Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977 Framboð Friðriks: Engin ákvedin loforð frá rík- isstjórninni um f járstuðning MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá stjórn Skáksam- bands íslands varðandi stuðning rfkisins við framboð Friðriks Ol afssonar til forsetaembættis FIDE og hugsanlegan flutning að- alstöðva Alþjððaskáksambands- ins hingað til lands. í athugasemdinni segir, að eng- in ákveðin loforð um fjárstuðning liggi fyrir ennþá, en ríkisstjórnin hafi lýst yfir áhuga sinum og falið ráðherrum mennta- og fjármála að fylgjast með framvindu máls- ins. „Að svo komu máli liggja ekki fyrir endanlegar tölur um hugs- anlegan kostnað í þessu sam- bandi, enda mikið undirbúnings- starf fyrir höndum. Hinsvegar leyfir stjórn Skáksambands tslands sér að vænta þess að stjórnvöld leggi þessu máli mynd- arlega lið og má enda ætla að svo verði, þar sem þau hafa tekið málaleitan sambandsins að vel- vild og skilningi," segir í athuga- semd S.í. — Styð Friðrik heilshugar Framhald af bls. 40 minnst 10% atkvæða og sagði dr. Euwe, að yrði kosið um þrjá menn f fyrstu umferð teldi hann ólíklegt að neinn þeirra næði tilskildum atkvæðamagni, þannig að aftur yrði kosið milli þeirra tveggja, sem flest at- kvæði fengju í fyrstu umferð, og þá ræður einfaldur meiri- hluti. Dr. Ewue kvaðst persónu- lega vilja að höfuöstöðvar FIDE yrðu áfram í Evrópu og því fyndist sér eðlilegt að fylgj- endur þeirra Gligoric og Frið- riks hittust að máli til að at- huga, hvort ekki væri mögu- leiki á einhverri samvinnu eins og að sameina öll skáksambönd- in í annarri atkvæðagreiðslu að baki þess, sem þangað kæmist. Þegar Mbl. minnti dr. Euwe á að hann hefði sagt í viðtali við blaðið í marz sl. að hann vildi Friðrik sem.sinn eftirmann og gæti tryggt kjör hans, sagði hann, að síðan hefði framboð Gligoric verið tilkynnt og yrði reynslan að skera úr um það, hvor yrði hlutskarpari. „En ég dreg enga dul að það, að helzt vil ég sjá Evrópumann taka við þessu embætti úr mínum hönd- um." „Ég óska ykkur islendingum til hamingju með það að Frið- rik Ólafsson skuli hafa ákveðið að gefa kosta ' sér sem næsti forseti FIDE. Persónulega vona eg innilega að hann nái kjöri," sagði Lothar Schmid, alþjóðleg- ur skákdómari, en hann var sem menn minnast aðaldómari einvígis þeirra Fischers og Spasskys hér á landi. Lothar Schmid verður aðal- dómari einvígis þeirra Kortsnoj og Polugajevski, sem hefst í Evían f Frakklandi 1. júlí n.k. og Golombek aðaldómari ein- vígis þeirra Spasskys og Port- ish, sem hefst í Genf í Sviss 2. júlí. Til þess svæðis, sem Golom- bec er forseti fyrir, heyra skák- sambönd: Andorra, Belgfu, Englands, Frakklands, Guernsey, Skotlands, Wales, ír- lands, Luxemburg, Monaco, Hollands og Spánar. til hins Vestur-Evrópusvæðisins heyra skáksambönd íslands, Noregs, Svfþjóðar, Finnlands, Dan- merkur, Færeyjar, V- Þýzkalands, Sviss, Austurrfkis, Rhódesfu og A-Afríku. Forseti þess er Austurrfkismaður, dr. W. Dorazil, og reyndi Mbl. f gær að ná tali af honum en án árangurs. — Nautakjöt — Straumsvikur- ófáanlegt? Framhald af bls. 2. valdið því að nú væri hægt að ¦ greiða framleiðendum fyrir nautakjötið mun fyrr en áður en það hefur ekki orðið til að auka framboðið, þar kæmu til áhrif frá mikilli kálfaslátrun á árinu 1976 og það tæki eitt til eitt og hálft ár að ala upp ungneyti til slátrunar. Sláturfélagið hefur orðið að kaupa nautakjöt frá öðrum aðil- um til að hafa nóg hráefni fyrir kjötvinnslu félagsins og það má gera ráð fyrir að lítið verði um nautakjöt í verzlunum fram til hausts en þá kemur yfirleitt inn um 60—70% af nautakjötinu á hverju ári, sagði Hrafn. Sala á hrossakjöti hefur aukist verulega á sl. ári og þrátt fyrir svipað framboð af hrossakjöti í fyrra og á árinu 1975, er nú svo komið að sama sem ekkert hrossa- kjöt er nú til hjá SS að sögn Hrafns. Sagði Hrafn að notkun hrossakjöts i vinnslu hefði aukist mjög og þannig herði framleiðsla á hrossabjúgum þrefaldast nú á sl. tveimur árum. Verð á hrossa- kjöti hefur verið mjög lágt að sögn Hrafns og er það sjálfsagt ein ástæðan fyrir hinni auknu eft- irspurn og taldi Hrafn að vel gæti svo farið að hægt yrði að hækka verð á því til framleiðenda, ef þessi mikla eftirspurn héldist. Guðjón Guðjónsson hjá Afurða- sölu SÍS sagði að sömu sögu væri að segja hjá þeim, mjög lítið væri nú til af nautakjöti og sýnt væri að lítið yrði um það á markaðnum á næstunni. Afurðasalan ætti þó nóg kýrkjöt til vinnslu. Guðjón sagðist óttast að framboó á nauta- kjöti í haust yrði ekki nóg, því bændur hefðu á tímabili hætt að ala upp kálfa og.það tæki sinn tíma að jafna þau áhrif. Hrossa- kjöt sagði Guðjón að væri eftir þvi, sem hann bezt vissi allt selt hjá þeim kaupfélögum, sem eitt- "fiváð héfðu att af því."~ samkomulagið Framhald af bls. 40 Lægstu laun eftir þennan samn- ing, 1. flokkur, eru nú 109.577 krónur á mánuði, en hæstu laun, 9 flokkur, eru 161.935 krónur. Þegar allar áfangahækkanir verða komnar á launin í september 1978 verða Iægstu laun orðin 123.577 krónur, en hin hæstu 182.524 krónur. Þessi laun eru án verðlagsbótar. Prósentuhækkanir, sem koma á laun vegna áfangahækkana eru 4.56% hinn 1. desember 1977 og er þar við hlutfall 5 þúsund króna af 2. flokki í launataxta ÍSALS. Hinn 1. júní 1978 er prósentu- hækkunin 4.36% og í september 1978 hækka launin um 3.35%. Félögin, sem uridirrituðu samn- ingana í gær, eru: Verkamanna- félagið Hllf, Verkakvennafélagið Framtíðin, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Félag járniðn- aðarmanna, Rafiðnaðarsamband íslands vegna Félags íslenzkra rafvirkja og Sveinafélags útvarps- virkja, Verzlunarmannafélag Hafnarfjarðar, Félag byggingar- manna í Hafnarfirði og Félag matreiðslumanna. í fréttatilkynningu, sem Morgunblainu barst í gær frá smaninganefnd verkalýðsfélag- anna og íslenzka álfélaginu h.f. segir: „Samningur sá, sem náðist á hádegi í gær, er í öllum megin- atriðum gerður á sama grundvelli og hinn almenni kjarasamningur og var m.a. samið um sömu krónu- töluhækkun og áf angahækkanir á iægstu laun og verðbótakerfi er hið sama. Nokkrar tilfærslur voru gerðar á milli launaflokka og ým- is önnur launa- og kjaraatriði breyttust smávægilega." Þá náðu verkalýðsfélögin fram vaktavinnutímastyttingu fyrir menn á þrískiptum vöktum og eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær og nemur styttrngjn samtals 5 vöktumi á arí."" — Þjóðveldis- bærinn Framhald af bls. 40 meðal tillögunni um byggingu á eftirlíkingu af sögualdarbæ". Að fengnum þessum jákvæðu undirtektum Alþingis réði þjóð- hátíðarnefndin Hörð Ágústsson til að sjá um gerð líkans, sem reist væri á rannsóknum háris á forn- um húsakosti á íslandi, en það taldist vera nauðsynlegur undan- fari þess að byggja sögualdarbæ í fullri stærð fyrir 1974, og fékk nefndin fjárveitingu til að láta gera líkanið." Hörður Ágústsson listmálari var fenginn til þess að hafa yfir- umsjón með byggingu bæjarins, en það verk hefur staðið nær óslitið f rá þvf f maí 1974. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra f jallaði m.a. um það í ávarpi sínu að bær þessi sýndi glögglega hver stórhugur hefði rikt hjá is- lendingum á þjóðveldisöld. Kvað hann slíka vitneskju eiga að vera landsmönnum hvatning til heilla framtíð Íslands með áræði og stór- hug á grundvelli öryggis. Lýsi for- sætisráðherra yfir ánægju sinni með þjóðveldisbæinn og þá alúð sem lögð hefði verið í f ramkvæmd verksins og taldi hann að bærinn ætti eftir að auka skilning manna á þjóðlífi fyrr á öldum og auka áhuga fyrir því. Þá tók til máls Hörður Ágústs- son listmálari og lýsti smíði húss- ins og þeim hugmyndum sem að baki liggja og vitnaði hann jöfn- um höndum til staðreynda í forn- leifum eða rituðu máli islend- ingasagna. Olav Lydvo, sendi- herra Noregs á islandi, tók einnig til máls, en norskir aðilar gáfu timbriðí bæinn. Kostnaður við byggingu þjóð- veldisbæjarins er liðlega 41 millj. kr. en framlög til byggingarinnar hafa komið úr rikissjóði, frá Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, Þjóðhátiðarsjóði, Landsvirkjun, norska skógeigendasambandinu, Vörðufelli h.f. á Selfossi, Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Steypustöð Suðurlands Selfossi, Sindra h.f. í Reykjavík, Hafskip h.f. og Húsasmiðjunni Reykjavík. Þeir Stefá n Friðriksson frá Glæsibæ, Stefán Stefánsson frá Brennigerði og Gunnar Tómasson frá Laugarási sáu um vegghleðsl- ur og þök, Bjarni Ólafsson bygg- ingarmeistari og Gunnar sonur hans önnuðust tréverk og Jóhannes Már Maríusson yfir- verkf ræðingur og Lúðvík Leósson byggingartæknifræðingur hafa verið eins konar byggingarstjórar og ráðunautar Harðar. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tilkynnti að sérstök bæjar- nefnd myndi sjá um bæinn, en hana skipa Gísli Gestsson for- maður, Eirfkur Briem og Steinþór Ingvarsson, oddviti Gnúpverja- hrepps. — Rússar sínkir Framhald af bls. 19 nýlendur 1 þessum heimshlutum og eigi enga sök á þvi hve illa sé komið fyrir þessum rfkjum. í öðru lagi séu næg verkefni innanlands f Sovétrfkj- unum við að byggja upp og þróa einstaka landshluta þar sem orðið hafi afturúr og loks segja þeir að allt tal um samstarf og samvinnu „norð- urs og suðurs" um þróunaraðstoð sé ekkert annað en leikbragð heims- valdasinna og tilraun til að ..sundra einingu hinna sósíalfsku landa og þriðja heimsins". Sommer heldur þvf fram að ekkert atriðanna f röksemdafærslu Sovét- manna fái staðist nánari skoðun. í fyrsta lagi hafi Rússar sjálfir notið góðs af erlendu fjármagni við upp- byggingu í landi sfnu fyrir fyrri heimsstyrjöld. í öðru lagi sé það svo um öll iðnrfki að þar finnist svæði sem njóta þurfi sérstakrar aðstoðar og pað út af fyrir sig sé engin afsökun fyrir þvf að leggja ekki fram fé til þróunaraðstoðar. Og þriðja atriðið f röksemdafærslu Sovét- manna sýni einvörðungu áhuga þeirra á að draga deilumál austurs og vesturs inn f málefni fátækari landanna og auka á vandræði þess- ara landa fremur en að leysa þau Með afskiptaleysi sfnu af þróunar- málum muni Sovétríkin aðeins eyði- leggja þá möguleika sem séu á sam- starfi austurs og vesturs um fram- tfðaruppbyggingu qg þróun, I. þriðja heiminum — Styrkveitingar — Glazunov Vísindasjóðs Framhald af bls. 23 breytinga á námi og kennslu f Ifffræði, sem unnið er að á vegum skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins undir umsjá Reynis. (Doktorsverkefni við Har- vardháskófa) 27. Christopher Sanders B.A. 300 Til að ganga frá texta og Ijúka inngangi að útgáfu á Beverssögu (þýddri riddarasögu). 28. Séra Sigurjón Einarsson sóknarprestur 200 Til að Ijúka ritgerð um þátt Mar- teins biskups Einarssonar I sögu siðaskiptanna á íslandi. 29. Dr. Sven Þ. Sigurðsson reiknif ræSingur 150 Til að skrifa (ásamt öðrum) greinargerð um niðurstöður I rit- inu TTSni orða f HreiSrinu (skáld- sögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar) eftir Baldur Jónsson, tilraunariti I máltölvun 30. Sverrir Tómasson cand. mag. 400 Til að rannsaka helgisagnaritun Bergs ábóta Sokkasonar. 31. Svæðiskönnun sunnan SkarSsheiSar 500 (ábyrgðarmaður Þorlákur H Helgason menntaskólakennari) Til að rannsaka menningarsögu sveitanna sunnan Skarðsheiðar 32. Tryggvi SigurSsson magister 300 Til að rannsaka félagslega aðlögun og persónuleikaþroska 100 likam- lega fatlaðra barna og unglinga (doktorsverkefni við Sorbonne- háskóla). 33. Þórarinn Þórarinsson fv. skólastjóri 200 Til að rannsaka rauðablástur fyrr á öldum og kanna I þvl skyni gjall- hóla á Eiðum á Héraði og Lundi f Fnjóskadal 34. Þórólfur Þórlindsson M.A. 150 Til greiðslu kostnaðar við að Ijúka doktorsritgerð um samspil máls, félagslegra samskipta og vitrænna þátta með.tilliti til Islenzkrar menn- ingar og aðstæðna 35. Dr. Þráinn Eggertsson lektor 300 Til að vinna að tölfræðilegri rann- sókn á áhrifum peningamála á mikilvægar hagstærðir á íslandi. 36. Ögmundur Jónasson M.A. 300 Til að rannsaka fslenzka frjáls- lyndisstefnu á 1 9. öld I alþjóðlegu samhengi. (Doktorsverkefni við Edinborgarháskóla) ' 37. Örnefnastofnun ÞjóSminjasafns 500 Til þátttöku f samnorrænum ör- nefnarannsóknum, sem bera heitið Örnefni og Þjóðfófag. » * * — OECD Framhald af bls. 1 leysingja séu á aldrinum 16—24 ára. Á fundinum var enn lögð áherzla á að aðildarlöndum OECD bæri í lengstu lög að forðast að grípa til viðskiptatálmana og sér- stakra tolla. Þær þjóðir sem hafa átt við greiðsluhalla að striða lögðu einnig hart að hinum, sem búið hafa við greiðsluafgang á utanríkisreikningi, að örva eftir- spurn og innflutning í löndum sínum. A þetta einkum við um Japan og V-Þýzkaland, en við- skiptastaða þessara ríkja gagn- vart umheiminum hefur verið mörgum öðrum rlkjum öfundar- efni um árabil. Voru það einkum Bretar og Bandaríkjamenn sem töldu að nauðsyn bæri til að þessi ríki reyndu að auka hagvöxt um- fram það sem stjórnvöld i þessum löndum hafa fallizt á. Ekki kom fram á fundinum hver viðbrögð Japana og V-Þjóðverja verða í reynd. — Amin Framhald af bls. 1 af dögum. Amin sagði blaðamönn- unum að hann hefði frétt að Bandaríkin ætluðu ad undan- skilja Uganda í aðstoð þeirra við þróunarlöndin. Sagðist hann vel geta komist af án þeirrar aðstoðar og þess sem hann vildi fremur væri að efla skilning og samvinnu við bandarískan almenning, að því er segir í fréttum Ungada útvarpsins, sem heyrðist | Nai- robi. Framhald af bls. 1 þekktur viða um heim fyrir andlitsmyndir sinar. Hann sagði fréttamönnum að sovézk- ir embættismenn hefðu gefið f skyn við sig að hann fengi ekki framar að ferðast til útlanda ef hann héldi fast við kröfu sina um að málverkið umdeilda yrði á sýningunni. Þeir hefðu einnig gert sér ljóst að þeim félli ekki myndin af stjórn- málalegum ástæðum. Sýningu Glazunovs hefur verið margfrestað frá þvi hún átti fyrst að opna í apríl sl., en hann hefur haldið þrjár opin- berar sýningar frá þvi á árinu 1957. Þeim hefur öllum verið lokað fyrir tilsettan tima vegna mótmæla „ráðsettra" listamanna og verk hans talin „borgaraleg og úrkynjuð". Síð- ustu ár hefur Glazunov þó fengið að mála margar andlits- myndir af ýmsu þekktu fólki í heiminum og m.a. annars gerði hann slíka mynd af Brezhnev forseta Sovétríkjanna og flokksleiðtoga á sl. ári fyrir atbeina hins opinbera. ? ? •------------- — íþróttir Framhald af bls. 39 Jón Lárusson, Þór Magnús Bergs. Val Ólafur Danivalsson, FH Ólafur Friðriksson, UBK Sigþór Ómarsson. Þór Tómas Pálsson, ÍBV Viðar Ellasson, Víkingi Vilhelm Fredriksen. KR Örn Óskarsson. KR * ? » — Gulag filmur Framhald af bls. 1 Sést hún með 18 mánaða gam- alt barn sitt í sérstökum kvennabúðum á eyju einni í Kúril-eyjaklasanum, sem Sovét- menn náðu frá Japönum árið 1945. Eins og gefur að skilja eru gæði myndana misjöf n, þar sem kvikmyndavélarnar voru faldar í bögglum og töskum, sem myndatökumennirnir höfðu meðferðis. Hefði komizt upp um athæfi þeirra hefði refsing- in orðið allt að 15 ára fanga- búðavist. Tæknibúnaðinum var smyglað inn í Sovétríkin og út aftur á vegum stofnunar, sem hefur það verkefni að fylgjast með framvindu mála i sovézk- um fangelsum, fangabúðum og geðveikrahælum. Avraham Shifrin veitir þessari starfsemi forstöðu, en hefur notið aðstoð- ar kristilegra samtaka, sem nefna sig „Jesús til kommún- istaríkjanna", en þau hafa bækistöð í Los Angeles. Shifrin er 53 ára gamall og starfaði í varnamálaráðuneyt- inu i Moskvu áður en hann var handtekinn á sínum tíma. Hann hefur sérstakan áhuga á þeim kafla ¦ heimildamyndarinnar, sem sýnir útlenda fanga í búð- unum. Flestir þeirra eru komm- únistar frá Vesturlöndum, sem ýmist hafa fengið hæli í Sovét- ríkjunum eða farið þangað af hugsjónaástæðum, en ekki sættu sig við lífið i „óskaland- inu" til langframa. Ein elzta myndin er af Shifrin ásamt Þjóðverja og Frakka i fangabúðum, — ein- um af þeim 690, sem Shifrin telur sig hafa heimildir um í Sovétríkjunum, og eru þær all- ar merktar inn á kort, sem sýnt er I upphafi myndarinrvar. — 5. bindi Framhald af bls. 13 Þýðingasafnið er 430 bls. að stærð, prentað og bund- ið í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Með þessari bók eru komin út 4 bindi ljóðasafns AB. Fjórða bindið — 20. öldin — er enn ókomið, en þess verður ekki langt að bíða. ( .„„ ,.,...... (FWffaTjflsyníung fra AB)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.