Morgunblaðið - 25.06.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.06.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977 Sagt frá laxaseidaflutningum med Iscargo frá Laxamýri í Adaldal til Tromsö í Noregi Það var vor í lofti í Aðaldal er Iscargo- flugvélin renndi sér þar yfir í aðflugi að flugvellinum, sunnudaginn 22 maí, sterkjuhiti úti og Laxá mórauð og bólg- in vegna vorleysmganna í laxeldis- stöðmm að Laxamýri leit hópur manna upp í loft og fylgdist með aðfluginu og þegar vélin var lent, gaf Kristján Óskarsson framkvæmdastjóri stöðvar innar 30 manna hóp merki ,,nú byrjum við' Menn voru komnir í viðbúnaðar- stöðu og nú varð ys og þys í stöðmni enda mikið í húfi að fljótt gengi fyrir sig að pakka í plastpoka með vatni og súrefni 25000 laxaseiðum, sem samn- mgur hafði verið gerður um sölu á við norskt fyrirtæki í Tromsö Iscargomenn höfðu verið svo vin- samlegir að bjóða undirrituðum að fylgjast með seiðunum til Noregs, boð sem var þegið með ánægju því að það hefur venð gaman að fylgjast með því gegnum árin hvernig aðstandendur Laxamýrarstöðvarinnar hafa byggt hana upp af miklum myndarskap og sterkri hugsjón, sem allir þeir aðilar, sem þessa atvinnugrein stunda hér á landi verða að hafa í vegarnesti þegar lagt er upp Með þessari sölu skapast hugsanlega grundvöllur fyrir veruleg framtíðarviðskipti, sem gerir mönnum kleift að nýta til fullnustu afkastagetu stöðvarinnar Undanþága til að pakka Klukkan var rúmlega hálfníu þegar við lentum á Aðaldalsflugvelli og pökk unin í stöðinni var komm í fullan gang er við komum þangað úteftir 1 5 mínút- um síðar Þar voru fremstir í flokki auk Kristjáns, þeir Laxamýrarbræður Björn og Vígfús Jónssynir, Kristján á Hólma- vaði Benediktsson, Jóhannes Kristjánsson og Kristján sonur hans frá Akureyri, sem stærsta aðild eiga að stöðinni og unnið hafa mest að upp- byggingu hennar, konur þeirra og börn Auk þess voru 1 5 — 20 manns frá Húsavík. sem verkalýðsfélagið þar hafði veitt undanþágu frá yfirvinnu- banni til að pakka þessum dýrmæta farmi Seiðunum átti að pakka í 400 poka og höfðu þeir Iscargomenn reiknað þunga farmssins um 8 lestir eða 20 kg í poka Reiknað hafði verið að pökkun yrði lokið um kl 12 á hádegi og að flugvélin gæti hafið sig til flugs undir hálfeitt, en reiknað hafði verið með tæplega 5 klukkustunda flugi til Trom- sö Norsku kaupendurnir hjá Seafood- fyrirtækinu í Tromsö höfðu fengið Júli- us Pétursson stöðvarstjóra i fiskeldis- stöð Tungulax h/f að Öxnalæk til að hafa yfirumsjón með flutningunum og fylgja seiðunum á leiðarenda og hann hafði fengið ungan Húsvíking Jóhann Unnsteinsson frá Húsavik sér til aðstoðar Júlíus er lærður fiskeldis- fræðmgur frá Svíþjóð og var nokkurn tíma stöðvarstjóri á Laxamýri Óneitan- lega var taugaspenna í mannskapnum því að seiðm eru vandmeðfarm í flutn- ingi og súrefmð dugir takmarkaðan tíma og hafði verið reiknað að ekki mættu líða meira en 8 klukkustundir frá því að fyrstu seiðunum væru pakk- að, þar til þeim yrði sleppt aftur Júlíus var með súrefnistank í tösku meðferðis og allir pokarnir útbúnir með stút þannig hægt yrði að bæta á þá súrefni á leiðmni yfir hafið ef þörf krefði Allt á undan áætlun Fljótlega kom í Ijós að pökkunar- og flutningstíminn yrði mun skemmri en „Þarna sprakk einn pokinn Kristján Óskarsson hellir seiðum Tveir pokar springa Lárus kom nú aftur í til okkar og spurði hvort ekki væri allt í lagi og við héldum það Þá leit hann aftur í og hrópaði ..Þarna sprakk einn pokmn ' Við þustum upp úr sætum okkar og rukum aftur ganginn. þar sem 50—60 seiði sprikluðu Júlíus náði í hvelli i pokann ogr gat bjargað smá vatnslögg sem eftir var, en við Jóhann vorum á handahlaupum við að ná sleipum seiðunum og bjarga þeim frá bráðum dauða Þegar ég var kominn með handfylli af seiðum og var að búa mig undir að setja þau í pokann, sprakk allt í einu annar poki við fætur mér og ég hrópaði upp yfir mig Greip nú mikil skelfing okkur alla og við sáum fyrir okkur raðsprengingu 400 poka og útflutningsdrauminn renna út í sandmn Lárus tók nú til fótanna fram i flugstjórnarklefa og brátt tók vélin dýfu niður á við. er Kristmundur lækk- aði flugið Við fylgdumst nú skelkaðir með pokastöflunum um leið og við týndum upp seiðin eins fljótt og við gátum og verður að segja okkur það til hróss, að aðeins 1 seiði lét lífið. því að flest þeirra fundum við í smáhyl aftast i vélinni, sem myndast hafði af vatninu úr pokunum Var seiðunum nú snar- lega komið í nýjan poka með vatni af aukabirgðum. sem settar voru i vélina i lokin. Júlíus gaf smá súrefnissnafs og við gátum ekki betur séð, en að seiðin væru jafnánægð og við yfir að svo vel skyldi til takast Þegar þessu var lokið áætlað hafði verið og létti það nokkr- um áhyggjum af öllum Pökkunin gekk fljótt og snurðulaust fyrir sig enda drógu menn ekki af sér og þegar aðeins tvær klukkustundir voru liðnar var síðasta seiðið komið í poka og Kristmundur Magnússon flugstjóri færði þær góðu fréttir að mikill með- vindur myndi stytta flugtímann um tæpa 2 klukkutíma Var nú ekki beðið boðanna, ekið í hendingskasti með síðasta seiðabílinn inn á flugvöll og pokunum hlaðið um borð í skyndi í flugstjórnarklefanum ræstu þeir Krist- mundur og Reidar Kolsö aðstoðarflug- maður hreyflana en flugvélstjórar voru Lárus Gunnarsson og Jón Ólafsson, sem var í þjálfunarflugi Auk þess var Pökkunin komin í fullan gang og vatnsskammti hellt í poka. Ljósmyndir Mbl. — ihj. og Silli á Húsavík. Þórmundur Sigurbjarnarson útvarps- virki með til að fylgjast með radíóun- um, þannig að við vorum vel i stakk búnir með mannskap Kl 1 1 20 lyfti vélin sér til flugs og strikið var sett á Tromsö Við sem aftur í sátum með seiðunum fylgdumst náið með plast- pokunum, sem staflað var báðum meg- m í vélinni með gang á milli, þannig að hægt væri að huga að pokunum sem lágu sums staðar í þremur lögum. Allt virtist vera í bezta lagi og seiðin sprell- fjörug, en líklega hefur fjörið átt ein- hverjar rætur að rekja til hávaðans og titringsms í „sexunni’ Kristmundur til- kynnti okkur að við myndum fljúga í 1 5 þúsund feta hæð og ættum þá að geta lent í Tromsö um kl 14 20aðisl tíma, eða 15 20 að norskum tíma Eftir að hafa gengið úr skugga um að allt væri i lagi settumst við fram í vélina og biðum þess að komið yrði upp í áætlaða flughæð Beðið eftir að koma pokunum til bindaranna. sagði Lárus okkur að við hefðum verið komnir í rúm 10 000 fet og að klifra er pokarnir hefðu farið, en Kristmundur hefði lækkað flugið niður í 9000 fet og í þeirri hæð yrði flogið til Tromsö Það myndi að vísu kosta okkur 1 5 mínút- um lengra flug, en það skipti ekki máli Öndinni varpað léttar Eftir að hafa varpað öndinni léttar smástund og þurrkað af okkur svitann var gengið á pokastaflana og hver einstakur poki athugaður og reyndist allt i bezta lagi Júlíus hafði ákveðið að við skyldum bíða þar til 1 Vi klukku- stund væri liðin, en þá hefjast handa við að velta öllum pokunum við, til að hrista upp í súrefnisbirgðunum og þannig hressa upp á seiðin Gátu menn nú sezt niður og slappað af í smástund Varð okkur hugsað til vina okkar í Aðaldal, sem fylgdu okkur í huganum á leiðinni og bjuggum til nokkrar hrollvekjur, til að segja er heim kæmi, hvernig engu hefði munað að öll súpan spryngi og við hefðum orðið að nauðlenda á Aðaldalsflugvelli synd- andi innan um 25000 seiói. Ekki gátu menn þó setið lengi kyrrir, einhver okkar var alltaf á ferðinni að þeifa á pokunum og athuga hvort læki með nokkrum ventlum Plastpokarnir eru ekki viðamiklar umbúðir, en hinar ódýrustu og öruggustu sem völ er á miðað við þær aðstæður, sem laxeldið er stundað við á íslandi og þá litlu skammta, sem keyptir eru í flestar ár Öðru hverju þurfti að bæta í poka. sem aðeins lak, en að öðru leyti gekk ferðin tíðindalítið fyrir sig og seiðin virtust una sér vel í þessum undarlegu heim- kynnum Brátt var kominn tími til að byrja umstöflunina og skiptum við með okkur verkum, tveir hvorum megin og gengum rösklega fram Tæpan klukku- tíma tók að velta öllu við, en að því loknu var greinilegt að seiðin höfðu hresst við og sáum við nú fram á að þetta yrði allt í lagi, rúmur hálftími var til áfangastaðar og við báðum Krist- mund og Reidar um að hafa samband við Tromsö til að láta vita að við yrðum þetta langt á undan áætlun þannig að bílar og mannskapur yrðu við höndina er við lentum. Flugmennirnir vögguðu vélinni öðru hverju til að hrista vatnið til í pokunum og allt lék í lyndi Skýjað var og hálf kuldalegt er rat- sjáin sýndi okkur að við værum komnir yfir norskt land og smáísing settist á sexuna. Ekki leið þó langur tími þar til við vorum komnir á aðflogsstefnu og kl. 15 30 lentum við mjúklega hjá frændum okkar á Norðurslóðum Hvordan ser det ut? „Hvordan ser det ut?' var það fyrsta, sem Erling Petterson, eigandi Seafood, kallaði til okkar, er hurðirnar voru opn- aðar og við gátum glaðir kallað á móti „mye bra men kom með bilerne ' Pettersen gaf mönnum sínum merki og hópur þeirra klifraði um borð um leið og fjórir vörubílar óku upp að „Við heilsumst. er við erum búnir að af- ferma," var hrópað og allir tóku til höndunum Var auðséð á Pettersen að honum líkaði vel hvernig seiðin litu út og sjálfsagt fargi af honum létt, ems og okkur yfir að vera komnir með farminn lifandi á ákvörðunarstað Skal nú fanð hratt yfir sögu því aðeins leið klukku- stund frá því að vélin lenti þar til síðustu seiðin voru komin i sjóinn í Tromsöhöfn Erling Pettersen skýrði út fyrir okkur Júliusi hvernig sjóeldið færi fram Hann er mikill athafnamaður í Tromsö. rekur ásamt öðrum stóra rækjuvinnslu og gerir út 7 báta Hann byrjaði á sjóeldinu 1972 og hefur fram til þessa tíma keypt seiðin úr laxeldisstöðvum í Svíþjóð. en nú er komin upp veiki í stöðvunum þar og Ijóst að allur seiða- útslutningur verður bannaður í mörg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.