Morgunblaðið - 15.09.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15, SEPTEMBER 1977
Hvemig
væri
að
gefa
ganmað
Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
Fréttir frá Portú(>al oru ekki
jafn rúmfrekar á síúum ís-
lenzkra blaða og fyrir 2—3 ár-
um þegar hver atburðurinn rak
annan og við höfðum varla und-
an að meðtaka þá, hvað þá held-
ur að fá botn í það sem var að
gerast. Nú hefur kyrrðin færzt
fyri. Alténd er það sem gerist í
landinu ekki fréttnæmt á
heimsmælikvarðanum, nerna ef
einhverjar umfangsmiklar
efnahagsráðstafanir eru gerð-
ar.
Það var auðfundið að þorri
manna fylgdist af miklum
áhugá með framvindu mála í
Portúgal eftir að byltingin var
gerð i apríl 1974. Slíkt var um
margt eðlilegt enda meiri hátt-
ar mál hvernig Portúgal myndi
reiða af, pólitísk séð.
Að margra dómi er stjórn
Mario Soares of veik. Hefur
hikað við að grípa til óvinsælla
aðgerða. Vegna þess að svo
mjög hafa vandamál efnahags
og atvinnulífs herjað á þetta
land, að þar kemur ekkert hálf-
kák að gagni. Stjórn Soares er
vissulega vorkunn, hún er
minnihlutastjórn sem verður í
öllum meiriháttar málum að
treysta á stuðning kommúnista,
sósialdemókrata eða mið-
demókrata. Það er hins vegar
áreiðanlegt að enginn þessara
þriggja stjórnarandstöðuflokka
er sólginn i að eiga aðild að
ríkisstjórn meðan ástand efna-
hagsmála er jafn slæmt og nú.
Þetta er enda Soares Ijóst og
hann hefur sýnt rneiri dirfsku i
aðgerðum sínum, eftir því sem
stjórn hans hefur lengur setið.
En Portúgal er ekki hara
fréttaland. Það er eitt helzta og
bezta viðskiptaland íslendinga
og umfram allt eitt af örfáum
löndum sem kaupir meira af
okkur en við af því. Um salt-
fisksölu okkar til Protúgals vita
margir, en sjálfsagt hugsa fæst-
ir út i það hversu alvarlegt áfall
það væri fyrir okkur ef drægi
skyndilega úr þessari sölu.
Portúgalir hafa á síðustu ár-
um reynt eftir megni að vekja
athygli Islendinga á því að
nauðsynlegt sé að reyna að
jafna ögn þennan mikla mun.
Viðleitni þessi hefur ekki borið
umtalsverðan árangur. Vegna
þess hve efnahagsvandi
Portúgala er mikill hafa þeir
farið út i það í auknum mæli að
beina viðskiptum til landa sem
kaupa af þeim og hafa dregið
úr viðskiptum við aðra í stað-
inn. Þetta er fjarska eðlilegt og
sjálfsagt en gæti haft varhuga-
verðar afleiðingar fyrir okkur.
Benda má á að munurinn á
viðskiptum landanna hefur far-
ið vaxandi Viðskiptahalli
Portúgala jókst gríðarlega á s.l.
ári og má meðal annars rekja
það til aukinna saltfiskkaupa,
og samdráttar í útflutningi hjá
þeint sjálfum. Þá hafa Portú-
galar þurft að flytja inn mikið
af matvælum, endá þótt á
stefnuskránni sé að verða sjálf-
um sér nógir, til dæmis með
landbúnaðarvörur. Vegna
pólitískra deilna i landinu kom
stöðnun í framleiðsluna i hart-
nær tvö ár og því tekur sinn
tíma að rétta úr kútnum. Ýmis
sólarmerki benda til að það hafi
nú tekizt og Portúgalir geti
verulega hert á sér víð fram-
leiðslu til útflutnings miðað við
undanfarin 2—3 ár.
NU MÆTTI DRAGA þá
ályktun af því hversu tregir ís-
lendingar eru til að efla við-
skiptin við Protúgali, að þar
séu búnar til vörur sem ekki
séu bjóðandi nokkrum manni.
Svo er reyndar aldeilis ekki:
vöruvöndun er mjög mikil og
almenn vörugæði útflutnings-
vara eru að verða með því sem
það bezt gerist i Evrópu.
Meðal þess sem Portúgalir
telja sig geta boðið íslending-
um á samkeppnisfæru verði
eru til dæmis skór, veiðarfæri
hvers konar, vefnaðarvörur og
vín svo að nokkuð sé nefnt, sem
kemur fyrst upp i hugann. Geta
ber og þess að nokkuð er nú
þegar flutt inn af skóm frá
Portúgal, einkum barnaskóm
og hafa þeir þótt hin mesta
gæðavara. Allmargar tegundir
portúgalskra vína eru fluttar
inn. En einhverra hluta vegna
eru þessi vín lítt áberandi. Til
dæmis er hreinasta undantekn-
ing ef veitingahús hér í bæ hafa
protúgölsk vín á vinlista sínum,
að undanteknu einni eða tveim-
ur rósavínstegundum. Sama er
uppi á teningnum i útsölum
áfengisverzlunar. Þar virðist
stundum djúpt á protúgölskum
vínum, enda eru Islendingar
litlir vínþekkjarar og kaupa
yfirleitt ekki vín til að njóta
bragðs og gæða heldur til að
sturta í sig einhverju sem renn-
ur nótu fljótt niður og vekur
nógu fljótt mikil áhrif. Portú-
galir framieiða reyndar fleira
en protvínin og borðvínin. Þar
er einnig að fá bæði vodka og
koníak sem er ágætis fram-
leiðsla. Hvort skýringa er að
leita I framtaksleysi umboðs-
manna þessara víntegunda í
sumum tilvikum er ekki fjarri
lagi og er þó kyndugt, þar sem
þeir hagnast á því að vintegund
seljist hressilega.
Textilvörur Portúgala eru að
verða frægar fyrir gæði og
smekkvisi. Er reyndar með
ólíkindum hversu lítið hefur
náð fótfestu af þeim hér. Bæði
er þar um að ræða dúka,
gluggatjaldaefni, handklæði,
ábreiður, rúmfatnað og hvað-
eina. í að þróa þessa fram-
leiðslu hefur verið lagður mik-
ill metnaður af hálfu Portúgala
enda árangurinn orðið eftir þvi
myndarlegur. Mér er hins veg-
ar tjáð af ýmsum sem hafa haft
samband við fyrirtæki í Portú-
gal, meðal annars í textiliðnaði,
og þau venjulega smá, að þar
vilji stundum verða bið á svari.
Það kemur sem sagt upp ú
dúrnum að það sama hrjáir
Portúgala og íslendinga: eru
tregir að svara bréfum. Skýring
á þessu kann og að vera sú, að
verzlunarbréf héðan eru eðli-
lega skrifuð á ensku og stund-
um er einfaldlega enginn í fyr-
irtækjunum sem skilur það
tungumál. Mér er i minni að í
Frá Estoril
Vfnberjatfnsla
ferð til Portúgal i fyrra, þegar
ég heimsótti aragrúa iðnfyrir-
tækja, var undantekning ef
framkvæmdastjórar, hvað þá
heldur undirmenn voru mæl-
andi á ensku. Hins vegar verða
Portúgalir sjálfir að sjá um að
kippa þessu í lag, því að í okkar
augum lítur það dálítið sér-
kennilega út að fyrirtæki, sem
vili framleiða vörur til útflutn-
ings og afla vörunum markaða,
skuli ekki hafa einhverja aðila
á sínum snærum sem geta séð
um bréfaskriftir á tungumálum
eins og t.d. ensku.
Auk þeirra vara sem hér hafa
verið taldar vinna Portúgalir að
því öllum árum að gera útflutn-
ingsframleiðslu sína fjölbreytt-
ari. Þeir hafa hug á að selja
okkur grænmeti og ávexti, gull
og silfurvörur, tómatkraft, hús-
gögn og fatnað og er þá aðeins
fátt eitt nefnt.
Þá er einn möguleiki ónefnd-
ur til að freista þess að ná meiri
jöfnuði i viðskiptunum og það
eru ferðalög. Nú eru Islending-
ar ferðaglaðir með afbrigðum,
en gallinn bara sá að þeir virð-
ast helzt alltaf vilja fara á sömu
staðina og vera á sömu hótelun-
um. Langbezt væri kannski ef
þeir fengju alltaf sama her-
bergið. Og Portúgal hefur ein-
hverra hluta vegna ekki orðið
fjöldaferðamannaland Islend-
inga. En þeir Islendingar sem
hafa farið til Portúgals eiga
þaðan góðar endurminningar
og leita þangað gjarnan á ný.
Algarve, sólarströnd Portú-
gals, er fjölsóttastur ferða-
mannastaður bæði útlendinga
og Portúgala sjálfra. I Algarve
er fallegt og hlýlegt og þar er
upp á margt að bjóða fyrir
ferðamenn, en umfram allt er
það staður sem gott er að leita á
til afslöppunar og almennrar
hvíldar. Lissabonsvæðið er aft-
ur á móti skemmtilegra að min-
um dómi. Þar er upp á flest að
bjóða sem hugurinn girnist.
Borgin sjálf er framúrskarandi
sjarmerandi. Þar er margt að
sjá og þaðan er hægt að fara í
skoðunaferðir til allra helztu
staðanna í kring. Strandlíf er
einnig á boðstólum, rétt fyrir
utan Lissabon, í Cascais og Est-
oril. Meira að segja heimsvanir
íslenzkir túristar ættu að gera
sætt sig við það sem þarna er í
boði. h.k.
Borðbúnaður er framleíddur úr leir og postulínu
Rúmteppi og dúkar af sömu gerð.