Morgunblaðið - 30.08.1977, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977
39
stjórnun og svo mætti lengi
telja. All margir fundir hafa
verið haldnir. Eru þeir ýmist
skipulagðir á þann hátt, að
Landssambandið útvegar utan-
aðkomandi leiðbeinendur og
fyrirlesara eða að starfsmenn
sambandsins sjá um fræðsluna
sjálfir.
A því sem hér að framan hef-
ur verið sagt má sjá, að Lands-
samband iðnaðarmanna beinir
ekki aðeins spjótum sínum að
hinu opinbera, heldur reynir að
hafa áhrif á það, sem því þykir
að umbóta þurfi við innan
fyrirtækjanna.
IÐNAÐARSTEFNA
OGIÐNÞRÓUN
A því Iðnþingi, sem nú er að
hefja störf, verða að vanda tek-
in fyrir mörg af brýnustu hags-
munamálum iðnaðarins, sem
ástæða væri til að fjalla um
sérstaklega, en til þess gefst
ekki timi nú. Ég vil þó taka út
úr og gera að umræðuefni eitt
það mál, sem fyrir þinginu ligg-
ur, en það eru drög að ályktun
um iðnaðarstefnu og iðnþróun.
Ef til vill væri þó réttara að tala
fremur um stefnuna í uppbygg-
ingu atvinnulífsins i heild, þvi
að er skoðun stjórnar Lands-
sambands iðnaðarmanna, að
ekki verði svo fjallað um þróun
iðnaðar og iðnaðarstefnu, að
ekki komi þar inn i myndina
þróun annarra atvinnuvega. Og
i beinu framhaldi, að ekki verði
framkvæmd iðnaðarstefna, sem
gerir ráð fyrir að mismuna ein-
stökum iðngreinum á grund-
velli vafasamra skilgreininga á
þvi, hvað sé samkeppnisiðnað-
ur og hvað ekki. Hér má segja
að komið sé að kjarna málsins
að þvíer varðar þá tillögu, sem
fyrir þessu þingi liggur, en þar
er einmitt lögð áhersla á að
leggja beri nýtt mat á mikil-
vægi einstakra greina iðnaðar,
þar sem tekið sé mið af allri
atvinnustarfsemi i landinu.
Mönnum er ljóst, að iðnaður-
inn verður að gegna vaxandi
hlutverki i atvinnuuppbygg-
ingu á Islandi, þvi i önnur hús
er ekki að venda. Stærsta skref-
ið i þá átt var stigið með inn-
göngunni í EFTA og með samn-
ingum við EBE. Með þvi var i
verki viðurkennt að iðnaður
ætti miklu hlutverki að gegna á
íslandi um ókomna tið.
Ég hygg, að yfirgnæfandi
fjöldi aðila innan Landssam-
bands iðnaðarmanna hafi fagn-
að því að þetta skref var stigið.
Ég held líka, að flestir séu enn
sama sinnis, þó hætt sé við, að
sá árangur sem náðst hefur sé
mun minni en vænst var við
byrjun þessa áratugs, þegar lit-
ið var með bjartsýni fram til tíu
ára aðlögunartfmans, sem nota
átti til að byggja upp og efla
íslenskan iðnað. Vel má vera að
bjartsýnin hafi verið og mikil,
en ég vil á engan hátt telja að
hún hafi verið til skaða, né
heldur vil ég gera of lítið úr
þeim árangri, sem náðst hefur,
það hefur óneitanlega talsvert
miðað fram á við.
Hinu er þó ekki að neita, að
talsvert skiptar skoðanir eru
um það hvernig vinna beri að
eflingu islensks iðnaðar, ég vil
jafnvel gerast svo djarfur að
segja, að menn virðast ekki
sammála um hvað teljist til iðn-
aðar og hvað ekki.
Ég hef sagt það áður, og mun
endurtaka það hér og svo oft
sem mér þykir þurfa, að ég tel
ógerlegt að byggja upp íslensk-
an iðnað á grundvelli mismun-
unar í aðstöðumálum á þann
hátt, að draga linu njilli þeirra
greina, sem lenda í beinni sam-
keppni við EFTA vörur og
hinna sem þar standa fyrir ut-
an. Hvort tveggja er, að þarna
er óhægt að greina í milli, þar
sem iðngreinarnar eru ekki af-
markaðar og sjálfstæðar heild-
ir, heldur eru hver annarri háð-
ar um viðskipti og þjónustu, en
að auki getur það varla hafa
verið ætlunin, að inngangan í
EFTA og samningar við EBE
yrðu þeim greinum einum til
gagns, sem þá lentu i beinni
samkeppni á erlendum mörkuð-
Framhald á bls. 30.
Jón Kristófersson
Minningarorð
Fæddur 21. júnf 1888
Dáinn 19. ágúst 1977
I dag verður Jón Kristófersson
kvaddur af ástvinum sinum og
öðrum samferðamönnum á lffs-
leiðinni, eftir langt og heillaríkt
ævistarf. Foreldrar hans voru
merkishjónin Margrét Hákonar-
dóttir og Kristófer Sturluson, sem
bjuggu á Brekkuvelli á Barða-
strönd. Þar ólst Jön upp i hópi
margra systkina. 1913 lauk hann
námi frá Kennaraskólanum, eftir
það gerðist hann kennari og
skólastjóri á Patreksfirði. 15.
október 1920 kvæntist hann Guð-
björgu Káradóttur, sem ættuð var
úr Arnessýslu. Hún stundaði
kennarastörf þar vestra. Hjónin
fluttust hingað til Reykjavikur ár-
ið 1924. Jón stundaði fyrstu árin
hér ýms störf, unz hann réðst á
varðskip 26. júní 1929. Eftir það
stundaði hann landhelgisgæzlu,
þar til hann var kominn hátt á
áttræðisaldur. Þau hjónin eignuð-
ust 5 börn, fjórar dætur og einn
son, hann misstu þau á barns-
aldri. Hann hét Kristófer. Dæt-
urnar eru: Hanna, gift Hákoni
Einarssyni skipasmið, Ragna, gift
Theodóri Jóhannessyni, sem
vinnur hjá Flugleiðum h.f. Þau
eru búsett hér i Reykjavfk.
Tengdasynirnir reyndust Jóni og
Guðbjörgu ágætlega. Anna og
Margrét eru búsettar i Bandaríkj-
unum. Systurnar eru vel gefnar,
prýðiskonur; þær eiga nú 13 börn
og 11 barnabörn.
Ég kynntist ekki Guðbjörgu og
Jóni fyrr en haustið 1972 eftir að
hafa dvalið um tima í Ameríku.
Þar hitti ég Önnu dóttur þeirra,
kom oft á heimili hennar, hef
sfðan notið ástúðar hennar og vin-
áttu mér til óblandinnar ham-
ingju. Ég fór með kveðju frá enni
til foreldra hennar. Þá kom ég
fyrst til þeirra á Norðurbrún 1
hér í borg. Þar bjuggu þau sið-
ustu æviárin. Mikil ánægja var að
sitja hjá þeim i litlu stofunni og
tala við þau. Bæði sögðu þau vel
frá, enda gáfuð og skemmtileg.
Margreynd og þroskuð í löngum
skóla lífsbaráttunnar.
Guðbjörg andaðist 19. marz
1974. Eftir fráfll hennar bjó Jón
einn á Norðurbrún 1. Hann var
gæfumaður, stundaði gott og göf-
ugt starf i marga áratugi. En
mesta hamingja hans var ástrik
eiginkona og yndislegar fjórar
dætur, sem aldrei brugðust hon-
um. Það sást bezt þegar hann
þurfti mest á kærleika að halda.
Þær tvær sem i Ameríku búa,
komu fyrir tæpu ári, þegar hann
var veikur. Jón gladdist lengi yfir
að hafa fengið að sjá þær allar
+
Eiginkona mln, móðir okkar og tengdamóðir,
MÁLFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR
lést á Landspitalanum að morgni, hinn 29 ágúst Jarðaförin fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn 5 september, kl 1 3 30.
Frlmann Jónasson
Ragnheiður Frímannsdóttir Ove Krebs
Bima Frimannsdóttir Trúmann Kristiansen
Jónas Frlmannsson Margrét Loftsdóttir
barnabörn og bamabarnabörn
fjórar heima hjá sér. Slðustu
mánuðina þegar heilsa haas var
farin að bila, komu þær tvæ|- syst-
urnar, sem hér búa, báðar tíl hans
daglega, hvort sem hann var á
sjúkrahúsi eða heima. Nú geta
þær þrjár, sem kveðja sinn kæra
föður í dag í Guðs húsi og sú, sem
hugsar til hans úr fjarlægð, glaðst
yfir að hafa aldrei brugðist hon-
um eða móður sinni, sem áður var
kvödd. Þau voru bæði hógvær í
sorg og gleði.
Guð sé lof fyrir störf Jóns
Kristóferssonar, hann vann það,
sem honum var trúað fyrir, af
skyldurækni og trúmennsku.
Hann á góða heimkomu í ríki
dýrðarinnar, þar sem sál hans
heldur áfram að þroskast og vaxa
að vizku.
Blessuð sé minning hans.
Sesselja Konráðsdóttir.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
+
Móðir mín og amma okkar
HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR
Bárugötu 20
andaðisf á Landakotsspitala laugardaginn 27 ágúst
Jón Brynjólfsson
Jóna Elfa Jónsdóttir
Brynjólfur Jónsson
+
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
kaupmaður, Skólavörðustig 28,
lést á Landspitalanum 29. ágúst Jarðaförin ákveðin siðar
Ósk Sigurðardóttir
Jóhann Gunnar Sigurðsson.
+
Móðir ókkar. tengdamóðir og amma
SIGRÍÐUR SIGUROARDÓTTIR
NeSri-Þverá I Fljótshllð
lést á Landakotsspítala að kvöldi 26 þ m
Eltn Guðjónsdóttir Þórunn Guðjónsdóttir
Sigurpáll Guðjónsson Sigurður Ingi Guðjónsson
Ámi Guðjónsson Magnús Guðjónsson
tengdaböm og barnabörn.
+ Moðir min.
KRISTJANA SIGRTYGGSDÓTTIR,
frá Húsavfk,
andaðist i Landspítalanum sunnudaginn 28 ágúst
Sigurlaug Albertsdóttir.
+
Litli sonur okkar
TORFI GEIR
andaðist á Barnaspitala Hringsins þ 28 ágúst.
Stefanla Magnúsdóttir
Guðjón Torfi Guðmundsson
Markarflót 22
Garðabæ
+
Eiginmaður minn,
andaðist 26. þ.m.
ÁGÚSTÞÓROARSON
frá Vestmannaeyjum
Viktoría Guðmundsdóttir.
verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f síð- Kona mín,
asta lagi fyrir hádegi á mánu- AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR.
dag og hliðstætt með greinar Holtsgötu 18,
aðra daga. Greinar tnega ekki YtriNjarðvik,
vera f sendibréfsformi eða andaðist aðfaranótt 29 ágúst.
bundnu máli. Þær þurfa að Fyrir hönd vandamanna.
vera vélritaðar og með góðu línubili. Hafsteinn Axelsson.
+
Útför eiginmanns míns,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR.
bllasmiðs.
til heimilis að Hrafnistu,
fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudag 31. ágúst kl 10 30
Þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd njóta þess.
Þorbjörg Bjamadóttir,
böm. stjúpböm og tengdabörn.
+
Eiginmaður minn og faðir,
GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON,
húsasmíðameistari,
Háaleitisbraut 37,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31 ágúst kl 3
Jóhanna Þórðardóttir,
Sigurður Guðmundsson.
+ Eiginmaður minn og faðir SIGURÐUR JÓNASSON. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, HRAFNS HALLDÓRSSONAR
múrari frá Brú
Lindarbraut 6. Seltjarnarnesi,
andaðist i Landspitalanum 29 ágúst
Sveinbjörg Helgadóttir og böm. Foreldrar og systkini