Morgunblaðið - 30.08.1977, Page 31

Morgunblaðið - 30.08.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 31 og mannvirkja verður hvorki stundaður framleiðsluiðnaður, sjávarútvegur né framleidd raf- orka. Dragist greinar eins og málmiðnaður og byggingariðn- aður aftur úr í uppbyggingunni vegna skilningsleysis á mikil- vægi þeirra, mun það orsaka dýrari og lakari vörn og þjón- ustu þessara greina. Ef þróunin verður þessi bitnar það beint eða óbeint á framleiðslunni, sem þá verður verr sam- keppnisfær við erlenda keppi- nauta. Afleiðing af hærri fram- leiðslukostnaði en vera þyrfti er einfaldlega minni verðmæta- sköpun og lakari lífskjör en ella. FRUMVARPTIL NÝRRA IÐNAÐARLAGA, FRÆÐSLUMAL O.FL. Af öðrum málum, sem fyrir þessu þingi liggja, vil ég sér- staklega geta frumvarps til nýrra iðnaðarlaga, en samstaða hefur náðst um þessi frum- varpsdrög í nefnd þeirri, sem iðnaðarráðherra skipaði til að endurskoða lögin um iðju og iðnað. Með þessari breytingu, ef að lögum verður, eru tekin til endurskoðunar lög, sem að stofni tii eru frá árinu 1927 og þeim breytt i samræmi við nýja tima og breytta þjóðfélags- hætti. Hér er ekki um bylting- arkenndar breytingar að ræða og ég dreg enga dul á þá skoðun mína, og sú skoðun er raunar í samræmi við ályktanir siðasta Iðnþings, að þessi lög séu og hafi verið hornsteinn undir verkmenningu og uppbyggingu iðnaðar í landinu og að varlega verði að fara í að breyta þeim. Það eru hvorki rök með né á móti breytingum, að lögin séu gömul, heldur verður þar að byggja á mati fenginnar reynslu og þörfum fyrir breyt- ingar vegna þeirrar stefnu, sem við óskum að beina iðnþróun inn á í framtíðinni. Ég held ekki að lögin um iðju og iðnað hafi á neinn hátt verið Þrándur i Götu iðnþróunar á íslandi, enda hafa menn átt erfitt að benda á dæmi slíks. Þær auknu kröfur til þeirra er að iðnaði starfa, sem ráðgerðar eru i frumvarpsdrögunum tel ég einnig til bóta og i samræmi við kröfur timans. Landssamband iðnaðar- manna hefur allt frá upphafi haft afskipti af fræðslumálum og barist fyrir úrbótum á sviði verkmenntunar. Enn eru þessi mál til umræðu og þá sérstak- lega vegna framkomins frum- varps til laga um framhalds- skóla. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna hefur sent frá sér umsögn um þetta frumvarp, þar sem talið er mjög óráðlegt að samþykkja það óbreytt, en það myndi m.a. hafa i för með sér, að verkfræðsluskólarnir myndu áfram starfa í því rúmi upplausnar, sem ríkt hefur í þessum málum að undanförnu. Skólarnir myndu halda áfram að þreifa fyrir sér, hver fyrir sig, varðandi námsefni og fyrir- komulag námsbrauta. Þetta hefur gengið svo langt að sumir þeirra útskrifa nemendur án þess að geta gefið fyrirheit um að námið veiti nemendum nein réttindi. Með frumvarpinu er að auki dregið verulega úr möguleikum atvinnulifsins til að hafa áhrif á þróun og fram- kvæmd verkfræðslunnar í land- inu. Þessa breytingu lit ég á sem hreina öfugþróun og tel að þvert á móti væri ástæða til að auka þessi áhrif og bendi á reynslu undanfarinna ára sem víti til varnaðar. Stjórn Landssambandsins óskaði svara menntamálaráðu- neytisins við fyrirspurnum og athugasemdum, sem gerðar voru við umrætt frumvarp, þannig að hægt væri að fjalla nánar um málið hér á Iðnþingi, en engin svör hafa borist. Ég hlýt því að játa að mikil óvissa ríkir enn um þessi mál, sem jafnframt kallar enn frekar á um einbeitta afstöðu og skýra tillögugerð okkar samtaka. Aðstöðumál iðnaðarins hafa undanfarið ár verið mjög til umræðu og þá sérstaklega vegna Iðnkynningar, sem nú hefur staðið í eitt ár með ágæt- um árangri. Ég mun þvi ekki gera hér sérstaklega grein fyrir þeim, en læt nægja að geta þess að lánamál iðnaðarins munu hér verða sérstaklega í brenni- depli, en úrbætur á sviði lána- mála og jöfnun lánskjara eru skiljanlega eitt helsta hags- munamál iðnaðarins í dag. Þegar ákveðið var að efna til samstarfs á breiðum grundvelli um herferð til kynningar ís- lenskum iðnaði, var um það al- gjör samstaða í stjórn Lands- sambandsins að láta sitt ekki eftir liggja í þessu samstarfi. Kynningu þessari er nú senn lokið og er hægt að fullyrða að árangur hefur orðið umtals- verður, bæði í breyttri hegðan við vöruval, svo og aukinn skilningur á þýðingu islensks iðnaðar fyrir þjóðfélagið. Þátttaka iðnmeistara i Degi iðnaðarins á þeim stöðum, sem Iðnkynning hefur farið fram, hefur verið mikil og almenn og vakið athygli. Hefur þar greinilega komið í ljós hve þáttur iðnaðarmanns- ins er fjölbreyttur og mikill í atvinnulífi staðarins og þýðing- armikill þáttur í uppbyggingu atvinnulífsins og ekki síst i því að skapa atvinnuöryggi. Einn megintilgangur ís- lenskrar iðnkynningar er að hvetja íslenska stjórnmála- menn og aðra áhrifaaðila til þess að búa betur að iðnaðin- um, taka aukið tillit til hans og vinna að eflingu hans. Iónkynn- ingin hefur beitt sér fyrir að þau samtök, sem að henni standa, hefðu með sér sem besta samvinnu og komi opin- berlegba fram sem einn aðili. Það hefur verið íslenskum iðn- aði mikill styrkur að þetta hef- ur verð gert og að samtökin hafa komið sameiginlega fram gagnvart opinberum aðilum og knúið sameiginlega á um ýmsar úrbætur í málefnum er varða starfsskilyrði íðnaðarins. Eg lýsi ánægju minni með Iðnkynninguna, og vil þakka öllum sem þátt hafa tekið í að skapa þá hugarfarsbreytingu, sem telja má að orðið hafi. En vill jafnframt benda á, að hér á ekki að vera um stundarfyrir- bæri að ræða. Iðnaðarmenn hver og einn verða að fylgja með, skoða sjálfa sig og gagn- rýna, endurbæta og skipu- leggja, og umfram allt vanda sitt verk. Um síðustu áramót má segja, að skammt hafi verið milli stór- tíðinda á sviði aðstöðumála iðn- aðarins. Lögð var fram og sam- þykkt ný tollskrá, sem ég vil telja að marki að mörgu leyti tímamót varðandi stefnuna í tollamálum, en þar á ég við stiglækkandí tolla af efni til bygginga og lagfæringu ýmis konar misréttis varðandi toll af aðföngum til iðnaðar. Enn eru þó mörg óleyst vandamál og misrétti á sviði tollamála, sem þarfnast leiðréttinga og vil ég þar sérstaklega tilnefna málm- iðnaðinn í því sambandi. Um sxðustu áramót var einnig lagt fram nýtt skattalagafrum- varp og samtökin fengu til skoðunar drög að frumvarpi til nýrrar verðlagslöggjafar. Þessi mál eru bæði óafgiæidd enn. Um þau hefur verið fjallað af stjórn Landssambandsins, sem lagt hefur fram sínar tillögur í formi umsagna og þau eru hér til umræðu á þessu Iðnþingi, sem móta mun stefnu okkar næstu tvö árin. Mörg fleiri mál mætti nefna, sem hér vei’ða tekin fyrir og snerta iðnaðinn i heild, svo og innri málefni Landssambands- ins sjálfs, en ég læt hér staðar numið, og óska að Iðnþing megi takast, að afgreiða þau margvis- legu mál, sem fyrir það eru lögð af víðsýni og marki þannig nokkur spor fram á við þjóðinni til farsældar. Eg vil að lokum þakka öllum þeim, sem unnið hafa að undir- búningi þessa Iðnþings. 37. Iðnþing Islendinga er sett. Husqvarna © Husqvarna er heimilisprýði ógunnai Sfygeiióóon k.f Husqvarna heimilistæki þekkja allir og að góðu einu ☆ ELDAVÉLAR ☆ HELLUR—OFNAR ☆ U PPÞVOTTAVÉLAR ☆ KÆLISKÁPAR ☆ FRYSTISKÁPAR ☆ ELDHÚSVIFTUR o.fl. LEITIÐ UPPLÝSINGA KOMIÐ - HRINGIÐ - SKRIFIÐ Sjalfhreinsandi ofn Innbyggður „Steikar hitamælir ", Grillteinn fylgir. Mjög góður. Hita og steikaraofn í eldavél. TIL LEIGU Hús þetta að Skaftahlíð 24 er til leigu nú þegar. Húsið er nú því sem næst tilbúið undir tréverk og hentar það vel fyrir margskonar starfsemi, s.s. skrifstofur, skóla, opinbera umsýslu, versl- anir, banka, verkfræðistofur, læknamiðstöð, fyrir félagasamtök, hótel. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Hver hæð er að flatarmáli 465 fm. og kjallarinn er 650 fm. Innkeyrsla er í kjallarann og 1. hæð hússins. Lóð hússins er frágengin og bifreiðastæði, sem rúmar um 100 bíla, er malbikað. Húsið leigist í einu lagi eða stökum hæðum, tilbúið undir tréverk eða lengra komið. Stór lyfta fylgir uppsett. Um langtíma leigu getur verið að ræða. Nánari upplýsingar veitir Einar I. Halldórsson á skrifstofu félagsins í síma 21120. m Laugaveqi 178, Reykjavík . Sími 21120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.