur.
Lærisveinarnir forðum voru
menn eins og við, með
mannlegar tilfinningar og
viðbrögð eins og við sjáum i
frásögn Nýja testamentisins.
Þegar Jesús var handtekinn
og krossfestur tvístruðust
lærisveinarnir. Skömmu áð-
ur hafði Júdas svikið vini,
sina og leiðtoga sinn. Pétur
afneitaði Jesú i hallargarðin-
um og þóttist ekka þekkja
hann. Og flestir þeirra fóru
huldu höfði Þeir þorðu ekki
að láta sjá sig á almanna
færi. Þeir voru sorgmæddir
og sárir. Þeir höfðu orðið
fyrir miklum vonbrigðum.
Þeir voru í sannleika hrædd-
ir og óöruggtr. Þeir vissu
ekki hvað beið þeirra. Óviss-
an nagaði hjörtu þeirra.
En vorið var komið. Nátt-
úran hafði lifnað af dvala.
Trén voru að laufgast og
blómin að spnnga út. Eftir
erfiða og langa daga biðu
þeirra ný og óvænt gleðitið-
indi. „
María Magdalena varð
fyrst út að gröfinni. Hún
kom döpur og sorgmædd,
en flýtti sér þaðan með
fargnaðartíðindm. Pétur og
Jóhannes hlupu út að gröf-
inni og sannfærðust á sama
hátt. Tveir af lærisveinunum
voru á leið til Emmaus, þeg-
ar þeir mættu hinum kross-
festa og upprisna og sama
dag birtist hann fleiri læri-
sveinum, stóð mitt á meðal
þeirra og sagði: Friður sé
með yður;
Jesús var upprisinn. Hann
hafði sigrað dauðann. Verk-
ið var fullnað. Sigurinn var
unninn. Gröfin var tóm;
Hann var þar ekki lengur.
Jesús var risinn upp frá
dauðum; Og páskarnir urðu
hinum kristnu sannkölluð
gleðihátíð
Mynd frá Anneki Hitzler, 7 ára, Hlíðaskóla, Reykjavík. Hún kallar þessa mynd
sína: ÆR MEÐ VORLÖMB.
Börnin í kirkiunni
MIKIL alvara hvíldi yfir öllum
á kristniboðsstöð einni I
Afrfku. Kristniboðinn var veik-
ur, og tvísýnt var um líf hans.
Hann hafði háan hita, sem stöð-
ugt jókst, og kvalirnar urðu
sffellt meiri og meiri. Og engan
lækni var hægt að fá til
hjálpar.
Negrabörnin, sem bjuggu hjá
kristniboða-hjónunum á stöð-
inni og I nálægum kofum, engu
um fyrir utan húsið, hljóð og
hrædd. Við og við komu þau f
dyragættina á herberginu þar
sem kristniboðinn lá, til að fá
að frétta, hvernig „pabba“ liði.
Allt f einu var barið varlega
að dyrum aftur. Kona kristni-
boðans opnaði, og svart, hrokk-
ið höfuð birtist f gættinni.
„Mamma, viltu gjöra svo vel
að lána okkur lykilinn að
kirkjunni?“
„Hvað ætlið þið að gera við
hann?“ spurði hún og leit yfir
allan barnahópinn, sem stóð f
ganginum fyrir framan.
„Við verðum að fá hann,“
svöruðu þau. Þau báðu svo vel
og voru öll alvarleg á svip, svo
að hún hafði ekki brjóst f sér til
að neita þeim um þetta. En
hana langaði mikið til að vita,
hvað þau hygðust fyrir.
Stundarkorni sfðar fór hún
sjálf út f krikjuna til þess að
gæta að börnunum. Hún opnaði
dyrnar hljóðlega og leit inn fyr-
ir.
Þarna inni lágu öll börnin á
hnjánum og báðu heitt og inni-
lega til Guðs um að hann tæki
ekki frá þeim „pabba“, sem
þeim þætti öllum svo vænt um,
heldur leyfðu honum að verða
heilbrigðum aftur.
Hún lét hurðina falla hljóð-
lega að stöfum aftur, til þess að
trufla ekki. En þegar hitinn
lækkaði sfðar sama dag, var
hún þess fullviss, að Guð hefði
bænheyrt börnin. Og frá þess-
um degi kom batinn furðu
fljótt, og bráðlega var „pabbi"
kominn á fætur og gat verið
með börnunum eins og áður.
Sj£ X'h
Páska-
mynd
frá
Þóru
Sif
7 ára
Vestur-
bergi
26, R.
Páskar
TIL hvers — hvers vegna —
síðan hvenær höldum við
páska? Margar spurningar
kunna að vakna hjá börnum
jafnt sem fullorðnum í kring-
um slíkar stórhátíóir, en allt of
fáir koma þeim á framfæri.
Ekki væri úr vegi t.d., að ein-
hver úr fjölskyldunni tæki
fram alfræðiorðabók og fletti
upp á þessu orði -páskar-. Síðan
gæti gefist tækifæri til þess að
ræða um þessa miklu hátíð
kristinna manna um heim allan
og/eða ýmsa siði, sem myndast
hafa um þetta leyti árs í hinum
ýmsu löndum, m.a. íslandi. —
Það er oft erfitt að svara börn-
um í sambandi við trúmál og
kristindóm. Bæði kristnum og
ekki kristnum getur reynst
og fjölskyldan
erfitt að útskýra dauða og upp-
risu Jesú, en þó sennilega mun
erfiðar þeim síðarnefndu.
Reynum umfram allt að bregð-
ast ekki trausti barna okkar.
Þeim býr alvara í brjósti og
æskja þess að við svörum í
sömu mynt. Kristnum mönnum
er styrkur í trúnni, og þetta er
sigurhátíð kristinnar kirkju.
Einnig er gott að rifja upp
með börnunum, hvernig haldið
var upp á páska hér-áður fyrr.
Síðan er unnt að ræða um
hvað á að gera, hvert á að fara
og hvenær. Á að fara í kirkju, í
heimsókn, í ferðalag o.s.frv.
Hvenær á að fara og hvernig á
að undirbúa það? Ef fara á í
ferðalag þarf að ganga vel frá
öllum útbúnaði, kynna sér að-
stæður og veðurútlit o.s.frv. og
gæta allra varúðarráðstafana,
sem þörf er á.
Möguleikarnir eru margir og
af miklu er að taka.