Morgunblaðið - 25.06.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1977
19
r
w
ERLENT
Skora á Iranskeisara
að virða mannréttindi
Sameinuðu þjóðunum, 24. júní.
AP.
ALÞJÓÐLEG samtök, sem berj-
ast fyrir auknum mannréttindum
hafa látið frá sér fara opið bréf til
íranskeisara, þar sem hafið er
fram að mannréttindi séu frek-
lega fyrir borð borin f landi hans.
Er skorað á keisarann að stöðva
hina fskyggilegu þróun mannrétt-
indamála f landinu.
í bréfinu eru ásakanir um að
þúsundir manna sitji í fangelsi í
íran án þess að þeir hafi nokkru
sinni átt kost á því að verja mál-
stað sinn fyrir dómstólum, að
kerfisbundnar pyntingar eigi sér
stað í fangelsum, svo og ofsóknir
á hendur þeim, er gagnrýni
stefnu stjórnvalda. Þá er því einn-
ig haldið fram, að frjáls blaða-
mennska fái ekki þrifizt í land-
inu, þar eð tjáningarfrelsi sé af
skornum skammti og ritskoðun að
heita megi viðtekin venja.
Þá er skorað á keisarann að
afnema lögsögu hersins yfir al-
mennum borgurum og sjá til þess
að þeir séu látnir koma fyrir
borgaralega dómstóla.
Bréfið hefur verið sent Cyrus
Vance, utanríkisráðherra Banda-
rfkjanna, og er Bandaríkjastjórn
gagnrýnd fyrir að hafa Iátið sig
mannréttindamál f íran litlu
skipta. Sé nú talið að pólitískir
fangar f íran séu yfir 5 þúsund að
tölu, en Bandaríkjastjórn hafi
tekið sem góða og gilda vöru, að
þeir séu vart fleirí en 150, eins og
fram hafi komið í skýrsiu til
Bandaríkjaþings í marz s.l.
Manila, 24. júní. Reuter.
ALÞJÓÐA matvælaráðið sam-
þykkti f dag áætlun um að útrýma
hungri f heiminum, og er f þvf
sambandi stefnt að þvf að safna
gffurlegu magni matvæla f sér-
stök viðlagaforðabúr og auka
mjög aðstoð við lönd, þar sem
örbirgð er almenn.
Ráðið, sem skipað er fulltrúum
frá 36 þjóðum, lét í ljós áhyggjur
af því að trúlega héldi ástandið í
fæðuöflun ekki áfram :ð batna,
eins og verið hefur nú um skeið,
og hefur beint því til alþjóða-
stofnana og rfkisstjórna um víða
veröld, að láta vandamál svelt-
andi milljóna vfðs vegar í heimin-
um hafa algjöran forgang á næst-
unni.
Hin nýja áætlun um útrýmingu
hungurs verður lögð fyrir næsta
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna.
Á fundi með fréttamönnum
sögðu forvfgismenn Alþjóða mat-
vælaráðsins, að það, sem líklega
væri brýnast að svo stöddu væri
að auka mjög tæknilega aðstoð við
þróunarlöndin þannig að þau
yrðu fær um að auka matvælafra-
leiðslu. Ráðið vill að stefnt verði
að helmingsaukningu matvæla-
framleióslunnar í þróunarlöndun-
Simamynd AP
Ungfrú island, Guðrún Helgadóttir (t.h ), og ungfrú Danmörk, Christa Yvonne
Drube, bregða á leik í japönsku borginni Kyoto, en þar voru þær á ferðalagi áður
en Miss International fegurðarsamkeppnin hefst þann 1. júlí.
EndurskipiilagTiing nauðsynleg
- segir John Silkin um fiskveiðimál EBE
Lundúnum, 24. júní, AP
JOHN SILKIN, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra Breta, sagði
f neðri málstofunni f dag, að
samningaviðræður Efnahags-
bandalagsins um fiskveiðimál
yrðu bæði langar og strangar, og
lagði á það áherzlu um leið, að
brezka stjórnin væri ekki reiðu-
búin til að slá af kröfum sfnum,
þannig að réttindi og Iffshags-
munir brezkra sjómanna yrðu
fyrir borð borin. „Það er skoðun
okkar, að þvf aðeins fái brezkir
sjómenn þann hluta sem þeim
ber með réttu, ef hin sameigin-
lega fiskveiðistefna bandalagsins
verður endurskipulögð að veru-
legu leyt“, sagði ráðherrann.
John Peyton, málsvari stjórnar-
andstöðunnar i fiskveiðimálum,
lét þess getið i ræðu sinni, að
hingað til hefðu samningaviðræð-
ur við ríki utan bandalagsins ekki
gefið tilefni til bjartsýni, og átti
þar greinilega við íslendinga.
Peyton sagði að í nýjum fiskveiði-
samningum nægði ekki að setja
kvótareglur heldur yrðum vernd-
unaraðgerðir jafnfram að miðast
við veiðiaðferðir og verndun
hrygningarsvæða, sem i sumum
tilfellum væri nauðsynlegt að
loka.
John Silkin benti á að vernd-
unarsjónarmið á miðunum innan
200 mílna við Bretland væru
atriði sem stefna brezku stjórnar-
innar gagnvart EBE mótaðist af
um leið og gætt væri hagsmuna
sjómanna, en þegar tillit hefði
Rússar sínkir á fé
verið tekið til þessara grund-
vallarmála væri að sjálfsögðu
hægt að veita öðrum aðildarrfkj-
um EBE og rfkjum til að veiða
það sem þá væri aflögu.
Robert Hughes, þingmaður
Verkamannaflokksins, taldi at-
hugandi fyrir Breta að fara að
dæmi íra og lýsa einhliða yfir 50
mílna einkalögsögu, og benti á í
því sambandi, að enn hefði Efna-
hagsbandalagið ekki gripið til
gagnráðstafana. „Við getum ekki
tryggt það að réttlátir samningar
takist nema ið getum sannfært
samstarfsmenn okkar í EBE um
að með því að lfta á fiskimið sem
sameiginlega auðlind séu réttindi
Breta gróflega fyrir borð borin,“
sagði Hughes.
Brýnast að auka
matvælaframleiðslu
í þróunarlöndunum
Ósló, 24. júnf. NTB.
NORSKA blaðið Verdens Gang
hefur það eftir þremur Króötum
búsettum í Noregi, að júgóslav-
neska sendiráðið í Ósló hafi í
fyrra reynt að fá norska þegna í
lið með sér til að njósna um hagi
Króata sem búa í landinu. Segja
heimildir blaðsins, aó sendiráðið
stundi njósnir um mörg hundruð
landa þeirra sem búa i Noregi, en
alls munu um 1900 Króatar vera
búsettir f Noregi um þessar
mundir. Utanríkisráðuneytið f
Ósló hefur staðfest að hafa fengið
lögregluskýrslu um mál þetta og
að þrír starfsmenn sendiráðsins
sem legið hafi undir sök í þessu
eftifAáfa fáriá ffá Nörégr.
til þróunarlandanna
JAFNHLIÐA auknum áhuga Vesturlandamanna á málefn-
um þróunarlandanna hefur athygli beinzt I auknum mæli
að því hve Sovétrlkin og fylgirlki þeirra í Austur-Evrópu
leggja Iftið af mörkum til hjálpar vanþróuðum rfkjum.
Theo Sommer, aðalritstjóri þýzka blaðsins Die Zeit, ritar
grein um þetta mál f nýlegt hefti tfmaritsins Newsweek,
þar sem m.a. kemurfram eftirfarandi:
Hlutdeild kommúnistalandanna I Þvf en t.d Vestur-Þjóðverjar verja
þróunaraðstoð á árinu 1970 var aðeins um 0,3% þjóðartekna 1
2,6% af heildarframlögum iðn- þessu skyni Til samanburðar, segir
væddra rlkja. A árinu 1974 var
þessi hlutdeild enn minni eða aðeins
2,3% Á árinu 1975 létu vestræn
rlki 13,6 milljarða Bandarlkjadala
renna til þróunarlandanna, sem var
aukning frá fyrra ári um 2,3
milljarða, en á milli áranna 1 974 og
1975 minnkaði heildarframlag
kommúnistarlkjanna úr einum
milljarði dala I 800 milljónir dala
Framlög aðildarrlkja OPEC árið
1 975 urðu hins vegar 2,6 milljarðar
Bandarlkjadala árið 1975 Vestur-
Þjóðverjar einir leggja fram meira en
tvöfalt framlag allra aðildarrlkja
Varsjárbandalagsins til aðstoðar við
þróunarlöndin.
Sameinuðu þjóðirnar settu það
mark á stnum tlma að iðnvædd
aðildarrlki þeirra skyldu leggja fram
0.7% þjóðartekna árlega til þróun-
araðstoðar Mjög fá ríki eru nálægt
þvl að ná þessu marki og standa
Svlþjóð, Danmörk og Noregur næst
Sommer, leggja Sovétrlkin fram um
0.05% sinna þjóðartekna til þróun-
arlandanna. Framlag Sovétrlkjanna
lækkaði frá árinu 1972 til ársins
1975 úr 650 milljónum I 350
milljónir dala. Framlag Alþýðulýð-
veldisins Klna jókst á hinn bóginn á
sama tíma úr 250 milljónum dala I
275 milljónir.
Sovétrlkin liggja hins vegar ekki á
liði slnu við að dreifa hugmynda-
fræði sinni og vopnum til landa víðs
vegar I þriðja heiminum Hug-
myndafræðin fæst vitanlega frín, en
vopnin eru seld nálægt heimsmark-
aðsverði nema pólitlskar aðstæður
þyki réttlæta sérstök vildarkjör. Ein-
kenni á þróunaraðstoð Sovétmanna
er að hún beinist mjög til örfárra
rlkja og njóta sérstaklega nágrannar
Sovétrlkjanna góðs af henni, rlki
eins og t.d Tyrkland og Afghanist-
an Önnur lönd sem fengið hafa
fjárhagsaðstoð frá Sovétrlkjunum
undanfarna áratugi og ekki eru
kommúnistarlki eru t.d Indland,
Egyptaland, Pakistan, Alslr, Iran,
Indónesia. Sýrland og írak Oftast
hefur verið um að ræða svokallaða
tvihliða aðstoð. sem byggst hefur á
frekara samstarfi landanna við
Sovétrlkin á öðrum sviðum og hafi
verið um lán að ræða hafa lánskjör
að jafnaði verið verri en þau sem
vestræn rlki veita.
Sommer bendir á I grein sinni að
greinilegt sé að sovétleiðtogunum
falli ekki vel þegar bent er á hve
slælega þeir hafa staðið sig við að
aðstoða fátækari riki heims við að
koma undir sig fótunum. Þeir bera
fram þau rök að Sovétrlkjunum beri
engin skylda til að aðstoða fátæku
löndin. þar sem þeir hafi aldrei átt
Framhald á bls. 22
Njósnað
um Króata
í Noregi