Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. JUNt 1977 ^ 'J Reikningar Reykjavíkurborgar: „Strangt taumhald á útgjöld- um borgarsamfélagsins” — segir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson borgar- stjóri mælti nýlega fyrir ársreikningum Reykjavíkurborgar 1976 í borgarstjórn, og flutti þá ítarlegt yfirlit yfir einstaka rekstrar- þætti og heildarstöðu borgarsamfélajsins. Áætlaðar tegkjur og rauntekjur í ræðu borgarstjóra koma fram að heildartekjur borgarsjóðs hafi verið áætlaðar (í fjárhagsáætlun 1976) 7.841 m.kr. en reynst (bók- færð) 8.692. m.kr., þ.e. 851 m.kr. hærri en áætlað var. Bókfærðar tekjur útsvara reyndust 7.3 m.kr. undir áætlun en aðstöðugjödl fóru um 70 m.kr. yfir áætlun. — Af þessum tekjurstofnun inn- heimtust þó á árinu ekki nema 73.9% af álagningu, eða 2.9% lægra hlutfall en árið áður. Þar við bættist að hlutfall innheimtra eftirstöðva var ívið lægra en á árinu 1975. Áætluð rekstrargjöld og raunútg.jöld Rekstrargjöld voru áætluð 5.546 m.kr. en urðu samkvæmt reikningi 6.096 m.kr., þ.e. 550 m.kr. umfram áætlun, eða 10%. Launakostnaður fór talsvert fram úr áætlun, m.a. vegna kjarasamn- inga 1 febrúar 1976, en áhrif sér- kjarasamninga og launaskrið reyndust kostnaðarsamari en fyr- ir var séð. Munaði þar mestu um verðlagsuppbætur á laun, 2.67% álag frá 1. júli og 3.11% álag frá 1. nóvernber 1976. Svipuðu máli gegndi um verðhækkanir en með- alhækkun vísitölu vöru og þjón- ustu varð um 35% milli áranna 1975 og 1976. Einstakir mála- flokkar útgjalda 0 — Stjórn borgarinnar fór 43 m.kr. fram úr áætlun eða 17.8%. Er það nánast sem svarar til kaup- gjaldshækkunar sem varð á ár- inu. 0 — Til brunamála var áætlað 101.6 m.kr. er varð 104.3 m.kr. eða 3 m.kr. umfram áætlun. 0 — Fræðslumál voru áætluð 1118.9 m.kr. en reyndust 1182.6 m.kr. eða 5.7% hærri. Breytingar í kostnaðarskipti rikis og sveitar- félaga hækkuðu þennan mála- flokk verulega á reikningsárinu. 0 — Listir, íþróttir og útivera voru með 526 m.kr. áætlun en kostnaður varð 581 m.kr., eða 55 FRÁ BORGAR- STJÓRN m.kr yfir áætlun. Vrnsir liðir fóru fram úr áætlun, m.a. kostnaður við fólkvanginn i Bláfjöllum. 0 — Heilbrigðis- og hreinlætis- mál fóru í heild 6% yfir áætlun eða um 38 m.kr. Heilsuvernd náði ekki áætlunartölu, en hreinlætis- mál voru nokkuð umfram áætlun. 0 — Félagsmál voru með 1462 m.kr. í áætlun en reyndust 1505 m.kr. eða 3% umfram áætlun. Af áðurnefndri upphæð eru fast- ákveðin framlög til tryggingar- kerfis og sjóða 730 m.kr. eða helmingur fjárveitinga til þessa málaflokks. 0 — Rekstur fasteigna fór nokk- uð fram úr áætlun og kom þar aðallega til viðhaldskostnaður við Skúlatún 2, Hafnarbúðir og Tjarnargötu 12. Leyfileg húsa- leiga íbúðarhúsnæðis borgarinn- ar stendur og ekki undir eðlileg- um rekstrarkostnaði. 0 — Önnur útgjöld reyndust 85 m.kr. umfram áætlun. Aðalorsök- in var gengismunur af erlendum lánum í afborgunum. I Gatnagei*d Fjárveiting til gatnagerðar var áætluð 1327 m.kr. en reyndist 1529 m.kr. eða 15% umfram fjár- hagsáætlun. Til gatna- og hol- ræsamála var áætlað 1087 m.kr. en varið í raun 1261 m.kr. eða 154 m.kr. umfram áætlun. Malbikaðar voru götur 1 nýjum hverfum, aðallega í Seljahverfi og Hólahverfi. Tengingin Selja- bakki—Höfðabakki upp í Vestur- hóla var og malbikuð. Sætún var malbikað frá Laugarnesvegi að Kringlumýrarbraut, eystri ak- braut, og Kringlumýrarbraut frá Sætúni að Borgartúni. Þá var unnið við malbikun að Vatnagörð- um, Klettagörðum, Holtavegi, Sævarhöfða, Lálandi og Stekkjar- bakka milli Álfabakka og Breið- holtsbrautar. Víða var unnið við breikkun gatna og bílastæða. A árinu 1976 voru malbikaöir 7.5 km. gatna eða 74.082 ferm. Malargötur, sem eftir er að mal- bika, eru 8.5 km.. en voru árið 1975 14.8 km. I árslok 1976 voru malbikaðar götur f borginni um 224.8 km., en malargötur 31.7 km., þar af eru 23.2 km. bráða- birgðagötur, sem eiga að leggjast niður samkvæmt skipulagi. Gangstétta- og holræsafram- kvæmdir voru dreifðar um alla borgina. Alls voru steyptir, hellu- lagðir eða malbikaðir 10.598 ferm. af gangstéttum og stfgum. Holræsaframkvæmdir voru 1 nýju hverfunum. 1 árslok 1976 var samanlögð lengd holræsa i holræsákerfi Reykjavíkur 351.2 km. (336.3 krn. í lok 1975). Ný holræsi samtals að lengd 14.9 km. voru lögð á árinu. Halli á BÚR og strætisvögnum Borgarstjóri gerði síðan í ítar- legu niáli grein fyrir efnahags- og eignabreytingareikningi borgar- innar, en nú er í fyrsta sinn birtur samandregínn eignabreytinga- reikningur borgarsjóðs, sem og stöðu og afkomu einstakra fyrir- tækja borgarsjóðs: áhaldahúss, vélamiðstöðvar, malbikunarstöðv- ar, grjótnáms, pípugerðar, bygg- ingarsjóðs, húsatrygginga, vatns- veitu, rafmagnsveitu, hitaveitu, Reykjavíkurhafnar, bæjarútgerð- ar, strætisvagna. Rúm blaðsins leyfir ekki að far- ið sé að sinni út í greinargerð borgarstjóra um afkomu ein- stakra borgarstofnana. Yfirleitt var þó rekstrarútkoma hagstæð. Birgir Isleifur Gunnarsson borg- arstjóri. Umtalsverður halli varð þó á tveimur borgarfyrirtækjum: Bæj- arútgerð Reykjavíkur og Strætis- vögnum Reykjavíkur. Tap á rekstri B.Ú.R. á árinu 1976 nam 48.7 m.kr. Hafði þá ver- ið reiknað með 91,3 m.kr. afskrift- um. Rekstrartap á togurum fyrir- tækísins nam 209.5 ni.kr. Hins Aö lokinni framsöguræðu borgarstjóra um reikninga Reykjavikurborgar tók Sigurjón Pétursson (Abl) til máls. Taldi hann koslnað viö borgárskrifstof- urnar fremur mikinn. Hann sagði ennfremur að fjármálastjórn borgarinnar færðist æ meir úr höndum borgarstjórnar til huldu- manna kerfisins sem bæru enga pólitiska ábyrgð. Sigurjón sagði huldumennina gæta þess ávallt að hafa nógu mikið af meiningarlitl- um málum til að leggja fyrir borgarráð og nefndi sem dæmi kaup á húsurn til niðurrifs og svo framvegis. Sigurjón gagnrýndi slælegar innheimtur á húsaleigu i borgarhúsnæði. Hann sagði að vissulega væru til hús sem greiddu alltaf á réttum tíma en annrs staðar væru gloppur í, og Sigurjón Pétursson. fiskiðjuvers er nam 71 m.kr., af rekstri saltfiskverkunar 9 m.kr., af skreiðarverkun 76,6 m.kr., af síldarverkun 4.2 m.kr; þannig að tap fært á höfuðstólsreikning varð 48.7 m.kr. — Bókfærðar skuldir umfram eignir BÚR ertr 149 m.kr. í árslok 1976. — Bæjar- útgerðin greiddi i vinnulaun á árinu 1976 639.5 m.kr. til 1703 einstaklinga en alls starfa hjá fyrirtækinu að staðaldri um 500 manns. Restur Strætisvagna Reykja- víkur gekk betur á árinu 1976 en 1975, enda hækkuðu fargjalda- tekjur um nálega 40% frá fyrra ári en rékstrargjöld aðeins um 22%. Engu að síður varð umtals- verður halli á rekstri fyrirtækis- ins, alls um 203 m.kr., en hlutfall halla af veltu lækkaði úr 42% í 34% og hefur ekki verið lægra síðan 1971. Sá bati, sem birtist í framangreindum tölum, á bæði rætnr í ströngum sparnaðarráð- stöfunum og auknum skilningi verðlagsyfirvalda á nauðsyn þess að fargjöld mæti drýgri hluta rekstrarkostnaðar fyrirtækisins. Efnahagsreikningur borgarsjóds Að lokum vék Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri að efna- hagsreikningi borgarsjóðs. I þvi sambandi sagði hann m.a.: ,,Ef aukning veltufjármuna er athug- uð annars vegar og lán til skamms tima hins vegar kemur í Ijós, að nefndi hann dæmi þar urn. Siðan sagði Sigurjón að auðvitað gætu þær aðstæður verið fyrir hendi aö fólk gæti ekki greitt á réttúm tíma. Þó væri svo að fjórir aöilar skulduðu borginni yfir hálfa milljón króna hver i húsaleigu. Einn þessara aðila hefði haft með höndunt atvinnurekstur hér í borg og hefði nú með höndum framkvæmdastjórn i fyrirtæki úti á landi. 1 lok máls sins sagði Sigurjón: ,,Þaö á ekki að liðast að huldumenn kerfisins ákveði tug- milljóna króna útgjöld i blóra við kjörna fulltrúa." Björgvin Guð- mundsson (A) sagði greinilegt að nú hefði verið látið vaða á súöurn í reikningum borgarinnar. Reikningarnir væru verulegt frá- vik frá þvi sem áætlað hefði veriö. Björgvin Guðmundsson. aukningin er jöfn, eða rúmlega 30%, en það sýnir, að greiðslu- staðan et' óbreytt milli ára. Þrátt fyrir mikla verðbólgu á árinu og þensluaukningu á flestum svið- um, tókst að halda greiðslustöð- unni í viðunandi horfi. Til þessa varð að beita fyllsta aðhaldi í rekstri og einnig að draga nokkuð úr framkvæmdum. Hlutabréf og eignarhlutar hafa hækkað um tæplega tvo milljarða vegna eignaraðildar Rafmagns- veitu i Landsvirkjun. Hin gífurlega hækkun á lóðum og fasteignum er. eins og ég hef áður nefnt, vegna nýs fasteigna- mats. Hækkar eigið fé að sjálf- sögðu til samræmis við það. Lán til langs tíma hafa aukizt um 671 millj.kr. og ber þá að taka tillit til þess, aö erlend lán eru uppfærð á gengi pr. 31.12. 1976, en Banda- ríkjadollari hækkaði um 20 kr. á árinu. Það orsakar að sjálfsögðu hærri eignfærðan gengismun. sem er afskrifaður samkv. reglu endurskoðunardeildar. sem lýst er í greinargerð borgarritara á bls. 168 í reikningnum.' Þá vil ég leggja áherzlu á og ítreka, að rekstrargjöld fóru ein- ungis 10% fram úr áætlun, sem er niun minna en búast niátti við. í því sambandi er rétt að vekja ath.vgli á, að þessa dagana hafa verið birtar skýrslur ýniissa fyrir- ta'kja og stofnana í þjóðfélaginu uni rekstur þeirra á s.l. ári. Þar I i amhald á bls. 25 fjalla um viðbrögð við auknum útgjöldum. Skynsamlegt væri þvi að taka fjárhagsáætlun upp þegar hætta er á ferðum. Kristján Bene- diktsson (F) sagði að reikningar borgarinnar sýndu :ð umsvifin væru orðin æði mikil Fróðlegt væri að alhuga hvernig til tækist með reikninga borgarinnar, og áætlanir. A hverju hausti væri unniö að fjárhagsáætlun all itar- legri, en þegar reikningar lægju fyrir kæmu inn þætlir sem óskyldir væru þvi sem áætlað var. Sagöist Kristján vilja benda á hversu illa tækist til að eiga við SKYRR, ennfremur að nauösyn- legt væri að fá sérfræðing til að gera úttekt á rekstri borgarinnar. Málinu var síöan vísað til annarr- ar umræöu. Kristján Benediktsson. vegar var hagnaður af rekstri Minnihlutinn í borgarstjórn: „Slæleg innheimta húsa- leigu hjá leiguþegum” Kerfismenn í fjármálastjórn án pólitískrar ábyrgdar Hlutverk borgarstjórnar væri aö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.