Morgunblaðið - 30.08.1977, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGÚST 1977
37
«8?
Mótsvæðið I Skiveren var útbúið skömmu fyrir-mótið en samtök eigenda fslenzka hestsíns [ Danmörku hafa tryggt sér afnotarétt af þvf næstu 4 árin.
Sigurður Sæmundsson á Leikni kemur að marki f skeiðinu sem
Evrópumeistari í skeiði.
járn í 5. sæti, fjórði varð Stokk-
hólma-Blesi Reynis Aðalsteins-
sonar, þriðji Gammur frá Hofs-
stöðum, knapi Christiane Mathie-
sen, Þyzkalandi. Gammur er
brúnn, fæddur á íslandi 1967
undan Sóma 670 frá Hofsstöðum
og á síðasta Evrópumóti var hann
i islenzku sveitinni og sat hann
Ragnheiður Sigurgrímsdóttir.
Sigurvegari varð Fagri-Blakkur,
knapi Bernd Vith. Þýzkalandi, én
Hrafn og Aðalsteinn i öðru sæti.
Dómararnir gáfu Fagra-Blakk
mun meira fyrir hægatöltið held-
ur en Hrafni en i hraðatöltinu
voru þeir jafnir. Fagri-Blakkur er
brúnn, fæddur á íslandi 1967, en
foreldrar hans eru Gustur 638 frá
Kletti og Skessa frá Hvítárbakka.
Faðir Gusts 638 er Baldur 449 frá
Bóndhól.
Ættir hestanna, sem sigruðu i
fjórganginum, hafa þegar verið
raktar en' sigúrvegari þar var
Bernd Vith á Fagra-Blakk, í öðru
sæti var Christiane Mathiesen á
Gammi og þriðji Heinrieh Jud á
Glaumi. I fimmganginum sigraði
Walter Feldmann yngri á Eld-
járni og í öðru sæti varö Jens
Iversen, Danmörku, á Vindskjóna
og þriðji var Karl-Heinz Kessler á
Sigurboða. í fjórða sæti var Reyn-
ir Aðalsteinsson á Stokkhólma-
Blesa og í fimmta sæti Aðalsteinn
Aðalsteinsson á Hrafni. Vind-
skjóni er fæddur á íslandi 1966
undan Rauð frá Alfsnesi og Vind-
skjónu frá sama stað. Sigurboði er
rauður, fæddur á Reykjum í Vest-
ur-Húnavatnssýslu 1967 og undan
Roða frá Reykjum.
íslendingar í fyrsta
og f jórða sæti í
stigakeppninni
Sigurður Sæmundsson á Leikni
varð sem kunnugt er stigahæsti
keppandinn á mótinu og Leiknir
fékk nafnbótina bezti hesturinn á
mótinu. Þessum árangri náði
hann með því að sigra í skeiðinu,
verða þriðji í hlýðniæfingum A,
sjötti i tölti og sjötti í 5-gangi og
hlýðniæfingum C, var fimmti í
tölti og sjötti í skeiði. Arangur
Leiknis í skeiðinu náði að færa
honum það mörg stig að sigrar
Eldjárns í 5-gangi og hlýðniæfing-
um jC dugðu honum ekki til sig-
urs. Þriðji varð Bernd With á
Eagra-Blakk og það var sannar-
lega óvænt ánægja meðal Islend-
inganna þegar tilkynnt var að
Sigurbjörn Bárðarson á Gými
væri fjórði stigahæsti knapi móts-
ins.
1 íslenzku tvikeppninni, sem er
samanlagður árangur úr tölt-
keppninni og skeiðinu, sigraði
Walter Feldmann á Eldjárni og
annar var Aðalsteinn Aðalsteins-
son á Hrafni. Þriðji var Bernd
Vith á FagraBlakk og fjórði Reyn-
ir Aðalsteinsson. Eldjárn Walters
Feldmanns, yngri. hlaut einnig
sérstaka viðurkenningu sem bezti
stóðhestur mötsins. Viðurkenn-
ingu sem bezta hryssan hlaut Nös
frá Skaftholti, eigandi Björn
Kjersem, Noregi. Nös er rauðnös-
ótt fædd á Islandi 1970 en faðir
hennar er Silfurtoppur frá
Jíeykjadal en móðir Amorella frá
V-Garðsauka.
Keppt í teymingum
hrossa
Fjórir reiðmenn sýndu teym-
ingar og riðu fyrst eftir fyrirmæl-
um frá þuli en sýndu þessu næstu
frjálst í eina minútu. Það kann að
virðast undarlegt i augum hesta-
manna hér heima að teymingar
hrossa séu sýndar sem keppnis-
grein. En við verðum að muna að
fyrsta stig tamningar er að gera
hestinn bandvanan og teymingar
hrossa má útfæra með ýmsum
hætti á sýningu. Viðurkenningu
fyrir teymingu hlaut Kim Ritzau,
Danmörku, á Glampa frá Ey en i
taumi hafði hann tvo testa.
í parreið velja knapar sér sam-
reiðarmann eða konu. Viðurkenn-
ingu í parreiðinni fengu Toi Merx
á Gerpi frá Lágafelli og Marjolijn
Tiepen á Friðu frá Hraunbæ,
bæði frá Hollandi. Þriðja bezta
parið var dæmt Jeanette Vring
Hollandi á Kópi frá Hólmi og
Benedikt Þorbjörnsson á Val.
Á mótinu var Sigurði Sæmunds-
syni og Aðalsteini Aðalsteinssyni
veitt sérstök viðurkenning frá
Skeiðmannafélaginu. Sigurði
fyrir beztan árangur i skeiói á
þessu móti og Aðalsteini fyrir að
hafa fyrr í sumar slegið Islands-
metið í skeiði á Fannari.
Ekki gefst hér tækifæri til að
geta um allt það sem fram fór á
mótinu en þess má geta að ekki
hafa áður á Evrópumóti verið
sýndir fjórir hestar undan sama
stóðhestinum en þarna voru sam-
an komnir fjórir hestar undan
Rauð 618 frá Kolkuósi. Þetta voru
Stokkhólma-Blesi, Baldur, Valur
og Faxi, sem allir er kenndir við
Stokkhólma. Þá sýndi íslenzka
sveitin gangtegundir íslenzka
hestsins með undirleik tónlistar
og var þeirri sýningu vel fagnað.
Hópur Dana reið um völlinn bú-
inn að hætti fornmanna á Islandi
I víðavangs- og hindrunarhlaupinu var einni hindruninni komið fyrir i
flæðarmálinu og áttu hestarnir að stökkva út í sjóinn og fara þar f
gegnum hlið, sem þar hafði verið komið fyrir. Hér fer Eveline
Barmettler á Skjóna frá Meierhof f Þýzkalandi yfir en Skjóni er undan
Stormi frá Hofsstöðum.
og sýndu notkun vopna, sem not-
uð vorú fyrr á öldum. Voru bún-
ingarnir og vopnin búin til eftir
fyrirmynd í danska þjóðminja-
safninu en eitt var óbreytt frá
fornöld — hestarnir voru óbreytt-
ir.
Reiðmenn fá tæki-
færi til að reyna
hæfileika sína
Ekki verður annað sagt en ís-
lenzka sveitin hafi staðið sig hið
bezta á mótinu. Hestarnir héðan
voru allt getuhestar í gangi, þó
kannski hafi skort í sveitina
glæsilega sýningarhesta er hrifið
gætu viðstadda með glæsileik og
fegurð. Sigurður Sæmundsson
varð sigahæstur á mótinu, Reynir
Aðalsteinsson á Stokkhólma-
Blesa var 4. i tölti, 4. í 5-gangi, 4. í
skeiði og sjötti í hlýðniæfingum
C, sem voru erfiðustu hlýðniæf-
ingar mótsins. Sigurbjörn Bárðar-
son á Gými var 1 öðru til þriðja
sæti í skeiði, níundi i tölti og
sjöundi í 5-gangi. Aðalsteinn
Aðalsteinsson á Hrafni var annar
í töltkeppninni og fimmti f 5-
ganginum. Birgir Gunnarsson á
Trítli var sjötti i 4-gangi. Ragnari
Hinrikssyni tókst ekki að láta
skeiðhestinn Gretti liggja fyrri
dag skeiðkeppninnar en á sunnu-
dag lá hann og var i 2. til 3. sæti.
Sem kunnugt er keppti Benedikt
Þorbjörnsson á Val þar sem Valur
heltist keppti i hans stað Eyjólfur
Isólfsson á Funa f 4-gangi og
hlýðniæfingum A en náði ekki
umtalsverðum árangri. Valur var
þó orðinn óhaltur mótsdagana og
kom fram i sýningum með ís-
lenzku sveitinni.
í heild var þetta mót f alla staði
hið ánægjulegasta. Keppni á
Evrópumóti gefur reiðmönnum
tækifæri til að réyna hæfileika
sína og samanburður fæst á gæð-
um íslenzkra hesta að heiman og
þeirra, sem fyrir eru á erlendri
grund. Síðasta ár hefur heldur
dregið úr útflutningi hrossa héð-
an en vonandi tekst með þessu
móti og annarri kynningarstarf-
semi að auka þennan útflutning á
ný. Við getum deilt um hvernig
rétt sé að standa að útflutningi
hrossa héðan en það er fjarstæða
að halda því fram að útlendingar
fari illa með hestana. Það eru til
undantekningartilfelli hjá þeim
eins og okkur í þeim efnum en
þau eiga ekki að verða til þess að
við neitum útlendingum að eiga
íslenzka hesta.
Eldjárn og Walter Feldmann. Sigurbj
Aðalsteinn á Hrafni.
Birgir á Trftli.
Fagri-Blakkur og Bernd Vith.
Texti og myndir:
Tryggvi
Gunnarsson