Morgunblaðið - 25.06.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1977
15
Beitukostnaðurinn
er að gera línu-
veiðar óstundandi
— segir Númi
Jóhannsson skipstjóri.
„ÉG IIELD að þessi Ifnuútgerð á
stærri bátunum sé alveg fallandi,
ef ekki verður eitthvað við gert.
Beitan er orðin svo dýr og þetta
er mikil keyrsla, þannig að ég sé
ekki annað en að þessar veiðar
verði einungis fyrir smærri bát-
ana,“ sagði Númi Jóhannsson, út-
gerðarmaður og skipstjóri á
Tjaldi, Siglufirði, þegar ég hitti
hann á Ilafnarbryggjunni. Þá ætl-
aði Númi að láta leysa landfestar
og skyldi farið til Ólafsfjarðar og
á austurhafnir að sækja grá-
sleppuhrogn; samtals 1050 tunn-
ur, sem Tjaldur sfðan siglir með
til Danmerkur.
Tjaldur er 136 tonn. í vetur
fengu þeir 451 tonn, sem Númi
sagði að væri svipað og undan-
farnar vertíðar. Hins vegar sagði
Númi þróunina hafa orðið þann-
ig, að þeir væru nú eini stærri
báturinn, sem enn hefði stundað
línu fyrir Norðurlandi.
„Við lögðum á Skagagrunni og í
Húnaflóa. Þarna var enginn
NtJMI
JÓHANNSSON
ágangur; engir togarar og engin
net.
En þetta er orðin alltof þung
sjósókn. Beitan er orðin svo
óstjórnlega dýr og olíukosturinn
er mikill, þegar keyrt er i land á
hverjum degi, þetta 6—7 tfma
stím.“
— Hvað sérð þú þá til ráða?
„Mér finnast þessar skyndilok-
anir ágætar, en ég tel, að það hafi
verið gengið allt of langt í því að
útiloka togbáta fyrir Norðurlandi.
Við verðum að sæta sömu skil-
yrðum og skuttogararnir og í þá
hefur Tjaldur auðvitað ekkert að
gera. En þeir fyiýr sunnan mega
toga á minni bátunum upp i land-
steina að kalla."
— Viltu þá láta liðka til fyrir
togbáta hér fyrir norðan?
„Alveg skilyrðislaust. Þó reglu-
stika á skrifstofu suður í Reykja-
vík geti reynzt þarfaþing þar, þá
er hún ekki rétta verkfærið til að
stjórna fiskveiðum hér fyrir norð-
an.“
— En hvað er hægt að gera
fyrir línuna?
„Fyrir bát af þessari stærð þýð-
ir ekkert að vera í þessu lengur.
Við erum tólf í kring um hann,
sex á sjó og sex í landi, þannig að
útgerðin er of dýr til að þetta geti
gengið. Til þess að það gæti orðið
er númer eitt að lækka beituverð-
ið.“
— Og hvað þá? Niðurgreiða
beituna?
„Það væri alla vega ein leiðin."
— Hvað tekur svo við, þegar
frá Danmörku kemur?
„Ætli við förum ekki á net. Ég
er alla vega að gefast upp á lín-
unni og það er ekki fyrirsjáan-
legt, að einhver taki á sig rögg og
leiðrétti þessa reglustikuvitleysu
með togveiðarnar." Og þar með
lét Númi Jóhannsson leysa og
sigldi út Siglufjörð.
„ÉG ÉR nú búinn að stunda þenn-
an trilluskap í tuttugu sumur og
ég held ég svari þér bez.t með því
að segja þér, að um daginn komu
til mfn menn og kváðust vilja
kaupa trilluna mína. Ég held
hara að það hafi stoppað í mér
hjartað við tilhugsunina,“ segir
Ilelgi Sveinsson kennari á Siglu-
firði, þegar ég spvr hann, hvað
honum finnist um þa>r raddir, að
það eigi að banna „sumarsport-
mennina" á trillunum.
„Ég veit nú reyndar ekki, hvort
það er alfarið rétt að kalla þetta
sport hjá okkur,“ segir Helgi. „Ég
geri þetta mér til tekjuöflunar og
svo auðvitað til útivistar.
En við þessir handfærakarlar
erúm algjörir smáfuglar í sjó-
sókninni."
— Einhver sló þvi fram í mín
eyru, að ekki væri þaö nú stórfisk-
ur, sem þið fengjuð á öngulinn.
„Þetta er voðalega viökvæmt
veiðarfæri og aflinn er ýmist í
ökkla eða eyra. Ég hef til dæmis
fengið minnst 36 kíló i róðri og
svo mest 600.
En þetta með stóran fisk eða
litinn. Ég skal bara sýna þér út-
komuna hjá mér. Ég náði fimm
róðrum í maí og fékk samtals 1486
kíló. Þar af voru 695 kfló stórfisk-
ur, 731 kíló millifiskur og smá-
fiskur var 60 kíló. Síöan hef ég
komizt einn róður í júní og skipt-
ingin úr honum varð 82 kíló, 206
kíló og 50 kiló smáfiskur, samtals
338 kíló.
Við ger-
um ekkert
útslag, —
á hvorug-
an veginn
— segir Helgi Sveins-
son kennari, sem hef-
ur stundað trilluskap í
tuttugu sumur.
Ég get líka bætt við því, að i
nokkur sumur vorum við kennar-
ar hér með saltfiskverkun líka og
þá fóru þetta 96—98% i fyrsta
flokk.
Þannig að ég held, að það geti
engin vara orðið góð, ef færafi.sk-
urtnn er ekki góð vara. Og svo má
bæta þvi við, að frá þjóöhagslegu
sjónarmiði komum viö með ódýr-
asta fiskinm að landi, þött magnið
sé auðvitað sama og ekki neitt.“
— En nú segja sumir að þið
séuð aö ganga í starf sjómannsins
og það eigi ekki að líða, þegar
verið er að þrengja sóknina i
þorskinn með ýmsum ráðum.
„Ég held nú að ef rnenn líta á
málið æsingalaust, þá sjái þeir, að
við gerum ekkert útslag, á hvor-
ugan veginn.
En þetta er fastur punktur i
minu atvinnulífi og er búið að
vera þaö í tuttugu sumur. Svo er
ekki hægt að horfa fram hjá því.
að enda þótt þetta sé ekki stórt i
sniðum, þá eru menn samt búnir
aö leggja i nokkurn kostnað til
þessarar útgerðar.
Nú og um heilsubótina vil ég
bara vitna i leikarann Árna
Tryggvason, sem hvert sumar
stundar trilluna frá Hrísey, en
hann á að hafa sagt einu sinni:
„Nei. Ég fer ekki til Mallorka. Ég
fer til Hrisorka."
HELGI
SVEINSSON
ar við látum hrognin af hendi við
þessa menn.
Það hafa líka komið upp
skuggaleg dæmi um það, hvað
þetta öryggisleysi þýðir fyrir okk-
ur.“
— Ætlið þið þá að stofna eigin
sölusamtök?
„Það hefur verið rætt um það.
Önnur vitleysan, sem við erum
bundnir við, er 6% gjaldið til
lagmetisiðnaöarins. Þetta er nú
aö visu síðasta árið, sem lögi.i
gilda, og ég vona innilega að þessi
vitleysa verði ekki framlengd.
Ég tel, að okkur sé betur borgið
með því að greiða þetta gjald af
grásleppunni t sarna og af þorsk-
inum.”
HENNING
HFNRIKSEN
BLÓM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB. ®
Valmúi—Draum-
Papaver
Af draumsóleyjum eru
til mörg afbrigði, sum
einær önnur fjölær — öll
falleg.
Garðasól (Papaver
nudicaule) sem víða er-
lendis er nefndur íslensk-
ur valmúi er fjölær auð-
ræktuð algeng garðjurt
ca. 20—40 sm. há með
gul, hvít, bleik eða há-
rauð blóm. Hún þrífst
ágætlega sé þess gætt að
hafa hana í magurri frek-
ar sendinni mold. Áburð
þolir hún bókstaflega
ekki. Fallegast en jafn-
framt sjaldséðast er
hárauða afbrigðið.
Garðasólin er mjög blóm-
sæl, blómstrar allt sum-
arið léttum fögrum blóm-
svo hefur mér reynst.
Hárautt ofkrýnt afbrigði
af risavalmúa er mjög
fallegt en hefur sama
ágalla og áður er á
minnst, blómin bera
stilkinn ofurliði. Risaval-
múi hefur djúpstæða
stólparót og því vont að
flytja til stórar plöntur.
Grófhærð stilkuð blöð
risavalmúans eru falleg á
vorin en verða rytjuleg
eftir blómgun og þarf þá
að klippa ofan af plönt-
unni, ef það er ekki gert
verður hún til lýta óásjá-
leg síðari hluta sumars.
Eftir klippingu myndar
hún aftur á móti ferskan
blaðvöxt og verður falleg
á ný. Fyrir þennan
Risasól — Papaver orientale
um og gefur beði sínu
litaskraut alveg frá þvi
snemma vors og fram á
bláhaust. Ef hún er látin
afskiptalaus sáir hún sér
sjálf, fræhylki er því best
að fjarlægja jafnóðum,
þá verða plönturnar líka
heilbrigðari og sterkari.
Risasól (Papaver
orientale og P.
bracteatum) — Risaval-
múar eru allt að metra-
háar blómjurtir sem
blómstra snemmsumars
rauðum eða bleikum risa-
stórum blómum oft með
svartblettóttum botni.
Því miður nýtur risaval-
múinn sín síður en skyldi
vegna þess að blómin eru
of þung fyrir stilkinn og
leggjast út af ef ekkert er
að gert. Þó mun afbrigðið
P. Orientale var. Goliath
vera laust við þennan
ágalla og því mjög svo
glæsilegt í blómi en erfitt
er að fá það afbrigði eða
valmúa er mögur mold
einnig betri en áborin.
Fjallasól (P. alpinum) er
10—20 sm. há með blágrá
blöð. Hún er blómsæl og
góð í steinbeð. Verður oft
aðeins tvíær. Fjöldinn
allur er til af einærum
valmúategundum. Þær
eru yfirleitt blómasælar
og fagrar. Best er að sá
þeim beint út á vorin, þar
sem þær eiga að standa
því þær þola illa dreif-
plöntun. Fræið er smátt
svo gott er að blanda það
þurrum sandi áður en því
er sáð. Grisja þarf svo að
um það bil 20 sm. verði
milli plantna.Ur Papaver
somniferum er unnið
ópium sem bæði má nota
til góðs — sem læknislyf
— og misnota þannig að
illt af hljótist. Sá valmúi
er ekki síður skrautlegur
í blómi en aðrar tegundir
hans.
S.Á.
I— ........ . ... . I I